Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 29 UMRÆÐAN ÉG LÝSI yfir ánægju minni með störf sjávarútvegsráðherra. Nú ný- verið kynnti hann frumvarp sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um tak- markanir á kvótaeign í krókaafla- markskerfinu. Í frumvarpinu kemur m.a. fram að sama félagið megi ekki eiga meira en sem svarar 6% af þorsk- kvótanum og 9% af ýsukvótanum. Með þessu fyrirkomulagi verður tryggt að minni og meðalstór fyrirtæki, allan hringinn í kring- um landið, muni áfram starfað í greininni. Ekki er hér eingöngu um öflugt byggðasjón- armið að ræða heldur gleðst ég einnig yfir þeirri staðreynd að stærri fyrirtæki fái áfram mikilvæga samkeppni frá smærri matvælafyrirtækjum sem alla jafnan versla hráefni sitt á fisk- mörkuðum. Það getur ekki talist gagnrýnivert að feta þessa leið. Hér á landi er einungis ein útgerð (Stakkavík í Grindavík) sem rekur sig undir kvótaþakið eftir breytingar en það félag er tvisvar til þrisvar sinnum stærra en önnur stærsta út- gerðin í krókaaflamarkskerfinu. Það er rétt að það komi skýrt fram að söluverð á aflaheimildum í báðum kerfunum nálgast nú að vera það sama. Því er Stakkavík ekkert til fyrirstöðu við að halda áfram á sinni góðu braut og kaupa aflaheimildir í stóra kerfinu. Reyndar hefði ég talið að fyrirtækið myndi styrkja sína stöðu á markaði með því að tryggja enn áreiðanlegra flæði hráefnis fyrir landvinnslu sína með því að gera út, samhliða litla kerfinu, stóran og öfl- ugan fiskibát í stóra kerfinu. Áreið- anleiki afhendinga er dýrmætur í augum erlendra kaupenda, þá sér- staklega þeirra sem versla með ferskar sjávarafurðir enda lítil lag- erstaða raunin hjá kaupendum ferskra afurða eins og gefur að skilja. Ég er afar sáttur við þessa ákvörðun ráðherra og tel hana vera skref til aukinnar sáttar í íslenskum sjávarútvegi. Fyrirkomulag á leigu aflaheimilda Það er ekki heiglum hent að ná fram niðurstöðu þar sem allir eru al- gjörlega sáttir. Hugsanlega er það ekki gerlegt. Ég tel þó mikilvægt að fyrirkomulag á leigu aflaheimilda verði breytt í nánustu framtíð. Það er óeðlilegt að leiguverð aflaheim- ilda skuli ekki sveiflast með mark- aðsaðstæðum. Hátt gengi krón- unnar hefur t.a.m. ekki lækkað leiguverðið né heldur hefur leigu- verðið lækkað eftir að nýja kvótaárið hófst nú síðustu áramót hjá samkeppnisþjóðum hér austan við Atlants- hafið en mikill fiskur flæðir nú yfir okkar mikilvægustu fersk- fiskmarkaði í Evrópu, þá helst frá Noregi. Að mínu mati mætti skoða þann möguleika að hið rafvædda upp- boðskerfi fiskmark- aðanna sjái alfarið um leigu aflaheimilda. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að út- gerðarmenn á leigumarkaði nýti kosti hins rafvædda kerfis eins og fiskkaupmenn. Þau skilyrði fyrir slíku fyrirkomulagi eru að leigusali geti ekki lagt inn lágmarksverð fyrir leiguverðinu heldur eins og selj- endur sjávarafla treysti á lögmálið um framboð og eftirspurn hverju sinni. Ég tel að leiguverð aflaheim- ilda verði að fylgja markaðs- aðstæðum, annað er óeðlilegt. Loðnukvóti gefinn út Nú er svo komið að loðnan hefur fundist í veiðanlegu magni og gefinn hefur verið út loðnukvóti til ís- lenskra fiskiskipa. Sjaldan er ein báran stök segir máltækið. Á dög- unum kom Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fram og sagði hafið sem eyðimörk yfir að líta eftir letilega veru um borð í loðnuskipi í árlegri loðnuleit þar sem ekkert fannst. Svo hefur sannast fyrir alþjóð að þing- maðurinn er ekki einvörðungu at- kvæðafæla hin mesta heldur einnig fiskifæla. Að öllu gamni slepptu hefur komið í ljós í störfum ráðherra að ákveðnar takmarkanir hafa verið settar fram á notkun flottrolls við loðnuveiðar og er það vel. Fyrir liggur að rann- sóknir á vegum Hafró eru í gangi um hver hin eiginlegu áhrif flottrolls- veiða eru á loðnuna. Þegar mat Hafró á áhrifunum liggur fyrir verð- ur að teljast eðlilegt að ráðherra meti stöðuna á nýjan leik og taki ákvarðanir út frá væntanlegum nið- urstöðum. Fleiri ákvarðanir bíða ráðherra að mínu viti því áætlað er að hvalir éti árlega að minnsta kosti fimm sinn- um meira af loðnu en sem nemur þeim 210 þúsund tonna kvóta sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út fyrir vetrarvertíðina. Hvenær ákvörðun verður tekin um hval- veiðar í atvinnuskyni veit ég ekkert um en vil þó árétta það sem ég hef áður ritað að samkeppni milli manna og hvala um fæðu er alvarleg og við því verður að bregðast á allra næstu misserum. Þakka sem lásu. Sjávarútvegsráðherra á réttri braut Gunnar Örn Örlygsson fjallar um sjávarútvegsmál ’Þegar mat Hafró ááhrifunum liggur fyrir verður að teljast eðlilegt að ráðherra meti stöðuna á nýjan leik og taki ákvarðanir út frá vænt- anlegum niðurstöðum.‘ Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður í þingflokki sjálfstæðismanna. ÁRIÐ 1997 samþykkti Alþingi ný íþróttalög. Í kjölfarið var sett reglu- gerð fyrir íþróttasjóð. Sjóðurinn skal samkvæmt henni veita framlög árlega til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta: a) sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. b) útbreiðslu- og fræðsluverkefna c) íþróttarannsókna d) verkefna samkvæmt 13. grein íþróttalaga (lagagreinin er um stofn- un og rekstur íþróttamiðstöðva). Í reglugerðinni eru sett fram skil- yrði fyrir veitingu styrkja sam- kvæmt b-lið og tilgangur styrkja til „rannsókna- og þróunarverkefna“ nánar skilgreindur og segir þar að við mat á styrk til slíkra verkefna skuli fyrst og fremst farið eftir fræðilegu og hagnýtu gildi þeirra. Íþróttanefnd metur styrkumsóknir Það er íþróttanefnd ríkisins sem hefur umsjón með íþróttasjóði. Hún metur umsóknir um styrki úr sjóðn- um og gerir síðan tillögu til mennta- málaráðherra um úthlutun styrkj- anna. Nefndin er skipuð 5 mönnum samkvæmt tilnefningum mennta- málaráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga, ÍSÍ, UMFÍ og Kenn- araháskóli Íslands (KHÍ), þ.e. íþróttaskor. Yfirleitt fer lítið fyr- ir íþróttanefnd rík- isins. Hún básúnar ekki verk sín. Um út- hlutanir hennar úr íþróttasjóði gegnir sama máli. Þeim er ekki flíkað. Frá þeim er ekki skýrt í dag- blöðum eins og tíðkast þegar aðrir almennir sjóðir eiga í hlut. Síð- ustu þrjú árin hefur íþróttanefndin þó birt lista yfir styrkina á vefsíðu mennta- málaráðuneytisins. Á listanum í ár má sjá ítarlegar upplýsingar um styrkveitingarnar. Sá slæmi ann- marki er á listanum að styrkjum til útbreiðslu- og fræðsluverkefna er blandað saman við styrki til íþrótta- rannsókna þannig að örðugt er að greina þar á milli. Viðunandi vinnubrögð? Styrkveitingar úr almennum sjóð- um eru oft umdeildar. Minni ég á ný- leg skrif í Lesbók Morgunblaðsins um Menningarsjóð. Um styrkveit- ingar íþróttasjóðs má einnig deila. Þær eru ekki skotheld- ar, allra síst þær sem veittar eru til út- breiðslu- og fræðslu- verkefna eða íþrótta- rannsókna. Raunar virðist þannig staðið að málum hjá íþrótta- nefnd að ástæða er til að vekja athygli á vinnubrögðum hennar. Styrkir úr íþróttasjóði skipta máli fyrir þá sem þá hljóta, jafnvel þótt oftast sé um litlar upphæðir að ræða. Fræðimenn í íþróttum hljóta ekki svo auðveldlega styrki til fræðistarfa úr almennum sjóðum. Sú alkunna og sjálfsagða regla gildir við styrkveitingar úr almenn- um sjóðum að hlutleysis skuli gætt gagnvart umsækjendum. Sömuleiðis að sanngjarnt mat skuli lagt á um- sóknir þeirra. Þessi regla hlýtur að eiga að gilda hjá íþróttasjóði. En er það svo? Er sannleikurinn ef til vill sá að íþróttanefndin kasti henni fyr- ir róða þegar henta þykir? Að hygla sér og sínum Af ýmsum styrkveitingum íþróttanefndar verður ekki betur séð en að sumir umsækjenda séu betur séðir en aðrir. Það er t.d. ljóst að ÍSÍ (framkvæmdastjórn eða nefndir), UMFÍ og KHÍ (stofnanir eða kennarar) eiga greiðan aðgang að styrkjum úr sjóðnum, annaðhvort til útbreiðslu- og fræðsluverkefna eða íþróttarannsókna. Skyldi skýr- ingin á því vera sú að ÍSÍ, UMFÍ og KHÍ eiga fulltrúa í íþróttanefnd sem glaðbeittir taka að sér að meta styrkumsóknir? Gæta þessir fulltrú- ar hlutleysis eða hygla þeir sér og sínum? Minnt skal á 9. grein íþrótta- laga. Hún hljóðar svo: „Um styrki úr ríkissjóði til starfsemi landssamtaka íþróttafólks fer eftir ákvörðun Al- þingis í fjárlögum. Við síðustu úthlutun (2006) úr íþróttasjóði fékk ÍSÍ fjóra styrki, samtals að upphæð kr. 800.000. Einn styrkjanna er til að halda íþrótta- læknisfræðiráðstefnu á árinu. Meðal annarra sem styrki fengu voru tveir kennarar við KHÍ, samtals að upp- hæð kr. 800.000. Þessi upphæð mun vera nálægt því helmingurinn af því fé sem íþróttasjóðir veittu til íþróttarannsókna þetta árið! Þar fyrir utan fékk KHÍ (íþróttafræða- setur) styrk að upphæð kr. 200.000 til útiskóla. Á árinu 2005 fékk UMFÍ einn styrk til útbreiðslu- og fræðslu- verkefna (300.000). Ekki í fyrsta skipti! ÍSÍ hlaut sama ár tvo styrki. Annar þeirra var einnig veittur KHÍ (verkefnið ekki gefið upp á vefsíðu ráðuneytisins) en hinn fékk skóla- íþróttanefnd ÍSÍ. Í skólaíþrótta- nefndinni á sæti deildarstjóri (íþróttamála) í menntamálaráðu- neytinu sem líklega kemur nálægt styrkveitingum úr íþróttasjóði! KHÍ fékk sömuleiðis tvo styrki á árinu 2005 (annar styrkurinn fór til Rannsóknarstofnunar KHÍ). Hvorugt verkefnið er gefið upp á vefsíðu ráðuneytisins en samtals hljóða styrkirnir til KHÍ upp á kr. 680.000. Úrbóta er þörf Með þessum skrifum er ekki verið fárast yfir þeim styrkjum sem ÍSÍ, UMFÍ og KHÍ hafa fengið úr íþróttasjóði á undanförnum árum. Styrkirnir hafa eflaust komið í góðar þarfir. En íþróttanefndin hafnaði á sama tíma umsóknum annarra sem ekki nutu þeirrar sérstöðu að eiga fulltrúa í nefndinni. Vinargreiðar hjá íþróttanefnd ríkisins Ingimar Jónsson fjallar um íþróttasjóð, íþróttanefnd og styrkveitingar til íþróttamála ’Styrkirnir hafa eflaustkomið í góðar þarfir. En íþróttanefndin hafnaði á sama tíma umsóknum annarra sem ekki nutu þeirrar sérstöðu að eiga fulltrúa í nefndinni.‘ Ingimar Jónsson Höfundur er íþróttafræðingur. Marteinn Karlsson: „Vegna óbil- gjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábáta- eigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn ev- angelísk-lútherski vígsluskilning- ur fari í bága við það að gefa sam- an fólk af sama kyni …“ Helgi Hjörvar styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Birgir Dýrfjörð styður Björk Vil- helmsdóttur í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Margrét Frímannsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Atli Vigfússon styður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri. Jóhann Alfreð Kristinsson styð- ur Sigurð Örn Hilmarsson í kosn- ingum til stúdentaráðs í HÍ. Haukur Sveinsson styður Björk Vilhelmsdóttur í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Elísabet Hjörleifsdóttir styður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Ágúst Ólafur Ágústsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sig- rúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fréttasíminn 904 1100 VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfelldur skóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.