Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 42

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Málfríður AgnesDaníelsdóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1936. Hún lést á heimili sínu, Háteigi 19 í Keflavík, 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Daníel Ellert Pét- ursson, f. 13. júní 1900, d. 14. júní 1977, og Guðlaug Jónína Jóhannes- dóttir, f. 18. mars 1910, d. 31. maí 1969. Systkini Málfríðar eru: Ein- ar, f. 6. september 1927, d. 8. maí 2001, Vigdís, f. 15. febrúar 1935, Pétur Jóhannes, f. 16. september 1938, d. 26. maí 1979, Jónína Helga, f. 3. september 1940, Frið- gerður Bára, f. 27. nóvember 1942, Örn Sævar, f. 27. nóvember 1942, Gunnlaugur Guðmundur, f. 15. ágúst 1945, d. 30. nóvember 1998, Unnur, f. 19. mars 1947, og Kolbrún, f. 14. september 1948. Hinn 1. janúar 1958 giftist Mál- fríður Magnúsi Jónssyni, f. 16. febrúar 1936. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 30. júní 1902, d. 20. júlí 1980, og Guðrún Mark- úsdóttir, f. 17. mars 1908, d. 6. júlí 1991. Málfríður og Magnús eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigríð- ur, f. 2. mars 1958, gift Einari Hauki Helgasyni, sonur hennar og uppeldissonur hans er Ársæll Páll Óskarsson, synir þeirra eru: Magnús Helgi og Sigurjón Veigar. 2) Ingibjörg Guðrún, f. 1. ágúst 1959, börn hennar eru: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sambýlis- maður Vitor Manuel P. Soares, Málfríður Agnes Kristjánsdóttir, sambýlismaður Hilmar Ævar Jó- hannesson, Emil Örn Emilsson, unn- usta Sunna Lind Ágústsdóttir, og Gunnlaugur Jóhann Emilsson. 3) Krist- björg Jónína, f. 1. ágúst 1959, gift Árna Ingimundar- syni. Börn þeirra eru: Ragna Kristín, Agnes Rut, Pétur Loftur og Eygló Rún. 4) Sjöfn, f. 13. janúar 1961, sambýlismaður Ósk- ar Gunnarsson. Börn hennar eru: Ellen Dana Elíasdóttir, sambýlis- maður Ellert Már Randversson, Jóna Petra Guðmundsdóttir, Magnús Þór Guðmundsson, Hólm- fríður Ósk Guðmundsdóttir og Elís Barri Símonarson. 5) Elísa- bet, f. 14. ágúst 1962, sambýlis- maður Hafþór Óskarsson, dætur þeirra eru: Vaka og Íris. 6) Pétur, f. 3. desember 1966, kvæntur Valerie J. Harris. 7) Sigurborg, f. 1. maí 1977, gift Ásgrími S. Stef- ánssyni, dætur þeirra eru: Birg- itta Rós og Stefanía Ösp. Barna- barnabörn Málfríðar eru átta. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Málfríður og Magnús á höfuð- borgarsvæðinu þar sem þau ólust bæði upp. 1963 fluttust þau til Suðurnesja þar sem þau bjuggu æ síðan, lengst af á Háteigi 19. Mál- fríður starfaði að mestu við versl- unarstörf en síðustu starfsárin vann hún í grunnskólum Reykja- nesbæjar. Útför Málfríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vinátta er eitt af því fallegasta sem þú getur eignast og eitt af því besta sem þú getur orðið. Vinur er lifandi fjársjóður og ef þú átt einn slíkan, þá átt þú eina verðmætustu gjöf lífsins. Vinur er sá sem stendur alltaf við hlið þér gegnum gleði þína og sorgir. Vinur er sá sem þú getur alltaf treyst á, sá sem þú getur alltaf opnað þig fyrir, sú dásamleg- asta persóna, sem alltaf trúir á þig. (Höf. ók.) Jæja, elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Við, eins og svo margir, vildum gjarnan fá tækifæri til að kveðja þig á annan hátt en á prenti, en það er ekki á allt kosið í þessu lífi. Heppin við erum að hafa átt þig að sem mömmu, svo mikill vinur og fé- lagi okkar allra þú varst, hjartahlý, alltaf jákvæð og aldrei langt í brosið. Í ferðalaginu austur á land fyrir stuttu varstu svo ánægð og spennt yfir að hitta Sjöfn og fjölskyldu og koma þeim á óvart með morgunsöng, ekkert vesen þó að langt væri keyrt og þú ekki alveg heil heilsu. Aldrei kvartaðir þú yfir þeim óþægindum sem veikindin hljóta að hafa valdið þér heldur hélst áfram að brosa og passa barnabörnin, með dyggri að- stoð pabba. Þú hafðir gaman af að ferðast og fórst víða, m.a. hinum megin á hnött- inn til að heimsækja Lísu, Haffa og Vöku, og nú síðast til Írlands með systkinum þínum. Önnur ferð sem þú hafðir mikið gaman af var ferðin til Portúgals með pabba. Hvort sem ferðalagið var með okk- ur sem litlum börnum í rútu til Reykjavíkur eða á bíl um Vestfirði á fullorðinsaldri, þá gleymdir þú aldrei góða skapinu og brosinu heima, sem þú kenndir okkur að er svo nauðsynlegt að taka með í ferðalag lífsins. Þú hafðir líka gaman af og varst óþreytandi við að spila, hvort sem það var við pabba, okkur krakkana, eða barnabörnin sem þó varla voru sum hver nógu gömul til að skilja um hvað spilið snerist, en þú gast alltaf gert spilið skemmtilegt og spennandi fyrir þau svo þau hefðu gaman af. Aldrei veit maður hvenær kvatt er í síðasta sinn, eitt af okkar síðustu skiptum saman var í veislunni hjá Sigurborgu og Ása. Þú svo falleg sem fyrr, opin og tilbúin að ræða við hvern sem var í veislunni og virtist njóta hverrar stundar. Ekki gátum við vitað að þetta yrði ein okkar síð- asta stund saman hér á jarðríki, en mikið erum við ánægð að eiga hana í minningabankanum. Við vonum að guð gefi okkur öllum styrk og þrek til að komast yfir frá- fall þitt, elsku mamma, þá sérstak- lega styrki hann pabba og líti eftir honum. Sigríður, Ingibjörg, Kristbjörg, Sjöfn, Elísabet, Pétur og Sigurborg. Elsku besta mamma. Kletturinn í lífi okkar allra. Þú varst móðir fram í fingurgóma. Þér er svo margt að þakka. Hlýi faðmurinn og röddin þín eru það sem ég mun alltaf minnast. Faðmlag þitt sem heimsótti mig hinum megin á hnöttinn og fékk mig til að taka rétta ákvörðun á þeim tíma. Röddin þín sem alltaf róaði mig hversu áhyggjufull sem ég var af þér eða öðrum á þeim tíma. Takk fyrir að hugsa svo vel um okkur. Hugsa svo vel um maka okkar og börnin okkar sem þú gerðir fram á hinstu stund. Hugsa svo vel um okk- ur öll. Ég þakka þér fyrir allt elsku mamma mín. Hvíldu í friði. Þín Elísabet. Kveðja frá ömmubörnum Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minning geyma. Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd, og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtu okkar sáðir þú frækornunum fljótt, og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Nú svífur sál þín amma á söngvavæng um geim, svo sæl og glöð í nýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim, og þig við biðjum guð að blessa og geyma. (U.S.Á.) Barna- og barnabarnabörn. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til þess að þú hefur yfirgefið þennan heim vona ég inni- lega að þú sért kominn á góðan stað. Í mínum augum hefur þú ávallt verið svo hlý, ástkær og tilbúin með svör fyrir mig um lífið og tilveruna. Mín minning um þig mun ávallt lifa í hjartanu mínu og vera saga til barna minna um þig, elsku amma mín. Ég mun sakna þín mikið og hlúa að mín- um minningum um okkar stundir saman. Þegar ég skoða yfir liðna tíð og horfi til framtíðar vona ég, að ég hafi fengið eitthvað af þínum eigin- leikum sem góð manneskja. Þín elskandi Maddý litla, Málfríður Agnes Kristjánsdóttir. Það hefur sjaldan verið sagt að lífið sé sanngjarnt, og það sannar sig í dag þegar ég þarf að kveðja hana elsku- legu ömmu mína. Í dag finnst mér líf- ið ósanngjarnt. Minningarnar sem ég á um þig eru það eina sem veitir mér smá huggun í þessari miklu sorg. Þú varst alltaf svo yndisleg, amma mín. Alveg sama hvað var að gerast, þér datt alltaf eitthvað sniðugt í hug. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fór með þér og afa hringinn í kring- um landið og þú varst búin að taka allar dýnur, öll teppi og allar sængur sem fóru með í ferðalagið og raða þeim í aftursætið svo ég og Sigur- borg gætum séð út um gluggana á bílnum. Það var líka aldrei stoppað í sjoppum nema bara til að pissa og fylla á kaffibrúsann hans afa. Svo fundum við fallegan stað til að borða nestið okkar á. Þér þótti svo afskap- lega vænt um Ísland og ég er svo glöð yfir því að þú fórst með börnunum þínum á Breiðdalsvík í janúar því þú talaðir svo mikið um hvað leiðin hafi verið falleg, þú lokaðir augunum þeg- ar þú sagðir mér frá því fyrst og sást hana fyrir þér. Það var aldrei setið auðum hönd- um, ef ekkert var að gera var kjörið að taka í spil og við spiluðum oft. Ég á líka aldrei eftir að gleyma því þegar við Sigurborg fengum að hjálpa þér að fylla á kælinn í Kaupfélaginu, það var alveg toppurinn á tilverunni. Ég man líka ennþá eftir því að hafa setið heima hjá þér og afa og horft 100 sinnum á Með allt á hreinu. Það var líka alltaf svo gott að leita til þín ef eitthvað bjátaði á, þú gast alltaf hjálpað. Þú vissir allt, amma mín, öll heimilisráðin við hinu og þessu og sögur við hvert tækifæri. Ég labbaði Skúlagötuna núna nýlega og mér varð hugsað til þín, allar sögurnar sem gerðust á Skúlagötunni og bara hérna í hverfinu mínu í Reykjavík. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Hugur minn verður hjá þér alltaf þegar ég kveiki á kerti og ég man eftir þér alltaf, alltaf. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Ragna Kristín. Tíminn flýgur og allt í einu er allt farið að líða svo hratt. Inn á milli á maður það til að gleyma sér í amstri dagsins og maður hefur nóg að gera, nema hvað næstu stund er maður fallinn á jörðina kylliflatur og getur ekki hreyft sig því að eitthvað fór úr- skeiðis. Mynstri dagsins var breytt og það tekur mann alla ævi að venjast breytingunum. Maður verður hrylli- lega ósáttur hið fyrsta en lærir svo að lifa með því sem gerst hefur. Þetta hljóp um huga minn þegar þú elsku amma mín fórst frá okkur. Ég vildi svo óska þess að ég gæti fengið meiri tíma með þér en ég þakka fyrir að eiga alveg ótrúlega margar minningar um þig sem munu fylgja mér til enda. Ég heyri ennþá hlátur þinn og finn fyrir rónni sem fylgdi þér alltaf. Ég hef lært svo mik- ið af þér og þú hafðir alltaf svo mikið að gefa. Ég sakna þín svo ótrúlega að orðin fá því ekki lýst. Nærvera þín létti alltaf svo á mér og það er mér ógleymanlegt þegar þú, ásamt mömmu og pabba, heimsóttir mig í Kaupmannahöfn. Ég saknaði þín svo mikið þegar þið fóruð aftur og það var svo gott að koma heim og fá að sjá þig aftur. En söknuðurinn er öðruvísi í dag. Ég vona að ég fái að hitta þig aftur þegar minn tími er kominn. Guð geymi þig, þú átt og munt ávallt eiga stórt pláss í hjarta mér. Saknaðarkveðjur, þín Agnes Rut. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allar stund- irnar sem ég fékk að njóta með þér. Efst í mínum huga er þegar þú amma, afi, Pétur, Bogga, Árni, Sigga og Einar Haukur komuð austur 13. janúar til að koma mömmu á óvart á 45 ára afmælinu hennar.Vorum við Pétur í sambandi alla vikuna á undan og svo keyrðuð þið austur 12. janúar og gistuð á Djúpavogi yfir nótt. Þið lögðuð af stað um 5.30 til að geta sungið afmælissönginn yfir rúminu hjá mömmu. Mér fannst þetta svo æðislegt hjá ykkur og mamma ljóm- aði og var svo ánægð. Þú varst svo hress og ánægð og sagðir svo mikið með einu brosi. Ég mun sakna þín óendanlega mikið, elsku amma mín, og megi Guð vera með þér. Ég mun sakna þín óendanlega mikið, elsku amma mín, og megi Guð vera með þér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk, amma, fyrir að hafa verið svona yndisleg, elsku afi og ættingj- ar, megi Guð vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Ellen Dana, Ellert Már, Sindri Þór, Björgvin Bragi og Silja Sjöfn. Elsku Maddý mín. Með þessum fáu línum vil ég þakka þér alla þá aðstoð og styrk sem ég varð aðnjótandi frá þér við slysfarir mínar og síðar makamissi. Vertu sæl, og Guð gæti þín, leiði þig með líknarhendi, lífsins brauð af himnum sendi. Vertu sæl, og Guð gæti þín. Vertu sæl, og Guð minn gæti þín, um þig vefji örmum sínum, öllum létti raunum þínum. Vertu sæl, og Guð minn gæti þín. (Höf. ók.) Elsku Maggi, börn, tengdabörn og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk á þessari sorgarstund. Þín systir, Unnur. Elsku systir, hinsta kveðja. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þín systir, Kolbrún. Mig langar í fáum orðum að kveðja hana Maddý frænku mína sem lést hinn 3. febrúar síðastliðinn. Ég hef þekkt þessa góðu konu frá því ég man eftir mér, hún var gift móður- bróður mínum, Magga frænda. Það lýsir Maddý kannski best, að þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn kom í ljós að það var mjög veikt og þurfti að fara í stóra aðgerð erlendis. Maddý kallaði mig til sín, unga og hrædda konu, og sagði mér að þetta yrði allt í besta lagi og að ég skyldi ekki vera hrædd. Hún var þá sjálf að fara utan og hafði safnað sér gjaldeyri til að geta verslað og haft gaman. Hún setti þetta seðlabúnt sem hún hafði safnað í lófann minn og sagði mér að hún vissi að við ættum ekki mikinn pening og að við þyrftum meira á þessu að halda en hún. Maddý í hnot- skurn, límið sem hélt öllu saman, það var alveg sama hvenær og á hvaða tíma sólarhrings, maður gat alltaf leitað til hennar og maður var alltaf velkominn. Elsku Maggi, Sigga, Inga, Bogga, Sjöfn, Lísa, Pétur og Sigurborg, nú horfir hún niður á ykkur stolt af því hvað þig standið ykkur vel í þessari sorg. Tíminn læknar öll sár, en minn- ingin um yndislega konu lifir að ei- lífu. Guðrún Markúsdóttir. Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. (Úr Spámanninum.) Með þessari tilvitnun kveð ég móð- ursystur mína, þakka henni góðar minningar frá æskuárunum og fyrir allt sem hún var mér. Systurnar Maddý og Helga bjuggu nærri hvor annarri mjög lengi. Fjölskyldurnar hafa verið stór hluti af hvor annarri, lungann af æskuárum barna þeirra og fram á fullorðinsár. Margs er að minnast, Maddý að púsla eða lesa í bók, dálítill bóhem í sér með stóran barnahóp en alltaf pláss fyrir gesti, hvort sem var í mat, kaffi eða í gistingu. Samheldni Skúlagötusystranna sex var ótrúleg, þær hjálpuðust að við undirbúning fermingarveislna, giftingar, skírnir eða þegar einhver átti stórafmæli. Minningar um mikla gleði og kátínu sem ætíð var í kring- um þær meðan bakað var, skreytt eða eldað. Þessar minningar eru mér afar dýrmætar og þarfar í hringiðu nútímans þegar enginn hefur eða öllu heldur gefur sér tíma til að rækta sína nánustu. Lífið er stutt og uppskera þess verður ætíð háð því hvernig sáð var til í upphafi. Maddý hlúði vel að því allra dýrmætasta í lífi hvers og eins, fjölskyldunni. Ótrúleg hlýja, viska og góð nærvera einkenndi hana og mik- ið eru börnin hennar lánsöm að hafa fengið svo gott veganesti út í lífið. Megi góður Guð styrkja Magga á erf- iðum stundum og börnum þeirra og fjölskyldum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jónína Holm. Kær æskuvinkona er kvödd. Þvílík sorgarfrétt. Við Maddý, en svo var hún kölluð af flestum, kynntumst haustið 1949 í gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Ég kom ókunnug í skólann, nýflutt frá Flateyri. Þá eign- aðist ég góða og trygga vinkonu og vinátta okkar hefur varað alla tíð síð- an. Á æskuheimili hennar á Skúla- götu 76 var ég alltaf velkomin. Þó að margt væri um manninn, níu systkini ásamt foreldrum sínum, gestir og gangandi var alltaf nóg rými hjá þeim heiðurshjónum Jónínu og Dan- íel. Maddý var glæsileg, hláturmild og skemmtileg. Við gátum hlegið að öllu á æskuárunum – engar áhyggjur þá. Oft minntumst við ferðanna með KFUK í Vindáshlíð og í Vatnaskóg, líf og fjör með góðu fólki. Árið 1951 var stofnaður nýr skóli, Gagnfræðaskóli Verknáms. Þar voru kennd bókleg fög og verkmennt, við drifum okkur í þann skóla. Maddý hafði áhuga á vefnaði og fór í vefn- aðardeild og óf mörg falleg stykki. Árið 1953 var fyrsta útskrift úr „verknáminu“ og vorum við nemend- ur ánægðir með þennan nýja skóla. Við minntumst 50 ára útskriftaraf- mælis og Maddý gat ekki mætt þar með okkur og saknaði ég hennar úr hópnum. Maddý vann hjá kjötbúð J.C. Klein, einnig hjá versluninni Biering. Hún giftist ung Magnúsi Jónssyni og eignuðust þau sjö börn. Hún fékk stórt hlutverk í lífinu, fór í gegnum það með léttleika og prýði. Öll eru börn þeirra hjóna mannkostafólk. Síðan eignuðust þau tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Stór fjölskylda saknar og syrgir ásamt vinum og vandamönnum. Kæra fjölskylda, guð gefi ykkur öllum styrk í sorginni. Anna Hannesd. Scheving. MÁLFRÍÐUR AGNES DANÍELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.