Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 27
Morgunblaðið/Ómar
Besti stóll í heimi. Það er
kært með Hrafnhildi og
langalangömmustólnum.
EINN er sá stóll sem er Hrafn-
hildi Viðarsdóttur kærari en aðr-
ir stólar, enda hefur hann verið
hluti af lífi hennar frá því hún
man eftir sér. „Langalangamma
mín, Lilja Friðriksdóttir, hús-
móðir á Kötluhól í Leiru þar sem
nú er Hólsvöllur, fékk þennan
stól í sextugsafmælisgjöf hinn 22.
ágúst árið 1921. Hann er því
kominn til ára sinna, orðinn 85
ára gamall garmurinn. Lilja bjó
hjá dætrum sínum Maríu og Mar-
gréti þar til hún dó, en þá gekk
stóllinn í arf til Margrétar þar
sem hún var yngst af börnum
Lilju. María fékk hann svo þegar
Margrét systir hennar dó en þeg-
ar hún fór á elliheimili gekk
stóllinn í arf til móður minnar,
Maríu Grétu Ólafsdóttur, sem
aftur er yngst barna föður síns
Ólafs, sem var bróðursonur Mar-
íu. Mamma gaf mér svo stólinn
þegar ég flutti að heiman þar
sem ég er yngsta barn hennar.
Ég geri fastlega ráð fyrir því að
mitt yngsta barn muni svo taka
við stólnum þegar þar að kemur
til að viðhalda þessari skemmti-
legu hefð.“
Hrafnhildur segir stólinn æv-
inlega hafa verið í miklu uppá-
haldi hjá sér og sér hafi sem
krakka þótt mjög gaman að leika
sér í honum. „En það var ekki
síður gott að sitja í honum og
lesa eða slaka á.“
Álög á skammel
sem fylgir stólnum
Móðir hennar lét yfirdekkja
hann fyrir nokkrum árum því
hann var orðinn gatslitinn.
„Enda vorum við systurnar bún-
ar að hnoðast í honum frá því við
vorum litlar, en upphafleg
bólstrun hefur haldið sér. Hann
er eins og nýr eftir andlitslyft-
inguna og ég tók hann með mér
þegar ég flutti hingað suður fyrir
fjórum árum,“ segir Hrafnhildur
sem er fædd og uppalin á Sauð-
árkróki en býr nú í Hafnarfirð-
inum, en Lilja langalangamma
hennar bjó einmitt þar hjá dætr-
um sínum, þannig að stóllinn er
kominn aftur á heimaslóðir eftir
langa dvöl norður í landi. „Þess-
um stól fylgir skammel sem er
enn fyrir norðan, en það brotnaði
fyrir meira en tuttugu árum og
pabbi hefur í mörg ár ætlað að
laga það, en við höldum að á
skammelinu hvíli einhvers konar
álög, því hann fær sig af ein-
hverjum ástæðum ekki til þess að
gera við það.“
HLUTUR MEÐ SÖGU | Langalangömmustóll sem gengur til yngsta barns fyrri eiganda
Garmurinn
frá bernskunni
á Króknum
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 27
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
fyrir fagurkera á öllum aldri
horft til austurs
flæði eða fúnksjónasískt ævintýri traust og
tímalaust einfaldleikinn í fyrirrúmilitríkir listaréttir
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 02 2006
Tímaritið
Lifun fylgir
Morgunblaðinu
í dag
Vor- og sumarlisti
Vor- og sumarlisti frá Freemans er kominn
út. Í listanum er fatnaður fyrir konur og karla
og yngstu kynslóðina svo og sængurföt og
rúmteppi.
Boðið er upp á 100%
endurgreiðslurétt á þeim
vörum sem viðskiptavinir
þurfa að skila. Hægt er að
kaupa sumarlistann í
verslun Freemans eða
panta hann í síma 565
3900. Vörulistinn kostar
600 krónur. Á www.free-
mans.is er hægt að sjá
meirihlutann af vörunum og þar er netverslun
og hægt að leggja inn pöntun eða
senda inn fyrirspurnir.
Fitty-samlokubrauð
Fitty samlokubrauð
eru komin á markað en
fyrir voru fáanlegar Fitty
bollur og Fitty kjarna-
brauð.
Myllan þróaði Fitty línuna í samráði við
íþróttanæringarfræðinga, einkaþjálfara og
matvælafræðing Myllunnar. Vörurnar í Fitty
línunni innihalda hátt hlutfall af grófu mjöli og
eru þar með ríkar af trefjum, próteini, magní-
um, kalki og E-vítamíni. Þannig veita brauðin
náttúrulega vörn fyrir frumur líkamans,
styrkja tann- og beinvef og bæta orkubúskap
líkamans. Fitty samlokubrauðin fást í öllum
matvöruverslunum.
Kristall Mexican-Lime
Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson hefur kynnt nýja
tegund af kolsýrðu vatni; létt-
kolsýrðan Kristal með mex-
ican-lime bragði. Með því að
nota minni kolsýru en gengur
og gerist er komið til móts við
þá sem sækjast eftir meiri
mýkt í drykknum. Íslenskt
vatn af því tagi hefur ekki ver-
ið í boði áður.
Kristall Mexican-Lime er
með mildu og fersku súraldinbragði (lime) og
fæst í 0,5 lítra flöskum.
NÝTT