Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSMUNDUR Ásmundsson hefur
undanfarin ár tekið að sér hlutverk
hirðfíflsins í íslenskri myndlist, hirð-
fíflið sem fær alla til að hlæja en gerir
um leið grín að hirðinni og kónginum
eða drottningunni á máta sem engum
öðrum myndi líðast.
List Ásmundar er grótesk og ýkt
og bergmálar ádeilulist í gegnum tíð-
ina. Hin gróteska og blátt áfram hlið
listar hans minnir á blátt áfram nálg-
un listamanna á öldum áður, á mál-
verk Pieter Bruegel þar sem haltur
leiðir blindan, eða á mynd van Gogh
af Kartöfluætunum, þó að slík sam-
líking nái að sjálfsöðu ekki lengra en
til ákveðins viðhorfs þar sem lista-
maðurinn hikar ekki við að sýna blá-
kaldan sannleika. Gróteskar myndir
Goya af Kenjunum sem við fengum
að sjá bæði í Listasafninu á Akureyri
og Listasafni Reykjavíkur ekki fyrir
löngu fela í sér ámóta teprulausa
ádeilu og þannig mætti áfram halda,
framúrstefnulist síðustu aldar, öfgar
popplistarinnar, á öllum tímum hefur
hluti listamanna sérstaklega fengist
við að skoða og gagnrýna samtíma
sinn og það samfélag sem þeir búa
við, gildismat þess og hugsunarhátt.
Fyrir listamenn sem slíkt liggur á
hjarta er ekki hægt annað að segja
en að við búum við mikið gósenland á
Íslandi í dag, og reyndar heiminum
öllum því miður.
Það er þó sérlega íslenskt sam-
félag sem Ásmundur tekur fyrir á
sýningu sinni í 101 Gallerí, galleríinu
sem er rekið af eigendum Hótel 101
og er nýlegt dæmi um áhuga athafna-
manna- og kvenna á listum í dag.
Ásmundur sýnir veggmynd af
limmói og allnokkur málverk af bros-
geifluðu fólki, auk þess súlur úr bola-
klæddum pappakössum. Málverkin
eru ekki hans sterkasta hlið, minna á
sambland af teikningum Hallgríms
Helgasonar, efnisnotkun Gabríelu
Friðriksdóttur og portrettmyndum
Sigríðar Ólafsdóttur, ef til vill allt
með vilja gert. Eftirminnilegustu
verk Ásmundar á sýningunni eru tví-
mælalaust „bolasúlurnar“ umfangs-
miklu þar sem hann hefur haldið
áfram með vinnu sína með stutt-
ermaboli í yfir-yfirstærðum, hér hef-
ur hann troðið bolina út með pappa-
kössum af græjum einhvers konar,
staflað þeim upp og byggt súlur frá
gólfi og upp í loft. Þetta eru eft-
irminnileg verk, nútímaleg og í anda
popplistarinnar en um leið persónu-
leg og rökréttur kafli innan listar Ás-
mundar, en yfirgengilegir skúlptúrar
eru sterkur þáttur í list hans. Ótrú-
legt ummál þessa fatnaðar birtir bet-
ur en orð fá lýst þá hömlulausu
græðgi sem tröllríður samfélaginu,
efnishyggjuna sem er orðin að trúar-
brögðum nýrra kynslóða. Meinfynd-
inn texti Ásmundar sem hann flutti
sem opnunarræðu að sínum hætti af-
hjúpar síðan eins og við á að hér er
enginn undanskilinn, hvorki lista-
maðurinn sjálfur, listunnendur né að-
standendur sýningarsalarins, við er-
um öll saman í þessu.
En þar sem ádeilulist nær stund-
um ekki lengra en að kalla fram kald-
hæðnislegt bros snerta súlur Ás-
mundar við áhorfandanum á
óþægilegan máta. Án þess að setja
sig á háan stall tekst listamanninum
að fá okkur til að líta í eigin barm og
hugsa okkar gang, líka okkur hin
sem ekki eigum hótel og versl-
anakeðjur.
Haltur leið-
ir blindan
MYNDLIST
101 Gallerí
Til 25. febrúar. Opið fim. til lau. frá kl.
14–17.
Ásmundur Ásmundsson
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Ásdís
Í umsögninni segir; „…hér er eng-
inn undanskilinn, hvorki listamað-
urinn sjálfur, listunnendur né að-
standendur sýningarsalarins, við
erum öll saman í þessu. “
Eftirspurn eftir
sjaldgæfum verkum
Munch-safnið hafði verið í eigu
norska skipakóngsins Freds Olsens
frá 3. áratug síðustu aldar, en fjöl-
skyldan ákvað nú að selja mynd-
irnar. Sotheby’s lýsti myndunum
sem besta safni verka Edvards
Munch sem nokkurn tíma hefði
komið í almenna sölu. Að sögn upp-
bjóðenda var salan á Sumardegi
merkilegasta sala á Munch-
málverki síðan Stúlkur á brú var
keypt árið 1996 á 440 milljónir. Að
sögn starfsmanna Sotheby’s komu
kaupendur ekki einungis frá hefð-
bundnum slóðum eins og Bandaríkj-
unum og Evrópu, heldur einnig
Rússlandi og Austurlöndum fjær.
SAFN málverka eftir norska list-
málarann Edvard Munch seldist
fyrir tæpa tvo milljarða króna á
uppboði Sotheby’s í London í vik-
unni.
Meðal seldra verka eru Sum-
ardagur frá 1904, sem er dýrasta
selda Munch-málverk til þessa;
seldist á tæpar 670 milljónir króna.
Dýrasta málverkið sem seldist á
uppboðinu, sem einskorðaðist við
list impressjónista, var hins vegar
eftir Paul Gauguin, Tvær konur frá
árinu 1902, sem seldist fyrir tæpa
1,3 milljarða króna. Talskona
Sotheby’s sagði andrúmsloftið á
uppboðinu hafa verið rafmagnað.
Munch fyrir tvo milljarða
Reuters
Kona skoðar Sumardag eftir Edvard Munch, sem seldist á um 670 milljónir
króna á uppboði Sotheby’s í vikunni.
FRÉTTIR
mbl.is
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Rokksveit
Rúnars Júlíussonar
Leikhúsgestir! Munið glæsilega matseðilinn
Stóra svið
SALKA VALKA
Fi 16/2 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING!
WOYZECK
AUKASÝNINGAR
Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20
Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
AUKASÝNINGAR UM PÁSKANA!
CARMEN
Í kvöld kl. 20 Su 19/2 kl. 20
Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20
Lau 4/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Í dag kl. 13 FORSÝNING MIÐAV. 1.000- kr
Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT
Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14
Lau 26/2 kl. 14 Lau 4/3 kl. 14
Su 5/3 kl. 14 Lau 11/3 kl. 14
Nýja svið / Litla svið
MANNTAFL
Mi 22/2 kl. 20 AUKASÝNING
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 16/2 kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS.
Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Í kvöld kl. 20 UPPS. Lau 11/2 kl. 20 UPPS.
Lau 18/2 kl. 20 UPPS. Su 19/2 kl. 20 UPPS.
Fi 23/2 kl. 20 Fö 24/2 kl. 20
Lau 4/3 kl. 20 Su 5/3 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Su 12/2 kl. 20 Mi 1/3 kl. 20
NAGLINN
Lau 11/2 kl. 20 UPPS. Su 12/2 kl. 20
Su 19/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20
HUNGUR
FORSÝNINGAR, MIÐAV. 1.200- Kr.
Má 13/2 kl. 20 Mi 15/2 kl. 20 UPPSELT
Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 17
Lau 18/2 FRUMSÝNING UPPSELT
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI
2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 - NOKKUR SÆTI LAUS
4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 - 5. sýn. fös. 24. feb. kl. 20 - 6. sýn. sun. 26. feb. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
KYNNING FYRIR SÝNINGU (fyrir utan frumsýningu)
Kynning á verkinu og uppsetningu þess er í boði Vinafélags Íslensku óperunnar.
Kynningin hefst kl.19.15 og er innifalin í miðaverði.
MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17
W.LEIKFELAWW G.IS
ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS
Fullkomið brúðkaup - síðustu sýningar!
Fös. 10. feb. kl. 20 UPPSELT
Fös. 10. feb. kl. 23 AUKAS. - Örfá sæti laus
Lau. 11. feb. kl. 19 UPPSELT
Lau. 11. feb. kl. 22 UPPSELT
Fös. 17. feb kl. 19 AUKASÝNING - Laus sæti
Lau. 17. feb kl. 22 AUKAS. - Örfá sæti laus
Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT
Lau. 18. feb kl. 22 Örfá sæti - Síðasta sýning!
Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu.
Maríubjallan
Mið. 15. feb. kl. 20 FORSÝNING - UPPSELT
Fim. 16. feb. kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT
Sun. 19. feb. kl. 20 2.kortas - UPPSELT
Fim. 23. feb kl. 20 3.kortas - UPPSELT
Fös. 24. feb. kl. 19 4.kortas
Lau. 25. feb. kl. 19 5.kortas - UPPSELT
Lau. 25. feb. kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti
Fim. 2. mars kl. 20 6.kortas
3/3, 4/3, 10/3, 11/3, 17/3, 18/3
FÖS. 10. FEB. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖS. 17. FEB. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FIM. 23. FEB. kl. 20
FÖS. 3. MAR. kl. 20
MIND CAMP
eftir Jón Atla Jónasson
SUN. 12. FEB.
SUN. 19. FEB.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
EF
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
VESTMANNAEYJAR
ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT
KL. 11 - UPPSELT
KL. 13 - UPPSELT
Námsmenn og vörðufélagar frá miðann
á 1000 kr. í boði Landsbankans
TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI
Leikfélagið
Snúður og Snælda
sýnir leikritið
Glæpir og Góðverk
Byggð á verki Antons Delmer,
„Don´t utter a note“
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson
Þýtt og staðfært af
Sigrúnu Valbergsdóttur
Sýningar í Iðnó
Frumsýning sunnudaginn
12. febrúar kl. 14.00
2. sýning miðvikudaginn
15. febrúar kl. 14.00
3. sýning sunnudaginn
19. febrúar kl. 14.00
4. sýning miðvikudaginn
22. febrúar kl. 14.00
Sýningar eru miðvikudaga
og sunnudaga kl. 14.00
Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700
www.midi.is
Miðaverð kr. 1.200