Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 25

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 25
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 25 MINNSTAÐUR Heimili óskast fyrir nokkra spræka og skemmtilega Golf Variant. Ættbókarfærðir, skoðaðir og frá góðum heimilum. Komdu á Klettháls og athugaðu hvort þú finnur ekki einn sem hentar þér. Tegund Ekinn Skráður Ásett verð Tilboðsverð Mánaðargr.* Lánstími Comfort 1,6 Beinsk. 55.000 7/04 1.390.000 1.250.000 18.943 72 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 45.000 10/03 1.740.000 1.560.000 27.591 60 mán Highline 1,6 Sjálfsk. 48.000 8/03 1.530.000 1.370.000 24.241 60 mán Highline 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 44.000 5/03 1.590.000 1.430.000 25.299 60 mán Highline 1,6 Beinsk. 55.000 1/03 1.330.000 1.190.000 21.067 60 mán Highline 1,6 Beinsk. 59.000 7/02 1.220.000 1.090.000 19.304 60 mán Comfort 1,6 Beinsk. 76.000 5/02 1.070.000 960.000 17.011 60 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 179.000 3/02 890.000 790.000 14.014 60 mán Variant 1,6 Beinsk. 87.000 2/02 1.070.000 960.000 18.951 60 mán Comfort 4Motion 2,0 Beinsk. 44.000 11/01 1.170.000 1.050.000 23.842 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 99.000 5/01 1.030.000 920.000 20.903 48 mán Highline 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 60.000 5/01 1.550.000 1.390.000 31.527 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 116.000 2/01 960.000 850.000 19.321 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 77.000 10/00 1.050.000 950.000 21.581 48 mán *Miðað við bílasamning SP og 10% innborgunFleiri úrvalsbílar hjá umboðsmönnum okkar um land allt Egilsstaðir | Samvinnunefnd miðhá- lendis hefur kynnt tillögu að veg- breytingum á svæðinu norðan Vatnajökuls. Skv. tillögu þeirra Óskars Bergs- sonar, formanns nefndarinnar, Arn- órs Benediktssonar og Fríðu Bjarg- ar Eðvarðsdóttur verða tveir vegir felldir út úr skipulagi, Snæfellsleið og rannsóknarvegur í Hrafnkelsdal, en í staðinn kemur tenging frá Kára- hnjúkavegi meðfram aðgöngum 3 að þjóðvegi í Hrafnkelsdal. Fljótsdalshérað hefur farið fram á að skipulagi verði breytt í þá veru að vegur að aðkomugöngum 3 að að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkj- unar fái að standa að virkjanafram- kvæmdum loknum og við hann verði bætt vegi sem tengist þjóðveginum við Aðalból. Með tilkomu vegar um Glúms- staðadal að Kárahnjúkavegi telur nefndin opnast möguleika á hag- kvæmri og fljótfarinni tengingu við hálendið. Jafnframt er talið að með tilkomu vegtengingar um Glúms- staðadal skapist aukið öryggi á há- lendi vegna þess að leiðin liggur lægra og er betri með tilliti til veðurs og færðar. Vegtenging eða enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagn- ing samkvæmt áætlunum er a.m.k. 10 km að lengd er ávallt háð mati á umhverfisáhrifum. Ný vegtenging inn á hálendi um Glúms- staðadal LANDIÐ Skagafjörður | Unnið er að könnun á hagkvæmni lagningar háhraða- nets um sveitir Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að nýttir verði mögu- leikar á lagningu ljósleiðara með hitaveiturörum en Skagafjarðarveit- ur lögðu plaströr með hitaveiturör- um við nýjustu hitaveitufram- kvæmdir sínar í sveitum héraðsins. Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðár- króki vinnur að þessari athugun í samvinnu við Sveitarfélagið Skaga- fjörð, Akrahrepp, Skagafjarðarveit- ur og Fjölnet ehf. á Sauðárkróki. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, segir að jafnframt sé gert ráð fyrir athugun á því hverju það breytir fyrir samkeppnishæfni og búsetu- skilyrði í dreifbýlinu að fá hitaveitu og háhraðatengingu. Verið er að funda um málið á vegum þessara aðila en Árni býst við að skýrsla um kostnað og verkáætlun geti legið fyrir í vor. Þá verður tekin ákvörð- un um það hvort í þetta verður ráð- ist. Bætir samkeppnishæfni Það auðveldar málið að Skaga- fjarðarveitur hafa gert ráð fyrir ljósleiðara við hitaveituframkvæmd- ir á síðustu árum. Þessir möguleikar eru aðallega í Skagafirði austan vatna. Í samvinnu við Akrahrepp hefur fyrirtækið verið að leggja hitaveitu á fjölda bæja í Blönduhlíð. Þá er unnið að undirbúningi lagn- ingar hitaveitu í Sléttuhlíð og á Hofsós, frá borholu í Deildardal, og sömuleiðis viðbót við hitaveitu í Hjaltadal. Þá segir Árni líkur á að hitaveita komi víðar. Hitaveita hef- ur verið lengur á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og þar var ekki gert ráð fyrir ljósleiðara. Árni segir að þar og á öðrum stöðum sem hita- veitan nær ekki til verði hægt að setja upp örbylgjusamband. Gert er ráð fyrir að háhraðanetið í dreifbýli Skagafjarðar verði tengt ljósleiðara- neti Fjölnets sem byggt hefur slíkt kerfi upp á Sauðákróki og víðar. Árni segir að forsvarsmenn sveit- arfélaganna og fyrirtækjanna sem að þessu standa séu sannfærðir um að lagning háhraðanets um dreifbýli héraðsins myndi bæta mjög sam- keppnishæfni íbúa þar og búsetu- skilyrði. Fólkið muni njóta kosta sveitarinnar en hafa um leið sama aðgang að tveimur mikilvægum grunnveitum og íbúar í þéttbýli, það er að segja háhraðaneti og hita- veitu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Tenging Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa tengt marga sveitabæi í Blönduhlíð við hitaveituna að undanförnu og rör fyrir ljósleiðara fylgir. Ljósleiðari lagður um sveit- irnar með heita vatninu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.