Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 55

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 55 MENNING Í ljósi þeirra umræðu sem orð-ið hefur á undanförnum dög-um um framtíð íslenskrar tungu þá er fróðlegt að skoða hverjar reglur íslenskum sjón- varpsstöðvum eru settar um út- sendingar á íslensku efni. Það sem vekur fyrst athygli er hversu var- færnislega reglurnar eru orðaðar, engu er líkara en sjónvarpstöðv- unum séu með hinu almenna orða- lagi gefið grænt ljós á að nýta sér undantekningar og velta sér upp úr bágum aðstæðum sínum og meintum fjárskorti til að geta skotið sér undan lágmarks- kröfum, bæði hvað varðar útsend- ingar á innlendu efni og efni frá sjálfstæðum evrópskum framleið- endum.    Í reglugerð nr. 50/2002 um út-varpsstarfsemi segir m.a.: – 1. VI. KAFLI – 1. Dagskrárefni frá sjálf- stæðum framleiðendum. – 1. 20. gr. – 1. Sjónvarpsstöðvar skulu, eft- ir því sem unnt er, sjá til þess að minnst 10% af útsendingar-tíma, sbr. 2. mgr. 7. gr. útvarpslaga, á ári hverju eða minnst 10% af ár- legu dagskrárfé sé varið til evr- ópskra verka sem framleidd eru af sjálfstæðum framleiðendum. Sjónvarpsstöðvar skulu leggja áherslu á að svo stór hluti af verk- um sjálfstæðra framleiðenda sem unnt er sé sýndur innan fimm ára frá því að gerð þeirra lauk. Það telst vera sjálfstæður fram- leiðandi í merkingu 1. mgr., ef ein sjónvarpstöð á ekki meira en 1/4 hluta í framleiðslufyrirtækinu eða tvær eða fleiri sjónvarpsstöðvar eiga ekki samanlagt meira en helming í fyrirtækinu, enda hafi það ekki á seinustu þremur árum framleitt meira en 9/10 hluta af sjónvarpsefni sínu fyrir sömu sjónvarpsstöð. Það þarf ekki að fara vandlega yfir dagskrár íslenskra sjónvarps- stöðva til að sjá að þessi regla er ekki sérlega hátt skrifuð og nokk- uð langur vegur frá því að ein- hverjar þeirra uppfylli þessar kröfur. En hvers vegna að gera veður út af sjálfstæðum evrópsk- um framleiðendum? Jú, reglunni er ætlað að styðja við sjálfstæða framleiðslu á efni fyrir sjónvarp, hvetja til innlendrar framleiðslu í hverju landi fyrir sig, auka fjöl- breytni á efni, bæði hvað varðar tungumál og menningu, auka um- ferð þess háttar efnis á milli landa (sjónvarp án landamæra), Í útvarpslögunum frá árinu 2000 segir m.a.: Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsend- ingartíma sé varið í íslenskt dag- skrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu. Með útsendingartíma er í þessu sambandi átt við heild- arútsendingartíma sjónvarps- stöðva að frádregnum þeim tíma sem varið er til frétta, íþrótta- viðburða, leikja, auglýsinga, textavarpsþjónustu og fjarsölu. Vissulega má segja að sjón- varpsstöðvarnar kosti kapps „um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu“; þeim tekst bara ekki betur upp en raun ber vitni. Allt er þeim mót- drægt í því efni. Lítill markaður, efnið er dýrt í framleiðslu (inn- lent) eða dýrt í innkaupum (evr- ópskt), og lái þeim hver sem vill að enda á alþjóðlega sjónvarps- stórmarkaðnum. Og svo er auðvit- að tekið fram í útvarpslögunum að „Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á ís- lensku eftir því sem við á hverju sinni,“ og þessu hlýða stöðvarnar samviskusamlega. Allt erlenda barnaefnið er talsett og skapar ís- lenskum leikurum eftirsótt at- vinnutækifæri, amerísku þætt- irnir eru skilmerkilega þýddir á tungu forfeðranna, og hvað viljum við svosem hafa það betra. Þarf að eyða stórfé í að búa efnið til líka? Fyrir þann sem rekur sjónvarps- töð frá hreinu viðskiptasjónarmiði er það hrein bilun. Og nú er þar komið sögunni að ungt fólk sem veltir fyrir sér að starfa í sjón- varpi í framtíðinni sér öll tor- merki á því að spennuþættir, sáp- ur og dramatík geri sig á íslensku. Í þeirra eyrum hljómar ankanna- lega að segja sjálfsögðustu hluti á íslensku. Hvers vegna? Vegna þess að upp er vaxin kynslóð Ís- lendinga sem varla hefur heyrt eða séð leikið efni á íslensku í ís- lensku sjónvarpi.    Væri nú ekki ráð um leið ogfrumvarp um að gera RÚV að hlutafélagi verður lagt fram að stíga skrefið til fulls og end- ursemja kaflann í útvarpslögunum um skyldur útvarpsstöðva og setja niður skýrt og skorinort hvert lágmarkshlutfall innlends efnis skuli vera í dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva. Og ef þær geti ekki staðið við þær skyldur verði leyfið tekið af þeim og fengið öðr- um. Þetta gera frændur okkar og vinir í Evrópu án þess að hiksta á því. Reglur um hlutfall íslensks efnis ’Upp er vaxin kynslóðÍslendinga sem varla hef- ur heyrt eða séð leikið efni á íslensku í íslensku sjónvarpi.‘ Innlent leikið efni er vel séð en sjaldséð í íslensku sjónvarpi. Úr Allir litir hafsins eru kaldir. havar@mbl.is AF LISTUM Hávar Sigurjónsson NÚ STENDUR yfir í Norræna hús- inu sýning fimm finnskra myndlist- arkvenna. Sýninguna nefna þær Desire to see. Þessa þrá eða löngun til að sjá mætti einnig útleggja sem löngun til að skilja og skynja, en verk þeirra allra fást að einhverju leyti við skynjun og upplifun á veruleikanum. Það kemur ekki á óvart að náttúru- upplifun Finna tengist trjám og skógi, en tvær kvennanna vinna verk sín að hluta í tré, það eru þær Tiina Karimaa og Anneli Sipilainen. Verk Karimaa eru einföldust formrænt séð og hvað næst uppruna sínum í nátt- úrunni, þau sameina aldagamla hefð hvað varðar vinnubrögð og nútíma- lega hugsun myndlistarmanna sem líta á verk sín sem útgangspunkt vangaveltna um samband manns og náttúru. Miðað við myndir í sýning- arskrá virðast verk hennar njóta sín einkar vel úti í náttúrunni og vera hugsuð í samhengi við hana. Anneli Sipilainen vinnur einnig með tré og sker m.a. út eins konar mannamynd- ir, list hennar er af frásagnarlegri toga en list Karimaa. Korhonen sýnir innsetningar með skúlptúrum og hljóði, viðfangsefni hennar er sam- félag samtímans, einstaklingurinn og umhverfi hans. Hljóðmyndir hennar af lestarferðum eru hér eft- irminnilegasti hluti verka hennar. Þær Osva og Sancolin velta báðar fyrir sér samhengi lista og vísinda en nálgast þær vangaveltur á ólíkan máta. Osva sýnir veggmyndir og mál- verk, en það er spurning hversu djúpt það ristir að mála DNA- mynstur yfir landslagsmynd, hér sakna ég nálgunar sem spyr skarpari spurninga, veltir upp forvitnilegri flötum. Candolin sýnir myndbands- verk í innra rými og þar háir sjónræn útfærsla hugmyndum hennar nokk- uð. Verkin bera titla sem gætu verið ljóðræn útgáfa af Lawrence Weiner í einfaldri myndrænni uppástungu sinni, „The spectrum of real light is moving across the wall with the speed of the rotating earth“ og „The rose is opening with natural speed“. Hér hefði þurft að leggja meiri áherslu á myndræna útfærslu. Tengsl rósarinnar og „orkustrauma“ í formi eins konar eldinga eru sér- kennilega mótsagnakennd og tví- skipting myndflatarins sem mynd- verkið speglast í truflar áhorfandann. Heildarmynd sýningar kvennanna fimm er þó af góðu samspili verka sem tengjast og skarast í viðfangs- efnum á borð við tengsl manns og náttúru, náttúru og samtíma, manns og vísinda og vísinda og lista. Það rík- ir jafnvægi á milli verka þeirra og saman ná þær að skapa fjölbreytta heildarmynd sem kemur einstökum verkum þeirra allra til góða. Áhorf- andinn finnur fyrir þeim rannsakandi og íhugula anda sem verk þeirra eru unnin í og sú tilfinning gerir það að verkum að hnökrar á borð við þá sem nefndir eru lenda í bakgrunni. Það er áhugavert fyrir íslenska listamenn og aðra listunnendur að velta fyrir sér tengslum annarra norrænna lista- manna við náttúruna og hér er upp- lagt tækifæri til þess. Tré og tækni MYNDLIST Norræna húsið Marjukka Korhonen, Tiina Karimaa, Anneli Sipilainen, Anu Osva, Christine Candolin Til 5. mars. Sýningarsalur Norræna hússins er opinn þri. til sun. frá kl. 12–17. Desire to see Morgunblaðið/Kristinn „Það er áhugavert fyrir íslenska listamenn og aðra listunnendur að velta fyrir sér tengslum annarra norrænna listamanna við náttúruna og hér er upplagt tækifæri til þess.“ Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.