Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
átttaka fólks á aldrinum 55 til 64
ára á vinnumarkaði er meiri
hér á landi en í nokkru öðru
landi í heiminum. Þannig er t.d.
aðeins um helmingur vinnu-
færra manna í þessum aldurshópi í Finn-
landi í vinnu en hér á landi eru nær allir
vinnufærir Íslendingar á þessum aldri í
vinnu. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs
Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræði-
stofnunar HÍ, á ráðstefnu um sveigjanleg
starfslok, sem Öldrunarráð Íslands stóð fyr-
ir í gær í samvinnu við samtök launþega og
atvinnurekenda á vinnumarkaði, Lands-
samband eldri borgara og Samband ísl.
sveitarfélaga.
,,Við erum einfaldlega með mestu vinnu-
markaðsþátttöku í heiminum. Það þarf enga
fyrirvara að setja við það,“ sagði Tryggvi.
Mikill kostnaður að missa þetta
góða vinnuafl af markaðinum
Hann birti samanburðartölur fyrir aðild-
arríki OECD sem sýndu að fólk færi víðast
hvar fyrr á eftirlaun í dag en áður var, sem
hefði þá afleiðingu að vinnumarkaðsþátttak-
an minnkaði. „Það er gríðarlega mikill
kostnaður sem fylgir því að missa þetta góða
vinnuafl út af vinnumarkaðinum,“ sagði
Tryggvi og benti á að könnun hefði þ.a.l. leitt
í ljós að þessi kostnaður færi sífellt vaxandi
og spáð væri að hann ætti enn eftir að
aukast á næstu árum.
Mjög mismunandi er þó á milli landa
hversu mikill þessi kostnaður er. Mestur er
hann í Ungverjalandi en spáð er að árið 2010
muni kostnaður vegna þessa nema tæplega
20% af mögulegri landsframleiðslu þar í
landi. Á Íslandi er kostnaðurinn minni en í
nokkru öðru OECD-landi eða 2,2%. „Ástæð-
an er fyrst og fremst sú að vinnumarkaðs-
þátttakan er svo mikil hér,“ sagði Tryggvi
Að sögn hans eru helstu ástæður fyrir
mikilli vinnumarkaðsþátttöku hér á landi
m.a. mikil eftirspurn eftir vinnuafli og lítið
atvinnuleysi. Það hefur svo leitt til þess, að
sögn Tryggva, að ekki hefur verið komið á
fót fyrirkomulagi hér á landi líkt og í mörg-
um Evrópulöndum að bjóða þeim sem eldri
eru þann kost að fara af vinnumarkaði og
upp á svonefnda snemmtöku lífeyris.
Vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar
eru þó hlutfallslega fáir eldri starfsmenn á
vinnumarkaði hér miðað við aðra aldurs-
hópa á vinnumarkaðinum en það er að
breytast. ,,Íslenska þjóðin er mjög ung og
það hefur því verið lítill þrýstingur á stjórn-
völd um að koma með úrræði um snemm-
tökulífeyri en þetta er óðum að breytast.
Þjóðin er að eldast og mun eldast mjög hratt
á næstu tíu til fimmtán árum,“ sagði
Tryggvi.
Hann benti einnig á að Íslendingar
mundu í auknum mæli hafa meiri efni á því
en áður að fara á eftirlaun fyrr. Þannig
mundi t.d. viðbótarlífeyrissparnaðurinn
hafa mjög mikil áhrif á komandi árum en
Lagði ne
breytingar
eyrisréttind
töku lífeyri
nefndin ein
starfslok og
gæfu fólki s
þátttaka í honum er ótrúlega góð, að sögn
Tryggva. Hann rifjaði upp könnun sem gerð
var í tengslum við vinnu nefndar sem skilaði
tillögum um sveigjanleg starfslok á árinu
2002, meðal eldra fólks á vinnumarkaði og
fólks sem var komið á eftirlaun. Voru þátt-
takendur m.a. spurðir hver væri aðalástæða
þess að þeir afréðu að halda áfram að vinna
þó þeir væru komnir á eftirlaunaaldur. Kom
m.a. fram að tæp 40% töldu sig ekki hafa
efni á að fara út af vinnumarkaðinum og lifa
á eftirlaununum. Þegar þeir sem enn voru á
vinnumarkaði voru spurðir við hvaða aldur
þeir gerðu ráð fyrir að hætta störfum og
fara á eftirlaun sagðist tæplega helmingur
svarenda myndu hætta við 67 ára aldur. Um
32% vildu seinka starfslokunum og 20%
vildu fara fyrr á eftirlaun. Í könnuninni kom
einnig fram umtalsverður áhugi meðal fólks
á því að minnka við sig vinnu.
,,Heildarniðurstaðan var sú að meirihluti
aðspurðra vill minnka við sig vinnu eða fara í
minna krefjandi starf fremur en að fara á
eftirlaun. M.ö.o. vill fólk meiri sveigjanleika
á eftirlaunaaldri og hvernig það hagar sín-
um starfslokum,“ sagði Tryggvi.
Hann rifjaði upp tillögur nefndar um
sveigjanleg starfslok frá 2002, en þeim hefur
þó ekki enn verið hrint í framkvæmd. Hann
sagði að tillögur nefndarinnar ættu allar
fullt erindi í dag og sagðist vera þeirrar
skoðunar að skýrsla nefndarinnar hefði ekki
fengið nægilega athygli.
Fólk vill meiri
leika um star
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjölmennt var á ráðstefnu Öldrunarráðs Íslands sem hald
fræðing og Ólaf Ólafsson, formann Landssambands eldri
skriftina „Vil vinna meðan ég get“, en fram kom í máli ha
aldri. Erindi Ólafs, sem er fyrrverandi landlæknir, bar he
Tryggvi Þó
fjallaði um
stöðuna hér
grannalönd
Kröfur um þjálfun og starfs-reynslu þeirra sem sjá umflutninga á vegum aukaststöðugt og það sem áður var
kallað „meirapróf“ er nú mun flóknara
fyrirbæri. Aukin ökuréttindi falla í
marga ólíka flokka og er reynt að ganga
þannig frá námi á því sviði að réttindi
fást á stærri bíla með aukinni reynslu
ökumanna, en fyrri þekking nýtist vel í
námskeiðum til frekari aukinna ökurétt-
inda. Þá gengur tilskipun frá Evrópu-
sambandinu í gildi fyrir 10. september
nk. en hún felur í sér mjög auknar kröf-
ur um reglulega endurmenntun, eða 35
stunda námskeið á fimm ára fresti. Þetta
kom fram í máli Holgers Torp, sérfræð-
ings hjá Umferðarstofu á málþingi um
landflutninga og umferðaröryggi sem
haldið var á Grand Hótel í gær.
Holger benti ennfremur á að þeim sem
ORION rá
frá tveimur
Í máli E
samkvæmt
umtalsverð
þar sem st
hlutfall slík
ferðarslysa
mikil, sérst
miðað er vi
undan hef
stórir bílar
31%, en séu
sem meiðs
52%.
Hemlabú
Dr. Skúl
tíðni hjá v
hærri en h
hann að þe
aðar kæmi
væri mikilv
inni, sérsta
stækkuðu.
ljúka ökuréttindaprófum fjölgaði mikið,
en síðustu tvö ár hefur fjöldi þeirra verið
langt yfir meðaltali.
Voru málþingsmenn sammála um að
auka þyrfti fræðslu og áróður til öku-
manna og fyrirtækja og helst tengja
refsingar fyrir ofhleðslu og brot á
reglum um hvíldartíma ökumanna við
fyrirtækin, þannig að það yrðu hags-
munir fyrirtækjanna að útkeyra ekki
ökumenn eða ofhlaða bíla.
Mikil fjölgun óhappa
Á málþinginu var einnig rætt um áhrif
þungaflutninga á vegakerfið og kom þar
m.a. fram að gríðarlegt slit verður á veg-
um af völdum þungaflutninga, m.a. þeg-
ar stórir bílar mylja í sundur með hrist-
ingi grjótið sem er undirlag bundins
slitlags. Slysaþróun og slysatíðni þar
sem stórir bílar og bílar með tengivagna
koma við sögu voru ennfremur til um-
fjöllunar og fjölluðu Einar Magnús
Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferð-
arstofu og dr. Skúli Þórðarson hjá
Aukin fræðsla og símenn
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
FRAMTÍÐARSÝN
UM FJÁRFESTINGAR
Erlendar fjárfestingar á Ís-landi voru til umræðu á við-skiptaþingi Viðskiptaráðs,
sem haldið var í fyrradag. Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra ítrek-
aði þar þá framtíðarsýn sína, sem
hann lýsti á viðskiptaþingi í fyrra,
að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjár-
málamiðstöð. Ráðherra hefur sett á
fót nefnd undir forystu Sigurðar
Einarssonar, stjórnarformanns
Kaupþings banka, sem á að skoða
hvernig breyta þurfi lögum og
reglum til að ýta undir alþjóðlega
fjármálastarfsemi hér á landi, „án
þess þó að slaka á kröfum um eðli-
legt aðhald og eftirlit“, eins og ráð-
herra sagði í ræðu sinni.
„Ég er þeirrar skoðunar að sér-
hæfð þjónusta við íslensku alþjóða-
fyrirtækin, ef svo mætti kalla þau,
og fjármálaþjónusta við alþjóðleg
fyrirtæki, sem hér kynnu að vilja
hafa aðsetur, gætu orðið meðal
helstu vaxtarbrodda atvinnulífsins í
framtíðinni ef rétt er haldið á mál-
um,“ sagði Halldór Ásgrímsson á
viðskiptaþingi. „Slík þróun yrði til
þess að hamla gegn atgervisflótta
frá landinu og skapa ný og verð-
mæt störf og um leið mynda eft-
irsóknarvert samfélag hæfileika-
fólks á Íslandi. Að mínu viti þurfa
stjórnvöld og atvinnulíf að samein-
ast um það metnaðarfulla verkefni
að koma fjármálaþjónustu hér á
landi á svipað þróunarstig og best
gerist annars staðar, í löndum eins
og Bretlandi, Hollandi, Írlandi,
Lúxemborg og Sviss.“
Talsvert oft hefur í gegnum tíð-
ina verið rætt um Ísland sem al-
þjóðlega fjármálamiðstöð. Margir
hafa haft litla trú á slíkum áform-
um. Nú er fjármálageirinn hins
vegar orðinn svo öflugur hér á
landi og skilar svo miklu til þjóð-
arbúsins, að menn hljóta að sjá
möguleikana í nýju ljósi. Dæmið af
Lúxemborg sýnir okkur vel að lítið
land getur orðið alþjóðleg fjármála-
miðstöð. Velgengni íslenzku bank-
anna er aukinheldur slík, að erlend
fjármálafyrirtæki ættu að sjá sér
hag í að reyna fyrir sér á þessum
markaði, þótt lítill sé.
Forsætisráðherra benti réttilega
á í ræðu sinni að til þess að fram-
tíðarsýn hans geti orðið að veru-
leika, verði að breyta ýmsu. Hann
nefndi að afnema yrði stimpil- og
vörugjöld, sem skekkja stöðu fyr-
irtækja hér á landi í samkeppni við
erlend fyrirtæki. Koma þyrftu til
sérstakar skattalegar aðgerðir til
að laða að erlenda fjárfesta, eins og
ýmis af samkeppnislöndunum hafa
gripið til. Bæta yrði tengingar og
fjarskipti við útlönd. „Að lokum
yrðu viðhorf stjórnmálamanna og
embættismanna að breytast og
ráðuneyti og undirstofnanir þeirra
þurfa skýr fyrirmæli um að at-
vinnulífið eigi að fá góða og hraða
þjónustu, á sama tíma og skilvirkt
eftirlit með því er bætt,“ sagði
Halldór.
Á viðskiptaþingi sagðist Halldór
Ásgrímsson telja tímabært að end-
urskoða fyrri ákvarðanir, sem tak-
marka fjárfestingu erlendra aðila í
tilteknum atvinnugreinum, einkum
sjávarútveginum. Undir það tekur
Morgunblaðið með ráðherra. Hann
hefur rétt fyrir sér um að „við
verðum að horfast í augu við það
alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem
við búum nú við þar sem fjármagn,
fólk og fjárfestingar flæða mikið til
óhindrað yfir landamæri“. Það er
líka rétt hjá forsætisráðherra að
slíkar takmarkanir geta dregið úr
möguleikum Íslendinga til að laða
erlent fjármagn inn í efnahagslífið.
Í skýrslu framtíðarhóps Viðskipta-
ráðs, sem var til umfjöllunar á við-
skiptaþingi, er mikill samhljómur
með hugmyndum forsætisráðherra
um eflingu erlendrar fjárfestingar
og uppbyggingu Íslands sem mið-
stöðvar fjármála og þjónustu. Í
skýrslunni eru tilgreindar margar
ástæður fyrir því að efla þurfi er-
lenda fjárfestingu hér landi. Ein er
til dæmis sú, sem Morgunblaðið
hefur iðulega vikið að í umræðum
um erlenda fjárfestingu í sjávar-
útvegi: Næsta skref í erlendri út-
rás íslenzkra fyrirtækja verður
ekki tekið nema opnað verði frekar
fyrir fjárfestingar útlendinga hér á
landi. „Ástæðan er sú að útrás fyr-
irtækja gengur ekki aðeins út á að
íslensk fyrirtæki kaupi erlend,
heldur þurfa útlendingar að geta
orðið hluthafar í íslenskum fyrir-
tækjum í gegnum samruna,“ segir í
skýrslu Viðskiptaráðs.
Þar er jafnframt nefnt að aðkoma
erlendra fjárfesta auki arðsemi fyr-
irtækja, færi þeim nýja þekkingu
eða starfsaðferðir, veiti aðhald
varðandi val á fjárfestingarkostum
og efli alþjóðleg tengsl fyrirtækj-
anna.
Ein er þó sú ástæða til að efla er-
lenda fjárfestingu á Íslandi, sem
hvorki var nefnd í ræðu forsætis-
ráðherra né skýrslu Viðskiptaráðs.
Hún er að þannig má draga úr sam-
þjöppun eignarhalds og hringa-
myndun hér á landi. Erlendir fjár-
festar hugsa fyrst og fremst um
arðsemi fjárfestinga sinna, en eiga
síður aðild að valdatafli íslenzks
viðskiptalífs.
Starfsemi erlendra fjármálafyr-
irtækja, sem ekki eru flækt í hags-
muna- og eignatengslavef íslenzks
fjármálalífs, er líka líkleg til að
bæta heilbrigði fjármálakerfisins
hér á landi og draga úr þeim gagn-
kvæmu hagsmuna- og eigna-
tengslum, sem auka áhættuna í
efnahagslífinu samkvæmt ýmsum
erlendum skýrslum, sem komið
hafa út að undanförnu.
Fyrir hálfum öðrum áratug, þeg-
ar EES-samningurinn var til um-
ræðu, óttuðust menn erlendar fjár-
festingar hér á landi; töldu að þær
myndu gleypa hið litla og við-
kvæma íslenzka efnahagslíf. Þær
áhyggjur hafa ekki gengið eftir. Nú
hafa íslenzk fyrirtæki þvert á móti
notað EES-samninginn og aðrar
breytingar í frjálsræðisátt til þess
að styrkja mjög stöðu sína og fjár-
festa grimmt í fyrirtækjum í öðrum
löndum. Nú má segja að orðin sé
rík þörf á erlendri fjárfestingu hér
á landi til að koma í veg fyrir að
innlendar fyrirtækjasamsteypur í
örum vexti gleypi efnahagslífið.