Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásdís HrönnBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. júní 1971. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstudag-
inn 3. febrúar síðast-
liðinn. Móðir Ásdísar
er Hlíf Kristófers-
dóttir, f. 18.8. 1949,
maður hennar er
Sigurður Sigur-
geirsson, f. 29.5.
1946. Faðir Ásdísar
var Björn Ketilsson,
f. 20.10. 1945, d. 11.6. 2004. Ásdís
Hrönn ólst upp hjá móðurömmu
sinni, Kristínu Jónsdóttur, f. 11.12.
1911, d. 31.3. 1995 á Grafarbakka í
Hrunamannahreppi. Ásdís á fimm
systkini; sammæðra eru þau Sig-
urgeir Már Sigurðsson, f. 7.5. 1982,
og Ólöf Vala Sigurðardóttir, f.
27.11. 1984. Samfeðra eru þau
Oddsteinn Örn
Björnsson, f. 18.10.
1968, Vilhjálmur
Sveinn Björnsson, f.
3.11. 1968, og Ás-
björg Una Björns-
dóttir, f. 15.9. 1976.
Ásdís Hrönn gekk
í grunnskólann á
Flúðum og lauk síð-
an stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Laugarvatni árið
1991. Hún stundaði
nám í uppeldisfræði
við Háskóla Íslands í
eitt ár og útskrifaðist sem kennari
frá Kennaraháskóla Íslands árið
1998. Ásdís Hrönn kenndi við Rétt-
arholtsskóla í tvo vetur en tók þá
við starfi fræðslustjóra hjá Tali
sem síðar varð Og Vodafone.
Útför Ásdísar Hrannar verður
gerð frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Látin er elskuleg stjúpdóttir mín,
Ásdís Hrönn, aðeins 34 ára gömul,
eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm sl. fjögur ár. Við fráfall hennar
skilur hún eftir mikið tómarúm hjá
mér og fjölskyldu minni. En við góðar
minningar liðinna ára mun ég orna
mér um ókomna tíð. Hún var alin upp
við mikið ástríki hjá móðurömmu
sinni, Kristínu Jónsdóttur, á Grafar-
bakka í Hrunamannahreppi, við leik
og störf. Ásdís lauk grunnskólaprófi
frá barnaskólanum á Flúðum. Hún
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Laugarvatni árið 1991. Að því
loknu lauk hún kennaraprófi frá
Kennaraháskólanum, og kenndi þrjár
annir við Réttarholtsskólann. Hún
gerðist starfsmaður símafyrirtækis-
ins Tal, sem seinna varð Og Vodafone,
sem fræðslufulltrúi, en er veikindin
ágerðust, varð hún skrifstofumaður,
allt til dánardægurs. Þakkir eru færð-
ar stjórnendum og starfsfólki Og
Vodafone, fyrir umhyggju í hennar
garð.
Ég lifi nú þegar í Drottni í dag,
ég dey, svo erfi ég lífið,
ég ferðast mót eilífum unaðarhag.
Hví er þá mín sál ei með gleðibrag?
Ég á þegar eilífa lífið.
(Stef. Thor.)
Sérstakar þakkir eru færðar Sig-
urði Björnssyni lækni og starfsfólki
deildar 11E, LSH, við Hringbraut,
svo og lækni og starfsfólki líknar-
deildar LSH í Kópavogi, fyrir góða
umönnun og kærleika við Ásdísi í
veikindum hennar. Allar vinkonur
hennar, sem vöktu yfir henni allan
sólarhringinn, eftir að hún kom á líkn-
ardeildina og allt til andláts hennar,
eiga ómældar þakkir skilið.
Nú þegar leiðir skilja, kveð ég Ás-
dísi Hrönn með sálmi 465, versi 4:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Hafi hún hjartans þakkir fyrir allar
ánægjustundirnar á umliðnum árum.
Hvíli hún í Guðs friði.
Sigurður M. Sigurgeirsson.
Elsku besta stóra systir. Hvað ég á
eftir að sakna þín sárt. Þú varst besta
stóra systir sem hægt var að hugsa
sér, það var alltaf hægt að leita til þín
með öll vandamál, stór og smá. Þú
varst alltaf tilbúin að aðstoða mig, ef
ég til dæmis þurfti að læra fyrir próf
þá varstu alltaf til staðar, og þú varst
mín helsta hvatning að klára stúd-
entsprófið, og einnig að ná sem best-
um einkunnum. Mitt helsta kappsmál
var að gera stóru systur stolta. Alltaf
var stutt í hlátur og gaman hjá okkur
systkinunum og voru laugardags-
kvöldin hjá mömmu skemmtilegasti
tími vikunnar þar sem við hlógum öll
saman og skemmtum okkur svo vel.
Það sem ég dáist sérstaklega að er að
þú lifðir lífinu til hins ýtrasta. Það eru
ekki margir sem geta sagst hafa tínt
appelsínur á búgarði í Ísrael, en þann-
ig varstu, ferðaðist um allt og gerðir
svo margt, meira að segja síðustu
mánuðina ferðaðistu meðal annars til
New York og Finnlands og maður
fékk alltaf skemmtileg sms um það
sem á daga þína dreif. Ég held að þú
hafir gert meira á þinni stuttu ævi en
margir gætu gert á hundrað árum.
Það sem þú ætlaðir þér að gera það
gerðirðu.
Aldrei grunaði mig í byrjun desem-
ber að þú ættir ekki nema tvo mánuði
eftir, þú sem hafðir verið svo sterk og
haldið áfram að lifa lífinu eins og ekk-
ert hefði í skorist, en smám saman tók
sjúkdómurinn yfirhöndina. Samt sem
áður sýndir þú aldrei merki þess að
ætla að gefast upp, hjartað var sterkt
og hugurinn líka.
Sagt er að þeir deyi ungir sem guð-
irnir elska, en þvílíkt óréttlæti því ég
elska þig meira. Ég veit að þú átt eftir
að halda áfram að fylgjast með mér
eins og þú varst vön að gera. Takk
fyrir allt. Megi Guð geyma þig að ei-
lífu.
Þinn litli bróðir,
Sigurgeir Már.
Mín elskulega systir háði harða
baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem nú
er á enda. Þú gafst aldrei upp og aldr-
ei hef ég þekkt jafn mikinn styrk og
æðruleysi og þú hafðir.
Ég veit að nú ert þú komin á betri
stað þar sem enginn sársauki finnst
og amma hefur tekið á móti þér með
bros á vör.
Ég mun ávallt geyma minningar
um allar þessar góðu stundir sem þú
gafst mér, í hjarta mínu. Það varst þú
sem komst mér í kynni við Friends-
þættina, og hvílík gleði sem það hafði í
för með sér. Við gátum endalaust
hlegið yfir þeim, og mun hlátur þinn
ávallt óma, þessi smitandi hlátur, sem
fékk alla til að brosa sínu breiðasta.
Einnig mun ég halda loforðið sem
þú lést mig gefa þér í tvítugsafmælinu
mínu. Þegar ég opnaði pakkann frá
þér og úr datt brúnkukrem. Þá
baðstu mig um að leggjast aldrei aft-
ur í ljósabekk. Ég mun virða það og
halda.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn læknar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Þú skilur eftir mikið tómarúm í
hjörtum okkar allra, sem vorum svo
heppin að kynnast þér, lífsgleðinni og
hlátrinum sem lýstu upp hvert her-
bergi sem þú gekkst inn í.
Megir þú hvíla í friði, án veikinda
og sársaukans sem einkenndu þín síð-
ustu ár hér á jörð.
Þín elskandi litla systir,
Ólöf Vala.
Mín fallega systir er fallin frá, en
skilur eftir sig góðar minningar sem
aldrei gleymast.
Mín fyrsta minning af Ásdísi var
þegar hún hringdi í mig til þess að
segja mér hver hún væri, að ég ætti
systur og tvo bræður sem ég hafði
aldrei hitt. Ásdís hlustaði hvorki á hik
né óvissu, heldur bauð mér strax í
heimsókn til sín á Grettisgötuna. Þeg-
ar við hittumst fundum við báðar
sterka tengingu okkar á milli og þó að
við létum stundum tíma líða á milli
funda voru þeir alltaf bæði ánægju-
legir og skemmtilegir.
Ásdís var þeim hæfileikum gædd
að vera bæði hjartahlý og hreinskilin
manneskja og var alltaf umkringd
ástvinum sínum. Þrátt fyrir að vera
mikið gefin fyrir að eyða stundum
með fjölskyldu sinni og sínum stóra
vinkvennahópi fannst henni stundum
best að vera ein, þá helst sitjandi á
bás á Mokkakaffi lesandi blöð dagsins
yfir stórum kaffibolla.
Ásdís mun alltaf eiga stað í hjarta
mínu, þar sem við sitjum tvær saman,
spjallandi um allt og ekkert. Ég mun
alltaf varðveita þann tíma sem okkur
gafst saman og hlakka til þeirra
stundar þegar við hittumst aftur.
Þín elskandi systir,
Ásbjörg Una.
Elsku Ásdís frænka. Fátt er um
orð er við kveðjum þig í hinsta sinn.
En minningarnar hrannast upp í
huga okkar. Allt frá því við vorum
smástelpur að leika okkur á hlaðinu
hjá ömmu Kristínu á Grafarbakka, til
síðbúinna hádegisverða á kaffihúsum
bæjarins.
Fyrir nokkrum árum greindist þú
með krabbamein, sem að lokum hafði
betur, en eins og allt sem þú tókst á
við í lífinu, barðist þú við þennan ill-
víga sjúkdóm af hugrekki, jákvæðni
og bjartsýni.
Í gegnum lífið eignaðist þú góðan
hóp vina, sem stóðu sterkir þér við
hlið allt til síðustu stundar.
Fráfall þitt hefur rofið stórt skarð í
frændsystkinahópinn frá Grafar-
bakka og verður þín sárlega saknað.
En minning þín mun lifa í hjarta okk-
ar, um aldur og ævi.
Guð blessi þig og minningu þína.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir.)
Ágústa Kristín, Hafdís og
Margrét Henný Grétarsdætur.
Það er komið að kveðjustund. Það
er svo erfitt, Ásdís. Þú ert loksins bú-
in að fá frið, núna ert þú hjá ömmu
Kristínu. Áralangri baráttu þinni við
þennan erfiða sjúkdóm er lokið. Við
gátum alls ekki hugsað okkur að
missa þig, báðum og óskuðum að við
fengjum að hafa þig í mörg ár í viðbót.
Við áttum margar góðar stundir
saman og allar eru þær jafn dýrmæt-
ir. Við eigum eftir að geyma þær allar
í hjörtum okkar og erum mjög þakk-
lát fyrir að hafa kynnst þér, jafnt sem
ættingja og vinkonu.
Það verður erfitt að koma til
Reykjavíkur núna og geta ekki hitt
þig. Alltaf, þegar við komum til þín,
elsku Ásdís frænka, mættir þú okkur
með bros á vör, sama hvort við ætl-
uðum að gista eða bara að spjalla.
Nú hnígur sól að hafi.
Ég horfi á gengið skeið.
Tek föggur mínar í fatla.
Fer mína leið.
Í kross mínu kvæði eg vendi.
Þið komið öll um hæl.
En fram heldur vaka í veri.
Verið þið sæl.
(S. Friðjónsson.)
Við söknum þín sárt. Hvíl þú í friði.
Ölvir Karl, Anne, Jonas,
Tobias og Mathias.
Nú ertu farin frá okkur, elsku
frænka. Þó að baráttan hafi bæði ver-
ið löng og ströng þá vantaði þig aldrei
kjarkinn né kraftinn til að berjast. En
nú er stríðinu lokið og má með sanni
segja að þú hafir sigrað allar orrust-
urnar nema þá síðustu og þá fórst þú
með reisn. Um leið og hjarta mitt er
fullt af söknuði og sorg þá gleðst ég
yfir þeim ógleymanlegu stundum sem
við áttum á milli stríða. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á
þér að halda hvort sem mig vantaði
öxl til að gráta á eða vin til að hlæja
með. Vinátta þín mun fylgja mér
áfram því að í hjartanu geymi ég
minningarnar um þig að eilífu.
Þín frænka,
Sigrún.
Nú hefur Ásdís verið kvödd í hinsta
sinn. Ég er uppfull af trega og sökn-
uði, eirðarlaus. Ég er líka uppfull af
þakklæti og hlýju yfir því að hafa
fengið að kynnast Ásdísi. Ég fagna
því að eiga minningar um okkur sem
ég get yljað mér við. Leitað í þegar ég
þarfnast styrks og skilnings á ein-
hverju sem ég næ ekki að ráða fram
úr ein. Leikið í huganum hvað Ásdís
myndi ráðleggja mér og finna nálægð
hennar með því. Reynt að tileinka
mér styrk hennar, sjálfstæði, skyn-
semi. Brosað að glettni hennar og ein-
lægni. Upplifað aftur í huganum þeg-
ar hún fór á kostum í sumar-
bústaðaferðum okkar. Strokið yfir
myndir af henni og glaðst yfir því að
líf hennar fléttaðist mínu. Munað
hvað mér var gefið með henni. Og um-
fram allt haldið minningu hennar á
lofti í hjarta mínu.
Elsa Björk Harðardóttir.
Enn ein ung kona í blóma lífsins
hefur orðið að láta undan í baráttu við
hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið.
Ég kynntist Ásdísi Hrönn fyrir níu
árum, tilefni þess var að hún vildi
kynnast hálfsystur sinni og sameina
systkinin í föðurættinni, þau Odd-
stein, Vilhjálm og Ásbjörgu Unu. Við
mæðgurnar vorum mjög glaðar við
þessa sameiningu. Þær systur urðu
strax mjög nánar og höfðu góð tengsl
sín á milli, enda ótrúlega líkar á marg-
an hátt. Ég vil þakka Ásdísi fyrir það
sem hún hefur gert fyrir dóttur mína.
Mér finnst það ómetanlegt að hafa
kynnst eins yndislegri manneskju og
Ásdís var. Hennar er sárt saknað, en
minningin geymist.
Elín.
Góður vinur er gæfa hvers manns.
Ég er heppin, ég á 28 ár full af minn-
ingum um Ásdísi sem ég kem til með
að geta dregið upp við öll möguleg
tækifæri.
Ásdís var ástrík og með sterka
ábyrgðartilfinningu, hún ólst upp við
ást og hlýju hjá ömmu sinni og voru
þær alla tíð mjög nánar. Ásdís hugs-
aði jafn vel um ömmu sína seinni árin
og amma hennar hugsaði um hana
þau fyrri. Ásdís sýndi okkur vinkon-
unum og börnum okkar endalausa ást
og umhyggju. Hún var alltaf fyrst að
bjóða fram aðstoð sína og var ávallt til
staðar hvort sem hún var nær eða
fjær.
Ásdís var ævintýragjörn, hún rölti
eitt sinn frá þjóðvegi nr. eitt alla leið
upp á Hvannadalshnjúk áður en það
kom í tísku. Hún stökk úr fallhlíf yfir
Flúðum og fékk við það sitt eina
íþróttameiðsl. Ásdís lagði á sig
margra klukkustunda yfirheyrslur í
Tel Aviv til að geta unnið á sam-
yrkjubúi í Ísrael. Þar vann hún við að
gljáa epli og tína kíví. Ásdís var alltaf
óhrædd við framandi aðstæður og
ólíka menningu, fór interrail um Evr-
ópu og bjó um tíma í Austurríki, Lúx-
emborg og á Selfossi.
Ásdís var ekki orðin 16 ára þegar
hún var búin að lesa allar bækurnar á
bókasafninu á Flúðum. Hún þefaði
uppi góðar bækur og var yfirleitt búin
að lesa þær og gagnrýna áður en lof
um þær birtust í fjölmiðlum. Hún var
svo fjölhæf að hún gat líka legið yfir
erlendum glanstímaritum og datt
stundum í erlendar sápuóperur í sjón-
varpinu. Ásdís var einstakur húmor-
isti og á ég til endalausar minningar
um alla vega fólk hlæjandi með henni
í sófa einhvers staðar. Hún var alltaf
jákvæð og glöð nema kannski fyrstu
tíu mínúturnar eftir að hún vaknaði.
Ég var svo lánsöm að fá að deila með
henni herbergi í nokkur ár og lærði
þá að það væri best að halda sig til
hlés í smá tíma á meðan hún væri að
vakna. Síðan var hægt að gantast með
henni allan daginn og langt fram á
nótt.
Seinustu fjögur árin barðist Ásdís
hetjulega við sjúkdóm og lagði ekki
niður sverðið fyrr en við seinasta and-
ardrátt sinn.
Minningin um Ásdísi er minning
um óskilyrta vináttu og hlýju.
Katrín Jónsdóttir.
Það er skrítin og óraunveruleg til-
finning að vera að velja lög fyrir útför
og skrifa minningargrein um Ásdísi
vinkonu mína sem var mér svo kær.
Þetta er frekar undirbúningur sem
hefði átt að eiga sér stað í tengslum
við afmæli eða stóráfanga hjá henni,
eitthvað sem ég átti eftir gera fyrir
Ásdísi.
Ásdís barðist hetjulega við krabba-
mein í fjögur ár. Eftir að meinið tók
sig aftur upp og þá í beinum fyrir
tveimur árum var okkur ljóst að róð-
urinn yrði erfiður. Í gegnum lyfja- og
geislameðferðir þessi fjögur ár gekk
Kata vinkona hennar með henni og
stóð eins og klettur við hlið Ásdísar,
sem var henni ómetanlegur stuðning-
ur.
Ásdís tók fréttunum af því að
krabbameinið væri komið upp aftur af
miklu æðruleysi og umræðuefnin við
hana urðu oftast um mann sjálfan
heldur en að hún færi að tala um sig
eða vorkenna sér í sinni aðstöðu. Það
lýsir Ásdísi vel. Hún var mjög góð í að
hlusta á aðra og alltaf til staðar ef á
þurfti að halda í gleði eða sorg. Hún
ræktaði vini sína vel, og vildi líka
fylgjast með hvernig fjölskyldur okk-
ar hefðu það. Ásdís uppskar líka eftir
því þar sem margir áttu hana sem
bestu vinkonu. Ásdís var líka frábær
húmoristi sem sá oft spaugilegu hlið-
arnar á málunum, orðheppin með ein-
dæmum og með einstaklega smitandi
hlátur. Bara svo óendanlega
skemmtileg.
Ásdís var Hreppamaður í húð og
hár. Uppalin hjá Kristínu móður-
ömmu sinni á Grafarbakka í Hruna-
mannahreppi. Mjög kært var á milli
Ásdísar og ömmu hennar í þeirra
tveggja manna sambýli og mikið áfall
þegar hún féll frá árið 1995.
Tæp 20 ár eru síðan við Ásdís
kynntumst er við hófum báðar skóla-
göngu í Menntaskólanum á Laugar-
vatni haustið 1987. Á þessum árum
vorum við ekki bara bekkjarsystur
heldur tengdumst lífstíðarvinabönd-
um. Vinskapurinn sem varð til við
sambúð í þessi fjögur ár er dýrmætur
og það fundum við í veikindum Ásdís-
ar þegar við þjöppuðumst enn meira
saman. Margar sögur væri hægt að
segja frá árunum á Laugarvatni. Ás-
dís var ekki mikið að trana sér fram
en nærvera hennar og húmor varð til
þess að öllum fannst gaman að vera í
kringum hana. Það kom fljótt í ljós að
Ásdís var afar sjálfstæð kona og vildi
helst ekki vera neinum háð. Þegar
hún fékk bláa bílinn í 3. bekk jókst
frjálsræðið til muna og hana munaði
ekki um að þeytast á milli uppsveita
Árnessýslu, Selfoss og Reykjavíkur.
Ásdís var líka ótrúlega góð að redda
sér og öðrum ef bilanir komu upp í bíl-
um enda með Grafarbakkagenin í sér
hvað það varðar. Ef bilunin var meiri
en hún sjálf réð við átti hún alltaf auð-
velt með að hringja í Hrein frænda
sinn í Hveragerði.
Eftir menntaskólann var Ásdís
ekki viss um hvað hún ætti að taka sér
fyrir hendur í lífinu frekar en við hin-
ar. Hún notaði þó tímann vel, ferðað-
ist og vann á ýmsum stöðum bæði hér
heima og erlendis. Við fórum t.d. sam-
an ásamt Kristínu til Lúxemborgar
eftir að við urðum stúdentar. Þar átti
að fá sér vinnu og læra þýsku og
frönsku. Ferðin breyttist síðan í
ógleymanlega lífsreynsluferð þar sem
erfiðara reyndist að fá vinnu. Við
lærðum ekki staf í þýsku eða frönsku
þar sem Íslendingar voru á hverju
strái og Mogginn fékkst í búðinni. Við
komum samt heim reynslunni ríkari
og þetta varð ómetanlegt ævintýri
sem gott er að geta átt í minningunni.
Ásdís lauk prófi frá Kennarahá-
skóla Íslands 1998 og kenndi við Rétt-
arholtsskóla. Þar náði hún vel til ung-
linganna og samstarfsmanna. Við
unnum svo saman í stuttan tíma hjá
Tali en Ásdís hóf störf sem fræðslu-
stjóri Tals í janúar 2000 og ég er stolt
yfir að hafa bent á hana í það starf,
sem hún vann af miklum metnaði.
Vinkvennahópurinn okkar sem
hittist og kynntist á Laugarvatni hef-
ur dafnað vel og við erum heppnar að
eiga margar skemmtilegar minningar
ÁSDÍS HRÖNN
BJÖRNSDÓTTIR