Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KJÓSENDUM hefur á und- anförnum misserum orðið tíðrætt um ýmiss konar mistök í verkleg- um framkvæmdum og tæknilegum útfærslum sem sam- þykktar hafa verið í borgarstjórn. Má þar nefna færslu Hring- brautar og hvernig leiðakerfi strætisvagn- anna var breytt. Einn- ig benda menn á ákveðið skilningsleysi borgaryfirvalda á því að gatnakerfið virki vel og sem dæmi er tekið að borgarstjórn var komin fram á fremsta hlunn að sam- þykkja kröfu sam- gönguráðherrans um að Sunda- braut yrði lögð í innri leið. Með því að kjósa verkfræðing í borgarstjórn myndu snarminnka líkurnar á því að mistök af fyrr- nefndu tagi ættu sér stað. Sundabraut í ytri leið Það var gaman að vera á opnum fundi Framkvæmdaráðs Reykjavík- ur s.l. haust og fylgjast með kröft- ugum málflutningi íbúasamtakanna báðum megin við Elliðaárvoginn þegar þeir mótmæltu fyrirætlunum stjórnvalda um að leggja Sunda- brautina í innri leið. Þetta hafa stjórnvöld ætlað sér nokkuð lengi og hafa þar með skellt skollaeyrum við vel rökstuddum ábendingum fólksins beggja vegna vogsins, um margt neikvætt, sem yrði fylgi- fiskur þeirrar ákvörðunar. Eins og t.d. óviðunandi umferðarhávaði, aukinn gegnumakstur í íbúabyggð og meiri aukning á umferð á hinni umferðarþungu Miklubraut en ef ytri leið er farin. Það gætu verið bjartari tímar fram undan, en einn vel heppnaður fundur er ekki nóg. Íbúarnir beggja vegna vogsins verða að nota öll tækifæri til þess að auka lík- urnar á því að fallist verði á málflutning þeirra um að Sunda- braut verði lögð í ytri leið. Ein ágæt aðferð til þess að þrýsta á málið er að skipta sér af uppröðun stjórn- málaflokkanna á fram- boðslistum og eitt slíkt tækifæri gefst um næstu helgi þegar Samfylkingin heldur opið prófkjör. Ég var á þessum fundi framkvæmdaráðsins og fór- um við tveir stjórnarmenn í Sam- tökum um betri byggð upp í ræðu- stólinn og studdum sjónarmið íbúanna og hlutum fyrir dynjandi lófaklapp. Strætisvagnakerfið verði lagfært Nú eru boðaðar ýmsar breyt- ingar á leiðakerfi strætisvagnanna og er ekki vanþörf á. Ég vil benda á sérlega mikla afturför í þjónustu í ýmsum úthverfum þar sem sumir farþegar þurfa að ganga miklu lengri leið en áður og fara yfir þunga og hraða umferð á götum þar sem áður voru engar stoppi- stöðvar. Ég mun á næsta kjörtímabili, fái ég til þess nægan stuðning, sjá til þess að þjónusta Strætó b/s verði þegar á heildina er litið betri en hún hefur verið undanfarin ár. Enda mikið réttlætismál fyrir stór- an hóp fólks að hún sé í góðu lagi. Sérstaklega mun ég huga að stytt- ingu gönguleiða og að öryggi strætisvagnafarþeganna sé aukið á gönguleiðum þeirra að og frá stoppistöðvunum. Hér er enn eitt verkefni fyrir verkfræðing að vinna að. Aukið umferðaröryggi Árangursríku starfi við fækkun umferðarslysa haldið áfram. Borgin hefur staðið sig miklu betur en rík- ið í þessum málum síðan R-listinn tók við en slysum hefur fækkað um rúmlega 50% á tæpum áratug. Um- ferðarslysum fækki um 25% á næstu 5 árum og yrði borgin þá komin í hóp bestu borga í heim- inum á þessu sviði. Ég er mjög stoltur af því að hafa komið ágæt- um kafla inn í stefnuskrá R-listans árið 1994 þar sem lofað var að fækka umferðarslysum með skipu- lögðum hætti um 20% fyrir árið 2000. Það tókst og gott betur. Því vil ég nú, enn á ný taka póli- tískt frumkvæði í málinu og vil fækka umferðarslysum til viðbótar um 25% á árunum 2007–2012. Fjárframlag borgarinnar til þess- ara mála síðan 1994 hefur verið mjög myndarlegt og arðurinn geysigóður, bæði hagrænt og ekki síður í fækkun mannlegra harm- leika. Málið er því bæði hart mál og ekki síður mjúkt mál, þ.e.a.s. dæmigert áhugamál verkfræðings! Vatnsmýrarbyggð geysilega arðsöm Verkfræðingar eru góðir í að reikna út arðsemi á fram- kvæmdum. Ég hef lagt fram minn skerf við að sýna fram á arðsemi Vatnsmýrarbyggðar. Með þessari byggð sem kemur eftir brottför flugvallarins græða nánast allir Ís- lendingar. Borgarsjóður fær í kass- ann 60 milljarða kr. vegna sölu á lóðum og gæti með þeim borgað allar skuldir borgarsjóðs og borg- arfyrirtækja eða sent hverri fjöl- skyldu í Reykjavík u.þ.b. 1,5 millj- ónir kr. í pósti. Þess utan myndi borgin spara sér gerð nýrra útivist- arsvæða upp á 20 milljarða kr. Rík- ið myndi fá 30 milljarða kr. fyrir sínar lóðir en frá þeim gróða myndu dragast 10 milljarðar kr. vegna gerðar nýs flugvallar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Fasteignaeigendur vestan Kringlumýrarbrautar myndu við brottför flugvallarins fá að með- altali 15% hækkun á fasteign sinni sem þýddi t.d. fyrir meðalíbúð a.m.k. 3–4 milljónir kr. Lýðræðið er mikilvægt og kosn- ingar eru stór hluti þess. Kjós- endur eiga að kjósa þá til trún- aðarstarfa sem bjóða upp á að berjast fyrir þeirra stærstu hags- munamálum og tala alveg skýrt, bjóða ekki upp á neina loðmullu. Ég tel mig hafa talað alveg skýrt og er reiðubúinn til starfa! Verkfræðing vantar í borgarstjórn Eftir Gunnar H. Gunnarsson ’Kjósendur eiga að kjósaþá til trúnaðarstarfa sem bjóða upp á að berjast fyrir þeirra stærstu hags- munamálum og tala alveg skýrt, bjóða ekki upp á neina loðmullu.‘ Gunnar H. Gunnarsson Höfundur er umferðaröryggisverk- fræðingur hjá borginni og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð og stefnir á 4.–5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík UNDANFARNAR vikur hefur mikil umræða farið fram um ágæti frekari virkjunar vatns- og gufuafls og um ágæti áframhaldandi upp- byggingar áliðnaðar á Íslandi. Sýnist þar sitt hverjum eins og geng- ur þótt nýleg könnun IMG Gallup sýni að mikill meirihluti Ís- lendinga styður áfram- haldandi nýtingu end- urnýjanlegra orkuauðlinda hér- lendis, og að mun fleiri eru fylgjandi en mót- fallnir áframhaldandi uppbyggingu áliðn- aðar. Samtök atvinnu- lífsins, Samtök iðn- aðarins og Samorka héldu á dögunum ráðstefnu um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi undir heit- inu Orkulindin Ísland. Þar var meðal annars fjallað um álitaefni í þessu sambandi á sviðum umhverfis- og efnahagsmála, en deilur um virkj- anir og álver hafa einkum snúist um þessa tvo málaflokka. Þar komu hins vegar einnig fram ýmsar áhugaverð- ar upplýsingar, meðal annars um há- tæknistörf í virkjunum og álverum, og almennt séð um góð og vel launuð störf í álverum. Af umræðunni mætti oft ætla að þessu væri þver- öfugt farið. Fyrsti hátækniiðnaðurinn Í umræðum um virkjanir og álver er þessum greinum oft stillt upp andspænis hátækniiðnaði. Stafar það einkum af erfiðleikum þeirra fyrirtækja – líkt og fleiri útflutnings- og samkeppnisgreina – út af háu gengi krónunnar þessi misserin. Hágengið verður þó ekki nema að hluta rakið til mikilla virkjana- og ál- versframkvæmda en kerfisbreyt- ingar á fjármálamarkaði, og mikil eignaaukning í kjölfarið, vega þar þyngra. Það sem gleymist hins veg- ar í þessari umræðu er sú staðreynd að virkjun raforku og álframleiðsla voru fyrstu hátæknigreinarnar í ís- lensku atvinnulífi, líkt og fram kom fram í erindi Ágústs Valfells, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskól- ans í Reykjavík, á fyrrnefndri ráð- stefnu. Ágúst fjallaði meðal annars um gríðarlegt mikilvægi orku- og ál- framleiðslu í þróun íslensks sam- félags úr einföldu bændasamfélagi yfir í fjölbreytt þekkingarsamfélag. Hann lagði áherslu á að hátækni yrði ekki til í tómarúmi og nefndi meðal annars að virkjanir reistar á eftir Búrfellsvirkjun hafa verið hannaðar af Íslendingum, og að uppbygging- unni, viðhaldi og þjónustu hefur að mestu verið sinnt af íslenskum sér- fræðingum. Þá hefur Landsvirkjun undanfarin ár varið um tveimur milljörðum árlega til kaupa á rann- sóknar- og hönnunarþjónustu. Þetta eru dæmi um þau miklu umsvif í ýmsum hátækni- og rannsókn- arstörfum sem fylgja framleiðslu orku og áls í íslensku atvinnulífi. Sumar af stærstu verkfræðistofum Íslands er að finna innanhúss í orku- og álfyrirtækjum. Margir þeirra sér- fræðinga sem starfað hafa við fram- kvæmdir, rekstur og þjónustu við þessar greinar hafa síðar horfið til starfa í öðrum greinum, en eins og fyrr segir þá verður hátækni ekki til í tómarúmi. Á ráðstefnunni fjallaði Gunnar Tryggvason, fjármálastjóri Enex, um starfsemi fyrirtækisins að út- flutningi þekkingar og að verðmæta- sköpun víða um heim í krafti ís- lenskrar þekkingar á sviði virkjunar vatns- orku og jarðvarma. Virkjun orkuauðlinda og framleiðsla á áli eru hvort tveggja dæmi um hátækni- og þekking- ariðnað í íslensku at- vinnulífi. Góð og vel launuð störf Oft er talað niðrandi um þá framtíðarsýn að börnin okkar eigi jafn- vel eftir að vinna í ál- verum. Þannig er í raun iðulega tal- að með fullkominni lítilsvirðingu um störf og lífsviðurværi þúsunda Ís- lendinga. Í erindi Gylfa Arnbjörns- sonar, framkvæmdastjóra ASÍ, á títtnefndri ráðstefnu kom hins vegar fram að í álverum er boðið upp á góð og vel launuð störf. Þannig er með- alstarfsaldur í álverinu í Straumsvík með því lengsta sem gerist, eða yfir 15 ár í árslok 2005. Veltuhraði starfsmanna er einnig með því lægsta sem þekkist, eða 3,5–4% í ál- iðnaði árið 2004, þannig að menn láta nánast ekki af störfum í álfyrirtækj- unum nema vegna aldurs. Í sam- anburði skiptir um þriðjungur fé- lagsmanna í ASÍ um störf árlega. Þá sagði Gylfi álverin í fararbroddi í ör- yggis- og aðbúnaðarmálum og sýndi fram á að regluleg mánaðarlaun verkafólks og iðnaðarmanna í álver- um væru mun hærri en meðallaun þessara hópa á landsvísu. Þetta er ekki beinlínis lýsing á störfum sem verðskulda þá neikvæðu umræðu sem þessi fyrirtæki og starfsfólk þeirra þurfa iðulega að sitja undir. Mál að linni Ljóst er að komi til stórra virkj- ana- og álversframkvæmda á næstu árum gerir það miklar kröfur til hag- stjórnar, bæði ríkis og sveitarfélaga, og öflugar mótvægisaðgerðir á sviði opinberra fjármála gríðarlega mik- ilvægar. Jafnframt er ljóst að við hvers kyns framkvæmdir við virkj- anir og álver verður að hafa lág- mörkun umhverfisáhrifa að leið- arljósi og ganga um íslenska náttúru af virðingu. Þessi mál þarf að ræða og vanda til verka. Hins vegar er mál að linni þeim ofurneikvæðu ummæl- um sem iðulega eru látin falla í þessu sambandi um eðli og ágæti starfa við virkjanir og áliðnað. Þarna er á ferð- inni mikill fjöldi hátæknistarfa og al- mennt séð góð og vel launuð störf sem óvenju langur starfsaldur ber vitni. Erindin á sa.is Framangreind erindi ráðstefn- unnar og fjölmörg önnur áhugaverð erindi sem þar voru flutt er öll að finna á vef SA, sa.is, auk nefndrar könnunar IMG Gallup og umfjöll- unar um fjörlegar pallborðs- umræður. Orka og ál: hátækni og góð störf Gústaf Adolf Skúlason fjallar um hátækni ’Þarna er á ferðinni mikill fjöldi hátækni- starfa og almennt séð góð og vel launuð störf sem óvenju langur starfs- aldur ber vitni.‘ Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. HUGSJÓNIR skipta máli. Er- indi jafnaðarmanna í stjórnmálum er öðru fremur að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri tryggja samheldni og sam- stöðu í samfélaginu og virkja mannauð borgarsamfélagsins. Það búa ekki allir við jöfn tækifæri í borg- inni. Skólafólk getur bent á sjö og átta ára börn sem mjög lík- legt er að lendi utan vegar í framtíðinni, detti úr skóla, lendi í afbrotum eða fíkni- efnum. Börn af er- lendum uppruna eru mörg illa í sveit sett. Þau sem skila sér ekki í leikskóla eru þegar komin aftar í röðina þegar grunn- skólaganga hefst. Þess vegna skiptir gjaldfrjáls leikskóli máli í þessu sam- hengi. Ástæðurnar geta verið marg- víslegar: Fátækt, of- beldi, áfengisvandi, sundraðar fjöl- skyldur, brenglað verðmætamat og for- gangsröðun foreldra og skilnings- skortur á mikilvægi og forvarn- argildi þess að eyða tíma með börnum. Lausnir á félagslegri út- skúfun, sem svo hefur verið köll- uð, þurfa forgang. Borgin er í ágætri aðstöðu til að beita afli, kunnáttu, þekkingu og sambandi við fólk til að rétta hlut þeirra sem ekki eru alveg með. Það er meðal annars hægt með gjald- frjálsum leikskóla, gjaldfrjálsum hádegisverði í grunnskólanum, samfelldum skóla, samþættingu skóla-, tómstunda-, íþrótta- og listastarfs, námskeiðum fyrir for- eldra, meiri áhrifum foreldra- félaga í skólunum. Við eigum einnig að beita öðrum, óhefðbundnum lausn- um. Við eigum að vinna með sjálf- boðaliðasamtökum, trúfélögum og áhuga- fólki sem vill vinna að meiri samheldni og samstöðu. Við eigum að virkja meir sjálf- boðið starf, s.s. for- eldrafélaga, Heimilis og skóla, rauðakross- félaga og stuðnings- fjölskyldna. Sterkar fjölskyldur Það eru gömul sannindi og ný að besta forvörn við út- skúfun er samheldin, sterk fjölskylda. Gjaldfrjáls leikskóli, hádegisverður fyrir alla, námskeið fyrir foreldra: allt miðar þetta að því að styrkja fjölskylduna í Reykjavík. Ef okkur tekst að bæta leik- skólann, grunnskólann og skipu- lagið í borginni, þá fá fjölskyldur í borginni meir af því sem þær þurfa mest: tíma. Það á að vera forgangsverkefni næsta kjör- tímabils í Reykjavík. Allir með – enginn út undan Eftir Kjartan Valgarðsson Kjartan Valgarðsson ’Ef okkur tekstað bæta leikskól- ann, grunnskól- ann og skipulag- ið í borginni, þá fá fjölskyldur í borginni meir af því sem þær þurfa mest: tíma.‘ Höfundur er markaðsstjóri og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.