Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Sölufulltrúi og
lagermaður
Heildverslun óskar eftir að ráða sölufulltrúa
til starfa við sölu á vönduðu sælgæti og ýms-
um vörum. Við leitum að samviskusömum
einstaklingi með vandaða framkomu, er reglu-
samur og hefur metnað til að takast á við krefj-
andi en jafnframt gefandi starf.
Einnig vantar mann á lager.
Reynsla æskileg. Sarfssvið: Sölu- og lager-
starf.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Uppl. eru veittar í dag á milli kl. 15 og 19 á skrif-
stofu Íslenskrar Dreifingar, Skútuvogi 1e.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisfélögin
í Kópavogi
Félagsvist
Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi
verður í Sjálfstæðishúsinu, Hlíðasmára 19, sem
hér segir:
Spilað verður á laugardögum kl. 13.00, í fyrsta
skipti laugardaginn 11. febrúar, næst 25. febrú-
ar, 11. mars, 25. mars og síðasta skiptið verður
8. apríl.
Góð verðlaun og heildarverðlaun eftir 5 skipti.
Stjórnendur: Arnor, Bragi og Guðni.
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi.
Félagsfundur
Búmanna
Félagsfundur Búmanna hsf. verður hald-
inn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38,
föstudaginn 24. febrúar kl. 16.00. Fund-
urinn verður í sal hótelsins er nefnist
Gallerí.
Dagskrá:
Kynning á reglum um frjálsa sölu búsetu-
réttar sem settar voru á grundvelli bráða-
birgðaákvæðis samþykkta Búmanna hsf.
Setning starfsreglna fyrir viðhaldsráð
Búmanna.
Stjórnin.
Styrkir
Umhverfisfræðslutorg á
sýningunni Sumar 2006
Umhverfisfræðsluráð býður aðilum sem vinna
að umhverfisfræðslu að vera með kynningu
á starfsemi sinni á sýningunni Sumar 2006
sem verður haldin í Laugardalshöll dagana
21. til 23. apríl nk.
Markmið ráðsins er að gefa þeim sem vinna
að umhverfisfræðslu tækifæri til þess að kynna
starfsemi sína og fræða sýningargesti um um-
hverfismál. Hægt verður vera með bása, vegg-
spjöld eða annað kynningarefni. Umhverfis-
fræðsluráð mun greiða básaleigu að fullu en
sýnendur greiða allan annan kostnað við sýn-
ingarhaldið.
Umhverfisfræðsluráð óskar eftir umsóknum
fyrir 19. febrúar nk. með upplýsingum um sýn-
anda, hvað hann vill kynna og hversu mikið
rými þarf fyrir kynninguna.
Umhverfisfræðsluráð áskilur sér rétt til þess
að hafna umsóknum eða bjóða sýnendum
minna rými en sótt er um. Vinsamlega sendið
umsóknir með tölvupósti til Ingibjargar Ólafs-
dóttur, formanns Umhverfisfræðsluráðs, á netf.
ingibjorg.olafsdottir@umhverfisraduneyti.is.
Umhverfisfræðsluráð,
10. febrúar 2006Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hraunbær 14, 204-4496, Reykjavík, þingl. eig. Þorvaldur G. Blöndal,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudag-
inn 14. febrúar 2006 kl. 14:00.
Lækjarbraut 2, 226-8851, Kjósarhreppi, þingl. eig. Guðríður Helen
Helgadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf., þriðjudaginn 14. febrúar 2006 kl. 11:30.
Reykás 21, 204-6315, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Hilmarsson, gerðar-
beiðendur Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. febrúar 2006 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
9. febrúar 2006.
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 heldur Gunn-
ar Hersveinn erindi: „Gæfuspor
- gildin í lífinu” í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22.
Á laugardag er opið hús milli
kl. 15 og 17 með fræðslu kl.
15.30 í umsjá Elínar Steinþórs-
dóttur sem sýnir myndband um
spekinginn Nisargadatta Mahar-
aj - Awaken to the Eternal.
HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ
GUÐSPEKIFÉLAGSINS
hefst fimmtudaginn 16. febrúar
nk. kl. 20.30 í húsakynnum fé-
lagsins í Ingólfsstræti 22. Nám-
skeiðið verður vikulega á sama
tíma í átta skipti frá febrúar til
apríl 2006 og er í umsjá Sigurðar
Boga Stefánssonar 2), Halldórs
Haraldssonar (2) Tran-Thi-Kim-
Dieu (1), Önnu S. Bjarnadóttur
(1), Birgis Bjarnasonar (1), Jóns
Ellerts Benediktssonar (1).
Fjallað verður um mikilvæga
þætti hugræktar, hugleiðingar
og jóga. Námskeiðið er öllum
opið og fer skráning fram við
upphaf þess. Námskeiðið er
ókeypis fyrir félagsmenn en
kostar í heild kr. 3.000 fyrir utan-
félagsmenn.
www.gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 1 1862108 Sk.
I.O.O.F. 12 1862108½ 9.0.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Helgamagrastræti 26, íb. 01-0101, eignarhl., Akureyri (214-7292),
þingl. eig. Sigurður Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki
hf., miðvikudaginn 15. febrúar 2006 kl. 11:00.
Hvammur (Hrísey), Akureyri (215-6376), þingl. eig. Kristján Ingimar
Ragnarsson, gerðarbeiðendur Glitnir og Samkaup hf., miðvikudaginn
15. febrúar 2006 kl. 14:00.
Jódísarstaðir, eignarhl. Eyjafjarðarsveit (152664), þingl. eig. Snæ-
björn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn
15. febrúar 2006 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
2. febrúar 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Til félagsmanna í Félagi fasteignasala
Aðalfundur 2006
Aðalfundur Félags fasteignasala verður hald-
inn föstudaginn 24. febrúar kl. 17:00 síðdegis
á Grand Hótel Reykjavík.
Á dagskrá aðalfundar FF verða eftirtalin mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu
starfsári.
2. Skýrsla eftirlitsnefndar Félags fasteignasala
vegna liðins starfsárs.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
4. Ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Breytingar á siðareglum félagsins.
7. Menntunarmál til löggildingar fasteigna-
sala, hugmyndir FF kynntar.
8. Endurmenntun fasteignasala – skylda
fasteignasala til endurmenntunar.
9. Tillögur FF til dómsmálaráðherra um breyt-
ingar á lögum 99/2004.
10. Umræður um úrskurð stjórnar um vottun
fasteignasala á skjöl.
11. Kjör skoðunarmanna reikninga.
12. Kjör laganefndar.
13. Kosning stjórnar.
14. Önnur mál, er upp kunna að vera borin
-----------
Kaffiveitingar fyrir fund og að loknum fundi
verða léttar veitingar að venju.
Stjórnin.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
FRÉTTIR
Framboðslisti Samfylkingar í Árborg
SAMFYLKINGIN í Árborg hefur
samþykkt framboðslista sinn
vegna komandi sveitarstjórn-
arkosninga. Listann skipa:
1. Ragnheiður Hergeirsdóttir,
framkvæmdastjóri/bæjarfulltrúi
2. Gylfi Þorkelsson, framhalds-
skólakennari/bæjarfulltrúi
3. Þórunn Elva Bjarkadóttir
stjórnmálafræðingur
4. Böðvar Bjarki Þorsteinsson að-
stoðarskólastjóri, Eyrarbakka
5. Torfi Áskelsson, framkvæmda-
stjóri/bæjarfulltrúi
6. Gyða Björgvinsdóttir leiðbein-
andi
7. Eggert Valur Guðmundsson
framkvæmdastjóri
8. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir,
hjúkr.fr./aðstoðardeildarstjóri
9. Tómas Þóroddsson rekstr-
arstjóri
10. Hildur Grímsdóttir framhalds-
skólanemi
11. Sandra D. Gunnarsdóttir
starfsmannastjóri
12. Már Ingólfur Másson há-
skólanemi
13. Ólafur Steinason tölvunarfræð-
ingur
14. Sigurjón Bergsson raf-
eindavirki
15. Hildur Jónsdóttir jafnrétt-
isráðgjafi
16. Árni Gunnarsson, framkvstj./
fyrrv. alþingismaður
17. Steingrímur Ingvarsson, verk-
fræðingur/fyrrv. bæjarfulltr.
18. Ásmundur Sverrir Pálsson,
framkvæmdastjóri/bæjarfulltrúi
Ræðir mennt-
unarmöguleika
í nýju landi
AHN-Dao Tran menntunarráðgjafi
verður með fyrirlestur hjá Reykja-
víkurAkademíunni á laugadag, en
hún hefur að undanförnu staðið
fyrir fyrirlestraröð um málefni inn-
flytjenda á Íslandi. Ahn-Dao Tran
mun ræða um menntunarmögu-
leika í nýju landi.
Ahn-Dao Tran veltir því meðal
annars fyrir sér hvað valdi því að
nemendur af erlendum uppruna á
Íslandi hætta í unnvörpum í fram-
haldsskóla? „Hvaða afleiðingar
kann þessi þróun að hafa í för með
sér? Er að skapast óbrúanleg gjá?
Vantar sveigjanleika í skólakerf-
ið?“ segir í fréttatilkynningu.
Pallborðsumræður verða að er-
indi loknu og fyrirspurnir úr sal.
Erindið er flutt í Reykjavíkur-
Akademíunni, Hringbraut 121, 4.
hæð, laugardaginn 11. febrúar og
byrjar kl. 12.00. Allir eru vel-
komnir.
Mótmælir
hækkunum á
raforkuverði
„MIÐSTJÓRN ASÍ mótmælir
hækkun á raforkuverði til neyt-
enda í kjölfar breytinga á raf-
orkulögum og krefst þess að end-
urskoðun laganna hefjist nú þegar
með það að markmiði að tryggja
hagsmuni almennings.“ Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
ályktun sem miðstjórn ASÍ sam-
þykkti á fundi sínum.
Í frétt frá ASÍ segir að raf-
magnsreikningar heimilanna hafi
hækkað um allt að 13,5% í þéttbýli
og 32,7% í dreifbýli. Breyting-
arnar séu mismunandi eftir dreifi-
veitum en fastagjöld hafi hækkað
mest.
Miðstjórnin minnir á að fulltrú-
ar ASÍ og BSRB vöruðu við því að
raforkuverð kæmi til með að
hækka í kjölfar þessara breytinga,
en stjórnvöld fullyrtu hið gagn-
stæða.
Miðstjórnin ítrekar að land-
fræðileg lega Íslands útilokar
bæði heimili og fyrirtæki frá því
að geta tekið þátt í raunveruleg-
um innri markaði. Jafnframt
munu áform stjórnvalda um sam-
einingu orkufyrirtækja leiða til
meiri fákeppni.