Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 33
Í BYRJUN nýs árs sagði Karl Sig-
urbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar:
„Ég held að hjónabandið eigi það inni
hjá okkur að við allavega köstum því
ekki á sorphauginn án þess að hugsa
okkar gang.“
Vettvangur ummælanna var rétt-
indabarátta samkynhneigðra og með
orðum sínum gaf biskupinn það sterkt
í skyn að með því að leyfa samkyn-
hneigðum að ganga í hjónaband væri
verið að ónýta hjónabandið, kasta því á
sorphaugana. Biskup hefur ekki kosið
að taka orð sín til baka.
Biskup í hópi bókstafstrúaðra
Í millitíðinni hefur lítill hópur
strangtrúaðra sent fjölmiðlum yfirlýs-
ingu biskupi til stuðnings.
Þar eru höfð uppi stór orð
um hrikalega skaðsemi
þess ef látið verði eftir
mannréttindakröfum
samkynhneigðra.
Það er athygli vert í
upptalningu þeirra aðila
sem sagðir eru standa að
baki þeirri fréttatilkynn-
ingu að sama trúfélagið er
talið upp a.m.k. 7 sinnum
undir ólíkum stað-
arnöfnum. Þetta er ef-
laust gert til að gefa yf-
irlýsingunni mun meira
vægi en henni raunveru-
lega ber sannleikanum samkvæmt.
Framsetningin minnir glögglega á að-
ferðir bókstafstrúarmanna víða um
heim. Gott fólk tilheyrir þessum litlu
hópum en í grunninn er hér um að
ræða fámennan hóp bókstafstrúar-
manna sem hefur haft mjög hátt í okk-
ar samfélagi undanfarin ár. Og víst er
að ef þeirra vilji næði fram að ganga í
íslensku samfélagi væri til að mynda
jafnréttisbarátta kvenna undanfarna
áratugi gersamlega unnin fyrir gýg.
Hin mikla vá
Í orðum sínum í upphafi árs kaus
biskup að stilla upp andstæðum þar
sem engar andstæður er að finna. Orð
hans gefa tilefni til ótta og margir hafa
skilið þau með eftirfarandi hætti:
Gætið ykkar allir þið Íslendingar
sem eruð í eða hyggist ganga í hjóna-
band! Mikil vá steðjar að! Aðrir
utanaðkomandi vilja fá að njóta þess
sama og við. Ef ekki verður við brugð-
ist munu hjónabönd um allt land lík-
legast senn trosna, slitna sundur,
hægt eða með háum hvelli! Svo hræði-
leg er váin að hætt er við að hjóna-
bandinu verði blákalt kastað á sorp-
haugana!
Þegar einn æðsti forstöðumaður
trúarstofnunar ríkisins, sem veltir
hátt í fjórum milljörðum af almannafé
ár hvert, talar um að hjónabandið sé í
mikilli hættu, þá fylgir hans orðum
þungi og áhrifamáttur.
Hver er hin hræðilega ógn og vá
sem við eigum að forðast?
Ógnin er engin! Það er engin að-
steðjandi vá. Hún er hugans tilbún-
ingur.
Í ofangreindum orðum virðist alið á
óöryggi og ótta. Óttinn er hræðilega
öflugt stjórnunarafl. Óttinn er and-
stæða trúarinnar. Eins mótsagna-
kennt og það í raun er þá hafa op-
inberar trúarstofnanir því miður beitt
því vopni af miklum krafti í aldaraðir.
Sömuleiðis bókstafstrúaðir víða um
heim, jafnt meðal kristinna, múslíma,
gyðinga sem og innan austrænna
trúarhefða.
Því miður hefur það æði oft verið
undir yfirskini og í nafni kristinnar
trúar og fornra hefða kirkjustofnunar-
innar sem staðið hefur verið gegn
helstu og nauðsynlegustu framfara-
breytingum samfélagsins.
Það sem fyrir liggur er tillaga að
minniháttar breytingu á lögum. Guð-
fræðilega séð felur sú breyting í sér
útvíkkun á því samfélagssviði sem
kærleikssáttmáli Guðs er látinn ná til
samkvæmt trúarhefðinni og löggjöf
samfélagsins. Útvíkkun og vöxtur eru
eðlilegur hluti af framgangi lífsins.
Það er í anda þess þroska, – upplýs-
ingar og þekkingar sem sjálfur Guð
þennan texta úr samhengi og stofn-
unarvætt hann nokkrum öldum eftir
að hann var ritaður.
Textinn fjallar fyrst og fremst um
manngildi og jafnræði. Jesús er spurð-
ur hvort skilja megi við konu fyrir
hvaða sök sem er. Í hans samtíð var
réttarstaða kvenna ótrúlega veik, ein-
hvers staðar á milli búpenings og
manna. Í svari sínu varar hann við illri
meðferð á konum. Að karlinn geti ekki
auðveldlega sett konuna á vonarvöl
með því að skila henni aftur eins og
gallaðri vöru eða ónýtum búpening.
Orð hans miðast við að jafna stöðu
konunnar gagnvart karlinum, upp-
hefja réttarstöðu hennar og mann-
gildi, þannig verða þau „einn maður“,
þ.e.a.s. jöfn. Og þess vegna „má maður
eigi sundur skilja“ „fyrir hvaða sök
sem er“.
Lúter opnaði okkur
leið fram á við
Að kenna sig við Lúter merkti fyrir
langa löngu að viðkomandi vildi stuðla
að lýðræði og jöfnu aðgengi allra að
hinum trúarlega arfi. Það fól í sér
skapandi og gagnrýna hugsun og stöð-
uga endurnýjun í anda Krists. Þetta
virðist hafa gleymst innan kirkjustofn-
unarinnar. Hún virðist hafa stað-
næmst og fallið í stafi af aðdáun yfir
eigin dýrð, stærð og völdum. Nokkuð
sem hún hefur reyndar hvorki þegið
frá Guði né hinni almennu kirkju sem
er almenningur í landinu, heldur frá
veraldlegum valdsmönnum.
Réttur kvenna
Kvennafrídagurinn síðasti er okkur
enn í fersku minni.
Bág staða konunnar hefur í hundruð
ára verið réttlætt með fjölda tilvísana í
Biblíuna. Kirkjustofnunin er sú stofn-
un sem í aldir hefur haft hvað mest
vald yfir lífi og kjörum kvenna og hef-
ur haft hvað mest áhrif á þær hug-
myndir sem öldum saman voru
ríkjandi um konur. Þær hafa verið
settar skör lægra en karlar og sú skip-
an sögð frá Guði komin. Og hver sá
sem vogar sér að andmæla því and-
mælir sjálfum höfundi lífsins – trúðu
menn – samkvæmt Biblíunni. Sam-
kvæmt þessum gamla skilningi er
vígsla kvenna til prestsþjónustu alger-
lega óhugsandi.
Lúter opnaði okkur guðfræðilega
leið út úr þeim ógöngum. Hann gerði
það með því að afnema sakrament-
isskilninginn af prestsvígslunni og los-
aði hana þannig undan valdi kirkju-
stofnunarinnar. Með því greiddi Lúter
konum leið til prestsvígslu. Eina vígsl-
an sem eftir er fyrir kirkjustofnunina
til að höndla með er skírnin og skírnin
er algerlega óháð kyni og kynhneigð!
Vígsla kvenna til prestsembættis
hefði aldrei getað orðið að veruleika ef
ekki fyrir djörfung Lúters.
Ótti biskups eða djörfung Lúters
Guðfræðilega séð er réttindabarátta
samkynhneigðra nátengd réttindabar-
áttu kvenna. Djörfung Lúters opnaði
kenningarlegar dyr fyrir báða hópa til
þess myndugleika og jafnræðis sem
Guð skapaði þá til, þó svo að Lúter
hafi ekki farið í gegnum þær sjálfur á
sínum tíma. Á þeim forsendum hafa
konur verið vígðar til prests og bisk-
upsembætta víða í hinum kristna
heimi. Nokkuð sem áður þótti hneyksli
og skömm. Eins hafa samkynhneigðir
víða í hinum kristna heimi verið vígðir
til prests og jafnvel biskupsembætta.
Nokkuð sem áður þótti hneyksli og
skömm.
Útvíkkun hjónabandsskilningsins
þar sem samkynhneigðum er veitt
hlutdeild er lítið mál í samanburði við
það sem á undan er gengið. Lúter hef-
ur rutt leiðina og við verðum að hafa
trú og von til að fylgja honum eftir.
Einnig má segja að skrefið hafi í raun
þegar verið tekið af alþingi árið 1996
með lögunum um staðfesta samvist.
Hjónabandið er ekkert einkamál
neinnar ríkisrekinnar trúarstofnunar.
Né heldur eru mannréttindi samkyn-
hneigðra það.
Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir
því að sjá hvort að pápískur bleikur
reykhnoðri stígi hugsanlega upp frá
húsinu við Laugarveg 31 á næsta ári
eða ekki. Málið er allt of mikilvægt til
þess. Til frelsis frelsaði Kristur okkur.
Við eigum að standa stöðug og láta
ekki aftur leggja á okkur ánauðarok.
(Galatabréf 5.1.)
gefur. Slíkar útvíkkanir hafa vissulega
átt sér stað í 2000 ára sögu kristninnar
þó svo að trúarstofnanir og bókstafs-
trúarmenn hafi oft á tíðum barist
grimmt á móti.
Af grunneðli hjónabandsins
Nánir vinir og samstarfsmenn bisk-
ups hafa einnig stigið fram til að út-
skýra orð hans fyrir fólki, hvað beri að
óttast og hverjar hinar hræðilegu and-
stæður séu. Talað er um
að verið sé að „sprengja
upp sjálft hjónabands-
hugtakið“ (Steinunn Jó-
hannesdóttir og Einar
Karl Haraldsson, Mbl.
5.2.2006). Þar er talað
um að mannréttinda-
krafa samkynhneigðra
sé „krafa um að klass-
ískir textar verði máðir
út“, „Það jafngildir
kröfu um að leggja
hjónabandið niður sem
hinn forna sáttmála
karls og konu“. Þar er
talað um þá skyldu karls
og konu að viðhalda mannkyninu
„Hjónabandið er hinn ævaforni rammi
utan um æxlunarhlutverk mannsins“
(S.B.J., Mbl. 21.01.06).
Hér er hörfað langt aftur fyrir lút-
erska siðbreytingu og í faðm kaþólsku
miðaldarkirkjunnar í leit að rökum og
réttlætingu. Samkvæmt þeirri skil-
greiningu er hjónabandið sakramenti
kirkjustofnunarinnar, helgað þeim
eina megintilgangi að fjölga mann-
kyni. Þannig er eini tilgangur kynlífs
einnig sá að viðhalda mannkyni með
því að búa til börn. Lúterskur skiln-
ingur á hjónabandi er allt annar.
Lúter breytti rétt
Marteinn Lúter afnam sakrament-
isskilning hjónabandsins. Hann losaði
það undan drottnunarvaldi kirkju-
stofnunarinnar. Hann krafðist frelsis
hins kristna manns undan þeirri
þröngsýnu kirkjustjórn sem setti
sjálfa sig og kristindómstúlkun sína
ofar Guði. Um leið gerði hann hjóna-
bandið að veraldlegri stofnun. Hann
gerði það að einu sambúðarformi af
mörgum og fól ríkinu forsjá þess.
Þess vegna er hjónaband sam-
kvæmt evangelísk-lúterskum skilningi
fyrst og fremst kærleikssáttmáli gerð-
ur af tveimur jafnréttháum og jafn-
upplýstum einstaklingum. Þar skiptir
kynið alls ekki meginmáli. Það sem
meginmáli skiptir er að trú, von og
kærleikur ríki á milli einstaklinganna
sem í hlut eiga. Samkvæmt lúterskum
skilningi er tilgangur hjónabandsins
að vera farvegur og vettvangur fyrir
kærleika sem aðilar gefa og þiggja í
gagnkvæmni. Tilgangur kynlífsins er
því einnig að vera tjáningarform og
vettvangur kærleikans, þar sem tveir
einstaklingar í gagnkvæmni gefa og
þiggja í trúnaði, ábyrgð og gagn-
kvæmu trausti.
Hafið þið eigi lesið
Biskup gefur biblíutextum nokkurt
vægi í predikun sinni og vísar til eft-
irfarandi:
„Þá komu til hans farísear og vildu
freista hans. Þeir spurðu: Leyfist
manni að skilja við konu sína fyrir
hvaða sök sem er? Hann svaraði: Haf-
ið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði
þau frá upphafi karl og konu og sagði:
Fyrir því skal maður yfirgefa föður og
móður og bindast konu sinni, og þau
tvö skulu verða einn maður. Þannig
eru þau ekki framar tvö, heldur einn
maður. Það sem Guð hefur tengt sam-
an, má maður eigi sundur skilja.“
(Matt. 19.3-6.)
Í þessum texta er Jesús alls ekki að
setja á fót algilda og óbreytanlega hjú-
skaparstofnun karls og konu, þó svo
að kaþólska kirkjustofnunin hafi tekið
Réttindamál
samkynhneigðra
Eftir Hjört Magna
Jóhannsson
Hjörtur Magni
Jóhannsson
’Okkur ber að látamanngildið njóta vafans.
Það er eina leið mann-
réttinda og lýðræðis, það
er leið Krists.‘
Höfundur er forstöðumaður og prestur
Fríkirkjunnar í Reykjavík.
eftirlaun. Taldi nefndin koma til álita að
heimila töku lífeyris frá 60 ára aldri hefði
starfsmaðurinn áunnið sér meginhluta
fullra lífeyrisréttinda.
Danir íhuga að hækka
starfslokaaldurinn um tvö ár
Fluttir voru fyrirlestrar á ráðstefnunni í
gær og umræður fóru fram um nauðsyn
þess að fjölga valkostum fólks á sveigjanleg-
um starfslokum. Gísli Páll Pálsson, formað-
ur Öldrunarráðs Íslands, gerði að umtals-
efni mikla atvinnuþátttöku þeirra sem
nálgast sjötugsaldurinn og sagði það af hinu
góða að dugmikill vinnukraftur nýttist þjóð-
félaginu sem best. ,,En það getur hins vegar
verið til góðs ef einstaklingum er gefinn
kostur á að minnka við sig vinnu eða taka að
sér verkefni sem eru minna krefjandi þegar
aldur færist yfir,“ sagði hann.
Fram kom í máli Ragnhildar Arnljóts-
dóttur, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu-
neytisins, sem stjórnaði ráðstefnunni, að
flestar þjóðir væru um þessar mundir að
fjalla um málefni sem tengjast hlutfallslegri
fjölgun eldri borgara og sveigjanlegum
starfslokum. „Danir eru nú að velta því fyrir
sér hvort þeir eigi að hækka lífeyristöku- og
starfslokaaldurinn um tvö ár og víða í Evr-
ópu eru menn að horfa á alvarlegri vanda-
mál, mikið atvinnuleysi þar sem segja má að
ungir og gamlir togist á um réttinn til þess
að vinna,“ sagði hún.
efndin m.a. til að gerðar yrðu
á lögum um skyldutryggingu líf-
da sem gerði fólki kleift að fresta
is allt til 72 ára aldurs. Lagði
nnig til aukinn sveigjanleika um
g að gerðar yrðu ráðstafanir sem
sem það vill kost á að fara fyrr á
i sveigjan-
rfslok sín
Morgunblaðið/ÞÖK
din var í Salnum í Kópavogi í gær. Á myndinni má m.a. sjá Örn Clausen lög-
i borgara, en þeir fluttu báðir erindi á ráðstefnunni. Erindi Arnar bar yfir-
ans að Örn sinnir enn lögmannsstörfum af fullum krafti þó hann sé 77 ára að
eitið „Eldri borgarar mun hressari nú en áður“.
ór Herbertsson hagfræðingur
sveigjanleg starfslok og bar
r á Íslandi saman við ná-
din og aðildarlönd OECD.
þar sem um væri að ræða einhvers kon-
ar árekstur við hluti sem detta af flutn-
ingabílum eða atvik þegar farmurinn
rekst m.a. í brýr eða göng. Benti Skúli
ennfremur á gríðarlega háa slysatíðni
strætisvagna, en nærri lægi að hver
strætisvagn í umferð lenti í óhappi einu
sinni á ári. Þetta sagði hann hins vegar
ekki hægt að bera saman við vörubíla,
þar sem allt öðruvísi álag væri á slíkan
akstur og óhöppin af allt öðrum toga.
Þá kom einnig fram í máli Birgis Há-
konarsonar framkvæmdastjóra umferð-
aröryggissviðs Umferðarstofu, að skoðun
á hemlabúnaði stórra bíla er ábótavant
og nauðsynlegt að bæta þekkingu skoð-
unarmanna á því sviði. Þá sagði Birgir
nauðsynlegt að skoða hvort ekki ætti að
skoða hemlabúnað oftar en einu sinni á
ári, þar sem í ljós hefði komið að ástand
hemlabúnaðar væri oft ekki í lagi. Spurði
hann hvort nóg væri að skoða einu sinni
á ári miðað við það gríðarlega álag sem
er á bílunum, margfalt meira álag en á
venjulegum fólksbílum.
áðgjöf ehf. um þau málefni út
r ólíkum sjónarhornum.
Einars Magnúsar kom fram að
bráðabirgðatölum hefur orðið
ð aukning í slysum í dreifbýli
tórir bílar koma við sögu. Sé
kra slysa af heildarfjölda um-
a skoðað er aukningin mjög
taklega undanfarin tvö ár. Ef
ið meðaltal síðustu fimm ára á
fur hlutfall óhappa þar sem
r eiga hlut að máli fjölgað um
u einungis talin þau óhöpp þar
sl verða á fólki er aukningin
únað þarf að skoða oftar
li Þórðarson benti á að slysa-
örubílum væri tvö- til þrefalt
hjá venjulegum bílum. Sagði
egar slysaskýrslur væru skoð-
i ennfremur í ljós að farmur
vægur hluti af heildarmynd-
aklega eftir því sem bílarnir
Þá ykist hlutfall þeirra slysa
ntun eykur öryggi