Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 45
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum einstaka
manni. Eftir lifa ótal minningar um
góðan vin sem við kveðjum nú með
söknuð og trega í hjarta. Elsku Jón-
ína og Svavar, systkini og aðstand-
endur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Berglind Heiða, Páll Þórir,
Hlín, Borghildur, Sigurjón,
Steinunn, Jón Pétur og
Dagmar Heiða.
Vegir okkar Svavars lágu fyrst
saman þegar við vorum í 3. bekk
Menntaskólans við Sund. Hann var
þá bara einn af hinum gaurunum
sem ég spáði lítið í. Fljótlega eftir
að við fórum að umgangast sama
fólkið fór hann að gefa mér auga.
Ég var ekki alveg á því að hlaupa til
en gat vel hugsað mér að vera vin-
kona hans. Hann var svo frábær.
Árin liðu og við urðum hluti af þeim
vinahópi sem núna stendur saman í
sorginni.
Vorið 1999 útskrifuðumst við.
Næstu tvö árin var ég í Noregi við
nám og störf. Reglulegt samband
okkar gerði það að verkum að hann
átti alltaf hluta af hjarta mínu. Ég
var allavega sátt við að þurfa ekki
að deila svona góðum vini með ein-
hverri sem var þá kannski meiri vin-
kona en ég. Það var ekki fyrr en í
byrjun árs 2002 að ég áttaði mig á
því hversu sérstakur hann var. Við
kynntumst alveg upp á nýtt með
þeim árekstrum sem gjarnan verða
þegar væntingarnar eru miklar. Ég
átti þarna ógleymanlegan tíma með
fyrsta kærastanum. Það var líka allt
svo yndislegt í kringum hann. For-
eldrar hans komu strax fram við
mig eins og ég væri tengdadóttirinn
á heimilinu. Það var svo mikil hlýja
sem kom frá þeim.
Eftir rúmlega árs samband til-
kynnti hann mér að hann langaði til
Bandaríkjanna í nám sem átti að
taka fjögur ár. Ég get ekki sagt að
ég hafi verið hoppandi hamingju-
söm en var samt mjög spennt fyrir
hans hönd. Hann var alltaf ákveðinn
í að fara og til að gera þetta auð-
veldara fyrir okkur, að honum
fannst, vildi hann enda sambandið.
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en
seinna að þetta var það rétta í stöð-
unni. Við gætum þá kannski tekið
upp þráðinn á ný þegar hann kæmi
heim aftur. Hann var svo raunsær
og ákveðinn í því að hafa hlutina á
hreinu. Foreldrar mínir töldu að
þetta væri bara reynslutími. Síðan
félli allt saman að nýju. Sérstaklega
var pabbi á þeirri skoðun.
Eftir formleg slit okkar á milli
héldum við samt alltaf sambandi.
Ég gat ekki hugsað mér að missa
tengslin við mann eins og hann, sem
alltaf gat uppörvað og vissi ná-
kvæmlega hvernig átti að gera hlut-
ina. Ég man hvað ég var hamingju-
söm þegar hann hringdi í mig þegar
hann kom heim sumarið 2004 eftir
sitt fyrsta námsár í Bandaríkjunum.
Við gáfum okkur strax tíma til að
hittast og spjölluðum um það sem á
daga okkar hafði drifið. Ég var allt-
af ríkari þegar ég var búin að
spjalla við hann Svavar minn.
Stuttu seinna hafði hann sam-
band og sagði mér að hann væri
komin með illkynja æxli í lifrina. Ég
varð viti mínu fjær og fékk strax að
fara heim úr vinnu. Nokkrum dög-
um seinna fékk hann vinahópinn til
að koma saman þar sem hann út-
skýrði málin eins og þau voru. Það
var aldrei neinn vafi hjá Svavari,
hann var svo raunsær og vildi hafa
hlutina á hreinu. Síðan þá höfum við
í vinahópnum reynt að lifa okkar lífi
og hugsað um Svavar sem frábæran
vin sem var bara veikur og ekkert
miklu meira en það. Neita því að
sjálfsögðu ekki að þetta hefur
örugglega truflað mig meira en ég
gerði mér grein fyrir.
Eftir að Svavar greindist fór
hann að hugsa um lífið á annan hátt
en hann hafði gert áður. Hann fann
traust í einhverju stærra og meira
en við mannfólkið getum veitt. Ég
trúi því að Guð hafi gefið honum
þetta mikla æðruleysi sem gerði
hann að hetju í okkar augum.
Hvernig hann tókst á við þennan
hræðilega sjúkdóm hefur hjálpað
okkur öllum í gegnum erfiðan tíma.
Sjálf fékk ég svar við bænum mín-
um þegar ég átti stórkostlega
bænastund með Svavari og foreldr-
um hans rúmri viku áður en hann
fór frá okkur. Guð er sá sem er svo
gott að hafa við hlið sér í gegnum
lífið. Þar er eitthvað sem gefur líf-
inu gildi og tilgang. En núna er
stríðinu lokið og eftir stendur stórt
skarð í vinahópnum.
Svavar var mér alltaf óskaplega
kær og ég eins og svo margir aðrir
er ríkari eftir að hafa fengið að
njóta vináttu hans. Mér finnst ég þó
heppnust allra, ég fékk að elska
hann.
Ég bið góðan Guð að blessa fjöl-
skyldu hans og varðveita í þeirra
miklu sorg. Henni deili ég með
þeim.
Steinunn Leifsdóttir.
Okkur langar hér að minnast með
örfáum orðum ástkærs vinar okkar,
Svavars Guðbjörns Svavarssonar.
Leiðir okkar lágu saman á ung-
lingsárunum þegar við byrjuðum að
æfa sund hjá Sundfélaginu Ægi. Við
vorum allir á svipuðum aldri og
deildum svipuðum áhugamálum og
skoðunum. Urðum við fljótlega
miklir vinir og tengdumst órjúfan-
legum vináttuböndum. Þrátt fyrir
að við kynntumst í gegnum sundið
var líka svo margt annað sem við
áttum sameiginlegt. Minningarnar
frá þessum tíma eru óendanlega
margar. Keppnisferðir innanlands
sem utan eru minnisstæðar ekki síð-
ur en allt annað sem við tókum okk-
ur fyrir hendur, eins og að gera upp
reiðhjól, spila körfubolta eða verja
heilu nóttunum í að horfa á kvik-
myndir. Á þessum árum áttum við
margar góðar og ljúfar samveru-
stundir. Þótt við verðum miklum
tíma saman á sundæfingum hitt-
umst við nánast í öllum okkar frí-
stundum. Við vinirnir vorum á tíma-
bili orðnir hálfgerðir heimalningar á
heimili Svavars. Foreldrar hans,
Jónína og Svavar, tóku alltaf vel á
móti okkur hvenær sem var. Á
heimili þeirra leið okkur eins og
öðru heimilisfólki. Við höfðum allir
mjög gaman af að spá í og ræða hin
ýmsu mál og oft voru stundaðar
rökræður af kappi. Hljóp þá stund-
um hiti í samræðurnar en allt fór nú
fram í mesta bróðerni. Aldrei kom
upp ósætti í vinahópnum sem heita
mátti. Eftir að sundárunum lauk
héldum við hver í sína áttina hvað
varðar nám og starfsferil en samt
sem áður héldust vináttuböndin
þótt samverustundunum hafi eitt-
hvað fækkað.
Við vinirnir syntum einnig oft
saman í boðsundssveit, settum ófá
Íslandsmet og vorum nánast ósigr-
andi á tímabili, sérstaklega þegar
við vorum í drengjaflokki. Þar sem
Svavar var ári yngri en við hinir er
árangur hans enn glæsilegri en ella
enda samkeppnin hörð. Þrátt fyrir
að við mættum heita andstæðingar í
lauginni hvöttum við ávallt hvor
annan til dáða og samglöddumst
hvor öðrum þegar vel gekk. Oftar
en ekki var Svavar hás eftir sund-
mót eftir að hafa hvatt félaga sína
áfram á sundlugarbakkanum.
Hvatningarhróp Svavars verða
lengi í minnum höfð. Svavar var af-
burðasundmaður og vert er að geta
þess að hann bætti Íslandsmet í 100
m bringusundi sveina. Frammistaða
Svavars í sundlauginni, jafnt í
keppnum sem og á æfingum, var til
fyrirmyndar í alla staði.
Svavar var hreinskilinn og traust-
ur vinur. Það var alltaf hægt að
treysta Svavari. Hann hafði einstak-
an húmor og hafði sérstakt lag á að
koma manni í gott skap. Hann hafði
einstaka yfirsýn yfir það sem hann
var að fást við hverju sinni og lagði
ávallt alúð í það sem hann tók sér
fyrir hendur.
Elsku Svavar, við viljum þakka
fyrir allar þær yndislegu stundir
sem við áttum með þér. Við erum
betri menn fyrir vikið.
Elsku Jónína, Svavar og fjöl-
skylda, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Kristbjörn, Bjarni og Jóhannes.
Við gömlu bekkjarsystur Svavars
úr Snælandsskóla langar til að
kveðja okkar góða bekkjarfélaga í
fáeinum orðum. Þegar við horfum
til baka og minnumst Svavars eru
það jákvæðar, hlýjar og góðar hugs-
anir sem koma upp í huga okkar
allra. Svavar var frábær strákur
sem okkur líkaði öllum vel við.
Hann var svo duglegur og yfirveg-
aður. Þegar við vorum öll á okkar
gelgjuárum og vildum sofa sem
lengst, mættum með stírurnar í
augunum í fyrstu tíma dagsins var
Svavar löngu kominn á fætur, búinn
að bera út blaðið og synda hundruð
metra. Við áttum erfitt með að
skilja hvernig þetta var hægt en
þetta var Svavar, hörkuduglegur
strákur sem kom manni oft á óvart.
Okkur fannst hann vera afreksmað-
ur, sérstaklega er kom að sundinu
enda náði hann langt í því snemma.
Hann var duglegur að þjappa hópn-
um saman, halda skemmtileg partí,
sem auðvitað öllum var boðið í.
Hann skildi aldrei neinn útundan,
það var ekki Svavar, hann var góður
strákur sem var vinur allra. Þar var
sungið hátt Nýja Nóa og fleiri frum-
samin lög eftir pabba hans, spilað á
gítar, farið í skemmtilega leiki og
þrautir og ávallt flott verðlaun í
boði. Pantaðar voru pitsur og allur
bekkurinn borðaði saman fyrir
árshátíð, þetta voru frábærar
stundir sem gleymast aldrei. Eftir
grunnskólaútskrift sáumst við mun
sjaldnar en áður, en þannig er það
víst.
En þegar einhver af okkur stelp-
unum hitti þig, sama hvar það var,
þá varstu alltaf svo góður, gafst þér
tíma til að spjalla um daginn og veg-
inn, varst svo kátur og hress. Það
var frábært að hitta þig á síðasta
reunion, um leið og við fórum að
tala saman þá var eins og við hefð-
um öll hist daginn áður, það var eft-
irminnilegt og skemmtilegt kvöld.
Þannig munum við ávallt minnast
þín. Sem fallegrar og skemmtilegr-
ar persónu með stórt hjarta. Við
kveðjum þig í bili, við vitum að þér
líður vel núna, við munum sakna
þín. Megi Guð geyma þig. Við send-
um fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Þínar bekkjarsystur,
Berglind, Dröfn, Helga,
Lovísa, Rósa, Úlfhildur,
Vala Björk og Þóra Björg.
Elsku Svavar.
Það er svo mikið sem ég vil segja
við þig en það er eins og orðin kom-
ist ekki út úr huga mínum og á blað-
ið. Ég hef svo mikið að þakka þér
fyrir en veit ekki hvar ég á að byrja.
Þú varst alltaf svo góður og einlæg-
ur við mig, litlu systur vinar þíns.
Alltaf brosmildur og hugsaðir um
aðra.
Ég vil byrja á því að þakka þér
fyrir vinskapinn sem var til staðar
þó svo að við hittumst ekki mikið
seinni árin, en alltaf varstu í huga
mínum og oft spurði ég Krissa bróð-
ur frétta af þér. Alltaf var ég á leið-
inni í heimsókn til þín en kom aldr-
ei.
Ég vil þakka þér, Svavar, fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir okkur
systkinin, þú varst til staðar þegar
við áttum erfitt og hjálpaðir okkur í
gegnum okkar erfiðleika. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem ég hef lært
af þér, þó svo að þú vitir það
kannski ekki, þá var það mikið. Ég
man þegar þið Krissi, Bjarni og Jói
voruð heima hjá okkur, sem var
mjög oft, þið voruð alltaf að gera
eitthvað spennandi og alltaf vildi
litla systir Krissa fá að vera með.
Nei, það mátti ég ekki, ég átti ekki
að trufla ykkur í því sem þið voruð
að gera. En oft var það þannig að þú
sagðir að ég mætti alveg vera með,
það var oftast þegar þið voruð í
körfubolta. Það var alltaf svo gaman
að fá að vera með ykkur.
Ég man eftir einu skipti, af öllum
þeim fjölda, sem þú komst í heim-
sókn til Krissa, og ég var að baka,
það varst þú sko ánægður með. Þú
sagðir að kökurnar mínar væru svo
góðar, guð hvað ég var stolt, ein-
hverjum þótti kökurnar mínar góð-
ar og sagði mér það. Held nú reynd-
ar að hinir hafi verið sammála þér
en þeir sögðu ekkert, þeir voru
kannski bara svo uppteknir af að
borða þær og alltaf kláruðust þær.
Elsku Svavar, nú hef ég komið
einhverju á blað, þó svo að það sé
einhvern veginn allt í belg og biðu
eins og sagt er. Það er svo miklu
meira sem ég vildi hafa sagt en erf-
itt er að koma því niður.
Það sem ég vil segja við þig er að
það er mér mikill heiður að hafa
fengið að kynnast þér. Þú varst allt-
af svo góðhjartaður, brosmildur og
vinur vina þinna, fyrir það vil ég
þakka þér. Þú lifir í hjarta mínu og
minningum. Megi Guð geyma þig í
ljósinu Svavar minn.
Elsku Svavar, Jónína, Helga og
Garðar og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
megi Guð gefa ykkur styrk á þess-
um erfiða tíma.
Ellý.
Dauðinn er fjarlægur þegar mað-
ur er ungur. Í svartasta skammdeg-
inu varð hann sýnilegur okkur þeg-
ar einn félagi úr sundfjölskyldu
Ægis, Svavar Guðbjörn Svavarsson,
lést eftir erfið veikindi. Okkur lang-
ar að minnast Svavars í nokkrum
orðum.
Fáir geta gert sér í hugarlund
hversu náin sundfjölskyldan okkar
var nema þeir sem voru meðlimir í
henni. Blómaskeiðið hópsins var
1987–1996. Nafnið á fjölskyldunni
er tilkomið vegna sameignlegs
áhugamáls, sundíþróttarinnar. Við
gerðum allt saman sem fjölskylda
gerir. Við hittumst á æfingum dag-
lega, við ferðuðumst saman í keppn-
isferðir innanlands sem utan. Fór-
um í æfingabúðir í nánast allar
sundlaugar landsins, borðuðum
saman og notuðum frítímann meðal
annars í bíóferðir eða afmælisveisl-
ur. Þegar hópur krakka á þessum
aldri ver svo miklum og nánum tíma
saman myndast vinabönd sem ekki
verða slitin sama hvað á dynur.
Við minnumst Svavars sem glað-
lynds og góðhjartaðs vinar sem var
samviskusamur og sanngjarn. Í
stórum hópi urðu stundum snörp
skoðanaskipti og þá átti Svavar það
til að koma að sem sáttasemjari og
miðla málum þannig að allir gátu
unað sáttir við. Svavar gaf öllum
tækifæri og gerði aldrei mannamun
á fólki sem í kringum hann var.
Ávallt sanngjarn og samkvæmur
sjálfum sér. Þannig lifir hann í
minningu okkar.
Elsku Svavar, Jónína, Helga,
Garðar og aðrir aðstandendur.
Missir ykkar er mikill og sorgin sár.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og vonum að ljós lífsins beini
ykkur inn í bjartari tíma.
Félagar úr Sundfélaginu Ægi.
Við andlát Svavars G. Svavars-
sonar leita á okkur samstarfmenn
hans ótal hugrenningar og minn-
ingabrot. Minningar um ungan og
áhugasaman mann sem lagði sig all-
an fram við störf sín og viðfangs-
efni, óhræddur að leita svara við
þeim spurningum sem brunnu á
honum í dagsins önn. Einstaklega
þægileg nærvera og gott viðmót
einkenndu hann og við nánari kynni
benti allt til þess að þessi ungi mað-
ur ætti sér bjarta framtíð og myndi
ná langt í starfi sem átti hug hans
allan. Sú ákvörðun hans að mennta
sig erlendis gladdi okkur mjög og
við hlökkuðum til þess að fylgjast
með honum í framtíðinni þegar
hann kæmi til baka, fullur af víðsýni
og nýjum hugmyndum. En margt
fer öðruvísi en ætlað er og ólækn-
andi sjúkdómur setur skyndilega
strik í reikninginn og gerir allar
framtíðaráætlanir að engu. Barátt-
an sem í hönd fer er óvægin og erfið
og miðar einungis að því að geta átt
örlítið lengri tíma á meðal ættingja
og vina. Í veikindum sínum sýndi
Svavar hversu þroskaður og vel
gerður einstaklingur hann var.
Hann kvartaði ekki eða harmaði sitt
hlutskipti en hélt sinni yfirvegun,
rósemi og aðdáunarverðu æðru-
leysi. Hann naut þess að umgangast
vini sína og gleðjast með okkur
vaktarfélögunum á meðan hann
hafði heilsu til. Hann mætti til vinnu
sinnar á meðan kraftar leyfðu og
kenndi okkur sem eftir stöndum á
eftirminnilegan hátt að hlutirnir eru
ekki eins sjálfgefnir og sjálfsagðir
og okkur hættir til að reikna með.
Við samstarfsfólk Svavars á B-
vakt lögreglunnar í Reykjavík horf-
um á eftir góðum félaga og vini með
söknuð í huga um leið og við þökk-
um honum samveruna og allar góðu
minningarnar sem hann skilur eftir
sig í okkar röðum. Fjölskyldu hans,
sem studdi hann og stundaði í erf-
iðum veikindum, sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Svavars Guðbjörns
Svavarssonar.
Árni Þór Sigmundsson.
Fljótlega eftir að Steinunn dóttir
mín hóf nám í Menntaskólanum við
Sund haustið 1995 tók ég eftir því
að hún varð hluti af litlum hópi sem
allar götur síðan hefur haldið sam-
an. Allt voru og eru þetta ungmenni
með alla þá kosti sem ungt fólk má
prýða og því ákaflega vel í stakk bú-
in til að takast á við það sem lífið
kann að bera í skauti sér. Ég er viss
um að við sem foreldrar þessa fólks
höfum öll verið stolt af börnum okk-
ar. Í þessum hópi var Svavar.
Snemma fann ég að hann renndi
hýru auga til Steinunnar minnar. Af
ástæðum sem ég geri mér enga
grein fyrir var það ekki fyrr en í
ársbyrjun 2002 að þau náðu end-
anlega saman. Hér var því ekki um
neina skyndiákvörðun að ræða. Við
Sigga vorum bæði ákaflega ánægð
með þennan ráðahag. Hef óljósan
grun um að foreldrar Svavars hafi
litið sambandið svipuðum augum.
Ég þóttist sjá þætti í þessu ferli sem
líktust því sem gerðist hjá okkur
Siggu móður Steinunnar. Við höfum
verið undir sama þaki í rúm 30 ár.
Ég hafði því fulla ástæðu til að vera
SJÁ SÍÐU 46