Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 51

Morgunblaðið - 09.02.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 51 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og jóga kl. 9. Boccia og spænska kl. 10. Sheena með myndlist kl. 13. Video- stund kl. 13.15, ýmsar myndir og þættir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Boccia kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30. Ásgarður | Félagsvist og dans verður í Ásgarði, Stangarhyl 4, laugardaginn 11. febrúar. Félagsvistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni um kl. 22.30. Stefán G. leikur fyrir dansi, dans við allra hæfi. Félagsstarf SÁÁ. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópur kl. 10–11. Mæting fyrir framan Bessann og kaffisopi þar eftir göngu. Allir eldri borgarar velkomnir í hópinn, bara mæta. Útskurðarnámskeið í smíða- stofu Grunnskólans fimmtudaga kl. 15.30–18.30. Leiðbeinandi Friðgeir H. Guðmundsson. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Skráning fer nú fram vegna sæludaga á Hótel Örk vikuna 26.–31. mars nk. Listar eru á upplýsinga- töflum félagsmiðstöðvanna Gjábakka og Gullsmára. Hægt er að skrá sig á skrifstofu FEBK í Gullsmára 9 á skrif- stofutíma. Takmarkaður fjöldi gist- inga í boði. Fyrstur kemur – fyrstur fær. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Leikfélagið Snúður og Snælda frumsýnir leikritið Glæpir og Góðverk. Leikgerð Sigrún Val- bergs. Leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Sýnt í Iðnó sunnudaginn 12. febrúar kl. 14. Miðapantanir í Iðnó í síma 562 9700. Sýningar verða á mið- vikudögum og sunnudögum. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í Kennarahúsi kl. 14– 16. EKKÓ-kórinn í KHÍ kl. 17–19. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.15. rammavefn- aður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Handavinnustofan opin frá kl. 9–16, leiðbeinandi á staðnum. Jóga kl. 10, laus pláss. Brids kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Glerbræðsla kl. 9 í Kirkjuhvoli. Vatns- leikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi. Spilakvöld í Garðabergi kl. 19.30 á vegum FAG og Kristínar Jóhannsdóttur. Síðasti skráningar- dagur í leikhúsferðina á Carmen þann 19. febrúar. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 smíðar og útskurður, almenn handa- vinna. Kl. 13.30 boccia. Kaffiveitingar kl. 15. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik- fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi rabb og kaffi kl. 9, pútt kl. 10, leikfimi kl. 11.20, gler- bræðsla kl. 13, opið hús kl. 14, í boði VÍS. Hringskonur Hafnarfirði | Aðalfund- ur Kvenfélagsins Hringsins verður 9. feb. kl. 20 í Hringshúsinu, Suðurgötu, Hafnarfirði. Hvassaleiti 56–58 | Bróderí hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Félagsvist kl. 13.30 kaffi og gott með- læti í hléi. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morg- un. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofa opnuð kl. 10. Handmennt almenn kl. 13, kaffi kl. 14.30, bingó kl. 15. Laugardalshópurinn Blik, Laugar- dalshöll | Leikfimi eldri borgara í Laugardalshöll kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsheimilið, Há- túni 12. Skák í kvöld kl. 19. Allir vel- komnir. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Aðalfundur Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík verður haldinn í Höllubúð kl. 20. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 kór- æfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt almenn kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Brids frjálst kl. 13. Félagsvist spiluð í kvöld, allir vel- komnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á eftir. Fundur í Kvenfélagi Akureyrarkirkju kl. 19.30. Samhygð kl. 20. Áskirkja | Foreldrum er boðið til sam- veru með börn sín í safnaðarheimili II milli kl. 10 og 12 í dag. Herdís Storga- ard ræðir um slysavarnir barna. Opið hús milli kl. 14 og 17 í dag. Samsöngur undir stjórn organista, kaffi og með- læti. Samvera í safnaðarheimili II milli kl. 17 og 18 í dag. Spurningaleikur. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Farið verður í bréf Páls postula til Rómverja og Galatamanna. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju! Núna á fimmtudegi heimsækjum við starf aldraðra í Akraneskirkju. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 12.30. Áætluð heim- koma er um klukkan 17. Nánari upp- lýsingar hjá kirkjuvörðum Bústaða- kirkju í síma 553 8500. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi IAK kl. 11. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30– 21.30 á neðri hæð. www. digranes- kirkja.is Dómkirkjan | Alla fimmtudaga frá kl. 14–16 er opið hús í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund í hádeginu á fimmtudög- um, kl. 12.15. Garðasókn | Kyrrða-og fyrirbæna- stund kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrir- lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára á fimmtudögum í Húsa- skóla kl. 17.30–18.30. Hafnarfjarðarkirkja | 7–9 ára starf er alla fimmtudaga klukkan 17–18. Margt skemmtilegt er gert saman, vonum að sjá sem flesta. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Orgel- leikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Taize-messa öll fimmtudagskvöld í Háteigskirkju. Kirkjan opnuð klukkan 19 og messan hefst klukkan 20. Hljóð stund í nær- veru Guðs. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð í Setrinu, Háteigskirkju á föstudögum kl. 13–16. Kaffi kl. 15. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, er kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera fyrir fólk á öllum aldri. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. KFUM og KFUK | Hátíðarfundur í AD KFUM Holtavegi 28 fimmtudag 9. feb. kl. 19 í umsjá stjórnar KFUM og KFUK. Nýir félagar boðnir velkomnir. Fundurinn hefst með kvöldverði, verð kr. 2.900. Skráning á skrifstofu KFUM og KFUK til 8. feb. sími 588 8899. Allir karlmenn eru vel- komnir Kristniboðsfélag kvenna | Kaffi- fundur að Háaleitisbraut 58–60. Fundurinn er í umsjá Rannveigar Ólafsdóttur og hefst kl. 16. Betsy Halldórsson verður gestur fundarins og eru allar konur velkomnar. Langholtskirkja | Opið hús kl. 10–12 fyrir foreldra ungra barna. Spjall, kaffisopi, söngstund fyrir börnin. Fræðsla annan hvern fimmtudag. Umsjón hefur Lóa Maja Stefánsdóttir, móðir og sjúkraliði. Verið velkomin. Leitið uppýsinga í síma 520 1300. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðar- stund í hádegi. Að bænastund lokinni, kl. 12.30, er málsverður í boði í safn- aðarheimilinu. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir fræðir um holla lífshætti á efri árum og svarar spurningum. Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12. Samtal um sorg er opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Fólk kemur þar saman til að tjá sig eða hlusta á aðra. Prestar kirkjunnar leiða fundina. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bágstödd- um. Einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi að lokinni athöfninni. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos VERÖLDIN er full af undrum. Hvað veldur því að menn, milljónum sam- an, ganga inn í bláfjólubjarg hug- sjóna og trúar? Hvernig verða slíkar trúar- og hugsjónahreyfingar til? Hvað knýr þær áfram og hvert er eðli þeirra? Ein slík hreyfing 20. aldar- innar er hvítasunnuhreyfingin en fræjum hennar hefur einnig verið sáð hér á landi. Um hana og leiðtoga hennar hefur sænska stórskáldið Per Olov Enquist skrifað fyrirferðar- mikla heimildaskáldsögu, sem í ís- lenskri þýðingu Höllu Kjartansdóttur hefur fengið nafnið För Lewis. Hvíta- sunnuhreyfingin virðist hafa orðið til í Bandaríkjunum og Svíþjóð og breiðst þaðan út um heim. Ef marka má skáldsöguna eru nú 250 milljónir manna frelsaðir í hennar anda um víða veröld. Því er viðfangsefnið sannarlega áhugavert. Enquist velur þá leið að nálgast hreyfinguna út frá lykilpersónum hennar á 20. öldinni, þeim Lewi Pet- rus og Sven Lidman. Í upphafi bókar kemst sögumaður yfir lífssögu eða lífshlaup eins samverkamanna þeirra, Efraim Markström, og á þeirri lífs- sögu byggir hann frásögn sína. Þetta val á sjónarhorni hleypir sögumanni inn í miðjan leiðtogahóp hreyfingar- innar í Svíþjóð, jafnframt því að tryggja höfundi íróníska fjarlægð frá viðfangsefninu. Við fylgjumst með uppgangi safnaðarins innan frá. Efraim gefur okkur innsýn inn í innri átök leiðtoganna. Þeir Lewi Petrus og Sven Lidman voru þekktir menn og vel metnir af ýmsum í heimalandi sínu og miklir áhrifamenn um framgang hreyf- ingarinnar enda þótt báðir væru umdeildir. Lewi Petrus er raunar sagður faðir henn- ar. Hvor þeirra er með sínum hætti. Lewi Petrus er af alþýðuættum, líkur bjargi sem kirkja hans er byggð á en Lidman er borgaralegt skáld, giftur inn í auðmannafjölskyldu. Þegar hann frelsast hafa þau fjölskyldubönd þó losnað. Hann er miklu breyskari maður og dregur á eftir sér slóða fyrri synda þegar hann frelsast til hinnar sönnu trúar. Hins vegar er hann mikill prédikari og mikilvægur rithöfundur hreyfingarinnar. Segja má að samband þessara tveggja manna sé í brennidepli sögunnar. Í senn gefa þeir hvítasunnusöfnuðinum styrk en jafnframt eru í sambandi þeirra og lundarfari fólgin átök sem gera honum erfitt fyrir. Meginviðfangsefni Enquists er þó hreyfingin sjálf. Sennilega verður að telja skýringar skáldsins á eðli og uppgangi hennar umdeilanlegar. Hann reynir að útskýra þetta tvennt annars vegar út frá tengslum við upp- gang verkalýðshreyfingarinnar og hins vegar út frá því sem mér sýnist einhvers konar sálgreiningartilraun. Mikill hluti þátttakenda hreyfing- arinnar eru konur, oft einstæðar mæður, og Enquist leikur sér með hugmyndina um brúði Krists og kyn- ferðislega strauma milli leiðtoga og safnaðar í þessu samhengi í stað nær- tækari skýringar um föðurlegt skjól slíkra hreyfinga. Við sjáum líka í um- fjöllun Enquists hvernig söfnuðurinn breytist úr opnum og lýðræðislegum samtökum í miðstýrt andlegt vald. Allt eru þetta kunnugleg einkenni á slíkum alþýðuhreyfingum. Þýðing Höllu Kjartansdóttur er nokkuð góð en þó misgóð. Stíllinn er lipur oftast nær og textinn skýr. Þó glittir í staði þar sem mér finnst mál- vöndunarsjónarmið látin lönd og leið. Orðið „meðlimur“ sem er nokkuð góð sænska er mikið notað á kostnað þess ágæta orðs „félagi“ sem oftast fer betur. Sömuleiðis orðið að „fyrirfinn- ast“ í stað þeirrar látlausu sagnar „að vera“: „Þegar 20. öldin var á enda runnin, fyrirfundust „að minnsta kosti“ 530 sjálfstæðir hvítasunnnu- söfnuðir víða um land. Enda þótt fjöldi meðlima væri óviss var hann þó gríðarlega mikill í samanburði við aðra fríkirkjusöfnuði eða söfnuði ríkiskirkjunnar.“ (bls. 296) Á næstu blaðsíðu við þetta textabrot er síðan tilvísunarsetningum hrúgað saman þannig að úr verður hið mesta klúður: „Sven hafði snemma fundið, á þeim tíma sem hann var heiðinn, sem hann nú gat notað á svo spennandi hátt í predikunum sínum frammi fyrir dol- föllnum systkinum sínum í trúnni, að dulhyggjan kringum blóðið væri hinn trúarlegi lykill að kynhvötinni.“ (bls. 297) Hér skortir greinilega betri rit- stjórn og yfirlegu. För Lewis er bók sem vekur ýmsar spurningar varðandi alþýðu- og trúarhreyfingar. Svör hennar eru kannski ekki alltaf sannfærandi en bókin er skrifuð af töluverðri list og sem heimildaskáldsaga er hún vel unnin, persónur dregnar skýrum dráttum og efnistök öll með ágætum. Þó að skáldsagan sé býsna löng held- ur hún lesendum nokkuð vel við efnið. Ég get þó ekki sagt að ég hafi beinlín- is hrifist af henni. Vald trúarinnar BÆKUR Heimildaskáldsaga eftir Per Olov Enquist. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir. Mál og menning 2005 För Lewis Skafti Þ. Halldórsson Per Olov Enquist Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða 60 stunda hagnýtt og skemmtilegt tölvu- námskeið sem er sniðið að þörfum byrjenda. Farið af mikilli þolinmæði yfir námsefnið, sem er allt á íslensku. Kennt er á þau forrit sem mest eru notuð þ.e. Windows, Word, Excel, Internetið og Tölvupóst. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn til náms hjá NTV. Ertu búinn að kanna þinn rétt? Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa enga eða mjög litla tölvuþekkingu. Morgunnámskeið Mán. og mið. 8:30 - 12:30 Frá 13. feb. til 15. mars. Kvöldnámskeið Mán. og mið. 18 - 22 Frá 13. feb. til 15. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.