Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Losaðu samband þitt við alla tvíræðni. Sýndu að þú sért til í að breytast ef það verður til þess að halda ástinni lifandi. Málamiðlun er til marks um trúfestu þína og vandaðar manneskjur eru til í að mætast á miðri leið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvæntir atburðir eru eins og köld vatnsgusa framan í nautið. Hvers vegna tókstu ekki eftir neinu? Kannski hefur þú gengið í svefni. Nú þegar þú hefur áttað þig, koma nýir möguleikar til sög- unnar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þrár tvíburans eru honum ofarlega í huga og hjarta í dag. Hann er í þeirri stöðu að geta tekið skref fram á við í sambandi sem skiptir hann máli. Vertu til staðar fyrir einhvern sem spyr hvort þú eigir tíma aflögu og hjálpaðu viðkom- andi með ánægju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áskorun bíður krabbans en hún er bara tækifæri til þess að sýna hversu mikið hann hefur þroskast. Krabbinn er góður í því að finna lausnir og veit að sá vægir sem vitið hefur meira. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er einstaklega samvinnuþýtt og gerir allt sem því er ætlað, en einhverra hluta vegna finnur það ekki til fullnægju eða árangurs. Á einhverjum tímapunkti nemur það staðar og spyr: hver fékk eiginlega hugmyndina? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er eins og barn sem syngur eft- ir karaókí-texta á sjónvarpsskjá og fylg- ist með boltanum sem hoppar á milli orða. Fyrr en varir á hún eftir að kunna lagið og þarf þá ekki á hjálp að halda lengur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Beittu næmi í meira mæli í einkalífinu, ekki rökhugsuninni. Það er hún sem þjónar þínu frábæra innsæi. Ef eitthvað sem þú gerir virðist óskiljanlegt, er það eitt út af fyrir sig næg ástæða til þess að stoppa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tekjumöguleikar sporðdrekans eru góðir þessa dagana. Hann eyðir fénu af kostgæfni. Sýndu heilindi og neitaðu að vera eins og aðrir, hvort sem þú leggur stund á viðskipti eða listir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Draumur heltekur bogmanninn. Ef hann væri ekki jafn yndislegur og raun ber vitni, fyndist bogmanninum hann í heljargreipum. Hann einblínir á yndis- legan möguleika svo það sem hann gerir á ekkert skylt við vinnu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver sem steingeitin treystir segir henni eitthvað sem hún vill ekki heyra. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig. Mundu að fólki þykir óumræðilega vænt um þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Horfðu í baksýnisspegilinn en ekki fest- ast. Haltu áfram og einbeittu þér að því sem er framundan á veginum. Þú tekur eftir hlutum sem þarf að sinna, eins og hungurverkjum í maganum. Lífið bíður eftir því að þú keyrir upp að lúgunni og pantir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Möguleikarnir eru já eða nei. Í þínu til- felli er já-ið skrifað í stjörnurnar. Leyfðu hjartanu að tala. Þótt enginn segi neitt, er nóg að blikka. Stjörnuspá Holiday Mathis Sveiflutíðni vatnsberans þeytir okkur í átt til morg- undagsins, morgundags- ins, morgundagsins og ekkert ráðrúm til þess að horfa tilbaka. Ef gljáandi nýja- brum vatnsberans reynist einhverjum um megn, huggar tungl í krabba. Það táknar umönnun, móður, mjúkt teppi og hlý orð. Ef maður er heima við, finnur maður það örugglega. Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. feb. Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks- dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Bananananas | Opið verður á sýningu Finns Arnars Arnarsonar, fim. 9. feb. kl. 16– 18, fös. 10. feb. kl. 16–18 og lau. 11. feb. kl. 14–16. Á laugard. mun Finnur sitja yfir sýn- ingunni. Sýningin stendur til 18. feb. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir akrýl og olíumálverk. Út febrúar. Gallerí BOX | Arna Valsdóttir sýnir til 11. febrúar. Opið fimmtud. og laugard. kl. 14– 17. Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Østerby sýnir myndverk tengd Sömum til 22. feb. Gallerí Sævars Karls | Jónas Viðar Sveinsson sýnir málverk til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lárussonar út febrúar. Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magnússon – Ljós og tími II. Opið fim–sun kl. 14–18. i8 | Sýningin Fiskidrama samanstendur af myndbandi, skúlptúr og teikningum. i8 er opið mið–föst. kl. 11–17 og laug. kl. 13–17. Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexanders- dóttir sýnir olíu og akrýlmyndir út feb. Karólína Restaurant | Óli G. með sýning- una Týnda fiðrildið til loka apríl. Kunstraum Wohnraum | Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir sýnir verkið – Gegnum – Through – til 23. mars. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, Carl–Henning Peder- sen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt. Til 25. febr. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kristín Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir). Guðrún Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12. feb. Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Ein- arsdóttir sýnir verk unnin með olíu á striga ásamt skúlptúrum unnum úr frauðplasti og litarefni á tré. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabrí- ela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Ey- fells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir listamenn sem reka vinnustofur og sýning- araðstöðu á þriðju hæð. Til 12. feb. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen Bar – Ostranenie – sjónræna tónræna – til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo og ljósmyndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. feb. Söfn Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöl- listamaður sýnir verk úr myndaröðinni Vig- dís til 17. febrúar. Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikn- ingum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem hann gerði er hann var í verbúð í Þor- lákshöfn á árunum 1913–1915. Myndirnar eru ómetanleg heimild um mannlífið í ver- stöðinni Þorlákshöfn á þessum árum. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningarkostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er myndum er varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnar 1. maí nk. Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl- breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóð- minjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njótið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastof- unni. Leiðsögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Kiwanishúsið | Félagsvist alla fimmtud. í Kiwanishúsinu Mos., í landi Leirvogstungu við Vesturlandsveg. Spilaverðlaun, kaffi- veitingar. Sími 566 7495, húsið opnað kl. 20. Klúbburinn við Gullinbrú | Trúbadorarnir Halli og Kalli skemmta 10. febrúar. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Kjartan Ólafsson, sér- fræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, heldur erindi í hádegisfundaröð Rannsóknastofu í vinnuvernd um áhrif ál- vers- og virkjunarframkvæmda á Austur- landi, á efnahag og vinnumarkað. Fundur- inn er í Lögbergi stofu 101, kl. 12–13. Landakot | Fræðslufundur á vegum RHLÖ verður haldinn kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landakoti. Júlíana Sigurveig Guð- jónsdóttir hjúkrunarfr., fjallar um reynslu dætra af flutningi foreldra, sem þjást af heilabilun, á hjúkrunarheimili. Sent verður út með fjarfundabúnaði. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Samtökin ’78 efna til fyrirlestrar í Odda, Háskóla Íslands 10. febr. kl. 12. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Glæpurinn kynvilla. Sam- kynhneigð og refsilöggjöf 1869–1993. Slysavarnadeild kvenna | Aðalfundur Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík í Höllubúð kl. 20. Frístundir og námskeið Bókaforlagið Salka | Þrýstipunkta nám- skeið kl. 19–21. Birgitta Jónsdóttir Klasen skoðar mismunandi mataræði fyrir sólar- týpur og tungltýpur og kennir þrýsti- punktameðferð. Skráning er hafin hjá Sölku. Sendið póst með upplýsingum um fæðingardag og ár. á berglind@salka- forlag.is eða í síma 552 1122. Yoga Shala Reykjavík | Ashtanga yoga helgarnámskeið verður með Mark Freeth frá Englandi, dagana 10.–12. feb. (8 klst). Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 862 6323 eða á helgasnjolfs@- gmail.com. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/ Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ástæður, 4 gelta, 7 lagarmál, 8 spjalla, 9 dugur, 11 ein- kenni, 13 pípan, 14 blær, 15 skinn, 17 sníkjudýr, 20 deilur, 22 landræk, 23 forræði, 24 tómur, 25 lotur. Lóðrétt | 1 handfang, 2 gjálfra, 3 beð, 4 hetju, 5 heimild, 6 ávöxtur, 10 frek, 12 meis, 13 þjóta, 15 sperðill, 16 döpur, 18 smáöldur, 19 hagn- aður, 20 siðar, 21 næð- ing. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 barndómur, 8 augað, 9 öldur, 10 iðn, 11 dýrið, 13 nýrað, 15 kenna, 18 safna, 21 píp, 22 sigla, 23 önnin, 24 mislingar. Lóðrétt: 2 angur, 3 næðið, 4 ósönn, 5 undur, 6 hald, 7 fróð, 12 inn, 14 ýsa, 15 kæsa, 16 nagli, 17 apall, 18 spönn, 19 fenna, 20 asni.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.