Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
bjartsýnn. Það yljaði mér líka að
finna hversu vel þeir áttu saman
Svavar og Eymundur, bróðir Stein-
unnar. Allt benti til að engum myndi
leiðast í þeirra návist. Einu sinni
buðu foreldrar hans okkur heim til
sín í mat. Því kvöldi gleymi ég aldr-
ei. Þeir höfðu mikla útgeislun.
Síðan höguðu örlögin því þannig
að Svavar hvarf til náms í Banda-
ríkjunum haustið 2003 en Steinunn í
Íþróttakennaraskólann á Laugar-
vatni. Alltaf voru þau þó í tölvupóst-
og SMS-sambandi og þegar hann
kom heim sumarið á eftir liðu ekki
margir dagar áður en hann birtist í
Fremristekk, okkur Siggu til mik-
illar ánægju. Þetta sumar var Stein-
unn í vinnu á Laugarvatni. Föstu-
daginn 30. júlí skrifa ég í dagbókina:
„Steinunn hringdi frá Laugarvatni.
Hún tjáði mér að Svavar vinur sinn
hefði greinst með illkynja æxli í lif-
ur. Ekki gott mál.“ Ég hef ekki í
annan stað heyrt Steinunni mína
gráta jafn sárt. Greinilegt var að til-
finningar hennar til Svavars voru
mjög sterkar. Það varð fljótt ljóst
að um illvígan sjúkdóm var að ræða.
Þótt ýmislegt væri reynt til að
lækna virkaði það lítt eða ekki. Áð-
urnefndur hópur hefur þann vana
að fara saman út að borða fyrir jól-
in. Fyrir síðustu jól var Svavar orð-
inn svo máttfarinn að ákveðið var
hittast hjá okkur í Fremristekk. Þá
var greinilegt að hann var orðinn
sárþjáður og vart þekkjanlegur sem
gamli góði Svavar. Fimmtudaginn
2. febrúar sl. lauk stríðinu. Dreng-
urinn sem ég vonaðist til að yrði
tengdasonur minn var allur. Allan
tímann sýndi hann mikið æðruleysi.
Foreldrar hans gerðu allt hvað þeir
gátu til að hjálpa. Elsku Jónína og
Svavar. Ykkar sorg er mikil. Við
Sigga deilum þeirri sorg með ykkur.
Hann Svavar ykkar var yndislegur
drengur sem átti yndislega foreldra.
Guð geymi ykkur ævinlega.
Leifur Þorsteinsson.
Ég trúi því varla að ég sé að
skrifa mína hinstu kveðju til þín,
Svavar minn. Á okkar aldri höldum
við öll að við séum ódauðleg og ekk-
ert fái okkur skaðað, allra síst sjúk-
dómar. Ég kynntist þér er þú hófst
störf á sömu vakt og ég í lögregl-
unni. Varð okkur fljótt vel til vina
enda ekki annað hægt en heillast af
þinni persónu, svo heill og einlægur
í framkomu varst þú auk þess að
vera skemmtilegur og bráðgáfaður.
Þú varst mikill mannvinur og skipti
ekki máli af hvaða þjóðfélagsstétt
okkar skjólstæðingar voru, ávallt
komst þú fram við fólk af virðingu
og nærgætni. Í starfi varstu öðrum
fyrirmynd, hafðir metnað til að
leysa öll verkefni stór og smá vel af
hendi. En þinn metnaður náði
lengra og hafðir þú brennandi
áhuga á afbrotafræði og hófst nám í
þeim fræðum í Bandaríkjunum.
Virtist allt ætla að ganga að óskum
eins og hjá hverjum öðrum ungum
manni sem á allt lífið fram undan og
er að láta drauma sína rætast. Þú
náðir að klára einn vetur áður en
áfallið kom, krabbamein, og þú
neyddist til að leggja námið á hill-
una. Þrátt fyrir þetta áfall kom ekki
annað til greina hjá þér en að halda
áfram vinnu og halda áfram að lifa
lífinu, ásamt því að berjast við veik-
indin. Svavar, hvernig þú gast tekist
á við veikindin af svo miklu æðru-
leysi og staðfestu er eitthvað sem
aðeins er á færi hetja. Eftir því sem
veikindin ágerðust og líkaminn varð
meira veikburða var sem hugurinn
styrktist. Þú gafst aldrei upp og oft
virtist sem þú hefðir meiri áhyggjur
af því fólki sem stóð þér næst en
sjálfum þér. En nú ertu farinn.
Laus frá þjáningum hins veraldlega
heims og kominn á betri stað. Minn-
ingarnar munu ávallt lifa með mér.
Minningar um góðan og traustan
vin og mun ég sakna þín sárt. En
þegar söknuðurinn grípur mun ég
leita til hinna góðu stunda er við átt-
um saman. Ég mun alltaf muna
sumarið áður en þú veiktist þegar
ég, þú og Rikki fórum í Þórsmörk,
allir erfiðleikar svo fjarri er við nut-
um hinnar stórbrotnu náttúru
landsins. Einnig mun ég geyma með
mér hinar daglegu samvistir okkar í
vinnunni, kaffihúsaferðirnar og öll
símtölin, þar sem við gátum talað
tímunum saman um allt og ekkert.
Nokkrum dögum áður en þú
kvaddir kom ég í heimsókn til þín og
við náðum að spjalla aðeins saman.
Reyndist það vera okkar síðasta
samtal en það að hafa náð að kveðja
þig með faðmlagi og kossi er mér
mikils virði. Missir okkar vina
þinna, sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast þér, er gríð-
arlegur. En missirinn er líka þeirra
sem munu ekki fá tækifæri til að
kynnast þér, því þú varst einstakur
maður.
Elsku Jónína og Svavar, þið meg-
ið vera stolt af yndislegum syni ykk-
ar og þó hann þyrfti að kveðja alltof
fljótt náði hann á þessum stutta
tíma að snerta fleiri hjörtu en flestir
ná á langri ævi. Ykkur og allri ykk-
ar fjölskyldu votta ég mína dýpstu
samúð.
Katrín Eva Erlarsdóttir.
Við lifum í heimi þar sem ekkert
réttlæti er. Við sjáum það í fréttum
dag hvern að það er svo margt í
gangi sem ekkert réttlæti er í. Þetta
kristallaðist daginn sem Svavar
hringdi í mig og tilkynnti mér um
veikindi sín. Hann sagði mér hver
staðan var, að hann væri með
krabbamein og að það væri stutt
eftir hjá honum. Ungur maður sem
var að byggja upp framtíðina sína
og átti allt lífið fram undan var
stoppaður og sagt að hér myndi för
hans enda. Það er ekkert réttlæti í
því samkvæmt þeim viðmiðum sem
við miðum við. Það var líka í þessu
símtali þar sem persónuleiki Svav-
ars kom svo skýrt í ljós. Því það var
hann sem hughreysti mig.
Ég kynntist Svavari fyrst þegar
hann hóf störf í lögreglunni og kom
á vaktina mína. Við fyrstu kynni var
ekki hægt annað en að sjá að þarna
var frábær og heilsteyptur einstak-
lingur á ferð. Enda urðum við bestu
vinir þegar líða fór á samstarf okk-
ar. Svavar var með mikinn áhuga og
metnað í starfi. Með þessum áhuga
og metnaði fylgdi góður árangur og
smitaði það út frá sér þannig að öll
vaktin fékk meiri metnað fyrir
störfum sínum. Svavar kynnti sér
og kunni starfið vel enda var hann
fróður um margt í starfi. Hann var
traustur og það var alltaf gott að
vinna með honum og vita af honum
við hlið sér. En ég mun fyrst og
fremst minnast Svavars fyrir það að
vera frábær og traustur vinur. Við
gerðum margt saman utan vinnu og
kynntumst við þá enn betur og vin-
áttan jókst. Að eiga traustan vin er
ómetanlegt. Við töluðum mikið um
starfið og gátum hjálpað hvor öðr-
um að takast á við ýmislegt sem
kom upp í starfi. Í lögreglustarfinu
sér maður of mikið af slæmum hlut-
um og hætt er við því að bugast
undan því álagi sem því fylgir. En
með því að hafa traustan vin sér við
hlið gátum við talað um þessa hluti
og við stóðum uppréttir á eftir og er
það mikils virði að hafa haft Svavar
sér við hlið.
Þær eru margar ógleymanlegar
stundirnar og ferðirnar sem við fór-
um í. Við tókum upp á því að fara
veiða. Dugði þá ekkert minna til en
10 daga ferð, hringinn í kringum
landið. Með í för fyrri hluta leið-
arinnar var Ragnar, vaktfélagi okk-
ar. Þessi ferð var að öllu leyti
ógleymanleg og ótrúleg, enda töl-
uðum við oft um hana og alltaf var á
dagskrá að endurtaka leikinn. Einn-
ig minnist ég ferðar sem við fórum í
ásamt Evu og fórum þá í Þórsmörk,
yfir Sprengisand, Mývatn og Kjöl.
Þetta var ferð með tveimur af mín-
um kærustu vinum og slíkar sam-
verustundir eru dýrmætari en allt
annað. Við fórum ferðir um hálendið
og í náttúru Íslands og má segja að
Svavar hafi kynnt mér náttúru Ís-
lands. Þessar ferðir voru alltaf góð-
ar og munu aldrei gleymast. Svavar
sagði við mig einn daginn að nú
væri kominn tími til að halda mat-
arboð. Við grófum upp uppskriftir
og svo voru töfruð fram dýrindis
matarboð sem hefðu verðskuldað
Michelin-stjörnur. Þar var Svavar
aðaldrifkrafturinn og markmiðið
var að geta glatt vini með góðum
mat og eiga saman góðar stundir.
Þá eru ótaldar allar stundirnar sem
við áttum í Daltúninu og í Klapp-
arhlíðinni þar sem ýmislegt var
brallað og spjallað. Metnaður Svav-
ars var mikill og fór svo að hann
hélt til Alabama í nám. Ég vissi að
hann myndi rúlla því upp, sem hann
og gerði. Því miður gat hann ekki
haldið áfram vegna veikindanna. En
eftir að veikindin komu upp áttum
við margar góðar stundir. Þær
stundir voru allar mjög kærar og
áttum við oft gott spjall þar sem það
var oftar en ekki Svavar sem stóð
sem klettur og hughreysti mig. En
það var líka persóna hans, að vera
traustur, vita hvað var í gangi og
tilbúinn að gera allt fyrir vini sína.
Allir sem hittu Svavar voru snortnir
eftir. Svavar markaði djúp spor í líf
mitt. Það var persónuleiki hans og
frábær vinátta sem gerðu það að
verkum. Það var ekki langur veg-
urinn sem við fengum að ganga
saman, en ég mun aldrei verða sam-
ur eftir þessa samgöngu okkar á
lífsleiðinni. Svavar skilur eftir sig
skarð sem ekki er hægt að fylla og
minningar sem munu lifa áfram. Ég
kynntist líka fjölskyldu Svavars og
er það frábær fjölskylda sem studdi
hann í öllu sem hann gerði. For-
eldrar Svavars voru alltaf til í að
hjálpa okkur í hverju sem við tókum
okkur fyrir hendur. Hvort sem það
var lítið eða stórt, að fá lánaðan bíl-
inn eða jafnvel að fá lánað húsið.
Allt var það sjálfsagt mál. Þegar
veikindi Svavars komu upp þá sást
vel hvað hann átti góða fjölskyldu,
þau stóðu öll við bakið á honum og
studdu hann í gegnum veikindin allt
fram á síðustu stundu. Og ég var
tekinn inn í fjölskylduna eins og ég
væri hluti af henni og vil ég þakka
fyrir það. Það hefur verið mér ómet-
anlegur stuðningur í gegnum þenn-
an tíma að fá að vera með fjölskyld-
unni og taka þátt í því sem var að
gerast hverju sinni. Ég vil líka
þakka fjölskyldunni fyrir þær
stundir sem ég átti með Svavari síð-
ustu dagana.
Kæra fjölskylda, Svavar, Jónína,
Garðar, Helga, Þórunn og Björg,
ykkar missir er mikill. Þið hafið
misst son og bróður sem var hvers
manns hugljúfi, og allir voru stoltir
af því að þekkja.
Ég bið Guð um að gefa ykkur
styrk til að takast á við sorg ykkar
og gefa ykkur huggun inn í líf ykk-
ar. (SGS-0125, takk fyrir að vera
sannur vinur og vinnufélagi)
Ríkharður Örn.
Í dag verður Svavar Guðbjörn
Svavarsson jarðaður en eftir einn
mánuð hefði hann orðið 28 ára.
Ungur og efnilegur maður er látinn
langt um aldur fram.
Ég átti því láni að fagna að vera
samstarfsmaður Svavars um nokk-
urra ára skeið og eiga við hann sam-
skipti í erli hversdagsins. Þau sam-
skipti skildu eftir traust og vináttu
og mér þykir vænt um þessi sam-
skipti við hann. Vegna þess að Svav-
ar var traustsins verður voru hon-
um falin erfið og krefjandi verkefni.
Hann fór rólega en þó ákveðið og
viðraði hugmyndir sínar um lausn
verkefna á yfirvegaðan hátt. Oftast
held ég að hann hafi unnið hug-
myndum sínum fylgi og framkvæmt
þær þannig að sómi væri að. Svavar
var auðvitað ekki einn, hann var
hluti heildar þar sem hver hafði sitt
til málanna að leggja. Lausnir á
vandamálum var stundum hægt að
gefa sér tíma til að finna en stund-
um var engan tíma að hafa til að
velta fyrir sér mögulegum lausnum.
Heildir bera svipmót einstakling-
anna sem þær skipa vitni og þær
verða heilbrigðar og góðar þegar
kostir einstaklinganna gera það að
verkum að þeir bæta hver annan
upp. Svavar hafði til að bera kosti
sem bættu aðra. Hann var yfirveg-
aður og með heilbrigða og skemmti-
lega kímnigáfu. Þessi kostir gerðu
áðurnefnd samskipti skemmtileg og
umræðurnar spunnust oft út um
víðan völl. Svavar gaf af sér og þáði
frá öðrum og slík samskipti eru á
jafnréttisgrundvelli og þegar sam-
skipti eru þannig næst uppbyggileg-
ur og jafnframt eftirminnilegur ár-
angur.
Svavar hafði til að bera gáfur og
heilbrigðan metnað og að því kom
að hann vildi þróa sig áfram í starfi.
Hann var lögreglumaður og vildi
afla sér menntunar sem gæti nýst
honum í starfi. Haustið 2003 hóf
Svavar nám í Alabama í Bandaríkj-
unum. Hann lagði stund á nám sem
kalla má á íslensku lögreglufræði og
hefði slíkt nám án efa nýst hvort
tveggja honum sjálfum og lögregl-
unni. Svavari gekk afar vel í námi
sínu og mér hlýnar um hjartarætur
að skoða tölvupóstsskeyti frá hon-
um frá því í febrúar og mars 2004.
Svavar lýsti þar náminu og álaginu
sem því fylgdi enda hafði hann tekið
aukalega eitt námskeið. Hann var
þó einnig með hugann heima á Ís-
landi og fylgdist með í gegnum tölv-
una og einnig ætlaði hann að bjóða
sig fram í embætti hjá alþjóðlegum
stúdentasamtökum. Svavar hafði
sem sagt yfirdrifið nóg að sýsla þótt
honum fyndist jörðin stundum snú-
ast hægt í Alabama eins og hann
orðaði það. Í jólaleyfi árið 2003
sagði Svavar mér af því að hann
hefði komist á svokallaðan forseta-
lista við háskólann þar sem hann
stundaði nám, vegna frábærs náms-
árangurs. Það kom mér ekki á óvart
að hann stæði sig vel og Svavari
þótti vænt um viðurkenninguna.
Svavar kom heim í leyfi sumarið
2004 og vann þá á fjarskiptamiðstöð
Ríkislögreglustjórans. Þar þekkti
hann marga starfsmenn frá fyrri tíð
og líkaði vistin vel. Sumarið 2004
var afdrifaríkt því Svavar greindist
með þann sjúkdóm sem nú hefur
lagt hann að velli. Hann ákvað að
halda ekki áfram námi en var ráðinn
til lögreglunnar í Reykjavík og var
þar í starfi til dauðadags.
Mér verður tíðrætt um samskipti
þegar ég hugsa til Svavars. Sam-
skipti í og utan vinnu. Þótt Svavar
færi rólega þá var hann félagsvera
og var driffjöður í að skipuleggja
samverustundir utan vinnutíma og
bauð þá nokkrum sinnum vinnu-
félögunum á heimili foreldra sinna
sem þá var í Kópavogi.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast Svavari
Guðbirni Svavarssyni og eiga við
hann samræður um heima og
geima. Samskipti við valmenni eins
og Svavar gera mann ríkari í and-
anum og kenna manni auðmýkt. Ég
verð hálfaumur þegar ég geri mér
grein fyrir að samskipti munum við
Svavar ekki eiga oftar í þessari
jarðvist en á slíkum stundum verður
maður í hjarta sínu sannfærður um
að það er líf eftir dauðann og ég
hlakka til að taka upp þráðinn síðar.
Foreldrum og fjölskyldu Svavars
votta ég mína dýpstu samúð en
harmur þeirra er ólýsanlegur.
Grímur Grímsson.
SVAVAR GUÐBJÖRN
SVAVARSSON
Elsku kæri besti
vinur og fyrrverandi
mágur minn, sem er
farinn frá okkur í
blóma lífsins langt fyrir aldur fram.
Það er sárt að missa svona góðan
strák og tryggan vin en þegar
svona alvarleg veikindi verða er
ekki spurt að því. En nú eru þrautir
þínar á enda, elsku Ingi, og ég veit
að englarnir og allt góða fólkið tek-
ur vel á móti þér.
Elsku Ingi, ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa fengið að hitta þig í fyrra-
vetur, ég hef aldrei skemmt mér
svona vel eins og með þér þetta
kvöld. Það sýnir best hvað þú varst
góður og skemmtilegur að börnin
þín þurftu næstum því að taka núm-
er á sjúkrahúsinu. Ég var svo lán-
söm að fá að hitta þig þar og við
fengum að vera bara tvö í næði. Ég
hefði viljað að við hefðum getað hist
oftar en svona er það þegar langt er
á milli vina.
Það er ógleymanlegt þegar þú
komst til okkar í Fit, þegar þú og
systir mín voruð að byrja að skjóta
GUÐBJARTUR INGI
BJARNASON
✝ Guðbjartur IngiBjarnason fædd-
ist á Bíldudal 26.
apríl 1949. Hann
andaðist á sjúkra-
húsinu á Patreks-
firði 25. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Bíldudalskirkju 7.
janúar.
ykkur saman, þegar
þú komst á Land Rov-
ernum hans pabba
þíns. Ég var alltaf svo
spennt þegar þú varst
að koma því mér þótti
þú alltaf svo skemmti-
legur.
Það er ógleyman-
legt þegar ég var hjá
ykkur í Selárdal. Það
var sama hvað gekk á,
þú varst alltaf eins og
fannst alltaf eitthvað
jákvætt við allt, og
grínið var alltaf til
staðar hjá þér. Þú lést aldrei bugast
við það sem þú tókst þér fyrir hend-
ur og varst ekki mikið fyrir að
þrengja því upp á aðra, þú gerðir
það bara sjálfur.
Elsku Ingi, börnin þín voru lán-
söm að eiga svona góðan og blíðan
og góðlyndan pabba.
Kæri vinur, þú varst ekki mikið
fyrir að taka hrósi hjá fólki, þér
fannst bara svo sjálfsagt að hjálpa
öðrum, mömmu minni og pabba
hjálpaðir þú oft og mikið og varst
rosalega góður við þau eins og alla,
þau dýrkuðu þig líka eins og ég.
Ég gleymi því aldrei þegar ég var
hjá ykkur í Feigsdal, hvað þér þótti
gaman að stríða mér með köngulón-
um því ég var svo hrædd við þær,
en þú tókst mig alltaf á kné þér og
lékst við mig svo ég gat aldrei verið
reið við þig, heldur fór alltaf að
hlæja.
Við í sveitinni eigum svo margar
skemmtilegar minningar um þig að
það væri stór listi að skrifa um það.
Ég geymi þær minningar í mínu
hjarta. Þegar þú komst bæði að Fit
og að Hreggsstöðum var oft slegið
á létta strengi. Þá var mikið hlegið
og sungið. Honum pabba mínum
heitnum fannst svo gaman að kveða
og semja vísur, það fannst þér gam-
an að hlusta á, Hann vildi nú reyna
að kenna þér þær en það gekk nú
misvel. Þið göntuðust nú bara með
það eins og allt annað. Það eru tvær
vísur sem hann pabbi minn orti sem
þú verður að fá, elsku Ingi, því þær
segja okkur öllum svo mikið:
Þökkum greiða og þægindi,
það sem eyðist varla.
Ástarheiða atlæti
sem á okkar leiðir falla.
Minningin er mér svo kær
í mínu þróast gleði.
Þegar ég er farin fjær
finn ég best hvað skeði.
(Gísli Gíslason.)
Móðir mín, hún Marta Þórðar-
dóttir, þakkar þér fyrir alla hjálp-
ina og góðmennskuna sem þú gafst
þeim og biður guð að styrkja ykkur
öll og englarnir vaki yfir þér og gefi
þínum börnum og aðstandendum
styrk.
Elsku Ingi, ég veit að það lýsir
skær stjarna yfir þér og varðveitir
þig.
Elsku Víðir, Baddý, Bjarki,
Tinna, Sunna, barnabörn og aðrir
aðstandendur, megi guð gefa ykkur
styrk í þessum stóra missi.
Minningin um þig, kæri vinur, lif-
ir í hjarta okkar.
Kærar kveðjur.
Guðný Vilborg Gísladóttir
frá Stykkishólmi.