Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gísli Örn í London á morgun MJÖG lítið er af eiturefnum eins og díoxíni, PCB og kvikasilfri í fiski af Ís- landsmiðum. Magn þessara efna er langt undir þeim mörkum sem sett eru sem hámark innan Evrópusam- bandsins og í Bandaríkjunum. Þetta undirstrikar hollustu fiskáts, þar sem fjölómettaðar fitusýrur eins og Omega 3 í fiski, vinna gegn ýmsum sjúkdómum og hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra og Ásta Margrét Ás- mundsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins kynntu í gær nýja skýrslu Rf um nið- urstöður vöktunar á óæskilegum efn- um í sjávarafurðum árið 2004. Þetta er annað ár vöktunarinnar og líkt og árið áður sýna niðurstöðurnar að æti- legur hluti fisks sem veiddur er á Ís- landsmiðum inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og þeim tíu gerðum af varn- arefnum (skordýraeitri og plöntu- eitri) sem mæld voru í rannsókninni. Svokölluð bendi-PCB-efni mælast einnig langt undir þeim hámarksgild- um sem í gildi eru í viðskiptalöndum okkar. Sama má segja um kvikasilfur, sem mælist í versta falli í magni sem er 1/ 10 af hámarki sem samþykkt hefur verið í Evrópusambandinu. Fiskimjölið gott Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi sýna að magn aðskotaefna eins og díoxína, PCB-efna og varnarefna er háð næringarlegu ástandi uppsjáv- arfiskistofnanna og ná hámarki um eða eftir hrygningartímann. Það kemur í ljós að kolmunnalýsi og síld- arlýsi fer yfir hámarksgildi ESB fyrir tvö varnarefni, þ.e.a.s. Chlordane og Toxaphen, á hrygningartíma. Þessi tilteknu sýni voru fengin úr svoköll- uðu NORA verkefni sem unnið var af Félagi íslenskra fiskimjölsframleið- enda og fleirum og reyndust sýnin einnig innihalda díoxín yfir leyfilegum mörkum. Magn óæskilegra efna í fiskimjölssýnum reyndist aftur á móti undir gildandi hámarki innan ESB, fyrir öll sýnin sem tekin voru til rann- sóknar. Skýrslan er á ensku þannig að hún nýtist framleiðendum, útflytjendum, stjórnvöldum og fleirum við kynningu á öryggi og heilnæmi íslenskra fisk- afurða. Mikilvæg gagnaöflun „Gagnaöflun af þessu tagi er mjög mikilvæg í ljósi tíðra frétta um að- skotaefni í matvælum. Íslensk stjórn- völd þurfa að geta brugðist hratt og fumlaust við slíkum fréttum til að koma í veg fyrir tjón, sem af slíkri umræðu gæti hlotist. Þetta er hægt með því að hafa haldgóð vísindaleg gögn um magn þessara efna í sjáv- arfangi hér við land. Umfjöllun, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindarit- um, hefur margoft krafist slíkra við- bragða íslenskra stjórnvalda og óyggjandi sýnt fram á hve mikilvægt það er að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum þætti og mengun sjávarafurða er. Krafa um öryggi matvæla hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á það ekki síður við um sjávarfang en aðra matvöru. Að frumkvæði sjávar- útvegsráðuneytisins var brugðist við þessu fyrir þremur árum. Þá hófst umfangsmikil vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, hvort sem þær eru ætlaðar til manneldis eða fóð- urgerðar. Þessu eftirliti verður haldið áfram næstu ár,“ segir meðal annars í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.                                      !"# $%   %"&'   !() *+ %       ,#-#,#-# ,#-# ,#-# $+% . /0" 1  $+% . /0%" 1  23+  2  % $4 %"#  56 ,, 7#"   7#"   %  843  ' 9  54" "9 ()      : ;  %)  : );  %) : ) %)  :   %)  : ")  %)               <  2 &"9 ( 9= # , " %%          !)" !)" !)" !)" !)" !)" !)" !)" ' 9     !          ' 9 ' 9 ' 9 $  ""% $  ""% $  ""% $  ""% $  ""% "   Óæskileg efni í fiski langt undir viðmiðunarmörkum Morgunblaðið/Kristinn Rannsóknir Ásta Margrét Ásmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, kynnir niðurstöðurnar. Helga Gunnlaugs- dóttir, deildarstjóri hjá Rf, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra eru ánægð með niðurstöðurnar. Hollusta Innihald díoxínefna í fiski af Íslandsmiðum til manneldis er langt undir því hámarki, sem leyfilegt er í heiminum. Lýsi Innihald óæskilegra efna í fiskilýsi til fóðurgerðar er árstíðabundið. Þegar fiskurinn er hvað horaðastur er hlutfall þessara efna mest. AÐSÓKN að málþingi Sjónarhóls sem fram fer í Gullhömrum í Graf- arholti í dag hefur farið fram úr björtustu vonum aðstandenda en í gærkvöldi hafði á sjötta hundrað manns skráð sig. Á málþinginu, sem er fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, alla sem veita þeim þjón- ustu og aðra sem láta sig velferð þeirra varða, verður varpað ljósi á þjónustu ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka við fjölskyldur barna með sérþarfir frá sjónarhóli þeirra sem nýta sér þjónustuna. Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjónarhóls, segir sér- lega ánægjulegt hversu margir hafi skráð sig á málþingið, það sé langt yfir væntingum en búist var við á milli hundrað og tvö hundruð manns. „Við vorum búin að panta minni sal sem sprakk utan af okkur og því færðum við okkur upp í Gullhamra,“ segir Þorgerður og skýrir vinsældir málþingsins þannig að reynt hafi verið að setja saman spennandi dag- skrá sem höfði til sem flestra. Hún segir málþingið eiga að höfða til að- standenda barna sem eru allt frá því að vera mjög erfiðlega fjölfötluð, lík- amlega og andlega, og upp í börn sem þjást af vægum hegðunarrösk- unum. „Þetta eru því foreldrar barna með sérþarfir og allt fólkið sem vinnur í kringum þau, kennarar, þroskaþjálfar, sálfræðingar og fleiri en þetta er málefni sem snertir svo marga.“ Stórt í sniðum Þorgerður segir flesta fyrirlestra vera frá foreldrum barna með sér- þarfir og svo fólki sem hefur alist upp með einhverja fötlun sjálft en einnig mun Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri, flytja ávarp. Þorgerður segir að framan af hafi mest megnis fagfólk skráð sig en síðustu daga hafi mjög mikið af for- eldrum verið að bætast við. Jafn- framt segist hún hafa fengið mikið af fyrirspurnum frá einstaklingum ut- an af landi um það hvort með nokkr- um hætti væri hægt að fylgjast með málþinginu, svo sem með fjar- fundabúnaði. Í kjölfarið var því ákveðið að senda dagskrána út á netinu og er því einnig hægt að horfa á beina útsendingu frá Gullhömrum. „Þetta er miklu stærra í sniðum en við gerðum ráð fyrir í byrjun og hef- ur undið mikið upp á sig að und- anförnu,“ segir Þorgerður og bætir við að mikill ávinningur sé af því að hafa málþingið á netinu því það verði þá tekið upp og þó svo að einhverjir nái ekki að fylgjast með í beinni út- sendingu er ætlunin að hafa það áfram til sýninga á vefsvæði Sjón- arhóls. Málþing Sjónarshóls hefst klukk- an níu og stendur til eitt, en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu á vefsíðunni www.sjonarholl.net. Á sjötta hundrað manns búið að skrá sig á málþing Sjónarhóls sem fram fer í dag Sýnt verður beint á vefnum Þorgerður Ragnarsdóttir ÚR VERINU SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts reyndist vöruinnflutningur nema rúmum 25 milljörðum króna í jan- úar. Tólf mánaða hækkun, miðað við þriggja mánaða staðvirt með- altal, var um 41%, samkvæmt upp- lýsingum fjármálaráðuneytisins. Ráðuneytið bendir á að innflutn- ingur dragist yfirleitt saman í jan- úarmánuði út af lokum jólaversl- unar, en í ár hafi það ekki gengið eftir. Innflutningur jókst nokkuð milli desember og janúar eða um 2,5 milljarða en án skipa og flug- véla var aukningin nokkuð minni. Fjármálaráðuneytið segir, að mikilvægur þáttur í auknu innflutn- ingsverðmæti milli mánaða séu kaup á eldsneytisbirgðum. Að auki jókst innflutningur á unnum rekstr- arvörum. Talsvert minna var flutt inn af neysluvörum í janúar en þar er á ferðinni árstíðasveifla í kjölfar jólaverslunar. Enn mikill bílainnflutningur Innflutningur á bílum stóð í stað en telst þó enn vera nokkuð mikill miðað við innflutning fyrri ára. Nokkur aukning var hins vegar í innflutningi á flutningstækjum til atvinnurekstrar. Innflutningur á fjárfestingarvörum minnkaði aðeins frá því í desember 2005, en er þó talsvert meiri en hann var í janúar 2005. Fjármálaráðuneytið segir, að á heildina litið virðist innflutningur enn vera nokkuð mikill í janúar og sýni ekki merki um að minnka í bráð. Almennt sé þó gert ráð fyrir hægari vexti innflutnings á árinu, í takt við þróun stóriðjuframkvæmda og væntinga um að gengi krón- unnar lækki er líður á árið. Ekkert lát á inn- flutningi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.