Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 16

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AHMAD Akkari er ímam, múslímaklerkur, og sameiginlegur talsmaður alls 27 samtaka og menningarmiðstöðva múslíma í Danmörku. Hann er 28 ára gamall og fluttist á unglings- árum til Danmerkur frá Líbanon en býr nú í Ár- ósum þar sem hann kennir í skóla fyrir múslíma- börn. Akkari er ekki sáttur þegar blaðamaður spyr hann um persónulega hagi og spyr hvasst hvort viðtalið eigi að snúast um hann eða teikn- ingamálið alræmda. – Þú hefur verið sakaður um að sverta Dani í viðtölum við arabíska fjölmiðla. Hverju svarar þú þessum ásökunum? Hefurðu bara lýst deil- unni um teikningarnar í viðtölunum? „Við höfum verið sakaðir um svo margt, ég vildi sjá að einhver sakaði blaðið [Jyllands-Post- en] um að hafa gert rangt. Fólk er stöðugt með ásakanir, ásakanir, ásakanir. Menn verða að skilja að ekki á að líta allt sem birtist í tímaritum eða annars staðar sem vel unnið efni.“ – Telurðu þá að málstaður Dana hafi verið rangtúlkaður í fjölmiðlum múslímalanda og viltu sjálfur gera eitthvað til að leiðrétta það? „Það er alveg ljóst að blaðið særði okkur og hefur sært fjölda múslíma með því að birta mjög neikvæðar myndir af Múhameð, spámanni okk- ar. Ef mönnum fannst myndirnar fyndnar held ég að þeir séu búnir að sjá núna, eftir viðbrögðin um allan heim, að þær eru ekki mjög fyndnar. Ég er ekki tilbúinn með einhverja greiningu á arabískum fjölmiðlum núna og get þess vegna ekki tjáð mig um þetta atriði.“ – Ræðum teikningarnar sem nefndin undir forystu þinni sýndi fjölmiðlum í arabaríkjum. Þið gerðuð það er ekki svo? „Við sýndum aldrei Al-Jazeera– stöðinni þessar myndir, við fórum ekki til Flóaríkjanna. Við fórum með þær til Kaíró og til Líbanons. Þetta gerðum við eftir að hafa í tvo mánuði átt erfitt með að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi hér í Danmörku. En ráðherrar neituðu að tala við sendiherra 17 múslímaríkja um þetta mál. Okkur var boðið að fara til Kaíró þar sem við gætum rætt við æðsta klerk íslams þar og ut- anríkisráðherrann og aðra embættismenn landsins. Þannig komust myndirnar til fólks utan Dan- merkur fyrir okkar tilstuðlan en svo var auðvit- að búið að sýna myndirnar í Pakistan aðeins nokkrum dögum eftir að blaðið birti þær í fyrra. Jyllands-Posten setti þær nefnilega á netið.“ Talað tungum tveim? – En það var líka sagt frá grófum teikningum af Múhameð í svínslíki, myndum sem alls ekki birtust í blaðinu. Komuð þið þessum myndum á framfæri í Kaíró? „Já, þær voru í gagnasafninu sem við vorum með. En við vísum algerlega á bug að hafa með einhverjum hætti farið þannig á snið við sann- leikann um myndbirtinguna. Menn geta spurt alla þá sem við hittum í Kaíró og Beirút og spurt hvað við sögðum þeim um þessar myndir. Þess- ar teikningar sem þú nefnir voru aftast í safninu, á eftir myndum Jyllands-Posten og ýmsum skjölum. Við tókum þær með til að sýna hvað nafnlausir aðilar sendu múslímum eftir að þeir höfðu tekið þátt í deilum um teikningamálið.“ – Abu Laban, ímam í Kaupmannahöfn, notaði tækifærið í síðustu föstudagsbænum til að biðja múslímaþjóðir um að sniðganga ekki danskar vörur. En danski þingmaðurinn Naser Khader sakar Abu Laban um að segja hið gagnstæða í viðtölum við arabískar sjónvarpsstöðvar. Talar þú fyrir munn Abu Labans, getur verið að hann hafi gert þetta? „Ég er talsmaður fyrir menningarmiðstöð hans, hún er ein af þeim 27 sem taka þátt í sam- starfi okkar. Ég efast um að þetta sé réttmæt ásökun vegna þess að ég veit að alls konar mis- skilningur hefur komið upp í samskiptum Khad- ers og miðstöðva í Kaupmannahöfn, alls konar vandamál. Ég er ekki þaðan sjálfur en giska á að þetta gæti verið eitthvað af þessu tagi. En fyrir hönd samtakanna get ég aðeins sagt að boðskapur okkar er skýr. Menn saka okkur um tvískinnung en ég efast um það sem þeir full- yrða. Hafi þeir rétt fyrir sér er sjálfsagt að sá sem gerði mistök biðjist afsökunar.“ – Ég sá þig í sjónvarpsþætti. Þú varst spurður um það sem þú sagðir í grein í tímariti, Point of View, fyrir unga múslíma í fyrra að þér fyndist alveg í lagi að sparkað væri í rassinn á múslíma- stúlku sem ekki gengi með slæðu. „Ég vil ekki tjá mig um þetta af því að að núna er ég formlegur talsmaður samtaka.“ – En ef ég spyr þig sem einstakling? „Það geturðu ekki. Ef þú vilt ekki halda þig við sjálft málið [teikningarnar] langar mig til að binda enda á samtalið.“ – Allt í lagi. En hvernig heldur þú að þróun teikningamálsins verði, halda átökin áfram eða tekst að róa fólk? Hvað á danska stjórnin að gera, biðjast afsökunar? „Það fer eftir því hvernig blaðið hagar sér. Ef það vill biðjast afsökunar tel ég að það myndi geta leyst vandamálið. Við höfum alls ekki sagt að ríkisstjórnin eigi að biðjast afsökunar, það er ranglega eftir okkur haft í löndum múslíma núna. En við sögðum að stjórnvöld gætu tekið afstöðu og sýnt ábyrgð- artilfinningu. Í múslímalöndum vita menn ekki að stjórnin getur ekki beðist afsökunar á því sem blaðið gerði. Sumir hafa meira að segja heimtað að drottningin bæðist afsökunar en það getur ekki orðið vegna þess að drottningin er al- gerlega áhrifalaus í stjórnmálum í Danmörku.“ – En skiptir þá ekki miklu að útskýra þessar aðstæður fyrir almenningi … „Við erum að reyna það af alefli þegar við töl- um við arabíska fjölmiðla. Við segjum frá þessu og það gerði ég sjálfur nokkrum sinnum í síð- ustu viku. Við stungum upp á því við forsætis- ráðherrann [Anders Fogh Rasmussen] að við færum með honum í sjónvarpsþátt og við mynd- um útskýra málið. Og það getur verið að við töl- um við arabíska fjölmiðla í dag eða á morgun og þá reynum við að útskýra þessar aðstæður. Við höfum skýra afstöðu gagnvart ofbeldis- verkunum sem hafa verið framin í Mið-Aust- urlöndum. Við fordæmum þau afdráttarlaust af því að þau koma ekki málstað okkar að gagni. Við erum að nota kerfið hér, höfum leitað til dómstóla og notfærum okkur tjáningarfrelsið en höfum aldrei beðið um ofbeldi og erum alger- lega á móti því. Auk þess er að ég held verið að nota þetta of- beldi í pólitískum tilgangi í arabalöndum. Ég get ekki útskýrt þetta betur en viðbrögðin eru ekki dæmigerð fyrir viðbrögð þorra múslíma í heim- inum, ef vissir hópar eru undanskildir. Múslím- ar grípa ekki til ofbeldis. Ef fólk er reitt getur það sýnt reiðina með öðrum hætti,“ sagði Ahmad Akkari, aðaltalsmaður samtaka músl- íma í Danmörku. „Vildum að danska stjórnin tæki afstöðu“ AP Ahmad Akkari með gögn um teikningamálið er hann sýndi mönnum í Kaíró og Beirút. Teikningarnar af Múhameð særðu marga en ofbeldi styrkir ekki málstaðinn, segir aðaltals- maður múslíma í Danmörku í samtali við Kristján Jónsson. ’Ef mönnum fannst mynd-irnar fyndnar held ég að þeir séu búnir að sjá núna, eftir við- brögðin um allan heim, að þær eru ekki mjög fyndnar.‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.