Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 22
Húsavík | Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsavík, framkvæmir það sem honum dettur í hug. Nýjasta hugmyndin er að útbúa golfvöll í hvalasafninu. Henni hefur verið hrint í framkvæmd og á myndinni reynir Björg Jónsdóttir sig við eina holuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nú mega hvalirnir fara að vara sig Leikur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vill ala bleikju | Einstaklingur hefur sett sig í samband við fulltrúa bæj- arstjórnar Sandgerðisbæjar vegna áhuga síns á að kanna hvort nýta mætti tjarnir í nágrenni bæjarins undir bleikjuseiði. Telur hann að mikið æti sé í tjörnunum. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar sam- þykkti á síðasta fundi að láta kanna hug- myndina og fól forstöðumanni Fræðaset- urs og Náttúrustofu Reykjaness það verk.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Söngkeppni í kvöld | Undankeppni söngkeppni Samfés, Samtaka fé- lagsmiðstöðva, á Vestfjörðum fer fram í félagsmiðstöð Ísafjarðar í kvöld, föstudag. Alls verða flutt fimmtán atriði frá fé- lagsmiðstöðvunum í Bolungarvík, á Flat- eyri, Hólmavík, Ísafirði, Patreksfirði, Suð- ureyri, Súðavík og Þingeyri. Keppt verður um þátttökurétt í söng- keppni Samfés en í ár eiga tveir kepp- endur þess kost að komast í aðalkeppnina sem haldin verður 4. mars. Kemur þetta fram á vef bb.is. Keppnin hefst kl. 19.30 og er opin öll- um.    Fjöldi gesta | Yfir 30 þúsund gestir skoðuðu sýningar Byggðasafns Skagfirð- inga í Glaumbæ, á Sauðárkróki og Hofs- ósi árið 2005. Tölur um fjölda gesta eru birtar á vef safnsins á vefsvæði Sveitar- félagsins Skagafjarðar, skagafjordur.is. Flestir skoðuðu gamla bæinn í Glaumbæ, eða 24.157 gestir sem þýðir að yfir 28 þúsund manns hafa komið við á safnsvæðinu þar, því samkvæmt taln- ingu síðastliðin tvö ár fara 15–20% gesta, sem koma á svæðið, ekki inn í bæinn sjálfann. Á sýningarnar í Minja- húsinu á Sauðárkróki komu 1438. Þang- að komu til viðbótar 250 manns ein- göngu í leit að upplýsingum, því í húsinu er athvarf frá Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. Á sýningu safnsins hjá Vest- urfarasetrinu á Hofsósi komu um 4.500 manns. Bresku brúðhjónin Jools Lee Sparkesog Katherine Spar- kes voru gefin saman í Bláa Lóninu – heilsulind í vik- unni. Þau vildu fallegt vetr- arbrúðkaup og eftir að hafa séð mynd frá Bláa Lóninu – heilsulind varð Ísland fyrir valinu. Veðrið lék við brúð- hjónin sem voru ánægð með daginn. Myndin var tekin við at- höfnina, af brúðhjónunum og vinum þeirra. Áður en brúðkaupið fór fram slökuðu þau á í baðlón- inu. Að athöfn lokinni snæddu þau kvöldverð á veitingastaðnum í heilsu- lindinni ásamt vinafólki sínu sem kom með þeim hingað til lands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Giftu sig í Bláa Lóninu Níræður hagyrð-ingur úr Hafn-arfirði yrkir um þrjár týndar Guðsgjafir: Nú sortnar í álinn sýnist mér sérhver mun ástandið finna þorskurinn týndur þar fór ver það munar líka um minna. Um tíma samt þjóðin betur bjó bjargráðum engum státar. Loðnan finnst ekki lengur í sjó og liggja í höfnunum bátar. Ekki heldur ég skynja né skil ef skáldin munu vera þrotin bráðum er ekkert brageyra til býsn er nú fátæktin lotin. Ingólfur Ómar Ár- mannsson, er ættaður er úr Lýtingsstaðahreppi: Skundar nú á skemmtifund Skagfirðingur glaður sönghneigður með létta lund ljúfur kvæðamaður. Guðsgjafir týndar! pebl@mbl.is Norðurland vestra | Stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra fagnar áformum stjórnvalda um flutning verkefna og starfa í Húnavatnssýslur. Jafnframt fagnar stjórnin ákvörðunum stjórnvalda um öflugri stuðning við rannsóknar- og þróunarstarfsemi í Þróunarsetrinu Verinu á Sauðárkróki. Ályktun þessa efnis var samþykkt á ný- legum fundi stjórnar SSNV. Fram kemur að stjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við stjórnvöld um frekari flutning verkefna á Norðurland vestra. „Nauðsynlegt er að atvinnulíf á Norðurlandi vestra styrkist enn frekar á næstunni. Fjölbreytt og öfl- ugt atvinnulíf eru forsendur þess að byggð geti eflst á Norðurlandi vestra,“ segir í ályktuninni. Fagna flutn- ingi verk- efna í Húna- vatnssýslur Hvammstangi | Safnaðarheimili við Hvammstangakirkju verður vígt við hátíð- lega athöfn næstkomandi sunnudag. At- höfnin hefst með messu klukkan 14 þar sem vígslubiskupinn í Hólastifti, Jón Að- alsteinn Baldvinsson, predikar. Fyrsta skóflustungan af safnaðarheim- ilinu var tekin í maí 2003 og byggingunni lokið að utan og gerð tilbúin til sandspörsl- unar þá um haustið. Síðan var gert verkhlé þar til sl. haust að næsta skref, sem miðaði að því að flytja inn í húsið, var tekið. Húsið er hið glæsilegasta, segir í fréttatilkynn- ingu, en hefur einkum hagnýtt notagildi. Í húsinu er skrifstofa sóknarprests, rúmgóð- ur safnaðarsalur sem unnt er að opna inn í kirkjuna við fjölmennar athafnir, lítið eld- hús, vinnuherbergi fyrir starfsfólk og sjálf- boðaliða, loftstofa undir súð, fjölnota her- bergi í kjallara, geymslurými og aðstaða fyrir búnað tengdan kirkjugarði. Safnaðar- heimili tekið í notkun ♦♦♦ Sigraði hjá Friði | Sólveig Erla Valgeirs- dóttir sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðv- arinnar Friðar á Sauðárkróki en keppnin fór fram síðastliðinn föstudag. Sólveig söng lagið „Þú styrkir mig“. Kemur þetta fram á vef félagsmiðstöðvarinnar á skaga- fjordur.is. Sigurvegarinn fer sem fulltrúi í lands- hlutakeppni sem haldin verður í kvöld í Ólafsfirði. Þar verða valdir fimm kepp- endur í aðalkeppni Samfés sem fram fer í Mosfellsbæ 4. mars.    Opnuð á ný | Félagsmiðstöð barna og unglinga á Bifröst, Gaukurinn, var opnuð á ný sl. mánudag eftir eins og hálfs árs hlé. Íbúaráð Bifrastar stendur fyrir starfsem- inni í samstarfi við Borgarbyggð. Kemur þetta fram á vef Skessuhorns. Ákveðið hefur verið að aldursskipta hópnum þar sem opið verður frá kl. 17 til 19 á mánudögum fyrir börn í 5. til 7. bekk og á miðvikudögum fyrir 8. til 10 bekkinga. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.