Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 22

Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 22
Húsavík | Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsavík, framkvæmir það sem honum dettur í hug. Nýjasta hugmyndin er að útbúa golfvöll í hvalasafninu. Henni hefur verið hrint í framkvæmd og á myndinni reynir Björg Jónsdóttir sig við eina holuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nú mega hvalirnir fara að vara sig Leikur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vill ala bleikju | Einstaklingur hefur sett sig í samband við fulltrúa bæj- arstjórnar Sandgerðisbæjar vegna áhuga síns á að kanna hvort nýta mætti tjarnir í nágrenni bæjarins undir bleikjuseiði. Telur hann að mikið æti sé í tjörnunum. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar sam- þykkti á síðasta fundi að láta kanna hug- myndina og fól forstöðumanni Fræðaset- urs og Náttúrustofu Reykjaness það verk.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Söngkeppni í kvöld | Undankeppni söngkeppni Samfés, Samtaka fé- lagsmiðstöðva, á Vestfjörðum fer fram í félagsmiðstöð Ísafjarðar í kvöld, föstudag. Alls verða flutt fimmtán atriði frá fé- lagsmiðstöðvunum í Bolungarvík, á Flat- eyri, Hólmavík, Ísafirði, Patreksfirði, Suð- ureyri, Súðavík og Þingeyri. Keppt verður um þátttökurétt í söng- keppni Samfés en í ár eiga tveir kepp- endur þess kost að komast í aðalkeppnina sem haldin verður 4. mars. Kemur þetta fram á vef bb.is. Keppnin hefst kl. 19.30 og er opin öll- um.    Fjöldi gesta | Yfir 30 þúsund gestir skoðuðu sýningar Byggðasafns Skagfirð- inga í Glaumbæ, á Sauðárkróki og Hofs- ósi árið 2005. Tölur um fjölda gesta eru birtar á vef safnsins á vefsvæði Sveitar- félagsins Skagafjarðar, skagafjordur.is. Flestir skoðuðu gamla bæinn í Glaumbæ, eða 24.157 gestir sem þýðir að yfir 28 þúsund manns hafa komið við á safnsvæðinu þar, því samkvæmt taln- ingu síðastliðin tvö ár fara 15–20% gesta, sem koma á svæðið, ekki inn í bæinn sjálfann. Á sýningarnar í Minja- húsinu á Sauðárkróki komu 1438. Þang- að komu til viðbótar 250 manns ein- göngu í leit að upplýsingum, því í húsinu er athvarf frá Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. Á sýningu safnsins hjá Vest- urfarasetrinu á Hofsósi komu um 4.500 manns. Bresku brúðhjónin Jools Lee Sparkesog Katherine Spar- kes voru gefin saman í Bláa Lóninu – heilsulind í vik- unni. Þau vildu fallegt vetr- arbrúðkaup og eftir að hafa séð mynd frá Bláa Lóninu – heilsulind varð Ísland fyrir valinu. Veðrið lék við brúð- hjónin sem voru ánægð með daginn. Myndin var tekin við at- höfnina, af brúðhjónunum og vinum þeirra. Áður en brúðkaupið fór fram slökuðu þau á í baðlón- inu. Að athöfn lokinni snæddu þau kvöldverð á veitingastaðnum í heilsu- lindinni ásamt vinafólki sínu sem kom með þeim hingað til lands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Giftu sig í Bláa Lóninu Níræður hagyrð-ingur úr Hafn-arfirði yrkir um þrjár týndar Guðsgjafir: Nú sortnar í álinn sýnist mér sérhver mun ástandið finna þorskurinn týndur þar fór ver það munar líka um minna. Um tíma samt þjóðin betur bjó bjargráðum engum státar. Loðnan finnst ekki lengur í sjó og liggja í höfnunum bátar. Ekki heldur ég skynja né skil ef skáldin munu vera þrotin bráðum er ekkert brageyra til býsn er nú fátæktin lotin. Ingólfur Ómar Ár- mannsson, er ættaður er úr Lýtingsstaðahreppi: Skundar nú á skemmtifund Skagfirðingur glaður sönghneigður með létta lund ljúfur kvæðamaður. Guðsgjafir týndar! pebl@mbl.is Norðurland vestra | Stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra fagnar áformum stjórnvalda um flutning verkefna og starfa í Húnavatnssýslur. Jafnframt fagnar stjórnin ákvörðunum stjórnvalda um öflugri stuðning við rannsóknar- og þróunarstarfsemi í Þróunarsetrinu Verinu á Sauðárkróki. Ályktun þessa efnis var samþykkt á ný- legum fundi stjórnar SSNV. Fram kemur að stjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við stjórnvöld um frekari flutning verkefna á Norðurland vestra. „Nauðsynlegt er að atvinnulíf á Norðurlandi vestra styrkist enn frekar á næstunni. Fjölbreytt og öfl- ugt atvinnulíf eru forsendur þess að byggð geti eflst á Norðurlandi vestra,“ segir í ályktuninni. Fagna flutn- ingi verk- efna í Húna- vatnssýslur Hvammstangi | Safnaðarheimili við Hvammstangakirkju verður vígt við hátíð- lega athöfn næstkomandi sunnudag. At- höfnin hefst með messu klukkan 14 þar sem vígslubiskupinn í Hólastifti, Jón Að- alsteinn Baldvinsson, predikar. Fyrsta skóflustungan af safnaðarheim- ilinu var tekin í maí 2003 og byggingunni lokið að utan og gerð tilbúin til sandspörsl- unar þá um haustið. Síðan var gert verkhlé þar til sl. haust að næsta skref, sem miðaði að því að flytja inn í húsið, var tekið. Húsið er hið glæsilegasta, segir í fréttatilkynn- ingu, en hefur einkum hagnýtt notagildi. Í húsinu er skrifstofa sóknarprests, rúmgóð- ur safnaðarsalur sem unnt er að opna inn í kirkjuna við fjölmennar athafnir, lítið eld- hús, vinnuherbergi fyrir starfsfólk og sjálf- boðaliða, loftstofa undir súð, fjölnota her- bergi í kjallara, geymslurými og aðstaða fyrir búnað tengdan kirkjugarði. Safnaðar- heimili tekið í notkun ♦♦♦ Sigraði hjá Friði | Sólveig Erla Valgeirs- dóttir sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðv- arinnar Friðar á Sauðárkróki en keppnin fór fram síðastliðinn föstudag. Sólveig söng lagið „Þú styrkir mig“. Kemur þetta fram á vef félagsmiðstöðvarinnar á skaga- fjordur.is. Sigurvegarinn fer sem fulltrúi í lands- hlutakeppni sem haldin verður í kvöld í Ólafsfirði. Þar verða valdir fimm kepp- endur í aðalkeppni Samfés sem fram fer í Mosfellsbæ 4. mars.    Opnuð á ný | Félagsmiðstöð barna og unglinga á Bifröst, Gaukurinn, var opnuð á ný sl. mánudag eftir eins og hálfs árs hlé. Íbúaráð Bifrastar stendur fyrir starfsem- inni í samstarfi við Borgarbyggð. Kemur þetta fram á vef Skessuhorns. Ákveðið hefur verið að aldursskipta hópnum þar sem opið verður frá kl. 17 til 19 á mánudögum fyrir börn í 5. til 7. bekk og á miðvikudögum fyrir 8. til 10 bekkinga. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.