Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalbjörg Sól-rún Einarsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 19. september
1953. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness miðvikudaginn
1. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Berg-
þóra Árnadóttir, f. í
Holti á Barðaströnd
12. mars 1918, d. 8.
sept 2005, og Einar
J. K. Árnason frá
Hólkoti á Reykja-
strönd, f. 7. júní 1923, d. 5. maí
1962. Systur Aðalbjargar eru:
Freyja K. Þorvaldsdóttir, Auður
S. Þorvaldsdóttir, Kristín Einars-
dóttir og Sigurbjörg Einarsdótt-
ir.
Í desember 1972 giftist Aðal-
björg eftirlifandi manni sínum,
Valgeiri Guðmundssyni, f. 14.
mars 1952. Foreldrar hans eru
Jóna Ingibjörg Pedersen og Guð-
mundur Árni Valgeirsson frá
Auðbrekku í Hörgárdal, d. 1976.
Aðalbjörg og Valgeir eignuðust
fimm börn, sem eru: 1) Einar, f.
18. feb. 1974, búsettur á Þing-
eyri. Sambýliskona hans er Lára
Dagbjört Halldórsdóttir, f. 19.
feb. 1985, og eiga þau dótturina
Jovinu Maríönnu, f. 17. nóv.
2005. Með fyrrverandi sambýlis-
konu sinni á Einar soninn Mich-
ael Aron, f. 12. des.
1999. 2) Guðmund-
ur, f. 26. maí 1976,
býr á Akranesi. 3)
Bergþóra, f. 18.
júní 1978, og er
dóttir hennar Elísa-
bet Ósk, f. 9. mars
1998. Þær mæðgur
búa á Akranesi. 4)
Valgerður, f. 6.
febrúar 1987, býr á
Akranesi. 5) Aðal-
geir, f. 5. sept.
1990, d. 18. okt.
sama ár.
Fyrstu ár ævi sinnar bjó Aðal-
björg í Flatey á Breiðafirði en
flutti með fjölskyldu sinni á Hell-
issand og síðan til Reykjavíkur,
en flest bernsku- og unglingsárin
bjó hún í Kópavogi. Eftir að þau
giftu sig bjuggu Aðalbjörg og
Valgeir lengst af á Akranesi þar
sem þau ráku um árabil fyrir-
tæki sem annaðist sorphreinsun
á Akranesi og víðar.
Starfsvettvangur Aðalbjargar
utan heimilis var skrifstofu-
vinna, fyrst á Bæjarskrifstofunni
en aðallega við fyrirtæki þeirra
hjóna. Síðar vann hún um tíma á
Höfða við að aðstoða aldraða við
handavinnu. Við það starf naut
hún sín vel.
Útför Aðalbjargar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma. Núna er þjáning-
um þínum og kvölum lokið og loksins
ertu orðin frjáls. Ég er nokkuð viss
um að miklir fagnaðarfundir hafi
verið þarna hinum megin þegar þú
hittir aftur hann Aðalgeir litla bróð-
ur.
Þrátt fyrir hvernig hlutirnir hafa
verið hérna hjá okkur undanfarin ár
þá hef ég alla tíð elskað þig af öllu
hjarta því að jú, maður á bara eina
mömmu. Góðu minningarnar og
góðu samverustundirnar sem við
áttum saman munu koma til með að
ylja mér um hjartarætur alla tíð og
hjá mér munt þú aldrei verða
gleymd, og stundin sem ég átti með
þér fyrir um tveimur vikum síðan
þegar við vorum bara tvær mun
ávallt vera mér mjög dýrmæt.
Elísabet mun líka sakna þín sárt því
að þú varst besta amma í öllum
heiminum.
Við brottför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða,
og fela honum ævi ár
undina dýpstu að græða.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Takk fyrir allt, elsku mamma mín.
Bergþóra.
Elsku mamma.
Mig langar bara að þakka þér of-
boðslega mikið fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og fyrir að hafa
verið til staðar á sínum tíma. Við
gengum í gegnum súrt og sætt en á
endanum þá varst þú alltaf mamma
mín. Þú ert vonandi komin á betri
stað og farin að njóta samverustund-
anna með honum Aðalgeiri.
Ég hef alltaf og mun alltaf elska
þig.
Elsku móðir mín kær
ætíð varst þú mér nær,
eg sakna þín, góða mamma mín.
Já, mild var þín hönd
er um vanga þú straukst,
ef eitthvað mér bjátaði hjá.
Við minningum þig geymum
og aldrei við gleymum,
hve trygg varst þú okkur og góð.
Við kveðjum þig, mamma,
og geymum í ramma
í hjart’okkar minning um þig.
(Gylfi Valberg.)
Þinn sonur,
Guðmundur.
Elsku mamma mín. Þá ertu farin.
Hætt að þjást og kveljast og komin
til ömmu og afa, og ekki má gleyma
honum Aðalgeiri bróður. Loksins er
hann búinn að fá mömmu til sín.
Mér finnst leitt hvernig samskipti
okkar hafa verið síðustu árin en þó
er ég svo fegin því að við vorum
orðnar sáttar og að við gátum átt
tíma saman aftur. Síðasta hálfa árið
er mér svo dýrmætt, þessar stundir
með þér, þeim mun ég aldrei
gleyma.
Ég elska þig svo mikið
og mig langar svo til að segja þér af hverju
Það eru margar ástæður fyrir því að ég
elska þig
Þú ert besta mamman í öllum heiminum
Ég á þér svo margt að þakka
Ég er svo stolt yfir því að vera dóttir þín
Það er svo margt sem þú hefur kennt mér
um lífið og tilveruna
Ég veit að ég væri ekki sú manneskja sem
ég er
í dag ef ég hefði ekki átt þig að
Mig langaði bara svo mikið til að segja þér
hve mikils ég met þig
Ég hef allt of oft tekið þig sem sjálfsagðan
hlut
En það sem máli skiptir er að þú vitir að ég
elska þig.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Valgerður.
Hún var yngsta barn foreldra
sinna og eina barn þeirra saman.
Sem stóra systir man ég enn eft-
irvæntinguna og óþolinmæðina eftir
að barnið kæmi í heiminn og svo fal-
legu litlu systur mína með dökka
hrokkna hárið loks þegar ég sá hana
í vöggunni.
Ég man þegar hún var skírð um
jólin heima í stofunni á Bergi í Flat-
ey, og hvað mér þótti erfitt að muna
nöfnin hennar, Aðalbjörg Sólrún.
Við vorum flutt í Kópavog og Að-
albjörg ekki orðin níu ára þegar Ein-
ar, pabbi hennar, lést af slysförum.
Það var auðvitað mikið áfall okkur
öll og ekki síst hana sem var mjög
hænd að pabba sínum og elti hann
eins og skugginn þegar hann var
heima. Á þessum árum var ekki sér-
staklega verið að styrkja börn sem
orðið höfðu fyrir áföllum, en ég hef
stundum velt því fyrir mér hvort það
hefði einhverju breytt ef svo hefði
verið raunin í hennar tilfelli.
Aðalbjörg varð snemma kotroskin
og fullorðinsleg í fasi og undi sér vel
með eldra fólki og sat gjarnan
löngum stundum með ömmu okkar
Guðbjörgu og bar sig til við að
prjóna eins og hún, enda varð alls
konar handavinna það sem hún undi
sér best við alla tíð. Ung hélt hún
myndarheimili, hlýlegt og notalegt,
og sá um lítil börn jafnframt því að
vinna að uppbyggingu fyrirtækisins.
Allt lék í höndunum á henni, hún var
iðin og vandvirk og mátti ekki vamm
sitt vita í neinu. Einbeitt gekk hún
að hverju verki, hvort sem um var að
ræða á heimilinu eða annars staðar,
og hætti ekki fyrr en öllu var snyrti-
lega lokið.
Þótt hún gæti verið snögg upp á
lagið og þrjósk ef því var að skipta,
var hún hógvær í fasi, ljúf og góð og
vildi öllum vel. En með tímanum
gerðist eitthvað og þá fór að halla
undan fæti.
Saga Aðalbjargar verður ekki
sögð svo nokkru nemur í stuttri
minningargrein, en minnir okkur á
hve tilveran getur verið fallvölt og að
ekki fara alltaf saman gæfa og
gjörvileiki. Hún missti tökin á tilver-
unni, ánetjaðist áfengi og missti allt
sem áður hafði verið hennar líf. Hún
lenti í hyldýpi óreglu og örvænting-
ar, var týnd sjálfri sér og öðrum og
bjó við nöturlegar aðstæður árum
saman. Hún var litin hornauga hvar
sem hún kom og mætti fordómum
jafnt sinna nánustu sem annarra.
Víst er að ég, systir hennar, sýndi
henni takmarkaða þolinmæði og
skilning á því sem ég taldi í fáfræði
minni að hún ætti að hafa fulla stjórn
á sjálf.
Þrátt fyrir allt voru ljúfmennska
Aðalbjargar og aðrir eðliskostir
aldrei langt undan og gerðu það að
verkum að til var fólk sem vildi
greiða götu hennar og aðstoða á all-
an hátt ef hún vildi breyta um stefnu
í lífinu. Það dugði ekki til.
Fyrir nokkrum árum greindist
hún með krabbamein, sem með tím-
anum varð öllu yfirsterkara. Síðustu
mánuðirnir voru henni mjög erfiðir
en jafnframt gjöfulir og góðir. Sár-
þjáð og einangruð náði hún
tengslum og sátt við börnin sín og
aðra henni nákomna og öðlaðist virð-
ingu þeirra sem fylgdust með því
hvernig hún af æðruleysi og stolti
tókst á við örlög sín síðustu dagana.
Hún vildi gera hlutina sjálf en ekki
að aðrir gerðu þá fyrir hana. Hún
vildi ganga eftir sjúkrahúsganginum
en ekki vera keyrð í hjólastól, hún
vildi halda sjálf um kaffibollann sinn
en ekki þiggja annarra hjálp við það.
Hún vildi kveikja sjálf í sinni sígar-
ettu. Örfáum dögum fyrir andlátið
vildi hún ekki hafa neinn hjá sér yfir
nóttina, „mér finnst ég þá vera svo
aum“ sagði hún. Andstæðurnar í lífi
hennar voru þarna svo augljósar.
Annars vegar var hún svo lítil og
brothætt, hins vegar svo stór og
stolt.
Aðalbjörg var síðustu vikurnar á
Sjúkrahúsi Akraness þar sem hún
andaðist stuttu fyrir miðnætti mið-
vikudaginn 1. feb. sl., umkringd sín-
um nánustu sem höfðu vakað yfir
henni síðustu sólarhringana.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka starfsfólki sjúkrahússins fyrir
frábæra umönnun og hlýhug fyrr og
síðar.
Einnig bestu þakkir til allra
þeirra sem reyndust Aðalbjörgu vel í
erfiðleikum hennar.
Ég finn það vel hve mér fallvalt er;
ég fótviss er ei því miður!
En alltaf er vakað yfir mér
og einhver mig jafnan styður.
Og yfir blómvöll sem eyðihjarn
er ég leiddur sem lítið barn, lítið barn!
Það oft sem hollvinar handtak er
ég hlýtt og öruggt finni,
þó hann sé, vinurinn, hulinn mér,
og hverfi því oft úr minni.
Og rökin hans hafa reynst mér trygg.
Hans handleiðslu ég með þökkum þigg,
þökkum þigg.
Ég reyni að gera sem get ég best
og greiða mér sjálfur veginn.
En ekkert betur fær hugann hresst,
þá hretviðrum er ég sleginn,
en vissan að máttug, hulin hönd
mun leiðbeina mér að lífsins strönd, lífsins
strönd.
Nú ævinnar glaður geng ég braut,
og grjót mig ei lengur særir.
Hver einasta gleði, hver einasta þraut
mér einhverja blessun færir.
Ég stend ekki einn … mér er einhver við
hlið.
Hann leiðir mig sífellt í sólskinið, sólskinið!
(Grétar Fells.)
Í dag verður Aðalbjörg jarðsett í
Akraneskirkjugarði við hlið litla
drengsins síns sem hún syrgði alla
tíð.
Ég kveð elsku hjartans systur
mína. Guð gefi henni hvíld og ró.
Freyja.
Mamma varð ung einstæð móðir.
Með okkur systurnar þrjár. Við
bjuggum með mömmu um tíma í
Flatey á Breiðafirði, hjá elskulegum
móðurafa okkar Árna J. Einarssyni
og móðurbróður Hafliða.
Þar vorum við kallaðar „systurnar
á Bergi“. Við bjuggum um tíma á
Hellissandi og þar vorum við kall-
aðar „stelpurnar á Stöðinni“.
Það voru alltaf við fjórar; mamma
og við systurnar þrjár, en um nokk-
urra ára skeið voru það við fjórar og
móðuramma Guðbjörg.
Ég á mér margar minningar um
systur mína Aðalbjörgu. T.d. þar
sem hún sat kornung við hliðina á
ömmu Guðbjörgu og prjónaði ömmu
til samlætis, amma á fimm prjóna
Aðalbjörg á einn (prjón).
Þar sem Aðalbjörg stóð langtím-
um saman fyrir framan spegilinn og
gerði hárið flott með brilljantíni.
Einnig þar sem hún var uppi í rúmi á
morgnana og amma Guðbjörg færði
henni fullan disk af skyri með rjóma
sérhrærðum fyrir hana. Eða amma
færði henni bolla af „uppáhellingi“
ásamt mola.
Einnig þar sem hún dundaði við
litabækurnar eða með dúkkulísurn-
ar sínar. Líka að leik með eldspýtur
til húsagerðar og fatatölur í stað
fólks.
Hún var smávaxin og nett, en eins
og sagt er „margur er knár þótt
hann sé smár“ og það var oft við-
kvæðið þegar hún hafði afrekað eitt-
hvað.
Öll handavinna lá vel fyrir henni
hvort heldur var hekl, saumur eða
prjón svo þar er hægt að vitna í
minningu mína hér fyrr og segja
„snemma beygist krókur“.
Ung kynntist hún eftirlifandi
manni sínum og fylgdi honum hvert
sem var, alltaf.
Þau eignuðust fimm börn, þrjá
syni og tvær dætur, en yngsta barn-
ið, sonur, dó vöggudauða aðeins sex
vikna gamall. Við það var eins og til-
verunni væri kippt úr sambandi.
Ég hef alltaf elskað Aðalbjörgu
systur mína afar heitt, en hafði
kannski ekki þau tækifæri á stund-
um til að tjá henni það en vona samt
og held að hún hafi, innst inni, aldrei
efast um það.
Af fjóreykinu erum við bara tvær
eftir, Freyja systir og ég, því í sept-
ember sl. dó mamma og eru því að-
eins fimm mánuðir sem líða á milli
dauða mömmu og Aðalbjargar.
Með miklum söknuði kveð ég syst-
ur mína Aðalbjörgu og hugsa um
hvað lífið hefði getað orðið öðruvísi
ef hún hefði ekki beygt af braut. En
ég vona að braut næstu tilveru verði
ekki eins þyrnum stráð og sú, sem
hún síðast gekk.
Einnig býr sú von í brjósti að litli
sonurinn, Aðalgeir, sem fór svo fjótt,
geti liðsinnt henni á nýrri braut,
ásamt mömmu og öllum hinum ást-
vinunum, sem gengnir eru.
Sælt er að fara af þessari grund,
koma á hina, mæta á hans fund.
Því hann græðir sárin, læknar öll mein,
því Guðs höndin milda er göfug og hrein.
Með kærleika sínum, höndunum tveim,
læknar hann alla, sem búa við mein.
(Höf. ók.)
Að lokum vil ég þakka kærri syst-
ur minni fyrir þann tíma, sem við
gengum samstiga
Auður S. Þorvaldsdóttir.
Sumar frænkur verða alltaf ungar
og fallegar og brosmildar í minning-
unni, þó að upp skjóti kollinum inn á
milli myndir af gamalli konu fyrir
aldur fram hallandi undir flatt.
Sumar frænkur hekla og prjóna
barnaföt af myndarskap en þær
missa líka niður lykkjur í prjónlesi
lífsins.
Hver og einn á sinn rétt til að taka
eigin ákvarðanir. Það kallast hinn
frjálsi vilji. Því stingur það í hjartað
að horfa upp á sína nánustu og vita
að það er ekkert hægt að hjálpa,
nema kannski með góðum hugsun-
um. Ég veit ekki hvort hægt er að
kalla alkóhólisma frjálsan vilja. En
ég veit að þegar einhver afþakkar
hjálp er ekki hægt að veita hana.
Sumar frænkur eru einstakar og
enginn kemur í staðinn.
Bless, Aðalbjörg, og sjáumst síð-
ar, ég hef alltaf dáðst að þér.
Anna Leif.
Aðalbjörg Sólrún Einarsdóttir
frænka mín, litla systir hennar
mömmu minnar, er dáin.
Hugur minn reikar um lífshlaup
frænku minnar sem oft á tíðum var
erfitt og brösótt.
Þrátt fyrir erfiðleikana fann ég
svo vel að frænka mín var söm.
Þegar ég hitti hana, eftir að hafa
ekki verið í tengslum við hana lengi,
fann ég að hún var hún, látlaus,
æðrulaus og sjálfstæð. Hún hélt
sinni reisn fram á síðasta dag og
vildi gera hlutina sjálf og á sinn hátt.
Það gleður mig óendanlega að hafa
fengið tækifæri til þess að njóta
samvista við hana frænku mína síð-
ustu vikur hennar, það gleður mig
einnig að hún átti góð jól í faðmi
barnanna sinna þar sem þau gátu
nálgast hvert annað á ný.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn eignaðist Aðalbjörg, eða Abbú
eins og ég ávallt kallaði hana, sitt
fimmta, hún eignaðist fallega litla
Aðalgeir. Mikill skuggi féll yfir fjöl-
skylduna þegar litli drengurinn var
aðeins sex vikna gamall en þá dó
hann vöggudauða. Við þessa miklu
sorg missti frænka mín fótanna og
má segja að þá hafi líf hennar stefnt
á verri veg með hverju árinu sem
leið.
Kæru frændsystkini mín, Einar,
Gummi, Bergþóra og Valgerður,
mikið hefur verið á ykkur lagt, ég er
svo stolt af ykkur. Stolt yfir því hvað
þið umföðmuðuð mömmu ykkar síð-
ustu dagana, hvað þið standið saman
og eruð búin að vera dugleg síðustu
daga. Ég sendi ykkur, börnum ykk-
ar og Valgeiri samúðarkveðjur.
Ég bið Guð að blessa elskulega
frænku mína. Í huga mér sé ég
ömmu taka á móti henni með Að-
algeir sér við hlið. Saman ganga þau
í ljósið hönd í hönd.
Ásta Pála Harðardóttir.
Elsku Aðalbjörg. Nú þegar ég
kveð þig í hinsta sinn þá leita minn-
ingar á hugann um litla telpu, sem
kom til mín með rúllur í hárinu til að
bjóðast til að passa son minn. Hann
væri svo fallegur í framan. Svo átti
ég annan son sem þú passaðir líka.
Þegar þeir fóru að tala nenntu
þeir ekki að segja Aðalbjörg svo þeir
kölluðu þig bara Abbú, og þegar
mikið var um að vera kölluðu þeir
þig bara litlu mömmu.
Elsku Abbú mín. Ég þakka þér öll
árin sem þú varst hjá mér, fyrir
drengina mína og allt sem þú varst
mér. Ég veit að Bogi tekur vel á móti
litlu mömmu.
Ég sendi fjölskyldu þinni samúð-
arkveðju frá okkur Jenna.
Bára.
Mín kæra gamla vinkona. Þá er
komið að leiðarlokum eftir erfið og
allt of löng veikindi. Við höfum
þekkst lengi eða vel yfir 20 ár. Í þá
AÐALBJÖRG
SÓLRÚN
EINARSDÓTTIR