Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 2
Sjónvarpsstjóri Skjás eins um ráðningu Sigríðar Arnardóttur til 365 miðla SJÓNVARPSKONAN Sigríður Arnardóttir skrif- aði í gær undir samning við 365 miðla, en hún mun taka við umsjón morgunþáttarins Íslands í bítið. Sigríður hafði nýlega skrifað undir samning við Skjá einn, en gert var ráð fyrir að hún stjórnaði nýj- um dægurmálaþætti ásamt Felix Bergssyni. Í gær- kvöldi var síðan tilkynnt að Guðrún Gunnarsdóttir, sjónvarps- og söngkona, hefði veri ráðin til að stjórna hinum nýja þætti ásamt Felix. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir ákvörðun Sigríðar koma sér verulega á óvart. „Sirrý kom til okkar í dag [í gær] og tilkynnti okkur að hún væri nýbúin að skrifa undir samning við NFS. Ég hváði við því ég gekk frá samningi við hana á laugardaginn,“ segir Magnús. „Það var ekk- ert ákvæði í samningnum sem heimilaði klukkutíma uppsagnarfrest á honum, þetta var bara venjulegur samningur,“ segir Magnús og bætir því við að und- irbúningur að þættinum hafi staðið yfir í tvær vikur. „Ég gekk frá ráðningarsamningi við Felix og Sirrý um helgina og svo höfðum við starfsmannafund á mánudaginn þar sem þetta var tilkynnt. Þessi bransi er hins vegar þannig að það lekur allt á milli og klukkan fjögur þann sama dag hringdi NFS í Sirrý og gerði henni tilboð,“ segir Magnús. „Ég er mjög hissa á NFS að gera þetta og að Ari Edwald ætli að stimpla sig svona inn í stjórn 365 miðla,“ seg- ir Magnús. „Ég hefði ekki verið hissa á forverum hans, en að Ari haldi þessu áfram er með ólíkind- um,“ segir Magnús og bætir því við að svipaðir at- burðir hafi átt sér stað áður. „Hálf söludeildin var tekin frá okkur síðasta sumar og Vala Matt var fengin yfir á Sirkus stuttu síðar. Það er sorglegt að þeir geti ekki þjálfað upp sitt eigið fólk heldur þurfi að ræna aðra miðla með þessum hætti,“ segir Magnús. „Ég gerði Ara Edwald tilboð nú rétt áðan [undir kvöld í gær], að Sirrý byrjaði þáttinn hjá okkur, ynni út þriggja mánaða uppsagnarfrestinn og færi svo yfir á NFS, því ég get ekkert sagt við því að hún segi upp. Þeir hins vegar höfnuðu því alfarið, sem segir kannski meira um hvort þeir séu að hugsa um hag Sirrýjar eða bara um að eyðileggja.“ Ráðum fólk og missum fólk „Það er algengt að við ráðum fólk og að við miss- um fólk. Það er ekki hægt að gera það í bága við aðrar ráðningar,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 ljósvakamiðla, þegar hann var spurður um viðbrögð sín við óánægju sjónvarpsstjóra Skjás eins. „Þetta verður skoðað en mér finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið teflt fram. Venjan er sú að starfsmaður sem ræður sig í vinnu kynni væntanlegum vinnu- veitanda þá stöðu sem uppi er um sína hagi,“ sagði Ari. | 54 Ari Edwald Vinnubrögð NFS með ólíkindum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Sigríður Arnardóttir Magnús Ragnarsson 2 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 HUGSUM STÓRT! Borgin á að vera hrein, örugg og falleg, en umfram allt lifandi fyrir fólk eins og þig og mig. Ég vil byggja upp glæsta byggð í Vatnsmýrinni og bjóða Reykvíkingum upp á fjölbreytta íbúðakosti og lóðir. VILJA STÖÐVA ÓEIRÐIR Áhrifamiklir múslímaklerkar í Afganistan komu fram í þarlendum fjölmiðlum í gær til að koma þeim skilaboðum til landa sinna að mál væri að mótmælum vegna birtinga evrópskra fjölmiðla á skopmyndum af Múhameð spámanni linnti. Skop- myndunum var mótmælt víða í Afg- anistan í gær og biðu fjórir bana í óeirðum í sunnanverðu landinu. Kosið í skugga átaka í Nepal Ofbeldi og dræm kjörsókn vörp- uðu skugga á sveitarstjórnarkosn- ingar sem fram fóru í Nepal í gær. Höfðu tíu manns látist í átökum tengdum kosningunum. Setti met í fallhlífarstökki Þórhildur Valsdóttir var ein af 400 fallhlífarstökkvurum frá 31 landi sem settu heimsmet í hópstökki í Taílandi í gær. Gildi með 18% raunávöxtun Raunávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs var 17,8% á síðasta ári, en það jafn- gildir því að nafnávöxtun sjóðsins hafi verið 22,6% á árinu. Ísland í ESB árið 2015 Íslendingar verða orðnir aðilar að (ESB) árið 2015, rætist spá Halldórs Ásgrímssonar, sem hann setti fram í erindi á Viðskiptaþingi í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Umræðan 32/38 Úr verinu 16 Bréf 37 Erlent 18/19 Minningar 39/43 Minn staður 20 Hestar 47 Höfuðborgin 22 Myndasögur 48 Akureyri 23 Dagbók 48/50 Suðurnes 23 Staður og stund 49 Landið 22 Leikhús 52 Daglegt líf 24/25 Bíó 54/57 Neytendur 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28/29 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðinu fylgir fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                         STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var útskrifaður af Landspítalanum á þriðjudag eftir rúmlega þriggja vikna sjúkrahúslegu í kjölfar bílslyss í A-Húnavatnssýslu um miðjan janúar. „Ég er orðinn sæmilega sjálfbjarga en það er heilmikið eftir,“ segir hann. „Beinin eiga eftir að gróa og vöðvar að jafna sig. Næstu tvær til þrjár vikurnar mun ég því safna kröftum og síðan get ég vonandi hafið æfingar og þjálfun. Það eru því þónokkrar vikur í að ég geti látið mér detta í hug að kíkja í vinnuna. En það kemur allt saman. Ég ætla að reyna að vera til friðs og hlíta ráðum sérfræðinga um það hvenær tímabært er að fara að mæta til starfa. Það er enginn ómissandi og í mínu tilviki sýnist mér vaktin vera prýðilega staðin, ekki síst hjá Jóni Bjarnasyni sem nýlega hélt fimm tíma ræðu á þingi gegn stóriðju.“ Steingrímur mun því halda sig í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Reykjavík og hafa hægt um sig næstu vik- urnar. Morgunblaðið/Kristinn Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður var ekki fyrr kominn heim eftir sjúkrahúsleguna en forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, færði honum bókapakka að gjöf með kveðju frá alþingismönnum. „Orðinn sæmilega sjálfbjarga“ Rann eftir lyftu- vírnum og rakst á næsta stól ÓHAPP varð í stólalyftunni í Suð- urgili í Bláfjöllum á þriðjudag þegar stóll með drengjum í skíða- deild Breiðabliks rann stjórnlaust aftur á bak og rakst á næsta stól en þar voru einnig skíðastrákar úr Breiðabliki. Vinnueftirlitið hefur tekið lyftuna til rannsóknar en ljóst er að stóllinn hefur losnað á vírfestingunni þótt ekki væri hætta á að hann færi upp af vírn- um og hrapaði niður í brekkuna að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðumanns Bláfjalla og Skála- fells. Óhappið varð á miðri leið upp á endastöð, þar sem hallinn er hvað mestur, og mjakaðist stóllinn í fyrstu afturábak en náði talsverðri ferð í lokin áður en hann rakst á næsta stól. Drengjunum var mjög brugðið við atvikið en þeir sem voru í stólnum fyrir neðan voru um tvítugt og tóku á móti renn- andi stólnum af röggsemi. Að sögn Grétars Halls er þetta ekki í fyrsta skiptið sem svona atvik gerist. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær viðskiptavin Kaupþings til að greiða KB banka tæpar 1,3 milljónir króna, sem voru eftirstöðvar taps á tveimur skiptasamningum er maðurinn gerði við Kaupþing um hlutabréfakaup árið 2000. Um var að ræða hlutabréf í sænska félaginu Daleen Technologies Inc. og Nokia. Gengi bréfanna lækkaði og þegar samningunum var lokað árið 2001 nam tap á viðskiptunum samtals rúmum 4,7 milljónum króna. Við- skiptavinurinn greiddi ekki bankan- um mismuninn og gekk bankinn þá að veðum sem sett voru sem tryggingar og seldi þau fyrir samtals um 3,5 milljónir króna. Bankinn höfðaði síð- an mál til að innheimta eftirstöðvarn- ar. Viðskiptavinurinn taldi að samn- ingarnir við Kaupþing hefðu ekki verið í samræmi við þær kröfur, sem gera yrði til slíkra samninga um skýr- leika, og form samninganna þannig uppbyggt að þeir væru algerlega óskiljanlegir venjulegu fólki. Þá hefði framganga starfsmanna Kaupþings við gerð samninganna ekki verið í samræmi við lög eða þær kröfur sem gera yrði til slíkra sérfróðra starfs- manna og þeir hefðu ekki gert honum grein fyrir þeirri áhættu sem fylgdi viðskiptunum. Héraðsdómur féllst hins vegar ekki á að bankinn hefði með framgöngu sinni í viðskiptunum bakað viðskiptavininum tjón og bæri því ábyrgð á tapi hans á samningun- um. Þá yrði ekki séð á hvern hátt Kaupþing hefði notfært sér fákunn- áttu viðskiptavinarins. Greta Baldursdóttir héraðsdómari dæmdi málið. Andri V. Sigurðsson hdl. flutti málið fyrir stefnanda og Reynir Karlsson hrl. fyrir stefnda. Greiði KB banka eftirstöðvar taps Lést í vinnuslysi MAÐURINN sem lést í vinnuslysi á mánudag er aftanívagn flutningabíls féll á hann við Blesugróf hét Ingvar Ágústsson, bifreiðastjóri, til heimilis í Blesugróf 15, Reykjavík. Hann var fæddur 19. ágúst árið 1938 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur upp- komin börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.