Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 18

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aðalfundur Össurar hf. Á dagskrá fundarins verða: Reykjavík 10. febrúar 2006 Stjórn Össurar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga til breytinga á 1. tl. í gr. 5.01 í samþykktum félagsins sem felst í því að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. 3. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins. 4. Tillaga um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 10% án forgangsréttar. 5. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aðalfund og verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, sem er www.ossur.com Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:15 Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í fundarsal á 2. hæð á Nordica Hóteli, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar 2006 og hefst hann kl. 8:15 Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls LÍKLEGT er talið að fleiri tilfelli fuglaflensunnar geri fljótt vart við sig í Afríku, en í fyrradag var greint frá því að mannskætt afbrigði fuglaflensuveirunnar, H5N1, hefði greinst í Nígeríu. Embættismenn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) óttast að „mjög al- varlegt ástand“ muni skapast. Von var á sérfræðingum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til Nígeríu í gær til að rannsaka tilfelli sem greinst hefur í Kaduna, um 300 norður af borginni Abuja. David Nabarro hjá WHO sagði hins vegar í samtali við BBC að hugsanlegt væri að veiran hefði þegar dreifst mjög víða. Kanna á hvort alifuglar annars staðar í Nígeríu og ná- grannalöndum hafi drepist völdum H5N1 en Nabarro sagði, að WHO gerði ráð fyrir að tilfelli myndu greinast víðar. „Ef flensan hefur skotið upp kollinum í Nígeríu þá kynni hún að vera í öðrum löndum, sem búa yfir færri úr- ræðum,“ sagði hann. AFP-fréttastofan sagði fréttir af því að sjúkdómur sem líktist fuglaflensunni „breiddist nú út eins og sinu- eldur“ í norðurhluta Nígeríu en eftir á að staðfesta hvort þar geti verið um fuglaflensuna að ræða. Haft var eftir Auwalu Haruna, forsvarsmanni alifuglaræktenda, að til- kynnt hefði verið um 20.000 tilfelli í gærdag, sem þýddi að alls hefðu 80.000 fuglar smitast. Óttast útbreiðslu í Afríku Embættismenn í Nígeríu segja að allt verði gert til að hefta frekari útbreiðslu fuglaflensu í landinu en hún gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íbúana, sem margir hverjir byggja allt sitt framfæri á fiðurfénaði. Talið er að rekja megi 88 dauðsföll í heiminum til fuglaflensunnar. Hún hefur þó ekki stökkbreyst þannig að hún berist á milli manna, en ef það gerðist myndi það að öllum líkindum hafa í för með sér faraldur og hugs- anlegt að hún myndi valda milljónum dauðsfalla úti um heim allan. Sérfræðingar hafa hins vegar lengi varað við því að mikil hætta kynni að vera því samfara að veiran bærist til Afríku. Staða heilbrigðismála sé veik í mörgum löndum Afríku og menn því ekki undir það búnir að tak- ast á við vandann. Ónæmiskerfi margra Afríkubúa sé jafnframt veikt vegna vannæringar og útbreiðslu al- næmisveirunnar. Líkur á fleiri tilfellum fuglaflensu í Afríku Reuters Nígeríumaður með kjúklinga á markaðstorgi í Abuja. Fulltrúar WHO óttast „mjög alvarlegt ástand“ London. AFP. | Bandaríski auðkýf- ingurinn Steve Fossett er lagður upp í nýja ævintýraför. Ætlar hann sér að setja nýtt heimsmet, með lengsta samfellda flugi sög- unnar. Fossett hóf flugið í fyrra- dag frá Canaveralhöfða í Flórída. Ætlar hann sér að fljúga um- hverfis jörðina og svo aftur yfir Atlantshafið og lenda í Kent á Englandi, allt án þess að milli- lenda. Er áætlað að flugið taki um 80 klukkustundir í heildina en lengd þess er 41.978 kílómetrar. „Steve er bara kátur,“ sagði Kevin Stass, yfirmaður stjórn- stöðvar flugsins, á blaðamanna- fundi í gær. Stass sagði Fossett hafa þurft að þola 40–54 gráðu hita í stjórnklefanum fyrstu átta klukkustundirnar en hitinn hefði svo jafnast. Stass skýrði einnig frá því að um 340 kíló af elds- neyti hefðu tapast við flugtak og gæti það valdið vandræðum undir lok flugsins. Þá gæti vindasöm veðurspá gert síðasta hluta flugs- ins „áhugaverðan“. Þetta er önnur tilraun Fossetts við lengsta flug sögunnar en hann hefur áður sett met á segl- báti, svifflugvél og loftbelg. Hann varð í mars í fyrra fyrsti mað- urinn til að fljúga umhverfis jörð- ina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á leiðinni.  !"#$ %##&# +( + 2 !3+2*  +) 4&    - 3      511  !    K"; 7+) "      $ % 6  . 78        !" #$%  & ' &%(%)*)!+ 9    &    : +   /  Fossett reynir við nýtt met Jerúsalem. AFP. | Talsmenn Ísr- aelsstjórnar reyndu í gær að gera lít- ið úr ágreiningi milli hennar og Bandaríkjastjórnar en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur vísað á bug hugmyndum Ísraela um að ákveða einhliða landa- mæri ríkisins. „Það er enginn ágreiningur við Bandaríkjastjórn,“ sagði Zeev Boim, ráðherra og náinn samstarfsmaður Ehud Olmerts, starfandi forsætis- ráðherra, en Olmert sagði fyrir skömmu, að Ísraelar ætluðu sér að halda Jórdandalnum, stærstu gyð- ingabyggðunum á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem. Gaf hann í skyn, að þeir myndu ákveða landa- mærin einhliða ef ekki næðust samn- ingar um þau. Bandaríkjastjórn hefur tekið þessari yfirlýsingu illa og Rice sagði að enginn skyldi reyna „einhliða að- gerðir vegna þess, að um þessi mál á að semja“. Ísraelskir embættismenn láta sem ekkert hafi í skorist og segja, að Ísraelar vilji ræða um Veg- vísinn, áætlunina um frið í Mið-Aust- urlöndum. En verði viðræður við væntanlega stjórn Hamas-manna í Palestínu árangurslausar, verði að huga að öðrum leiðum. Gera lítið úr ágreiningi Ustarzai, Hangu. AP. | Sprengja sprakk í miklum fólksfjölda í bæn- um Hangu í Pakistan í gær. Um þúsund sjía-múslímar voru þar samankomnir til að taka þátt í Ashura, helgustu trúarhátíð sjíta. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti 32 létust og tugir til viðbótar særðust í árásinni og átökum sem brutust út í kjölfar hennar. Tók fólk reiði sína út á nærliggjandi verslunum og bíl- um og brenndi og eyðilagði allt sem í vegi varð. Um 60% af markaði bæjarins brunnu til grunna í lát- unum. Öryggisgæsla var mikil fyrir há- tíðina enda hefur ofbeldi verið fylgi- fiskur hennar undanfarin ár. Enn hefur enginn lýst ábyrgð á sprengj- unni á hendur sér en yfirvöld á staðnum kenna súnní-múslímum um en súnnítar eru meirihlutahóp- ur í Pakistan. Upplýsingaráðherra landsins, Sheikh Rashid Ahmed, var hins vegar ekki á sama máli. „Þetta er samsæri til að valda árekstrum milli súnníta og shíta. Enginn múslími hefur gert þetta. Sá sem gerði þetta er hryðjuverka- maður.“ Hermenn tóku fljótlega við stjórn á svæðinu og var útgöngubann sett á í bænum. Einnig voru settir upp vegatálmar um 25 kílómetra fyrir utan bæinn og engum hleypt í gegn, ekki einu sinni sjúkrabílum. Blaðamaður AP-fréttastofunnar komst þó til Hangu eftir öðrum leiðum. Sagði hann þykkt reykský hafa verið yfir bænum og skot- hvellir heyrðust öðru hvoru. „Ég sá lík og slasað fólk hrópandi. Það ríkti skelfing um allt. Sumir hlupu í átt að hinum slösuðu en aðrir hófu að kveikja í nærliggjandi verslun- um,“ sagði Mohammed Jamil, vitni að atburðunum. Ghani ur-Rahman, bæjarstjóri í Hangu, sagði seinnipartinn í gær að að mestu væri búið að stilla til frið- ar. Tóku leiðtogar bæði sjíta og súnníta þátt í því að róa fólk með því að tala gegnum hátalara mosk- unnar. Útgöngubann var þó enn gildandi og hermenn vöktuðu göt- urnar. Herþyrlur sáu um að flytja slasaða frá svæðinu. Tugir féllu í Pakistan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.