Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „TUNGUNNI stafar veruleg hætta af þessu og ef við ætlum að lifa af í svona umhverfi, þá verðum við að gjöra svo vel að grípa til allra vopna á öllum vígstöðvum, í skóla- kerfinu og úti í samfélaginu,“ segir Halla Kjartansdóttir kennari, sem situr í stjórn Samtaka móðurmáls- kennara, um það atriði í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands að eftir ára- tug verði sjálfsagt að ákveðnar námsgreinar í grunn- og fram- haldsskólum verði kenndar á ensku. Jafnframt að bækur á ensku verði lagðar til grundvallar í kennslu eða sem ítarefni. Í skýrsl- unni segir þá enn fremur að tví- mælalaust eigi að færa ensku- kennsluna niður í yngstu bekki grunnskólans þegar börnin séu móttækilegust fyrir málörvun. „Krafan um að við notum ensk- una sem mest kemur fyrst og fremst úr viðskiptalífinu,“ segir Halla. „Það er dálítið hættulegt að stilla íslensku og ensku upp sem sérstökum óvinum en við verðum að átta okkur á því að til þess að geta orðið góður í erlendu tungu- máli, þá þarf maður að standa mjög styrkum fótum í sínu eigin móður- máli. Ef krafan um að við tökum upp annað tungumál er orðin svona hávær, þá verðum við að gefa veru- lega í með okkar eigið móðurmál ef við eigum ekki að glata því.“ Þess má geta að þessi mál verða rædd á sameiginlegu málþingi Samtaka móðurmálskennara, Fé- lags íslenskra fræða og Íslenska málfræðifélagsins hinn 21. febrúar nk. „Verðum að grípa til allra vopna“ SJÓNVARPSKONAN Sigríður Arnardóttir, Sirrý, sem í vikunni skrifaði undir samning við 365 miðla, segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóra Skjás eins, fara með rangt mál í Morgunblaðinu í gær þegar hann segir hana hafa skrifað undir nýjan samning við Skjá einn um liðna helgi. „Ég var með samning við Skjá einn sem sagt var upp 1. desember sl. og síðan þá hef ég ekki haft neinn samning, – hvorki séð né haft undir höndum,“ sagði Sirrý í samtali við Morgun- blaðið. Sirrý segir að nýr sjónvarpsþátt- ur, sem hún átti hugmyndina að, hafi verið í bígerð en undirbúningur hafi ekki verið kominn það langt á veg að hún hafi gert samning. Hún segist hafa lent á milli fyr- irtækja sem eru í mikilli samkeppni og harmar það. „Ég fékk svo tilboð frá 365 miðlum um að ganga til liðs við þá og það var tilboð sem ég gat ekki hafnað.“ Sjónvarpsáhorfendur geta þó ekki búist við að sjá Sirrý á skján- um alveg á næstunni þar sem Skjár einn hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi Sirrýjar, sem sagt var upp 1. desember, þar sem segir að hún megi ekki starfa sem umsjónarmaður sjónvarpsþátta hjá keppinaut í sex mánuði eftir samn- ingslok. Þrátt fyrir það horfir Sirrý björtum augum til framhaldsins. „Það er nóg af verkefnum hérna og mér mun ekki leiðast. En ég get ekki séð að það skaði Skjá einn á nokkurn hátt að ég stjórni morg- unsjónvarpi, þeir eru til að mynda ekki með morgunsjónvarp.“ Hneykslaður á vanstilltum viðbrögðum Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segist ekki geta annað en lýst furðu sinni á upphlaupi forráðamanna Skjás eins. Sú hugmynd hafi kvikn- að fyrir þó nokkru að bjóða Sirrý starf, sem varð úr. Hann blæs á all- ar sögusagnir þess efnis að 365 miðlar séu að reyna stela starfsfólki frá öðrum miðlum eins og Magnús Ragnarsson segir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í framhaldi af því að ég heyrði um óánægju sjón- varpsstjóra Skjás eins kynnti ég mér málið, fékk til mín Sirrý, for- stöðumann NFS og lögmann fyrir- tækisins og við fórum yfir þetta í heild sinni. Sirrý stendur fast við það að hún hafi ekki á nokkurn hátt verið skuldbundin væntanlegri þáttargerð Skjás eins og fullyrðing- ar um að hún hafi skrifað undir samning við Skjá einn, skömmu áð- ur en við buðum henni starf, eru því augljóslega uppspuni,“ segir Ari og bætir við að Magnús hafi hins vegar tjáð sér að í samningi Sirrýjar frá því í desember sé ákvæði um að hún megi ekki stjórna sjónvarpsþætti í sex mánuði. „Í framhaldi af því tjáði ég Magnúsi að 365 miðlar myndu virða þessi ákvæði og þrátt fyrir að samningurinn hafi losnað 1. desem- ber sl. göngum við út frá því að Sirrý muni ekki geta stjórnað eða haft umsjón með sjónvarpsþætti í sýningu fyrr en eftir 1. júlí nk.“ Ari segir þetta vera niðurstöðuna í málinu og býst ekki við neinum eftirmálum af því. Hann segist hins vegar vera hneykslaður á vanstillt- um viðbrögðum sjónvarpsstjóra Skjás eins, og persónulegu skítkasti sem engin innstæða sé fyrir. Sigríður Arnardóttir vísar á bug ummælum um meintan samning við Skjá einn Samningslaus frá 1. des. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Sigríður Arnardóttir Ari Edwald Húsavík | Orkuveita Húsavíkur hef- ur undanfarna daga leitað að heitu vatni á hafnarsvæðinu á Húsavík, og fann það án þess að bora þyrfti eftir því eins og algengast er. Að sögn Hreins Hjartarsonar veitu- stjóra var tilgangur leitarinnar m.a. að athuga hvort hægt væri að ná í snjóbræðsluvatn fyrir nýju stórskipahöfnina við Bökugarð. „Það voru munnmæli um það að heitur lækur hefði runnið út í sjó þar sem Kísilskemman stendur og var því grafið niður við horn henn- ar eftir leiðsögn eldri starfsmanna á bæjarskrifstofunni,“ sagði Hreinn. Þegar grafan var komin niður á um 4 metra dýpi kom í ljós mikið af heitu vatni sem síðar reyndist vera um 33° C heitt. Hreinn segir það heppilegt hitastig til að nota t.d. í snjóbræðslukerfi, heilsuböð, nú eða jafnvel krókó- dílaeldi. Við dæluprófun var dælt ríflega 40 lítrum á sekúndu og vís- bendingar um að hægt sé að dæla miklu meira magni úr þessari neð- anjarðará. Jóhannes Sigurjónson ritstjóri héraðsfréttablaðsins Skarps ritaði í netútgáfu blaðsins um þetta, að heitt vatn væri víða að finna þarna í sjávarbakkanum. Húsmæður á Húsavík hefðu t.a.m. í upphafi síð- ustu aldar þvegið þvott sinn í laug nokkuri sunnar í fjörunni. Þar var einnig gerður vísir að sundkeri þar sem ungir bæjarbúar lærðu sundtökin á þriðja áratug ald- arinnar og enn síðar var vatninu dælt upp í bæinn og í sundlaugina sem nú er. Þar sem nú var grafið eftir heita vatninu hét áður Danska laug eða Akkerislaug, og dró hún nafn sitt af miklu akkeri sem var múrað niður framan við laugina og við það bundin dönsk kaupskip sem hingað komu með vörur fyrir verslun Örum og Wulff fyrir margt löngu. Grófu eftir heitu vatni á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Bíll frá slökkviliðinu var notaður til að dæla úr holunni þegar verið var að mæla rennslið í henni. LANDSVIRKJUN miðaði á sínum tíma við 11% ávöxtunarkröfu á eig- ið fé í arðsemismati á Kára- hnjúkavirkjun. Svonefnd eig- endanefnd, sem eigendur Landsvirkjunar skipuðu til að fjalla um arðsemi og fjárhagslega áhættu Kárahnjúkavirkjunar, komst að þeirri niðurstöðu að arðsemismat Landsvirkjunar væri vel rökstutt og aðferðirnar við matið eðlilegar. Gert var ráð fyrir að arðsemi eig- in fjár yrði 1,8 prósentustigum yfir eiginfjárkröfu, þ.e. 12,8% að gefn- um forsendum um stofnkostnað, ál- verð, orkusölusamning, gengi, fjár- mögnun, líftíma o.fl. Niðurstaðan var kynnt í ársbyrjun 2003. Voru yfirgnæfandi líkur taldar á já- kvæðri ávöxtun eiginfjár. Þá var við það stuðst að í samningi um raf- orkusölu og raforkuverð er kveðið á um að Alcoa ábyrgist kaup á 85% af samningsbundinni raforku í 40 ár, sem sé mikilvæg trygging fyrir seljanda orkunnar. Miðað við 11% ávöxtunarkröfu á eigið fé ÖKUMAÐUR bíls sem hafnaði úti í Hornafjarðarfljóti á miðvikudag þykir hafa sloppið ótrúlega vel, en bíllinn hentist niður fjögurra metra brattann árbakkann út í ísilagt fljótið þar sem það er hvað grynnst. Atvikið varð með þeim hætti að bíllinn var að koma að einbreiðri brú á þjóðvegi 1 og varð ökumað- urinn, kona á sextugsaldri, of seint vör við það að bíll kom á móti á leið yfir brúna. Hún náði ekki að stöðva bílinn á hálum veginum með þeim afleiðingum að hann rann út af veg- inum og út í fljótið. Vatn náði upp á miðjar hurðir, að sögn lögregl- unnar á Höfn í Hornafirði. Konan hringdi í Neyðarlínuna, en lög- regluþjónn hjálpaði henni úr bíln- um upp á þurrt land. Hún er óslös- uð eftir óhappið. Bíllinn endaði í ísilögðu fljótinu HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt gæsluvarðhaldsúrskurði 16 ára pilts sem ákærður er fyrir að svipta tví- tugan mann frelsi við verslun Bón- uss í september á síðasta ári. Ákærði átti að vera í gæsluvarðhaldi til 17. mars eða þangað til dómur félli í máli hans. Tveir af þremur dómurum Hæsta- réttar, Árni Kolbeinsson og Ingi- björg Benediktsdóttir, komust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri laga- heimild fyrir áframhaldandi gæslu- varðhaldi þar sem pilturinn ætti eft- ir að afplána refsingu sem hann hlaut í öðru máli. Var vísað til þess að gæsluvarðhaldskrafan byggðist ekki á rannsóknarhagsmunum. Einn dómari, Jón Steinar Gunn- laugsson, taldi hins vegar að þegar hefði átt að láta piltinn hefja fulln- ustu dómsins þegar hann var úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald í desember, en þá var rannsóknarhagsmunum ekki lengur til að dreifa. Pilturinn hefur því haf- ið 43 daga afplánun sem hann átti ólokið vegna óskilorðsbundins hluta dóms í öðru máli. Kristján Stefánsson flutti málið fyrir ákærða og sækjandi var Bogi Nilsson ríkissaksóknari. Gæsluvarðhaldi hnekkt TVÖ umferðaróhöpp urðu í Víðidal við Sólbakka á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fólksbifreið fór út af veginum og hvolfdi en að sögn lög- reglunnar á Blönduósi hlaut öku- maður, sem var einn bílnum, ekki teljandi meiðsli. Bifreiðin er hins vegar talin gjörónýt. Skömmu síðar fór annar bíll útaf á sama stað en skemmdist minna. Ökumaður, sem jafnframt var einn í bílnum, slas- aðist ekki. Lögregla segir að óhöppinn megi rekja til mikillar hálku á svæðinu. Bílvelta í Víðidal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.