Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AVION Group hefur fest kaup á Star Airlines, næststærsta leiguflug- félagi Frakklands. Seljandi, Angel Gate Aviation, sem er í meirihluta- eigu franska fjárfestisins Raymond Lakah, hefur óskað eftir því að kaup- verðið verði trúnaðarmál en heildar- tekjur félagsins á síðasta ári voru um 13 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir afskriftir, skatta og fjár- magnsliði (EBITDA) á síðasta ári var um 142 milljónir króna. Á frétta- mannafundi sem forsvarsmenn Av- ion efndu til í gær vegna kaupanna kom fram í máli þeirra að gert sé ráð fyrir að afkoma muni batna töluvert á yfirstandandi ári. Þá sögðu þeir að þegar hefði verið komið auga á hag- ræðingarmöguleika sem áformað væri að nýta til þess að ná fram sam- legðaráhrifum. Um 900 þúsund farþegar Star Airlines mun falla undir svo- kallað Charter & Leisure-svið Avion Group (leiguflug og skemmtiferðir) en þar er Excel Airways fyrir. Star Airlines var stofnað árið 1995 af Cedric Pastour og hét félagið upp- haflega Star Europe samkvæmt upplýsingum af heimasíðu þess. Fé- lagið flutti á síðasta ári ríflega 900 þúsund farþega til 20 áfangastaða í Afríku, Mið-Austurlöndum, Suður- Ameríku og við Miðjarðarhaf en jafnframt heldur það úti áætlunar- flugi til Mexíkó, Malí og Líbanon. Í máli þeirra Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Air Atlanta Icelandic, og Magnúsar Stephensen, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar Av- ion Group, á fréttamannafundi fé- lagsins í gær kom fram að Star Airlines væri eina franska leiguflug- félagið sem bæði flygi á nálæga og fjarlæga áfangastaði. Jafnframt mun flugvélafloti félagsins vera sá nýleg- asti meðal franskra leiguflugfélaga en meðalaldur véla þess er um fimm ár. Flotinn samanstendur af sex Air- bus-vélum. Alls starfa um 460 manns hjá Star Airlines. Býður upp á mikla möguleika Þeir Hafþór og Magnús sögðu á fundinum að með kaupunum opnuð- ust miklir möguleikar fyrir Avion Group enda sé Frakkland eitt fjöl- mennasta land Evrópu með um 60 milljónir íbúa. Þjóðfélagið sé bland- að og þar búi mikill fjöldi fólks af afr- ískum og mið-austurlenskum upp- runa. Þar af leiðandi sé mikil spurn eftir flugferðum til áfangastaða á þessum svæðum. Ennfremur muni ferðahefð vera mikil hjá Frökkum. Gengi hlutabréfa Avion Group hækkaði um 4,2% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi þeirra 42,50. Avion Group kaupir Star Airlines í Frakklandi Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sóknarfæri Magnús Stephensen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, sagði að með kaupunum opnuðust miklir möguleikar fyrir Avion Group. Hagnaður SAS yfir væntingum ● HAGNAÐUR norræna flugfélagsins SAS á árinu 2005 var 255 milljónir sænskra króna fyrir skatta, sem svar- ar til ríflega 1,8 milljarða íslenskra króna. Árið áður var liðlega 1,5 milljarða sænskra króna tap af rekstr- inum. Rekstr- artekjur félagsins námu 61,9 millj- örðum sænskra króna sem er 6% aukning milli ára. Hagnaður SAS á fjórða fjórðungi ársins 2005, fyrir skatta, var 573 milljónir sænskra króna, jafnvirði um 4,7 milljarða króna. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2000 sem hagnaður er af rekstri félagsins á þeim ársfjórð- ungi. Hagnaðurinn á fjórðungnum er rúmlega tvöfalt meiri en fjármála- sérfræðingar höfðu spáð, að því er fram kemur í frétt á vefmiðli danska blaðsins Børsen. Rekstrartekjur fé- lagsins námu 16,3 milljörðum sænskra króna á fjórðungnum, sem er einnig yfir væntingum. BAUGUR Group hefur keypt rúm- lega 6% hlut í bresku verslanakeðj- unni Woolworths en tilkynnt var um kaupin í Kauphöllinni í London í gær. Í vefútgáfu The Times kemur fram að markaðsvirði eignar Baugs í Wool- worths sé um 36 milljónir punda, tæpir fjórir milljarðar króna, og Baugur sé orðinn stærsti einstaki hluthafinn í verslunarkeðjunni. Hlutabréf í Woolworths hafa hækkað um 20% á síðustu tveimur vikum vegna orðróms um að Baugur hafi verið að fjárfesta í félaginu. Einnig hafa verið uppi getgátur um að Asda, dótturfélag Wal Mart, kynni að gera yfirtökutilboð í félagið. Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær kaupin á bréfunum væru mjög álitlegur fjárfestingakostur fyrir Baug miðað við það sem greitt sé fyr- ir þau. Baugur Group á 13,7% hlut í bresku tískuvörukeðjunni French Connection, og segir í The Times að orðrómur sé uppi um að Baugur ætli sér að aðstoða stofnanda keðjunnar og stjórnarformann hennar, Stephen Marks, að taka hana af markaði. Í vefútgáfu Evening Standard seg- ir að enn ríki viss óvissa um hvað Baugur vilji gera við hlutinn því á annan bóginn hafi félagið hagnast á því að kaupa og selja hluti í fyrirtækj- um eins og Selfridges, House of Fras- er og Mothercare og á hinn bóginn hafi félagið keypt umtalsverða hluti í fyrirtækjum til þess að taka þau yfir. The Times segist hafa heimildir fyrir því að ekki sé eining innan stjórnar Baugs um kaupin á Wool- worths. Baugur með 6% hlut í Woolworths Avion hækkaði um 4,17% ● HLUTABRÉF lækkuðu lítillega í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 0,15% og var 6.658 stig við lokun markaðarins. Viðskipti með hlutabréf námu 8,5 milljörðum, þar af 3,43 milljörðum með bréf Kögunar, sem hækkuðu um 3,54%. Bréf Avion Group hækkuðu um 4,17% og bréf Tryggingamiðstöðv- arinnar hækkuðu um 3,45%. Bréf Icelandic Group lækkuðu um 2,25% og bréf Marels um 1,63%. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI                         #$$%&&' () * ++ >;% 5 , 7+/  5 , 7+/ ?; 5 , 7+/ @# &(" 7+/ A # 5 , 7+/ A! 5 , 7+/ B "9 &"% 7+/ $ ,C%"# ?" 7+/ $# " 7+/ !"9 &"% B "9 7+/ 0 7+/ 0 %> A 7%" 7+/ BA 7+/   =? )6 A36+/&"% 7+/ D  7+/ ,   )-. ;%" 5 , 7+/ A% )  B "9 7+/ 5"9% 7+/ ,%)3" 7+/  E> "9%> 5 , 7+/ 73% 7+/ F-A  "%> F   GH##%"#%) )%" 7+/ %"" )%" 7+/ /   $0$ A%  9% IH3+3) 7+/  6 +J # )  "9 ;+/ 1 2 EKIL ')  ;%) /;)                    = =      = = = = ?H%"# +6 +H ;%) /;) = = = = =  = = = = = = = = = = = = = = = . =M1 . = M1 .  M1 = . =M1 = . M1 . M1 . = M1 . =M1 . M1 . M1 . =M1 = . M1 = . =M1 = . =M1 = .  M1 .  M1 = = = = % 9;%) %,% 9# %" G% &) '  9# N $ ,   / /  / /   / // / / /  / / / / / /  / = /  =  /     = = = =                                                     %) %,% ' C( / / G / : 7 # " % % A3 9% ;%) %,         =  =    = = = = HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) eftir skatta í fyrra nam rétt tæpum 7,2 milljörðum króna. Þetta er mesti hagnaður í sögu fé- lagsins og er hann til kominn vegna aukinna tekna TM af fjárfestingum. Hagnaður á hlut nam 7,89 krónum á móti 2,24 krónum árið 2004. Fjár- festingatekjur félagsins jukust um 114% milli ára, námu um 7,7 millj- örðum í fyrra á móti tæpum 3,6 millj- örðum árið 2004. Liðlega 480 milljóna tap varð hins vegar af vátryggingastarfsemi og segir í tilkynningu TM að það skýrist af harðnandi samkeppni á vátrygg- ingamarkaðinum og lækkun iðgjalda samfara henni en eigin iðgjöld lækk- uðu um 1,5% á milli áranna 2004 og 2005 á sama tíma og bókfært tjón jókst um 12,4%. Þannig hafi tjóna- skuld ökutækjatjóna hækkað og eins hafi tjónaskuld hækkað vegna fleiri tilkynntra slysa á sjómönnum í lok ársins. Eigið fé TM í árslok nam um 16 milljörðum og jókst um 5,8 millj- arða frá árinu áður og heildareignir jukust um 33% í 30,8 milljarða króna. TM með methagnað  9O PF    M M AG I @Q     M M KK R0Q    M M R0Q $7+" %%   M M EKIQ @S T"     M M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.