Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 51 DAGBÓK Árið 1998 setti Bergþóra Reynisdóttir álaggirnar Liljuna ehf., fyrirtæki ágeðsviði sem býður upp á ýmsa þjón-ustu, s.s. viðtalsmeðferð, handleiðslu og sjálfseflingarnámskeið. Liljan ehf. hefur tvær starfsstöðvar; eina í Kópavogi en hina í Fögruhlíð í Fljótshlíð en þar mun Bergþóra stýra námskeiðinu „Innri friður – Innri styrkur, sjálfsefling – lífsstíll til framtíðar“ í febrúar og mars. „Tilgangurinn með því að halda námskeiðið úti á landi er að gera fólki kleift að komast úr stress- inu og amstrinu á heimilunum og leyfa því að vera til fyrir sjálft sig. Þegar farið er að vinna við að byggja upp sjálfstraust og skýra sjálfsmynd- ina þarf fólk að fá vinnufrið,“ segir Bergþóra sem haldið hefur námskeið sem þetta í hálft annað ár, og sjö hópar kvenna útskrifast. Hvert námskeið hefst á hádegi á föstudegi og lýkur síðla sunnudags en dagskráin byggist á fyrirlestrum og þjálfunaræfingum en gisting og fæði eru innifalin í námskeiðsgjöldum. „Námskeiðinu er ætlað að gera fólk sterkara sem einstaklinga, bæði í einkalífi og í starfi; það standi betur að vígi gagnvart umhverfinu sem það er statt í, og kunni að standa með sjálfu sér: svara fyrir sig en einnig eiga í jákvæðum sam- skiptum við annað fólk. Þetta eru í raun grund- vallaratriði sem gott er að hafa á hreinu,“ út- skýrir Bergþóra. Eftir námskeiðið koma þátttakendur saman á mánaðarfresti í þrjá mánuði, til eftirfylgni, og vinna áfram að þeim verkefnum sem þær byrj- uðu á í Fögruhlíð, s.s. tengdum samskiptum inn- an fjölskyldu eða á vinnustaðnum. Einnig hafa þátttakendur á námskeiðum Bergþóru myndað að eigin frumkvæði félagsskapinn Gleym mér ei og hittast mánaðarlega. Bergþóra segir námskeiðið sannarlega hafa gagnast þátttakendum: „Þær eru öruggari innra með sér og hafa lagt til hliðar þær neikvæðu hugsanir sem koma í veg fyrir að þær nái árangri í lífinu. Þær sem eru, t.d. að taka inn þunglyndis- eða róandi lyf fara að átta sig á því að þær sjálfar eru lykillinn að eigin velgengni og vellíðan.“ Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins má finna á www.liljan.is, og þar er einnig hægt að skrá þáttöku og finna ýmis ráð til sjálfstyrkingar og aukinnar vellíðunar. Námskeið | Í Fögruhlíð í Fljótshlíð er haldið sjálfseflingarnámskeið á vegum Liljunnar ehf. Innri styrkur eykur vellíðan  Bergþóra Reynis- dóttir lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð. Hún stundaði nám við Hjúkrunarskóla Ís- lands og lauk BS-námi í hjúkrunarfræðum frá Háskólanum á Akur- eyri. Bergþóra lauk mastersnámi í geð- hjúkrunarfræðum við Háskóla Íslands vorið 2003. Bergþóra hefur unnið á þriðja áratug við geðhjúkrunarstörf innan heilbrigðiskerfisins, víðsvegar í þjóðfélaginu. Í dag stjórnar Bergþóra Liljunni ehf., fyrir- tæki á geðsviði, sem hún setti á laggirnar 1998. Bergþóra á 4 börn. Í dýragarðinum. Norður ♠Á654 ♥K93 S/Allir ♦98 ♣10932 Vestur Austur ♠DG972 ♠K83 ♥D75 ♥G42 ♦G102 ♦754 ♣74 ♣ÁDG8 Suður ♠10 ♥Á1086 ♦ÁKD63 ♣K65 „Ég hélt ég væri kominn í dýragarð- inn með Victor Mollo sem leiðsögu- mann,“ hóf Jónas P. Erlingsson símtal- ið við umsjónarmann. Tilefnið var spil sem kom upp hjá Bridsfélagi Reykja- víkur á þriðjudagskvöldið. Jónas var í suður og Júlíus Sigur- jónsson í norður. Í AV voru Guð- mundur Baldursson og Steinberg Rík- harðsson: Vestur Norður Austur Suður Steinberg Júlíus Guðm. Jónas – – – 1 lauf * Pass 1 tígull Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass Pass Pass Kerfi Jónasar og Júlíusar er Prec- ision, en „ekki sérlega vel rætt,“ segir Jónas. En hvað um það: Jónas vekur á sterku laufi og fær afmeldingu á móti. Hann sýnir þá tígulinn og Júlíus meld- ar tvö grönd, sem hann meinar sem eðlilega sögn, en Jónas skilur sem hjartalit, „eins og mig minnti að við hefðum sammælst um.“ Stökkið í fjögur hjörtu skýrist af þessu, en Júlíus bjóst við 6-5 skiptingu í rauðu litunum og spurði um lykilspil. Svo heppilega vildi til að rétta svarið var fimm hjörtu (tveir ásar án drottn- ingarinnar í hjarta) og Júlíus ákvað að sleppa slemmunni. Út kom spaðadrottning. Jónas tók sér smátíma til að aðlagast blindum, en sá svo veika von. Hann drap á spaðaás og spilaði laufi. Guðmundur rauk upp með ás og reyndi spaðakóng. Jónas trompaði og lét hjartatíuna renna yfir á gosa austurs. Enn kom spaði, sem Jónas trompaði með ás, spilaði hjarta- áttu og svínaði níunni, tók hjartakóng og loks fimm slagi á tígul. Ellefu slagir, takk fyrir. Mollo hefði getað notað þetta spil í dýragarðssögur sínar. E.s. Þetta voru mótslok í þriggja kvölda „Þorrabutler BR“ og unnu Matthías Þorvaldsson og Magnús E. Magnússon. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0–0 10. 0–0–0 a6 11. Df2 Bxd4 12. Bxd4 b5 13. Be3 b4 14. Ra4 a5 15. h4 Ba6 16. h5 Bxf1 17. Hhxf1 f6 18. h6 g6 19. exf6 Rxf6 20. De2 Re4 21. Db5 Hc8 22. Rb6 Hc7 23. Kb1 Dd6 24. g4 Ra7 25. Dxa5 Dc6 26. Ka1 Db5 27. Dxb5 Rxb5 28. f5 Hcf7 29. Hg1 exf5 30. gxf5 Hxf5 31. Rxd5 Hf3 32. Hge1 Rbd6 33. Rxb4 Rf5 34. Bc1 Rf2 35. Hd7 Rg4 36. a4 Ha8 37. b3 Rgxh6 38. Rd5 Rg4 39. He4 h5 Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Ivan Cheparinov (2.625) hafði hvítt gegn hollenska kollega sínum Daniel Stellwagen (2.573). 40. Hxg4! hxg4 41. Rf6+ Kf8 svartur hefði orðið mát eftir 41. … Kh8 42. Hh7#. 42. Ba3+ Re7 43. Hxe7 Hxa4 44. Rd7+ hvítur verður nú manni yfir. 44. …Kg8 45. bxa4 Hxa3+ 46. Kb2 Hxa4 47. Rf6+ Kf8 48. He4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Eitt stykki hjónaband – 200 þúsund krónur, takk ÉG er mjög ósátt við hvernig málin eru að þróast fyrir fólk í sambúð eða hjónabandi. Kerfið er bókstaflega að hvetja fólk til að vera ekki í sambúð. Einstæðir foreldrar fá hærri barnabætur, lægri leikskólagjöld, lægri dagmömmugjöld, hærri náms- lán, hærri vaxtabætur, hærri húsa- leigubætur auk annarra fríðinda. Auðvitað má einstætt foreldri vel við þessu og finnst mér frábært að það fái þennan stuðning. En þetta leiðir til þess að fólk sem vantar meiri peninga til að borga skuldir og til að lifa, leita til þess að slíta sam- búð. Ef par skráir sig úr sambúð getur það fengið rúmum 200 þús. krónum meira á ári. Það eru næstum 20 þús- und á mánuði. Það er eins og afborg- un af leikskólagjöldum fyrir einn mánuð. Auðvitað eru þessu réttindi sett til að gera lífið auðveldara fyrir ein- stæða foreldra en það breytir því ekki að mjög margt fólk skráir sig ekki í sambúð því það hreinlega hef- ur ekki efni á því! Við eigum að hvetja fólk til að virða lögin og við eigum að styrkja fjölskylduna, hvernig svo sem hún er samansett. Það þarf ekki endilega að vera samasemmerki á milli þess að vera hjón og að eiga nóg af peningum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að auðveldara er fyrir tvær mann- eskjur að borga af mánaðargreiðsl- um heldur en fyrir eina manneskju. En það breytir því samt ekki að ef fólk skráir sig úr sambúð þá fær það meiri pening og hver vill ekki búa sér og sínum betra heimili? Margrét Kristín Helgadóttir. Mannvænar virkjanir ÉG vil leyfa mér að benda á að ef listamenn og arkitektar tækju þátt í hönnun á virkjunum og að skapa augnayndi fyrir ferðalanga, þá myndi hin mikilfenglega tækni og vísindi njóta sín. Ég vil meina að virkjanir séu hluti af vísindum og tækni mannsins, sem er skref í átt til að þekkja sig og tak- mörk sín sem mannvit. Virkjanir og önnur vísindi eru mannbætandi fyrir mannkynið og það sem það skapar í þeirri framgöngu er holl og heilbrigð þróun. Miklu betri en að horfa í gaupnir sér og bíða eftir að arfinn vaxi yfir mann í sinnueysi. Framsókn er málið og það er óra- langt til endiloka jarðarinnar og mannkynsins. Með kveðju, formaður Orkuflokksins, Bjarni Þór Þorvaldsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 90 ÁRA afmæli. Í dag, 10. febrúar,er níræð Ingileif Guðjóns- dóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, laugardaginn 11. febrúar, kl. 14–17 í hátíðarsal Höfða. Árnaðheilla dagbók@mbl.is LEIÐHAMRAR - FRÁBÆR STAÐSETNING Stórglæsilegt og vel skipulagt 281 fm einbýlishús, staðsett innst í botnlanga á frábærum útsýnisstað við óbyggt svæði. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum 61 fm bílskúr, stór afgirt verönd með heitum potti og svölum meðfram húsinu. 4-5 svefnherbergi, vandaðar innréttingar, mikil lofthæð og stórar og bjartar stofur. V. 80,0 m. 5616 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FÉLAGASAMTÖKIN Snarrót við Laugaveg halda matarboð til fjár- öflunar starfsemi sinni í kvöld. Að þessu sinni verður boðið til norður- afrískrar veislu, Maghreb, með couscous, margvíslegu grænmeti og heimabökuðu brauði. Seiðandi tónlist frá þessum heimshluta, verður leikin til að skapa góða stemningu. Snarrót er á Laugavegi 21, í kjallaranum undir Kaffi Hljómalind. Mataboðið hefst kl. 19.30 og stendur fram eftir kvöldi. Maghreb og rai í Snarrót Innihaldið skiptir máli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.