Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÞEKKTASTA merki á Akur-
eyri í gegnum tíðina, græni
KEA-tígullinn, var í gær tekið
af KEA-húsinu við Hafnar-
stræti.
Til að undirstrika breytta
starfsemi KEA frá því sem áð-
ur var ákvað stjórn félagsins
að taka upp nýtt merki fyrir
félagið, en græni KEA-
tígullinn hefur eftir því sem
næst verður komist verið í
notkun í um 75 ár. Í dag verð-
ur kynnt nýtt merki félagsins
og ný ásýnd þess.
„Með nýju merki erum við
að undirstrika þær áherslu-
breytingar sem orðið hafa í
starfsemi KEA. Í dag snýst
rekstur KEA um allt aðra
hluti en áður fyrr, þótt grund-
vallarhugsjónin sé sú sama.
Viðbrögð við fréttum um
breytt útlit hafa verið jákvæð
enda alþekkt að fyrirtæki þrói
merki sín til samræmis við
breytt umhverfi og breyttar
áherslur,“ segir Halldór Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
KEA, í samtali við Morgun-
blaðið.
Ný heimasíða KEA verður
opnuð í dag á vefnum, en nú-
verandi heimasíða félagsins
hefur verið óbreytt í hartnær
fjögur ár.
KEA-tígullinn hefur sett
mark sitt á Akureyri í gegnum
tíðina, enda var KEA áratug-
um saman með margháttaða
atvinnustarfsemi á Akureyri
og öðrum þéttbýlisstöðum við
Eyjafjörð. „Þegar umfang
KEA var sem mest höfðu gár-
ungarnir á orði að Akureyr-
arkirkja væri eina húsið sem
KEA-merkið væri ekki á!“
segir á heimasíðu félagsins í
gær. Enda var haft á orði á
kaupfélagshorninu í gær, þeg-
ar verið var að taka merkið
niður, að nú væri loks hægt að
setja tígulinn á kirkjuna – nú
væri til vel með farið merki
sem KEA þyrfti ekki að nota
lengur!
KEA-tígullinn
fjarlægður
til frambúðar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tveir rafvirkjar frá fyrirtækinu Ljósco, Jóhann Ólafsson (t.v.) og Elvar Jó-
steinsson, voru hífðir upp að gafli hússins í körfubíl og tóku græna KEA-
tígulinn niður til frambúðar.
BORIS Spasskí, fyrrverandi heims-
meistari í skák, mun heyja einvígi
við Friðrik Ólafsson, fyrsta íslenska
stórmeistarann í skák, á laugardag-
inn. Spasskí kemur til landsins í dag
en hann mun flytja erindi um alþjóð-
legan feril Friðriks á málþingi sem
Skáksamband Íslands stendur fyrir
á laugardag í aðalútibúi Landsbank-
ans í Austurstræti.
Þar verður fjallað um arfleifð
Friðriks frá mismunandi sjónar-
hornum, en Friðrik var á sínum tíma
meðal bestu skákmanna heims og
hafði djúp áhrif á þróun skáklist-
arinnar hérlendis. Friðrik varð sjö-
tugur á síðasta ári og lét þá af störf-
um sem skrifstofustjóri Alþingis.
Þeir Friðrik og Spasskí ætla að
verða við áskorun skákunnenda og
Spasskí og Frið-
rik heyja einvígi
Boris Spasskí
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða öllum nemendum
Gerðaskóla í Garði endurgjaldslausan mat í há-
deginu. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ákvað
að auka niðurgreiðslur matarins í áföngum þann-
ig að maturinn verði endurgjaldslaus haustið
2008. Garður mun vera fyrsta sveitarfélagið af
þessari stærð sem ákveður að veita þessa þjón-
ustu, að sögn bæjarstjórans.
Í Gerðaskóla eru um 220 börn og kaupa 150
þeirra mat í hádeginu. Það er að sögn Ernu M.
Sveinbjarnardóttur skólastjóra svipað hlutfall og
víða annars staðar. Hún telur að matvendni
sumra barna ráði þar miklu, þau vilji frekar
borða nesti sem þau hafi með sér að heiman. Mál-
tíðirnar eru aðkeyptar. Sveitarfélagið greiðir nú
100 krónur með hverri máltíð og foreldrarnir
þurfa að greiða 233 kr. til viðbótar. Þessar nið-
urgreiðslur verða auknar smám saman næstu tvö
árin þangað til hlutur foreldra fellur alveg niður.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði, segir
að bæjarstjórnin líti svo á að endurgjaldslausar
skólamáltíðir eigi að vera eðlilegur hluti af skóla-
starfinu. „Það er ómögulegt að það skuli alltaf
vera einhver hluti af börnunum sem af ein-
hverjum ástæðum getur ekki farið í mat. Það á að
vera réttur allra nemenda að fá ókeypis máltíð,
án tillits til efnahags foreldranna.“
Þegar þessi ákvörðun verður komin að fullu til
framkvæmda bætist 12 milljóna króna viðbót-
arkostnaður á bæjarsjóð. Sigurður segir að bæj-
arstjórnin verði að forgangsraða verkefnum og
hugsanlega verði einhverjum framkvæmdum
frestað. Hann segir að ekki hafi verið rætt um
hækkun útsvars eða fasteignagjalda. | 23
Nemendur Gerða-
skóla fá ókeypis mat
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa í athugun að láta
ókeypis smokka liggja frammi á heilsugæslu-
stöðvum, í skólum og unglingamóttökum til að
sporna gegn kynsjúkdómasmiti, en fólk á aldr-
inum 15–24 ára er í mestri hættu á því að smitast
af klamidíu, kynsjúkdómi sem er algengari hér á
landi en annars staðar á Norðurlöndunum.
Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn á Alþingi. Þar kemur einnig fram
að í athugun er að alnæm-
issmitað fólk fái einnig aðgang
að ókeypis smokkum. Sótt-
varnaráð áætlar að kaup á um
200 þúsund smokkum sem
dreift yrði ókeypis meðal
áhættuhópa muni kosta 10–12
milljónir á ári, en slík ráð-
stöfun er talin hafa gefist vel
hjá hinum Norðurlandaþjóð-
unum.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði að sótt-
varnaráð hefði mælt með því að ákveðnir hópar
hefðu þennan aðgang að smokkum þegar leitað
hefði verið álits ráðsins. Samkvæmt fyrirliggj-
andi tölum greindust fleiri klamidíutilfelli hér á
landi en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum miðað
við fólksfjölda, hvernig sem á því stæði. Annars
vegar gæti einfaldlega verið um það að ræða að
hún væri algengari hér en einnig væri hugs-
anlegt að við værum duglegri við að greina hana.
Hins vegar væru aðrir kynsjúkdómar, eins og
lekandi og sárasótt, mjög sjaldgæfir hér á landi.
„Við teljum að aukin notkun smokka myndi
fækka smitunum og þess vegna viljum við auka
þetta aðgengi og erum að mæla með því að það
verði auðvelt fyrir ungt fólk að komast yfir
þetta,“ sagði Haraldur.
Dreifing ókeypis
smokka í athugun
Ferskur, íslenskur Fetaostur í salatið!
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
GANGI hugmyndir Kópavogsbæjar og við-
ræðunefndar hestamannafélagsins Gusts eft-
ir verður byggð upp miðstöð fyrir hestaíþrótt-
ir, nokkurs konar hestaakademía, á Kjóa-
völlum sem eru á bæjarmörkum Kópavogs og
Garðabæjar. Mun þá starfsemi Gusts flytjast
alfarið frá Glaðheimum á næstum 2–3 árum.
Til yrði hestahúsabyggð á um 70 hektara
svæði fyrir um 4.000–5.000 hesta í góðum
tengslum við reiðstíganet höfuðborgarsvæð-
isins. Um sameiginlegt svæði Gusts og hesta-
mannafélagsins Andvara í Garðabæ yrði að
ræða en viðræður þess efnis standa yfir.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs,
kynnti hugmyndir sínar og viðræðunefndar-
innar fyrir troðfullu húsi á fundi með fé-
lagsmönnum Gusts í gærkvöldi. Lagði hann
ríka áherslu á að koma þyrfti í veg fyrir að
uppkaup, eins og átt hefðu sér stað í Glað-
heimum, gætu átt sér stað á nýja svæðinu.
„Svæðið gæti rúmað alla þætti hesta-
íþrótta,“ sagði Gunnar á fundinum en sagði
um frumdrög að ræða og eftir væri að útfæra
nefnd Gusts, segir ákveðna sátt hafa náðst í
málefnum félagsins. „Það er sátt að því leyti
að við sjáum fram á að hverfið í Glaðheimum
eigi sér ekki mikla framtíð,“ sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við erum komin ansi
langt inn í byggðina og þær aðstæður hafa
skapast varðandi uppkaup að það er mjög erf-
itt fyrir félagið að vera hér áfram.“
Dýrt byggingarland látið af hendi
Hann segir stöðuna sem upp er komin því
snúna. „En á meðan við höfum tækifæri til að
fá svæði á Kjóavöllum viljum við grípa það því
það er ekki víst að það bjóðist síðar.“
Guðmundur segir bæjaryfirvöld hafa verið
mjög jákvæð. „Ef af þessu verður erum við að
láta eftir mjög dýrt [byggingar]land og í stað-
inn fá tiltölulega ódýrt land að hluta.“
Hann segist sjá fyrir sér að starfsemi Gusts
gæti flust frá Glaðheimum að Kjóavöllum á
2–3 árum. „Þetta þarf að gerast hratt. Það
þarf að leysa ákveðin vandamál, m.a. vatns-
verndarmál, en það er verið að vinna í þeim.“
Í hesthúsahverfi Gusts í Glaðheimum eru
nú um 1.200–1.300 hross og í hesthúsahverfi
Andvara á Kjóavöllum eru um 700 hross.
hugmyndina enn frekar og ganga frá lausum
endum.
„En það eru ýmis ljón í veginum,“ sagði
Gunnar og benti á að þarna væri vatnsvernd-
arsvæði Garðabæjar og þyrfti því að semja við
Garðabæ um að fá vatn frá Kópavogsbæ. Við-
ræður um það væru nú þegar í gangi. Einnig á
bærinn í viðræðum við landeiganda Kjóavalla.
Guðmundur Hagalínsson, sem er í viðræðu-
Bæjarstjóri Kópavogs kynnti hjá Gusti tillögur að nýju hesthúsahverfi
Miðstöð hestaíþrótta
rísi á Kjóavöllum
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Mun miðstöð hestaíþrótta rísa á Kjóavöllum?
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri kynnti hug-
myndir þar um á fundi með Gustsmönnum.