Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 61
mynd eftir
steven spielberg
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
Sýnd með íslensku tali.
NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára.
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 - 6
BAMBI 2 VIP kl. 4 - 6
DERAILED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára.
DERAILED VIP kl. 8 - 10:20
MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára.
PRIDE AND PREJUDICEkl. 8
OLIVER TWIST kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára.
RUMOR HAS IT kl. 10:40
HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 5 B.i. 10 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5
KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára.
Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 3:30
DERAILED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára.
BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 - 6.20
MUNICH kl. 6 - 8.15 - 10 B.i. 16 ára.
OLIVER TWIST kl. 3.45 B.i. 12 ára.
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
*****
S.V. Mbl.
*****
L.I.B. Topp5.is
****
S.U.S. XFM 91,9
****
kvikmyndir.is
****
Ó.Ö. DV
Spennuþruma ársins
er komin með hinni einu sönnu Jennifer Aniston og
hinum vinasæla Clive Owen (“Closer”).
eee
M.M. J. Kvikmyndir.com
CLIVE OWEN JENNIFER ANISTON
FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR
LEIKSTJÓRI Mrs. Henderson Presents er
Bretinn Stephen Frears en eftir hann liggja
jafnólíkar myndir og My Beautiful Laundrette
og High Fidelity. Myndin er byggð á sönnum
atburðum sem áttu sér stað í Windmill-
leikhúsinu í London og fjallar um Lauru
Henderson (Judi Dench), yfirstéttarkonu á
fjórða áratug síðustu aldar, sem fjárfestir í
niðurníddu leikhúsi á West End til að stytta
sér dægrin. Hún ræður reynslumikinn fram-
leiðanda að nafni Vivian Van Damm (Bob
Hoskins, sem framleiðir einmitt myndina) til
að hjálpa sér að setja á stofn alþýðuskemmtun
með Parísarbrag þar sem nekt og djörf dans-
atriði eru í aðalhlutverki. Þrátt fyrir að sýn-
ingin ögri hefðbundnum breskum gildum verð-
ur hún gríðarlega vinsæl á meðal hermanna
sem sækja sýninguna til að gleyma hryllingi
stríðsins.
Frumsýning | Mrs. Henderson Presents
Á leiksviði
lífsins
Aðdáendur dans- og söngvamynda ættu ekki
að láta Mrs. Henderson fram hjá sér fara.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 71/100
Roger Ebert 75/100
Variety 60/100
Hollywood Reporter 80/100
The New York Times 60/100
(allt skv. Metacritic)
NORTH Country er nýjasta kvikmynd leik-
konunnar Charlize Theron, en hún er tilnefnd
til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í mynd-
inni. Þar að auki er leikkonan Frances
McDormand tilnefnd sem besta leikkona í
aukahlutverki fyrir hlutverk sitt. Myndin er
byggð á sönnum atburðum og fjallar um konu
sem varð sú fyrsta í sögu Bandaríkjanna til
þess að höfða mál vegna kynferðislegrar
áreitni á vinnustað og vinna málið, en hún fór í
mál gegn fyrirtækinu sem hún vann hjá og
gegn nokkrum af karlkyns starfsmönnum
þess. Með önnur helstu hlutverk fara Sean
Bean, Woody Harrelson og Sissy Spacek.
Frumsýning | North
Country
Sigur í
réttarsal
Charlize Theron leikur konu sem verður fyr-
ir kynferðislegri áreitni á vinnustað.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 68/100
Roger Ebert 100/100
Empire 40/100
Variety 80/100
Hollywood Reporter 70/100
The New York Times 60/100
(allt skv. Metacritic)
NÚ er komin yndisleg og ljúf framhaldsmynd
um Bamba en fyrsta myndin sem gerð var árið
1942 er talin vera einhver besta teiknimynd
sem gerð hefur verið. Framhaldsmyndin
fjallar um Bamba litla þegar hann þarf að eiga
í samskiptum við föður sinn eftir lát mömmu
sinnar. Auk þess eignast Bambi kærustu og
ekki líður á löngu þar til að hann þarf að taka
við af föður sínum, sem er prins skógarins. Það
er því komið að því að Bambi litli þurfi að axla
ábyrgð sem og bera ábyrgð á öðrum dýrum
skógarins. Walt Disney-fyrirtækið hefur feng-
ið góða dóma fyrir framhaldsmyndina og þykir
hún vel heppnuð í alla staði og þykir búa yfir
öllum þeim töfrum og áhrifum sem Disney-
teiknimyndir hafa á unga og aldna.
Frumsýning | Bambi 2
Bambi verður stór
Bambi lendir í hinum ýmsu ævintýrum með vinum sínum.
KVIKMYNDIN Zathura er byggð á sam-
nefndri sögu eftir Cris Van Allsburg sem skrif-
aði meðal annars The Polar Express og Jum-
anji, en báðar sögurnar voru kvikmyndaðar.
Zathura segir frá bræðrunum Danny og Walt-
er sem eiga ekki beint skap saman. Eitt sinn
þegar foreldrar þeirra eru ekki heima taka
þeir þó til við að spila gamalt spil sem heitir
Zathura. Þeir komast hins vegar fljótlega að
því að spilið er gætt töframætti og eftir fyrsta
leik hefur húsið þeirra rifnað upp og flogið
með þá og systur þeirra alla leið út í geim.
Bræðurnir átta sig svo á því að eina leiðin til
þess að komast aftur heim er að klára spilið.
Hætturnar leynast þó víða og það reynir á
systkinin sem þurfa allt í einu að treysta hvert
á annað.
Frumsýning | Zathura
Grallarar í
geimnum
Húsið tekst á loft og flýgur alla leið út í geim.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 67/100
Roger Ebert 75/100
Variety 70/100
Hollywood Reporter 70/100
The New York Times 70/100
(allt skv. Metacritic)