Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ekki ræða það, góði, þetta er svo gott.
Í tengslum við dag upplýs-ingatækninnar, sem hald-inn var 24. janúar síðastlið-
inn, kynnti ríkisstjórnin áform
sín um að gangsetja vefinn Ís-
land.is, en vefur þessi mun hafa
það meginmarkmið að vera vef-
gátt í alla stjórnsýslulega þjón-
ustu, hvort sem er á vegum ríkis
eða sveitarfélaga. Er þetta í
samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar fyrir upplýs-
ingasamfélagið fyrir árin 2004-
2007.
Fram kom í ræðu Bolla Þórs
Bollasonar, ráðuneytisstjóra
forsætisráðuneytisins, á degi upp-
lýsingatækninnar að ástæður þess
að farið væri í þessar framkvæmd-
ir væru þrjár. Í fyrsta lagi að upp-
lýsingamagn og framboð á þjón-
ustu hins opinbera verður sífellt
umfangsmeira og flóknara og því
sé nauðsynlegt að auðvelda fólki
leit að upplýsingum og þjónustu. Í
öðru lagi hefur þróunin verið á
þann veg að nýta upplýsingatækni
í þágu almennings og benti hann á
þjónustu bankanna á netinu og
sagði að sjálfsagt væri að gera
sömu kröfur til ríkis og sveitarfé-
laga. Í þriðja lagi vekti það furðu að
Ísland væri í fararbroddi Evrópu-
þjóða á flestum sviðum upplýsinga-
tækninnar en rétt í meðallagi hvað
varðar rafrænan aðgang að opin-
berri þjónustu.
Stefnt að opnun í haust
Þriðja ástæðan er athyglisverð,
að Ísland sé seint á ferðinni hvað
varðar rafræna þjónustuveitu hins
opinbera. Ef litið er til Evrópu þá
eru um 23 lönd með vefgáttir fyrir
þjónustu sína, þar með talin öll hin
Norðurlöndin. Það þykir sæta
furðu að ekki hafi verið ráðist í
þessar framkvæmdir fyrr en nú.
Til marks um seinagang stjórn-
valda má nefna að árið 2000 opnaði
norska stjórnsýslan sinn vef og sú
breska árið eftir. Guðbjörg Sigurð-
ardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu
upplýsingasamfélagsins hjá for-
sætisráðuneytinu, sagði að fram-
kvæmdir við vefinn væru að hefjast
og sagði að ef áætlanir stæðust þá
myndi fyrsta útgáfa vefsins verða
opnuð næsta haust. Sú tímasetning
hefði verið ákveðin fyrir skömmu,
en undirbúningsvinna hefur staðið
frá árinu 2004. Aðspurð hvort þetta
væri ekki heldur seint sagði Guð-
björg að miðað við Evrópuþjóðirn-
ar væru Íslendingar fremur seinir
en hún sagði ennfremur að þegar
vefurinn væri orðinn að veruleika
myndi hann verða fljótur að ná er-
lendum vefjum og jafnvel fara
fram úr þeim hvað varðar virkni og
gæði.
Sveitarfélög vel sett
Ef litið er til sveitarfélaganna á
Íslandi eru mörg hver vel sett hvað
varðar gagnvirka þjónustu á vefn-
um. Meðal annars býður Garðabær
upp á gagnvirka þjónustu þar sem
íbúar sveitarfélaganna geta sótt
um ýmiskonar þjónustu og fylgst
með framgangi umsókna sinna
ásamt annarri þjónustu. Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri Garða-
bæjar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sérstakt svæði fyrir íbúa
Garðabæjar, Minn Garðabær,
hefði verið opnað á vef bæjarins í
mars síðastliðnum og með þessum
vef hefði Garðabær tekið forystu á
sviðið gagnvirkrar stjórnsýslu-
þjónustu á netinu. Um 1100 manns
hafa sótt um lykilorð á netinu, en
segja má að það sé um þriðjungur
allra heimila í sveitarfélaginu.
Gunnar sagði að framtíðarsýn bæj-
arins væri sú að íbúar gætu rekið
öll sín mál í gegnum vefinn og með
eitt lykilorð. Gunnar benti á að til
dæmis hefði notendafjöldi vefsins
tekið kipp upp á við þegar bærinn
kynnti nýja þjónustu á vefnum þar
sem foreldrar geta sjálfir ráðstafað
því fé sem barn þeirra fær til
íþrótta- og æskulýðsstarfs. Auk
þessa er meðal annars á vefnum
umræðutorg, skoðanakannanir,
hægt er að senda inn erindi og um-
sóknir, notendur geta fylgst með
fjármálastöðu sinni gagnvart bæn-
um, og skoða skipulagsmál. Þessi
þjónusta gerði því bæjarbúum
kleift að reka flest sín mál að heim-
an í stað þess að þurfa að heim-
sækja bæjarskrifstofuna. Auk þess
horfði Gunnar á aukið samstarf við
aðrar upplýsingaveitur á borð við
Gegni, Matartorg og fleira. Að
sögn Gunnars er Garðabær leið-
andi í gagnvirkri stjórnsýsluþjón-
ustu sveitarfélaganna á Íslandi, og
jafnvel í Evrópu, en samstarfsaðili
bæjarins, Hugvit, hefur verið að
kynna þessa framleiðslu fyrir evr-
ópskum sveitarfélögum.
Betur má ef duga skal
Ljóst er að ríkið þarf að herða
sig í uppbyggingu á gagnvirkri vef-
þjónustu. Sparnaður eykst til
muna fyrir almenning og tók Bolli
Þór dæmi um að árið 2004 hefðu
60.000 manns skráð búferlaflutn-
inga. Ef hver fjölskylda hefði spar-
að sem svarar hálfri klukkustund
við að gera þetta á netinu myndi
sparnaður almenning vera um 12
milljónir. Og það einungis við til-
kynningu um búferlaflutninga. Ef
lagðar yrðu saman allar skráning-
ar til hins opinbera gæti sparnað-
urinn numið hundruðum milljón-
um króna á ári hverju.
Fréttaskýring | 23 lönd í Evrópu eru nú
þegar búin að opna stjórnsýsluvefgátt
Ísland er seint
á ferðinni
Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með
sérstaka stjórnsýsluvefgátt
Vefurinn island.is verður opnaður í haust.
Mikil aukning hefur orðið á
rafrænum framtalsskilum
Á síðustu 7 árum hefur rík-
isskattstjóraembættið verið leið-
andi ríkisstofnun í gagnvirkri
þjónustu á vefnum, en rafræn
framtalsskil hófust árið 1999. Á
síðasta ári skiluðu 207.904 aðilar
inn sínu skattframtali rafrænt,
þar af 138.554 manns á netinu.
Er þetta gríðarleg aukning frá
því að þessi þjónusta hófst á
árinu 1999 en þá skiluðu 19.435
inn rafrænu skattframtali, þar af
15.741 á netinu.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
Þrír sóttu um stöðu
forstöðumanns á
Kvíabryggju
UMSÓKNARFRESTUR um emb-
ætti forstöðumanns fangelsisins á
Kvíabryggju rann út 3. febrúar sl.
Umsækjendur um embættið eru:
Geirmundur Vilhjálmsson, fanga-
vörður við fangelsið á Kvíabryggju,
Sigþór Jóhannes Guðmundsson,
fangavörður í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg, og Þórður Björns-
son skipstjórnarmaður.
Engin fjársöfnun
hjá ÖBÍ
ÖRYRKJABANDALAG Íslands
sendi í gær frá sér viðvörun vegna
fjársöfnunar. „Af gefnu tilefni vill
Öryrkjabandalag Íslands leggja
áherslu á að á þess vegum er engin
söfnun í gangi og hefur ekki verið.
Frést hefur af aðila sem er að
ganga í hús og segjast vera að safna
fyrir ÖBÍ. Fólk er beðið að hafa
varann á og sinna ekki slíkri
beiðni,“ segir í yfirlýsingunni.
Um 63% með já-
kvætt viðhorf til
Landsvirkjunar
Í KÖNNUN sem IMG Gallup gerði
fyrir Landsvirkjun í desember kom
fram að viðhorf almennings til
Landsvirkjunar er jákvætt. Spurt
var „Ertu jákvæð/ur eða neikvæð/
ur gagnvart Landsvirkjun?“ 63,5%
þeirra sem svöruðu spurningunni
voru jákvæð gagnvart Lands-
virkjun. Hvorki né svöruðu 20,7% og
neikvæð voru 15,8%.
Í meðaltali, sem IMG Gallup reikn-
ar út frá svörum þátttakenda, fær
Landsvirkjun einkunnina 6,5. Sam-
kvæmt fyrri könnunum sem IMG
Gallup hefur gert fyrir Lands-
virkjun hefur þessi einkunn haldist
stöðug frá árinu 2002, að því er kem-
ur fram á vef fyrirtækisins.
Karlar eru jákvæðari gagnvart
Landsvirkjun en konur. 67,4%
þeirra eru jákvæð en 59,4% kvenna.
Úrtak könnunarinnar var 1350
manns. Ekki náðist í 229 og 256 neit-
uðu að svara. Svarhlutfall var 62,3%.
Könnunin var símakönnun sem var
gerð á tímabilinu 14.–27. desember.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111