Morgunblaðið - 10.02.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMMÆLI Halldórs Ásgrímssonar
forsætisráðherra á Viðskiptaþingi
á miðvikudag, um fjárfestingar út-
lendinga í sjávarútvegi og spár um
inngöngu Íslands í Evrópusam-
bandið fyrir árið 2015 voru ræddar
á Alþingi í gær. Ögmundur Jón-
asson, þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar-græns framboðs, kvaddi
sér hljóðs um þessi mál í upphafi
þingfundar og sagði ummæli Hall-
dórs um inngöngu í ESB ekki hafa
falið í sér viljayfirlýsingu, en annað
gilti um það sem hann hefði sagt
um fjárfestingar í sjávarútvegi.
Fram kom í ræðu Halldórs á
Viðskiptaþingi að hann teldi „tíma-
bært að endurskoða fyrri ákvarð-
anir sem takmarka fjárfestingu er-
lendra aðila í tilteknum
atvinnugreinum, til dæmis í sjávar-
útvegi“. Fór Ögmundur fram á við-
brögð sjávarútvegsráðherra vegna
þessa.
Einar K. Guðfinnsson sagði í
svari sínu að þessi umræða væri
ekki ný af nálinni og hefði Halldór
áður látið svipuð sjónarmið í ljósi.
Það að leyfa útlendingum að fjár-
festa með beinum hætti í íslensk-
um sjávarútvegi, sem gæfi þeim
veiðirétt í íslenskri landhelgi, væri
ekki á dagskrá þessarar ríkis-
stjórnar.
„Hvað kann að gerast í fjarlægri
framtíð get ég að sjálfsögðu ekki
fullyrt neitt um,“ bætti ráðherra
við.
Ummæli um
ESB-aðild raunsæ
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, benti einnig á
að Halldór hefði áður rætt þessi
mál og kvaðst telja þingmenn
Vinstri grænna gera meira úr mál-
inu en ástæða væri til. Hún sagði
mikilvægt að menn hefðu í huga að
umræða um fjárfestingar í sjávar-
útvegi væri óháð umræðu um aðild
að ESB. „Það er alveg ljóst að við
viljum gjarnan fá betri tollaaðgang
að mörkuðum ESB. Það er mik-
ilvægt fyrir okkar sjávarútveg,“
sagði Siv. Komið hefði fram þegar
knúið hefði verið á um slíkt að hér
ríktu takmarkanir á fjárfestingum í
sjávarútvegi og eðlilegt væri að
forsætisráðherra segði tímabært
að endurskoða ákvarðanir um tak-
markanir, til dæmis í sjávarútvegi.
Siv sagði jafnframt að þau ummæli
Halldórs á Viðskiptaþinginu um að
Íslendingar yrðu gengnir í ESB ár-
ið 2015 væru raunsæ.
Guðjón A. Kristjánsson, þing-
maður Frjálslyndra, benti á að
fjármálaráðherra og utanríkisráð-
herra hefðu lýst því að ummæli
Halldórs um aðild Íslands að ESB
árið 2015 samræmdust ekki stefnu
ríkisstjórnarinnar og það sama
hefði sjávarútvegsráðherra sagt
um ummæli Halldórs um fjárfest-
ingar útlendinga í sjávarútvegi.
Miðað við núverandi fyrirkomulag í
sjávarútvegsmálum yrði það afar
neikvætt fyrir Ísland og fjandsam-
legt gagnvart byggð í landinu að
útlendingum yrði leyft að fjárfesta
í fiskiskipum og útgerð.
Ummæli forsætisráðherra um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi rædd á Alþingi
Beinar fjárfestingar útlendinga
ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði beinar fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi ekki á dagskrá
ríkisstjórnarinnar. Hér ræðir hann við Hjálmar Árnason, formann þingflokks framsóknarmanna.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
EKKI eru uppi áform um að taka upp
aldurstengda hækkun eða uppbót á
vasapeninga þeirra öryrkja sem
dveljast á stofnunum, en þetta kom
fram í svari Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn sem
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingar, lagði fram
á Alþingi.
Ásta Ragnheiður benti á að öryrkj-
um, sem fengju vasapeninga, hefði
fækkað mjög ört á undanförnum ár-
um og samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun frá árinu 2004
væru þeir um 240 talsins. Nánast
væri búið að leggja af vasapeninga-
kerfið gagnvart öryrkjum. Þeir sem
fengið hefðu slíkar greiðslur væru
núna komnir með heimili á sambýl-
um, héldu örorkugreiðslum sínum og
greiddu af þeim kostnað, svo sem
fæðiskostnað, leigu o.s.frv. Árið 2003
hefði Alþingi samþykkt breytingar á
almannatryggingalögunum um að ör-
yrkjar fengju aldurstengda hækkun
eftir því hvenær á ævinni þeir yrðu
öryrkjar. Þeir öryrkjar sem setið
hefðu eftir væru margir hverjir lang-
veikir, geðsjúkir, og byggju á sjúkra-
stofnunum, t.d á Kleppsspítala. Þetta
fólk hefði 21.993 krónur til ráðstöf-
unar á mánuði og hefði yfirleitt ekki
tök á að afla sér viðbótartekna.
Endurskoðun hafin
Fram kom í svari ráðherra að þótt
ekki stæði til að taka upp aldurs-
tengda hækkun eða uppbót á vasa-
peninga frá Tryggingastofnun ríkis-
ins myndu þessi atriði koma til
skoðunar ef fyrirkomulag greiðslu við
langtímastofnanavist aldraðra og ör-
yrkja yrði endurskoðað. Því mætti
bæta við að sú endurskoðun væri
reyndar hafin í samstarfsnefnd um
málefni aldraðra sem nýlega hefði
hafið störf. Reikna mætti með að nið-
urstaða hennar gilti einnig um ör-
yrkja.
Vasapeningar öryrkja
sem dveljast á stofnunum
Ekki áform
uppi um ald-
urstengingu
SKÝRSLA iðnaðarráðherra um framvindu
byggðaáætlunar 2002–2005 var rædd á Al-
þingi í gær auk þess sem umræður fóru fram
um stefnumótandi byggðaáætlun árin 2006–
2009.
Áður en umræðan hófst kvaddi Kristján L.
Möller, þingmaður Samfylkingar, sér hljóðs,
og spurði hvað væri nýtt í þeirri skýrslu ráð-
herra sem lögð væri fram á þessu þingi.
Skýrsla sem lögð hefði verið fram um málið á
síðasta þingi og rædd þar væri nær alveg eins
og sú skýrsla sem ræða ætti nú.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
sagði þingmanninn vera með útúrsnúninga.
Hún benti á að lögum samkvæmt bæri iðn-
aðarráðherra að leggja fram skýrslu um fram-
vindu byggðamála. „Það getur vel verið að
einhverjir þættir séu lítið breyttir milli ára en
engu að síður er ástæða til þess að halda hlut-
um til haga,“ sagði Valgerður meðal annars.
Hún benti á einn þátt skýrslunnar sem væri
ákaflega ánægjulegur. Í henni kæmi fram að á
árunum 1996-2000 hefði íbúum landsbyggð-
arinnar fækkað um rúmlega 2.000 manns. Á
árunum 2000–2004 hefði íbúum á landsbyggð-
inni fjölgað um tæplega 1.500 manns.
Þrjú meginmarkmið
Í umræðunum sem á eftir fóru lagði Val-
gerður Sverrisdóttir fram þingsályktunartil-
lögu þar sem fram kom að þrjú meginmark-
mið yrðu lögð til grundvallar í stefnumótun í
byggðamálum 2006–2009. Í fyrsta lagi að
landshlutakjarnar yrðu efldir en að búseta
yrði treyst í þeim landshlutum sem búið hefðu
við viðvarandi fólksfækkun. Í öðru lagi að
byggðarlög næðu að laga sig að örri sam-
félagsþróun og hröðum breytingum á atvinnu-
ástandi. Í þriðja lagi að atvinnulíf, menntun,
menning og félagslegt jafnvægi yrði styrkt á
landsbyggðinni. Sérstök áhersla yrði lögð á
gildi menntunar og menningar, aukna nýsköp-
un og atvinnuþróunarstarfsemi, bættar sam-
göngur og fjarskipti og styrkingu landshluta-
kjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og
Miðausturlands. „Hér er haldið áfram á þeirri
braut sem var mörkuð í byggðaáætlun fyrir
árin 2002–2005,“ sagði Valgerður.
Ekki skilgreint til hvaða
aðgerða á að grípa
Allmargir þingmenn tóku til máls í umræðu
um málið. Fram kom í máli Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, þingmanns Samfylkingar,
að hún saknaði þess í áætlanagerð ráðherra
um byggðamál að hún væri aðgerðabundin.
Ekki væri þar skilgreint nákvæmlega til
hvaða aðgerða ætti að grípa. Ingibjörg vék
einnig að tölum yfir fjölda íbúa á landsbyggð-
inni. Þegar rýnt væri í svar sem félagsmála-
ráðherra hefði nýverið gefið í þinginu um
íbúatölur kæmi fram að í mjög mörgum
byggðarlögum í landinu hefði orðið veruleg
íbúafækkun á árunum 2000–2004, jafnvel þótt
fjölgað hefði í viðkomandi kjördæmum. Benti
hún meðal annars á að í Vestmannaeyjum og
Hornafirði hefði íbúum fækkað um rúmlega
6%.
Umræða um byggðamál á Alþingi
Fátt nýtt sagt koma
fram í nýrri skýrslu
iðnaðarráðherra
JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði
á Alþingi í gær að undantekningar væru á
reglum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta. Í
læknalögum og lögum um
samráð væri beinlínis gert
ráð fyrir að læknar ryfu
þagnarskyldu. Þetta kom
fram í svari ráðherra við
fyrirspurn Margrétar Frí-
mannsdóttur, þingmanns
Samfylkingar, í umræðum
um aðgerðir gegn fíkni-
efnaneyslu sem fram fóru
utan dagskrár.
Margrét spurði ráðherra
um viðhorf hans til þagn-
arskyldu heilbrigðisstétta þegar um væri að
ræða smygl á eiturlyfjum sem borin væru
innvortis til landsins. „Við þær aðstæður á að
víkja þagnarskylduákvæðinu til hliðar. Við
getum ekki búið í kerfi þar sem glæpamenn
renna úr greipum réttvísinnar í skjóli þagn-
arskyldu sem hugsuð er í allt öðrum tilgangi
en að hylma yfir með þeim sem brjóta lög,“
sagði heilbrigðisráðherra . „Mér hefur fundist
menn eiga erfitt með að fóta sig á siðferð-
issvellinu og gera sér grein fyrir að þagn-
arskylda heilbrigðisstétta er langt frá því að
vera altæk,“ bætti hann við.
Stjórnvöld á rangri braut
Margrét, sem var málshefjandi í um-
ræðunni, sagði ýmsar upplýsingar sýna að
vímuefnaneysla hér á landi væri mjög mikil
og færi vaxandi. Þrátt fyrir yfirlýsingar
stjórnvalda um aukið forvarnastarf og mark-
vissari vinnu sæist ekki árangur og stjórn-
völd væru á rangri braut. Spurði hún ráð-
herra hver væri árangur ríkisstjórnarinnar í
baráttu gegn vaxandi fíkniefnaneyslu. Fór
Margrét meðal annars fram á að því yrði
svarað hvort nýlega hefði verið kannað
hversu víðtæk fíkniefnaneysla væri í grunn-
og framhaldsskólum.
Jón Kristjánsson svaraði því m.a til að
Lýðheilsustöð hefði gert kannanir um neyslu
vímuefna í grunn- og framhaldsskólum. Þá
hefðu árlega verið gerðar kannanir í 9. og 10.
bekk grunnskóla landsins. Þær bentu til þess
að íslenskir unglingar stæðu sig vel í sam-
anburði við unglinga í öðrum löndum. Þessar
kannanir sýndu, að árið 1995 höfðu 10% nem-
enda í 10. bekk grunnskóla prófað hass og
17% þessara nemenda árið 1998. Árin 2004 og
2005 hafi þetta hlutfall verið komið niður í
9%.
Alþingi sendi önnur
skilaboð í áfengismálum
Undir lok umræðunnar sagðist Jón sam-
mála þeim sem sagt hefðu að fíkniefnaneysla
væri þjóðarvá, en benti á að ekki mætti mála
hlutina of dökkum litum. Ráðherra gagnrýndi
hins vegar þau skilaboð sem Alþingi sendi til
þjóðarinnar í áfengismálum. „Það sendir þau
skilaboð að það eigi að lækka áfengiskaupa-
aldurinn, að það eigi að færa áfengi í búðir,“
sagði Jón. „Þetta eru skilaboð þingsins til
samfélagsins,“ sagði Jón og spurði hvort ekki
væri rétt að þingið sendi önnur skilaboð en
þessi.
Jón Kristjánsson um þagnarskyldu heilbrigðisstétta
Læknar tilkynni um
lögbrot sjúklinga
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Jón Kristjánsson