Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 41
MINNINGAR
um Ásdísi. Við höfum hist oft og mikið
og farið í margar sumarbústaðaferðir
hverja annarri skemmtilegri.
Eftir að krabbameinið tók sig aftur
upp fyrir tveimur árum var ljóst að
við þyrftum að nýta tímann vel án
þess að við skipulegðum það sérstak-
lega. Við fórum og heimsóttum Krist-
ínu til Lancaster 2004 og til Ástu í
New York árið eftir. Ásdís naut sín
svo sannarlega í þessum ferðum okk-
ar þrátt fyrir veikindi sín. Síðasta
hópferðin sem Ásdís fór með okkur
ML-ingum var óvissuferð sem farin
var í október síðastliðnum. Við erum
svo glöð yfir að Ásdís komst með í þá
ferð og skemmti sér svo vel. Tveimur
vikum seinna, þegar við höfðum
myndakvöld, treysti hún sér ekki til
að koma og þá var eins og sjúkdóm-
urinn væri farinn að ná yfirhöndinni. Í
byrjun janúar þessa árs fór hún svo á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þar sem ljóst var að læknavísindin
gætu ekki gert meira fyrir hana.
Það var sérstök upplifun fyrir mig
að fara í gegnum síðustu vikurnar
með Ásdísi á líknardeildinni því rúm-
lega ári áður gekk ég í gegnum svip-
aða reynslu með móður minni á sama
stað. Þá sótti ég mikinn styrk til Ás-
dísar sem bauð mér öxl sína og spjall-
aði oft við mig um líðan mína en var
þá sjálf í erfiðri lyfjameðferð. Aftur
upplifði ég einstaka umönnun á líkn-
ardeildinni sem er engu lík við þessar
aðstæður og langar að þakka þeim
sérstaklega fyrir.
Lífið heldur áfram þrátt fyrir að
þetta stóra skarð sé höggvið í hópinn
okkar.
Ég bið góðan Guð að styrkja ætt-
ingja og vini á þessum erfiðu tímum.
Við sem eftir stöndum munum
halda minningu Ásdísar á lofti um
ókomna tíð.
Þín vinkona,
Jónína (Ína).
Ó dóttir jarðar.
Þér vil ég kenna
um framtíðina.
Vita skaltu
að aðeins maðurinn á sér framtíð
því dýrin og plönturnar deyja.
Fyrir manninum á veginum
er dauðinn ný framtíð
á vegi hins eilífa.
(Þýð. Margrét Christensen.)
Vinkonurnar.
Svo lengi lærir sem lifir.
Í dag fer fram útför Ásdísar
Hrannar Björnsdóttur sem fékk
lausn frá sínum þrautum föstudaginn
3. febrúar sl. Hún kenndi okkur
margt og var okkur vegvísir að æðru-
leysi og auðmýkt. Lífsþróttur hennar
var mikill og hún barðist hart allt til
enda. Ættingjar hennar og vinir sem
fylgdu henni síðasta spölinn á Land-
spítalanum við Hringbraut og á líkn-
ardeildinni í Kópavogi standa eftir og
eiga engin svör. Henni þakka þeir þá
leiðsögn sem hún veitti.
Við undirrituð kynntumst Ásdísi
þegar hún hóf störf sem fræðslu-
fulltrúi hjá Tali. Þar starfaði sam-
hentur hópur ungs fólks og var Ásdís
ráðin til að sinna endurmenntun og
fræðslu, sjá um nýliðakynningar og
handleiðslu nýrra starfsmanna. Hún
sá um námskeið jafnt um nýjustu
tækni, skipulag og verksvið Tals sem
og hefðbundin mannleg samskipti.
Strax í ráðningarferlinu þóttumst við
greina hve mikla mannkosti Ásdís
hafði.
Ásdís hafði einstaklega þægilega
nærveru sem einkenndist af rólyndi
og yfirvegun en um leið miklum metn-
aði til góðra verka. Það er ekki ein-
faldur hlutur að byggja upp nýtt
starfssvið í fyrirtæki sem er í hröðum
vexti en það gerði Ásdís á aðdáun-
arverðan hátt. Síðar þegar Tal og Ís-
landssími sameinuðust þurfti enn að
fræða nýjan hóp. Hjálpsemi Ásdísar
við samstarfsfólk var einstök og á öll-
um sviðum. Þær voru þannig ófáar
ritgerðirnar og skólaumsóknirnar
sem hún las yfir fyrir samstarfsfólk
sitt.
Ásdís var menntaður kennari og
hafði starfað sem grunnskólakennari.
Hún átti mjög létt með að fræða og
leiðbeina á mildan en skipulagðan
hátt. Að umgangast fólk á jafnrétt-
isgrunni var henni í blóð borið. Ut-
anumhald og greining á fræðsluþörf
einstakra starfsmanna krefst heildar-
yfirsýnar yfir starfsemi fyrirtækisins
og samfellu við markmiðasetningu og
stefnu þess. Náið samstarf við alla
stjórnendur og deildir er mikilvægt.
Þarna nýttust mannkostir Ásdísar
vel, hún leysti öll sín störf af mikilli
samviskusemi og með hógværð.
Og þá er það félaginn Ásdís. Hvers
manns hugljúfi og góður félagi var
hún. Hvort sem var að klæða sig upp
fyrir grímuball eða skipuleggja
starfsdag í þjónustuveri, allt var gleði.
Jafn ótrúlega lítið spennandi verkefni
og „átak í skjalaröðun“ er var leyst
með uppákomu þar sem starfsmenn
úr öllum deildum hjálpuðust að, sitj-
andi flötum beinum á gólfinu að
flokka pappíra. Á eftir gerðu menn
sér glaðan dag. Þá hljómaði smitandi
hlátur Ásdísar og hans munum við
minnast eins og svo margs annars.
Ásdís greindist með krabbamein
árið 2002. Það varð okkur starfs-
mönnunum í Tali mikið áfall. Í raun
fyrsta alvarlega áfallið sem kom upp í
okkar litla og samhenta hópi. Ásdís
brást við af mikilli hugprýði, staðföst í
að gefast ekki upp. Við fórum yfir
starfstilhögun og gerðum áætlanir
um vinnutíma með henni, til að reyna
að starfa saman í þessari baráttu.
Hún leysti sín störf, á staðnum eða að
heiman, eftir því sem henta þótti og
hún treysti sér til, allt til sinna síðustu
vikna. E.t.v. var það henni mikilvæg-
ara en flest annað að fá tækifæri til
þess og það var líka þeim vinnufélög-
um sem unnu með henni mikilvægt að
fá á þann hátt að standa með henni í
stríðinu. Vinkvennahópur hennar fór
þar fremstur með fjölskyldu hennar
og á miklar þakkir skilið.
Nú er stríðinu lokið. Fyrir nokkr-
um vikum barst í tal hvort hún
hræddist það sem biði og hvernig hún
sæi það fyrir sér. Hún sagðist trúa því
að þar væri friður og þar væri ró, án
þess að hún tryði endilega á fram-
haldslíf enda vissi hún ekki frekar en
aðrir hvað tæki við. Hún sagðist þó
kvíða þrautunum sem gætu orðið á
vegi hennar undir það síðasta. Hún
hefur nú fengið sinn frið eftir þungt
lokastríð þar sem lífslöngunin var
mikil.
Við viljum að endingu þakka fyrir
að hafa fengið að njóta vináttu Ásdís-
ar Hrannar, hafa kynnst góðvild
hennar og hafa mikið af henni lært.
Jafnt í leik og starfi. Vonandi verður
stríð hennar til þess að við lærum að
meta þau verðmæti mest sem mölur
og ryð fá ekki grandað. Megi góður
Guð varðveita sál hennar og hugga
ættingja hennar og vini.
Anna Huld Óskarsdóttir,
Þórólfur Árnason.
Ásdís Hrönn, vinkona mín og sam-
starfskona, er látin. Ég kynntist Ás-
dísi þegar ég hóf störf hjá Tali árið
2000, en hún starfaði sem fræðslu-
fulltrúi félagsins. Mér fannst hún
strax mjög skemmtileg persóna með
einstaklega þægilega nærveru. Ég
varð því mjög glöð þegar ég frétti í lok
árs 2003 að hún ætti að færast yfir í
mína deild, þar sem til stóð að færa
fræðslumál fyrirtækisins (þá Og
Vodafone) úr þjónustuverinu yfir í
starfsmannahaldið.
Það var gott að hafa Ásdísi nálægt
sér. Hún hafði frábæran húmor og
kom ávallt auga á spaugilegu hliðarn-
ar á málum, jafnvel þegar hún var
orðin sárlasin. Eftir að krabbameinið
greindist í annað sinn og hún var aft-
ur byrjuð í erfiðri meðferð með til-
heyrandi lyfjakokteilum sagði hún
einhvern tíma í gríni að hún hefði nú
eiginlega verið vön að drekka kokteil-
inn sinn úr glasi með röri hér áður
fyrr. Og þegar hún varð spurð hvern-
ig hún hefði það sagði hún gjarnan
brosandi og án allrar beiskju að hún
væri „alveg að kafna úr kæti“.
Einlægni og hreinskilni einkenndu
Ásdísi alla tíð. Hún var alltaf tilbúin
að segja frá sjúkdómnum, hvernig
meðferðin gengi fyrir sig og hvernig
henni liði hverju sinni. Hún var afar
blátt áfram í þessu sambandi og
horfðist beint í augu við sjúkdóm sinn.
Á sama hátt kunni hún að meta það
þegar aðrir voru óhræddir við að
ræða um sjúkdóminn við hana og
nefna krabbameinið réttu nafni.
Ásdís stýrði fræðslustarfi Og Voda-
fone af miklum dug, eins lengi og
heilsa hennar leyfði. Henni var ávallt
mjög í mun að efla fræðslustarf innan
fyrirtækisins og að auka skilning
starfsmanna og stjórnenda á mikil-
vægi þess. Hið öfluga fræðslustarf
sem rekið er innan félagsins í dag er
því að miklu leyti henni að þakka.
Við hjá Og Vodafone erum þakklát
fyrir ómetanlegt framlag Ásdísar
Hrannar til fyrirtækisins og vottum
aðstandendum hennar og öllum henn-
ar góðu vinum okkar dýpstu samúð.
Inga Sigrún Þórarinsdóttir.
Af stórum hópi nýnema sem hófu
nám við ML haustið 1987 voru fimm
stelpur sem tengdust sterkum vin-
áttuböndum sem síðan hafa vaxið og
styrkst í gegnum árin. Ásdís var sú
okkar sem fór kannski minnst fyrir
við fyrstu sýn en strax og maður
komst inn fyrir brynjuna kom í ljós
sterkur karakter með frábæran
lúmskan húmor sem ég skildi svo vel.
Ásdís var með sterka réttlætiskennd,
hún bar mikla virðingu fyrir sam-
ferðafólki sínu og umhverfi og hún
hafði þann einstaka hæfileika að
kunna að njóta þess til fullnustu sem
henni fannst gott. Við vinkonurnar
fimm sem tengdumst svo sterkt þetta
fyrsta ár okkar í ML tilheyrum nú
stærri en mjög samstígum vinkvenn-
ahópi sem tekst fúslega á við það hlut-
verk að passa upp á og styðja hver
aðra, bæði í gleði og sorg. Ásdís leyfði
okkur að taka virkan þátt í sjúkdóms-
ferli sínu, upplýsti okkur um allt sem
okkur fýsti að vita og kynnti okkur
fyrir þessum heimi sjúkdóms og lyfja-
gjafa. Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti til Ásdísar fyrir að
hafa leyft okkur að ganga þessa erf-
iðu göngu með sér. Það hefur þjappað
okkur enn betur saman og hjálpar
okkur nú þegar við upplifum þennan
mikla söknuð og sorg.
Elsku Ásdís, ég vildi óska þess að
þú hefðir ekki þurft að ganga þessa
braut; lífið er ósanngjarnt að leggja
svona mikið á þig og taka þig frá okk-
ur svona snemma. Ég trúi því varla að
ég eigi ekki eftir að hringja í þig aftur,
heyra þig svara „sæl, mín kæra“ og
spjalla síðan um heima og geima. Þú
hefur nú fengið hvíldina og friðinn
sem þú áttir skilið og munt hvíla hjá
ömmu þinni sem þér þótti svo vænt
um. Við vinkonurnar munum halda
uppi minningu þinni, minningu um
sterka og sjálfstæða Ásdísi með
kímnibros og sniðugt tilsvar á vörun-
um. Vertu sæl, mín kæra.
Þín vinkona,
Þórunn Hanna.
Kveðja frá samstúdentum
frá Laugarvatni 1991
Í minningunni er Ásdís með bros á
vör og hlýjan og glettnin streyma frá
henni.
Leiðir okkar lágu saman í Mennta-
skólanum á Laugarvatni, þar sem Ás-
dís var hrókur alls fagnaðar.
Nú tæpum fimmtán árum eftir út-
skrift hefur hún kvatt þennan heim,
svo alltof fljótt, eftir erfiða baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það er með trega sem við kveðjum
Ásdísi, en við sitjum eftir ríkari fyrir
það að hafa kynnst henni.
Við sendum fjölskyldu hennar og
vinum innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
Helga og Ragnheiður.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Hlíf, Siggi, systkini, vinkon-
ur og aðrir aðstandendur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Veri Ásdís Hrönn kært kvödd og
guði falin.
Jóhanna Sigríður, Birgir
Þór og Kristín Ásta.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Við þökkum fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Mynda-
bunkum er flett og í gegnum tárin
læðast bros þegar rifjuð eru upp
skemmtileg atvik.
Fjölskyldu og vinum Ásdísar vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk á Hótel
Flúðum 1988–1995.
✝ Björg Krist-mundsdóttir
fæddist í Rauðadal á
Barðaströnd 23.
júní 1915. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar
föstudaginn 27 jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristjana Guð-
björg Þorgrímsdótt-
ir, f. 18. maí 1886, d.
12. desember 1928
og Kristmundur
Sumarliði Guð-
mundsson, f. 26. október 1881, d.
17. desember 1932. Systkinin
urðu 13, elstur fæddur 1908 og
yngsta 1927. Eftirlifandi eru að-
eins tvö, þau Þorgrímur og Ásrún.
Um tvítugt giftist Björg dönsk-
um manni, Hans Cristian Larsen
Eliason, börn þeirra eru: Sonja
Ísafold, f. 13. október 1936, Hans
Óli, f. 28. mars 1946
og Anna Kristín, f.
24. nóvember 1948.
Björg og Hans
bjuggu 12 ár í Dan-
mörku, þar fæddust
Sonja og Óli, en
Anna eftir að þau
fluttu til Íslands.
Þau slitu samvistum
1953.
Seinni maður
Bjargar var Árni Jó-
hannsson bóndi í
Skagafirði og
bjuggu þau þar í
nokkur ár. Árni lést 1992.
Björg var saumakona að mennt
og bjó síðustu 36 árin á Akureyri,
síðast búsett að Lindasíðu 4.
Ömmu- og langömmubörn Bjarg-
ar eru 28.
Útför Bjargar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdamóðir mín Björg Krist-
mundsdóttir er látin. Björg var á 91.
aldursári og hafði verið heilsu-
hraust, allt til hins síðasta.
Það er rúmur mánuður síðan hún
hélt, eins og öll jól, matarboð fyrir
alla fjölskyldumeðlimi á Akureyri,
eða 10 manns. Þetta var veizla eins
og þær gerast fínastar. Björg var
ákaflega gestrisin kona og hafði
gaman af að bjóða til veizlu. Til
hennar kom maður ekki í kaffisopa,
það varð að láta vita af komu sinni
og fullt veisluborð var uppdekkað,
með dönsku kruðeríi og á réttum
tíma varð maður að koma, of seint
var ekki til í hennar orðabók. Björg
var hannyrðakona mikil og hafði
lært til þess í Danmörku fyrir stríð.
Björg vann við og kenndi sauma-
skap.
Sem ung kona bjó Björg í Dan-
mörku og giftist hagleiksmanninum
Hans Cristian Larsen Elíasson, sem
hún kynntist á Íslandi. Hans og
Björg bjuggu stríðsárin í Dan-
mörku. Þau fluttu síðan til Íslands
eftir stríð. Hans starfaði lengi í
Borgarnesi, þekktur fyrir að vera
óvenjulega flinkur smiður og upp-
finningamaður. Þau Björg slitu
samvistum. Hans er látinn, fyrir
mörgum árum.
Björg giftist síðar Árna Jóhanns-
syni, bónda í Skagafirði, hann er lát-
inn.
Ég kynntist Björgu þegar ég og
yngsta dóttir hennar, Anna Kristín
Hansdóttir giftumst. Björg var þá
88 ára. Aðstæður þá voru þær að
hún hafði lent í bílárekstri á jepp-
anum sínum og kunni ekki fallegar
sögur um aksturslagið á þeim, sem
orsakað hafði slysið.
Það sýnir ýmislegt, að kona á
þessum aldri hélt ökuleyfi sínu og
átti jeppa. Björg vildi halda sjálf-
stæði sínu, því sjálfstæði, sem það
gefur að geta farið sjálf ferða sinna,
án þess að þurfa að biðja aðra um að
snatta með sig. Þetta var dæmigert
fyrir Björgu.
Björg fylgdist ótrúlega vel með
öllum heimsviðburðum og allri
tækni og breytingum, hér í hrað-
breytilegri veröld. Mig undraði oft
hve vel hún var heima í ótrúlegustu
hlutum, hvort sem um var talað nýj-
ustu tækni, véltækni sem læknavís-
indi, stjórnmál eða aðstæður og
ástand í heiminum, hún fylgdist með
þessu öllu saman.
Um leið og ég votta aðstandend-
um Bjargar mína dýpstu samúð, vil
ég þakka þér, Björg, fyrir alltof
stutt en mjög góð kynni.
Far á Guðs vegum og hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Jóhannes Arason.
Þegar ég var lítil telpa, ferðuðust
foreldrar mínir mikið um Ísland
með okkur 5 systkinin. Alltaf var
farið í heimsókn til Bjargar, hún var
ein af systrum Kristínar ömmu
minnar heitinnar sem lést ung úr
berklum.
Sem barn, ca. 7 ára, árið 1969 man
ég vel, eftir einu af mörgum ferða-
lögum sem fjölskyldan mín fór ak-
andi frá Reykjavík norður á Akur-
eyri til m.a. að heimsækja Björgu
frænku og Árna heitinn. Ég man
hvað mér þótti skrítið að það var
sérherbergi heima hjá þeim hjón-
um, þar sem karlarnir máttu reykja
pípuna sína. Og svo var Björg með
sérsaumaherbergi, og hvað ég man
vel eftir öllum flottu skírnarkjólun-
um sem hún saumaði eða þá brúð-
arkjólunum, þeir voru rosa flottir.
Björg var afar handlagin kona og
hún fylgdist alltaf vel með öllu því
sem gerðist í kringum hana alveg til
síns dauðadags. Hún tók ætíð vel á
móti gestum og ekki skorti heima-
gerðu kræsingarnar. Henni þótti
sérstaklega gaman að fá fréttir af
ættingjum sínum sem eru búsettir
m.a. á Íslandi, Danmörku, Luxem-
burg, Spáni, og USA. Hún elskaði að
fá bréf, og skrifa bréf. Síðasta
kveðja hennar til mín var handgerða
jólakortið hennar frá síðustu jólum.
Það væri hægt að telja meira upp
af því sem Björg gaf af sér, en ég læt
hér staðar numið og geymi minn-
ingar í hjarta mínu. Þakka þér fyrir
allt elsku frænka. Hvíl þú í friði.
Kveðja,
Dagný Erlingsdóttir,
í Danmörku.
BJÖRG KRIST-
MUNDSDÓTTIR