Morgunblaðið - 10.02.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gísli Örn
í London
á morgun
MJÖG lítið er af eiturefnum eins og
díoxíni, PCB og kvikasilfri í fiski af Ís-
landsmiðum. Magn þessara efna er
langt undir þeim mörkum sem sett
eru sem hámark innan Evrópusam-
bandsins og í Bandaríkjunum. Þetta
undirstrikar hollustu fiskáts, þar sem
fjölómettaðar fitusýrur eins og
Omega 3 í fiski, vinna gegn ýmsum
sjúkdómum og hafa jákvæð áhrif á
heilsu fólks.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra og Ásta Margrét Ás-
mundsdóttir verkefnisstjóri hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
kynntu í gær nýja skýrslu Rf um nið-
urstöður vöktunar á óæskilegum efn-
um í sjávarafurðum árið 2004. Þetta
er annað ár vöktunarinnar og líkt og
árið áður sýna niðurstöðurnar að æti-
legur hluti fisks sem veiddur er á Ís-
landsmiðum inniheldur mjög lítið
magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB
efnum og þeim tíu gerðum af varn-
arefnum (skordýraeitri og plöntu-
eitri) sem mæld voru í rannsókninni.
Svokölluð bendi-PCB-efni mælast
einnig langt undir þeim hámarksgild-
um sem í gildi eru í viðskiptalöndum
okkar.
Sama má segja um kvikasilfur, sem
mælist í versta falli í magni sem er 1/
10 af hámarki sem samþykkt hefur
verið í Evrópusambandinu.
Fiskimjölið gott
Niðurstöður mælinga á fiskimjöli
og lýsi sýna að magn aðskotaefna eins
og díoxína, PCB-efna og varnarefna
er háð næringarlegu ástandi uppsjáv-
arfiskistofnanna og ná hámarki um
eða eftir hrygningartímann. Það
kemur í ljós að kolmunnalýsi og síld-
arlýsi fer yfir hámarksgildi ESB fyrir
tvö varnarefni, þ.e.a.s. Chlordane og
Toxaphen, á hrygningartíma. Þessi
tilteknu sýni voru fengin úr svoköll-
uðu NORA verkefni sem unnið var af
Félagi íslenskra fiskimjölsframleið-
enda og fleirum og reyndust sýnin
einnig innihalda díoxín yfir leyfilegum
mörkum. Magn óæskilegra efna í
fiskimjölssýnum reyndist aftur á móti
undir gildandi hámarki innan ESB,
fyrir öll sýnin sem tekin voru til rann-
sóknar.
Skýrslan er á ensku þannig að hún
nýtist framleiðendum, útflytjendum,
stjórnvöldum og fleirum við kynningu
á öryggi og heilnæmi íslenskra fisk-
afurða.
Mikilvæg gagnaöflun
„Gagnaöflun af þessu tagi er mjög
mikilvæg í ljósi tíðra frétta um að-
skotaefni í matvælum. Íslensk stjórn-
völd þurfa að geta brugðist hratt og
fumlaust við slíkum fréttum til að
koma í veg fyrir tjón, sem af slíkri
umræðu gæti hlotist. Þetta er hægt
með því að hafa haldgóð vísindaleg
gögn um magn þessara efna í sjáv-
arfangi hér við land. Umfjöllun, bæði í
almennum fjölmiðlum og í vísindarit-
um, hefur margoft krafist slíkra við-
bragða íslenskra stjórnvalda og
óyggjandi sýnt fram á hve mikilvægt
það er að regluleg vöktun fari fram og
að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar
rannsóknir á eins mikilvægum þætti
og mengun sjávarafurða er.
Krafa um öryggi matvæla hefur
aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á
það ekki síður við um sjávarfang en
aðra matvöru. Að frumkvæði sjávar-
útvegsráðuneytisins var brugðist við
þessu fyrir þremur árum. Þá hófst
umfangsmikil vöktun á óæskilegum
efnum í sjávarafurðum, hvort sem
þær eru ætlaðar til manneldis eða fóð-
urgerðar. Þessu eftirliti verður haldið
áfram næstu ár,“ segir meðal annars í
frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.
!"#
$%
%"&'
!()
*+ %
,#-#,#-# ,#-#
,#-#
$+% . /0" 1
$+% . /0%"
1
23+
2 %
$4 %"#
56 ,,
7#"
7#"
%
843
' 9
54" "9 ()
: ;
%)
:
);
%)
:
)
%)
:
%)
: ")
%)
< 2 &"9 ( 9= # , "
%%
!)"
!)"
!)"
!)"
!)"
!)"
!)"
!)"
' 9
!
' 9
' 9
' 9
$
""%
$
""%
$
""%
$
""%
$
""%
"
Óæskileg efni í fiski langt
undir viðmiðunarmörkum
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsóknir Ásta Margrét Ásmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, kynnir niðurstöðurnar. Helga Gunnlaugs-
dóttir, deildarstjóri hjá Rf, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, og Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra eru ánægð með niðurstöðurnar.
Hollusta Innihald díoxínefna í fiski af Íslandsmiðum til manneldis er langt
undir því hámarki, sem leyfilegt er í heiminum.
Lýsi Innihald óæskilegra efna í fiskilýsi til fóðurgerðar er árstíðabundið.
Þegar fiskurinn er hvað horaðastur er hlutfall þessara efna mest.
AÐSÓKN að málþingi Sjónarhóls
sem fram fer í Gullhömrum í Graf-
arholti í dag hefur farið fram úr
björtustu vonum aðstandenda en í
gærkvöldi hafði á sjötta hundrað
manns skráð sig. Á málþinginu, sem
er fyrir aðstandendur barna með
sérþarfir, alla sem veita þeim þjón-
ustu og aðra sem láta sig velferð
þeirra varða, verður varpað ljósi á
þjónustu ríkis, sveitarfélaga og fé-
lagasamtaka við fjölskyldur barna
með sérþarfir frá sjónarhóli þeirra
sem nýta sér þjónustuna.
Þorgerður Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjónarhóls, segir sér-
lega ánægjulegt hversu margir hafi
skráð sig á málþingið, það sé langt
yfir væntingum en búist var við á
milli hundrað og tvö hundruð
manns.
„Við vorum búin að panta minni
sal sem sprakk utan af okkur og því
færðum við okkur upp í Gullhamra,“
segir Þorgerður og skýrir vinsældir
málþingsins þannig að reynt hafi
verið að setja saman spennandi dag-
skrá sem höfði til sem flestra. Hún
segir málþingið eiga að höfða til að-
standenda barna sem eru allt frá því
að vera mjög erfiðlega fjölfötluð, lík-
amlega og andlega, og upp í börn
sem þjást af vægum hegðunarrösk-
unum. „Þetta eru því foreldrar
barna með sérþarfir og allt fólkið
sem vinnur í kringum þau, kennarar,
þroskaþjálfar, sálfræðingar og fleiri
en þetta er málefni sem snertir svo
marga.“
Stórt í sniðum
Þorgerður segir flesta fyrirlestra
vera frá foreldrum barna með sér-
þarfir og svo fólki sem hefur alist
upp með einhverja fötlun sjálft en
einnig mun Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, borgarstjóri, flytja ávarp.
Þorgerður segir að framan af hafi
mest megnis fagfólk skráð sig en
síðustu daga hafi mjög mikið af for-
eldrum verið að bætast við. Jafn-
framt segist hún hafa fengið mikið af
fyrirspurnum frá einstaklingum ut-
an af landi um það hvort með nokkr-
um hætti væri hægt að fylgjast með
málþinginu, svo sem með fjar-
fundabúnaði. Í kjölfarið var því
ákveðið að senda dagskrána út á
netinu og er því einnig hægt að horfa
á beina útsendingu frá Gullhömrum.
„Þetta er miklu stærra í sniðum en
við gerðum ráð fyrir í byrjun og hef-
ur undið mikið upp á sig að und-
anförnu,“ segir Þorgerður og bætir
við að mikill ávinningur sé af því að
hafa málþingið á netinu því það verði
þá tekið upp og þó svo að einhverjir
nái ekki að fylgjast með í beinni út-
sendingu er ætlunin að hafa það
áfram til sýninga á vefsvæði Sjón-
arhóls.
Málþing Sjónarshóls hefst klukk-
an níu og stendur til eitt, en einnig
er hægt að horfa á beina útsendingu
á vefsíðunni www.sjonarholl.net.
Á sjötta hundrað manns búið að skrá sig á
málþing Sjónarhóls sem fram fer í dag
Sýnt verður
beint á vefnum
Þorgerður Ragnarsdóttir
ÚR VERINU
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
um innheimtu virðisaukaskatts
reyndist vöruinnflutningur nema
rúmum 25 milljörðum króna í jan-
úar. Tólf mánaða hækkun, miðað
við þriggja mánaða staðvirt með-
altal, var um 41%, samkvæmt upp-
lýsingum fjármálaráðuneytisins.
Ráðuneytið bendir á að innflutn-
ingur dragist yfirleitt saman í jan-
úarmánuði út af lokum jólaversl-
unar, en í ár hafi það ekki gengið
eftir. Innflutningur jókst nokkuð
milli desember og janúar eða um
2,5 milljarða en án skipa og flug-
véla var aukningin nokkuð minni.
Fjármálaráðuneytið segir, að
mikilvægur þáttur í auknu innflutn-
ingsverðmæti milli mánaða séu
kaup á eldsneytisbirgðum. Að auki
jókst innflutningur á unnum rekstr-
arvörum. Talsvert minna var flutt
inn af neysluvörum í janúar en þar
er á ferðinni árstíðasveifla í kjölfar
jólaverslunar.
Enn mikill bílainnflutningur
Innflutningur á bílum stóð í stað
en telst þó enn vera nokkuð mikill
miðað við innflutning fyrri ára.
Nokkur aukning var hins vegar í
innflutningi á flutningstækjum til
atvinnurekstrar. Innflutningur á
fjárfestingarvörum minnkaði aðeins
frá því í desember 2005, en er þó
talsvert meiri en hann var í janúar
2005.
Fjármálaráðuneytið segir, að á
heildina litið virðist innflutningur
enn vera nokkuð mikill í janúar og
sýni ekki merki um að minnka í
bráð.
Almennt sé þó gert ráð fyrir
hægari vexti innflutnings á árinu, í
takt við þróun stóriðjuframkvæmda
og væntinga um að gengi krón-
unnar lækki er líður á árið.
Ekkert
lát á inn-
flutningi