Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skyr.is drykkurinn fæst nú með bláberjabragði – án viðbætts sykurs
Nýjung!
múslíma réðist þar til atlögu. Að
sögn Ragnheiðar er Friðrik enn
staddur í búðunum. Er hann óhult-
ur og ber sig vel. Friðrik, sem er
vélvirki, hefur verið í Kabúl allt frá
því íslenskir friðargæsluliðar komu
fyrst til Afganistan 2004. Gert er
ráð fyrir að hann fari aftur til Kab-
úl á mánudaginn.
Skutu í sjálfsvörn
Norska dagblaðið Aftenposten
sagði í gær að norsku friðargæslu-
liðarnir hefðu þurft að skjóta í
sjálfsvörn á hópinn sem réðst til
inngöngu í búðir þeirra á þriðju-
dag. Áður hafði norski herinn neit-
að því að friðargæsluliðarnir hefðu
skotið á árásarmennina sem voru
vopnaðir byssum og handsprengj-
um.
Dagbladet sagði að friðargæslu-
liðarnir hefðu ekki fengið fyrir-
mæli frá yfirmanni sínum um að
skjóta á árásarmennina en þeim
væri heimilt að beita skotvopnum í
sjálfsvörn.
Fjórir Afganar biðu bana og sex
norskir friðargæsluliðar særðust í
átökunum.
RAGNHEIÐUR E. Árnadóttir, að-
stoðarmaður utanríkisráðherra,
segir að á þeim tíma sem íslenskir
friðargæsluliðar voru í Meymana-
búðunum í Afganistan hafi bæði
læknir og skurðlæknir verið þar til
staðar allan tímann.
Skv. frétt norska Dagbladet í
fyrradag kemur fram í skýrslu að
aðgangur norskra hermanna í
Meymana að læknisþjónustu sé al-
gerlega óviðundandi og ef hermað-
ur særist alvarlega sé a.m.k. fjög-
urra klukkutíma ferð til næsta
skurðlæknis.
„Okkar menn höfðu ekki yfir
neinu að kvarta yfir aðbúnaðinum
og voru hæstánægðir með hann,“
segir Ragnheiður. Hún segir að Ís-
lendingarnir hafi yfirgefið búðirn-
ar 8. desember og sér sé ókunnugt
um hvort Norðmennirnir hafi gert
einhverjar breytingar eftir það.
„Þetta var a.m.k. ekki vandamál á
meðan Íslendingarnir voru þarna.“
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu var einn Íslendingur, Frið-
rik Jónsson, starfsmaður Íslensku
friðargæslunnar, staddur í Meym-
anabúðunum þegar hópur reiðra
Engin læknisþjónusta í Meymana
samkvæmt norskri skýrslu
Aðbúnaður sagður í
lagi þegar Íslending-
ar voru í búðunum
SÍMINN hf. hefur fest kaup á 52
milljónum hluta í Kögun sem jafn-
gildir um 26,94% af heildarhlutafé
félagsins. Seljendur eru FL Invest-
ment, dótturfélag FL Group, og Iða
fjárfesting ehf., dótturfélag
Straums-Burðaráss Fjárfestingar-
banka. Þetta kemur fram í flögg-
unartilkynningum til Kauphallar Ís-
lands.
Samkvæmt upplýsingum á vef Ís-
landsbanka er kaupverðið 63,5
krónur á hlut og því er heildar-
andvirði viðskiptanna ríflega 3,3
milljarðar króna. Kaupverðið er
2,3% yfir lokagengi Kögunar í
Kauphöllinni á miðvikudag. Eftir
kaupin er Síminn stærsti hluthafi í
Kögun en Straumur-Burðarás kem-
ur næstur með 14,89% hlut og
Kaupþing banki er þriðji stærsti
hluthafi með 12,1% hlutafjár en
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er hluturinn færður í veltu-
bók bankans.
Spennandi félag
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Símans, segir menn þar á bæ
þekkja vel til Kögunar enda séu
Síminn og Kögun í heilmikilli sam-
vinnu. „Við höfum fylgst með þeim
og þá aðallega því sem þeir voru að
gera í fyrra. Þeir fjárfestu í erlend-
um félögum og voru að gera spenn-
andi hluti. Við erum fyrst og fremst
að fjárfesta í góðu félagi á sviði
upplýsingatækni. Við lítum svo á að
fjarskipta- og upplýsingatæknin séu
að renna dálítið saman. Við teljum
að við getum þannig styrkt vöru-
framboð við viðskiptavini okkar og
veitt fyrirtækjum stærri lausnir.
En fyrst og fremst líst okkur vel á
Kögun og teljum að Síminn og
Kögun geti í framtíðinni unnið mjög
vel saman og samþætt sumt af því
sem við og þeir eru að gera,“ segir
Brynjólfur.
Að sögn Gunnlaugs Sigmunds-
sonar, forstjóra Kögunar, komu við-
skiptin honum ekki á óvart og hann
segist almennt vera jákvæður gagn-
vart kaupum Símans á hlutnum.
„Kögun hefur þjónustað Símann í
áravís og við höfum átt mikið og
gott samstarf, en mér þykir þetta
jákvætt ekki síst vegna þess að
með kaupunum dregur úr óvissu
um stóran hlut í félaginu sem hefur
legið inni á veltubókum fjármála-
fyrirtækja,“ segir Gunnlaugur.
Kögun er eina upplýsingatækni-
fyrirtækið sem skráð er í Kauphöll
Íslands en meðal félaga í samstæð-
unni eru Kögun hf., VKS, Skýrr,
Teymi, Opin kerfi og Landsteinar
Strengur.
Lokagengi hlutabréfa Kögunar í
Kauphöllinni í gær var 64,30 og
hækkaði það um 3,5% í viðskiptum
dagsins.
Síminn kaupir ríflega
fjórðungshlut í Kögun
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
og Guðmund Sverri Þór
Verð um 3,3 millj. Jákvætt að mati forstjóra Kögunar
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu
á þrítugsaldri sem handtekin var
á Keflavíkurflugvelli í síðustu
viku með um bil 3,5 kg af amfeta-
míni sem fundust tösku hennar
og unnusta hennar.
Lögreglan telur að amfetamín-
ið sé óvenju hreint og ætlar að
götuverðmæti þess geti numið
allt að 60 milljónum króna.
Í úrskurði héraðsdóms segir að
konan hafi sagst ekki vita að til
stæði fíkniefnasmygl eða að fíkni-
efni væru falin í ferðatöskunni.
Hæstiréttur tók undir með
sýslumanninum á Keflavík-
urflugvelli, um að rökstuddur
grunur léki á að konan hefði
brotið gegn ákvæði almennra
hegningarlaga sem kveður á um
allt að 12 ára fangelsi fyrir að
flytja inn fíkniefni sem ætluð eru
til sölu.
Konan sætir því gæsluvarðhaldi
til 17. febrúar.
Málið er enn til rannsóknar hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar.
Gæsluvarðhald
í amfetamínmáli
staðfest
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 28
ára karlmann, Vilhjálm Vilhjálms-
son, í tveggja ára fangelsi fyrir
fíkniefnabrot og 23 ára félaga
hans í 18 mánaða fangelsi fyrir
hlutdeild hans í málinu sem sner-
ist um smygl á 131 grammi af
kókaíni og 1.000 e-töflum í árs-
byrjun 2004. Fram hafði komið í
málinu að þeir hugðust selja 500
e-töflur hvor. Hæstiréttur tók tillit
til ungs aldurs meðákærða við
ákvörðun refsingar hans en hann
átti ekki sakaferil að baki. Til
refsiþyngingar kom hins vegar að
ákærðu frömdu brotið í félagi við
fleiri menn.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir,
Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf-
ur Börkur Þorvaldsson. Hilmar
Ingimundarson hrl. var verjandi
Vilhjálms og Lárentíus Krist-
jánsson hrl.verjandi meðákærða.
Sækjandi var Kolbrún Sævars-
dóttir saksóknari hjá ríkissak-
sóknara.
2 ára fangelsi
fyrir fíkniefnabrot
SÍF hefur breytt nafni sínu í Alfesca
og samhliða því tekið upp nýtt fyr-
irtækismerki. Nafnið Alfesca er sett
saman úr bókstafnum alpha, sem er
fyrstur í gríska stafrófinu, latnesku
orðunum festivus, sem merkir veislu
eða hátíð, og esca, sem vísar til fæðu.
Jakob Sigurðsson, forstjóri Alf-
esca, segir gamla nafnið hafa átt sér
rætur í hefðbundinni sölu sjávaraf-
urða en nýtt nafn og merki sé til-
komið vegna umfangsmikilla breyt-
inga á starfsemi félagsins. „SÍF á sér
auðvitað langa sögu og menn skipta
ekki um nafn nema þeir hafi ríka
ástæðu til. SÍF stendur enn í huga
margra fyrir Sölusamband íslenskra
fiskframleiðenda, sem var stór þátt-
ur í atvinnusögu þjóðarinnar í heila
öld og frumkvöðull í íslenskri útrás,
má segja. En eðli starfseminnar hef-
ur breyst það mikið að nafnið er
mjög misvísandi miðað við núverandi
starfsemi. Þess vegna fannst okkur
ástæða til að breyta nafninu til að
endurspegla það sem fyrirtækið
fæst við í dag, þá markaðsstöðu og
stefnu sem fyrirtækið hefur,“ segir
Jakob.
Hann segir langan aðdraganda
hafa verið að nafnbreytingunni eða
um ár. „Við þurftum að finna nafn
sem skilst og er hægt að bera fram
víða og misskilst ekki á þeim menn-
ingarsvæðum sem við vinnum á.
Þannig að þetta er ekki einfalt ferli
og á annað hundrað nafna var varpað
fram í þessari vinnu. Það hefur verið
rík þátttaka í þessari vinnu og við
höfum reynt mörg nöfn hér innan-
húss en höfum einnig leitað til fag-
aðila utanhúss. En það eru held ég
allir mjög sáttir við nýtt nafn og
merki fyrirtækisins,“ segir Jakob.
SÍF breytir nafni sínu í Alfesca
Morgunblaðið/Ómar
Jakob Sigurðsson, forstjóri Alfesca.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
Mosfellsbæ til að greiða tæplega tví-
tugum pilti hálfa milljón kr í miska-
bætur vegna slyss á leikvelli þegar
180 kg leikkofi féll ofan á hann árið
1989 þegar pilturinn var tveggja ára.
Hann hlaut áverka á höfði, kviði og
innri líffærum og hófust hægðatrufl-
anir hjá honum sem haldist hafa síð-
an. Eftir slysið greindist hann með
flogaveiki og væga þroskahömlun og
var deilt um hvort þessi heilsufars-
einkenni yrði rakin til slyssins. Sam-
kvæmt mati tveggja dómkvaddra
lækna og yfirmati þriggja annarra
lækna var ekki hægt að rekja floga-
veiki og þroskahömlun drengsins til
slyssins. Þá varð það niðurstaða yf-
irmats að ekki lægi fyrir að núver-
andi meltingarfæraeinkenni tengd-
ust slysinu. Krafist var 14,4 milljóna
kr. bóta fyrir hönd piltsins en fallist
var á 500 þúsund kr. vegna þeirra
þjáninga og röskunar á högum hans.
Málið dæmdu Gunnlaugur Claes-
sen, Garðar Gíslason, Guðrún Er-
lendsdóttir, Ingibjörg Benedikts-
dóttir og Markús Sigurbjörnsson.
500 þúsund kr.
miskabætur
vegna slyss á
leikvelli