Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 14

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF AVION Group hefur fest kaup á Star Airlines, næststærsta leiguflug- félagi Frakklands. Seljandi, Angel Gate Aviation, sem er í meirihluta- eigu franska fjárfestisins Raymond Lakah, hefur óskað eftir því að kaup- verðið verði trúnaðarmál en heildar- tekjur félagsins á síðasta ári voru um 13 milljarðar króna og hagnaður þess fyrir afskriftir, skatta og fjár- magnsliði (EBITDA) á síðasta ári var um 142 milljónir króna. Á frétta- mannafundi sem forsvarsmenn Av- ion efndu til í gær vegna kaupanna kom fram í máli þeirra að gert sé ráð fyrir að afkoma muni batna töluvert á yfirstandandi ári. Þá sögðu þeir að þegar hefði verið komið auga á hag- ræðingarmöguleika sem áformað væri að nýta til þess að ná fram sam- legðaráhrifum. Um 900 þúsund farþegar Star Airlines mun falla undir svo- kallað Charter & Leisure-svið Avion Group (leiguflug og skemmtiferðir) en þar er Excel Airways fyrir. Star Airlines var stofnað árið 1995 af Cedric Pastour og hét félagið upp- haflega Star Europe samkvæmt upplýsingum af heimasíðu þess. Fé- lagið flutti á síðasta ári ríflega 900 þúsund farþega til 20 áfangastaða í Afríku, Mið-Austurlöndum, Suður- Ameríku og við Miðjarðarhaf en jafnframt heldur það úti áætlunar- flugi til Mexíkó, Malí og Líbanon. Í máli þeirra Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Air Atlanta Icelandic, og Magnúsar Stephensen, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar Av- ion Group, á fréttamannafundi fé- lagsins í gær kom fram að Star Airlines væri eina franska leiguflug- félagið sem bæði flygi á nálæga og fjarlæga áfangastaði. Jafnframt mun flugvélafloti félagsins vera sá nýleg- asti meðal franskra leiguflugfélaga en meðalaldur véla þess er um fimm ár. Flotinn samanstendur af sex Air- bus-vélum. Alls starfa um 460 manns hjá Star Airlines. Býður upp á mikla möguleika Þeir Hafþór og Magnús sögðu á fundinum að með kaupunum opnuð- ust miklir möguleikar fyrir Avion Group enda sé Frakkland eitt fjöl- mennasta land Evrópu með um 60 milljónir íbúa. Þjóðfélagið sé bland- að og þar búi mikill fjöldi fólks af afr- ískum og mið-austurlenskum upp- runa. Þar af leiðandi sé mikil spurn eftir flugferðum til áfangastaða á þessum svæðum. Ennfremur muni ferðahefð vera mikil hjá Frökkum. Gengi hlutabréfa Avion Group hækkaði um 4,2% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi þeirra 42,50. Avion Group kaupir Star Airlines í Frakklandi Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sóknarfæri Magnús Stephensen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, sagði að með kaupunum opnuðust miklir möguleikar fyrir Avion Group. Hagnaður SAS yfir væntingum ● HAGNAÐUR norræna flugfélagsins SAS á árinu 2005 var 255 milljónir sænskra króna fyrir skatta, sem svar- ar til ríflega 1,8 milljarða íslenskra króna. Árið áður var liðlega 1,5 milljarða sænskra króna tap af rekstr- inum. Rekstr- artekjur félagsins námu 61,9 millj- örðum sænskra króna sem er 6% aukning milli ára. Hagnaður SAS á fjórða fjórðungi ársins 2005, fyrir skatta, var 573 milljónir sænskra króna, jafnvirði um 4,7 milljarða króna. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2000 sem hagnaður er af rekstri félagsins á þeim ársfjórð- ungi. Hagnaðurinn á fjórðungnum er rúmlega tvöfalt meiri en fjármála- sérfræðingar höfðu spáð, að því er fram kemur í frétt á vefmiðli danska blaðsins Børsen. Rekstrartekjur fé- lagsins námu 16,3 milljörðum sænskra króna á fjórðungnum, sem er einnig yfir væntingum. BAUGUR Group hefur keypt rúm- lega 6% hlut í bresku verslanakeðj- unni Woolworths en tilkynnt var um kaupin í Kauphöllinni í London í gær. Í vefútgáfu The Times kemur fram að markaðsvirði eignar Baugs í Wool- worths sé um 36 milljónir punda, tæpir fjórir milljarðar króna, og Baugur sé orðinn stærsti einstaki hluthafinn í verslunarkeðjunni. Hlutabréf í Woolworths hafa hækkað um 20% á síðustu tveimur vikum vegna orðróms um að Baugur hafi verið að fjárfesta í félaginu. Einnig hafa verið uppi getgátur um að Asda, dótturfélag Wal Mart, kynni að gera yfirtökutilboð í félagið. Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær kaupin á bréfunum væru mjög álitlegur fjárfestingakostur fyrir Baug miðað við það sem greitt sé fyr- ir þau. Baugur Group á 13,7% hlut í bresku tískuvörukeðjunni French Connection, og segir í The Times að orðrómur sé uppi um að Baugur ætli sér að aðstoða stofnanda keðjunnar og stjórnarformann hennar, Stephen Marks, að taka hana af markaði. Í vefútgáfu Evening Standard seg- ir að enn ríki viss óvissa um hvað Baugur vilji gera við hlutinn því á annan bóginn hafi félagið hagnast á því að kaupa og selja hluti í fyrirtækj- um eins og Selfridges, House of Fras- er og Mothercare og á hinn bóginn hafi félagið keypt umtalsverða hluti í fyrirtækjum til þess að taka þau yfir. The Times segist hafa heimildir fyrir því að ekki sé eining innan stjórnar Baugs um kaupin á Wool- worths. Baugur með 6% hlut í Woolworths Avion hækkaði um 4,17% ● HLUTABRÉF lækkuðu lítillega í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan lækkaði um 0,15% og var 6.658 stig við lokun markaðarins. Viðskipti með hlutabréf námu 8,5 milljörðum, þar af 3,43 milljörðum með bréf Kögunar, sem hækkuðu um 3,54%. Bréf Avion Group hækkuðu um 4,17% og bréf Tryggingamiðstöðv- arinnar hækkuðu um 3,45%. Bréf Icelandic Group lækkuðu um 2,25% og bréf Marels um 1,63%. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI                         #$$%&&' () * ++ >;% 5 , 7+/  5 , 7+/ ?; 5 , 7+/ @# &(" 7+/ A # 5 , 7+/ A! 5 , 7+/ B "9 &"% 7+/ $ ,C%"# ?" 7+/ $# " 7+/ !"9 &"% B "9 7+/ 0 7+/ 0 %> A 7%" 7+/ BA 7+/   =? )6 A36+/&"% 7+/ D  7+/ ,   )-. ;%" 5 , 7+/ A% )  B "9 7+/ 5"9% 7+/ ,%)3" 7+/  E> "9%> 5 , 7+/ 73% 7+/ F-A  "%> F   GH##%"#%) )%" 7+/ %"" )%" 7+/ /   $0$ A%  9% IH3+3) 7+/  6 +J # )  "9 ;+/ 1 2 EKIL ')  ;%) /;)                    = =      = = = = ?H%"# +6 +H ;%) /;) = = = = =  = = = = = = = = = = = = = = = . =M1 . = M1 .  M1 = . =M1 = . M1 . M1 . = M1 . =M1 . M1 . M1 . =M1 = . M1 = . =M1 = . =M1 = .  M1 .  M1 = = = = % 9;%) %,% 9# %" G% &) '  9# N $ ,   / /  / /   / // / / /  / / / / / /  / = /  =  /     = = = =                                                     %) %,% ' C( / / G / : 7 # " % % A3 9% ;%) %,         =  =    = = = = HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) eftir skatta í fyrra nam rétt tæpum 7,2 milljörðum króna. Þetta er mesti hagnaður í sögu fé- lagsins og er hann til kominn vegna aukinna tekna TM af fjárfestingum. Hagnaður á hlut nam 7,89 krónum á móti 2,24 krónum árið 2004. Fjár- festingatekjur félagsins jukust um 114% milli ára, námu um 7,7 millj- örðum í fyrra á móti tæpum 3,6 millj- örðum árið 2004. Liðlega 480 milljóna tap varð hins vegar af vátryggingastarfsemi og segir í tilkynningu TM að það skýrist af harðnandi samkeppni á vátrygg- ingamarkaðinum og lækkun iðgjalda samfara henni en eigin iðgjöld lækk- uðu um 1,5% á milli áranna 2004 og 2005 á sama tíma og bókfært tjón jókst um 12,4%. Þannig hafi tjóna- skuld ökutækjatjóna hækkað og eins hafi tjónaskuld hækkað vegna fleiri tilkynntra slysa á sjómönnum í lok ársins. Eigið fé TM í árslok nam um 16 milljörðum og jókst um 5,8 millj- arða frá árinu áður og heildareignir jukust um 33% í 30,8 milljarða króna. TM með methagnað  9O PF    M M AG I @Q     M M KK R0Q    M M R0Q $7+" %%   M M EKIQ @S T"     M M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.