Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 36

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásdís Ólafsdótt-ir fæddist á Siglufirði 29. júní 1931. Hún lést 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Lilja Júlíusdóttir, f. 12. september 1906, d. 10. september 1998, og Ólafur Sveinsson, f. 5. júní 1902, d. 5. mars 1986, verkafólk á Siglufirði, síðar garðyrkjubændur í Víðigerði í Biskupstungum. Systkini Ásdísar eru Ingibjörg, fyrrverandi skrifstofumaður, f. 30. ágúst 1929, og Kristján, loft- skeytamaður og verslunarmaður, f. 7. júlí 1937. Uppeldisbróðir þeirra var Skarphéðinn Njálsson lögreglumaður, f. 1. október 1938, d. 6. apríl 2004. Eiginmaður Ásdísar frá 31. mars 1956 er Þorvaldur Lúðvíks- son, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi gjaldheimtustjóri í Reykjavík, f. 23. september 1928. Foreldrar hans voru Ásta Jóns- dóttir húsfreyja, f. 31. maí 1892, d. 16. júlí 1987, og Lúðvík Norð- dal Davíðsson, héraðslæknir á Eyrarbakka og síðar á Selfossi, f. 6. júlí 1895, d. 27. janúar 1955. Börn Ásdísar og Þorvalds eru: 1) Hervör Lilja héraðsdómari, f. 3. maí 1957, maki hennar var Örn hæstaréttardómari, f. 18. maí 1961, maki Ragnheiður Einars- dóttir lyfjafræðingur, f. 26. jan- úar 1962. Börn þeirra eru: a) Ás- dís verkfræðinemi, f. 3. september 1984, b) Guðrún Ásta, f. 8. mars 1990, c) Einar Lúðvík, f. 6. júní 1992, og d) Signý, f. 9. október 1996. 5) Þórhallur Hauk- ur lögfræðingur, f. 7. október 1970, maki Kristín Rut Einars- dóttir kennari, f. 16. september 1972. Börn þeirra eru: a) Njörð- ur, f. 25. ágúst 1995, b) Hervör, f. 16. nóvember 1997, c) Þórlaug, f. 8. mars 2004 og d) Hlynur f. 18. apríl 2005. Ásdís ólst upp á Siglufirði og flutti þaðan 13 ára gömul með foreldrum sínum í Biskupstungur þar sem foreldrar hennar ráku garðyrkjubú. Hún stundaði nám við Héraðsskólann að Laugar- vatni en að því loknu við Hjúkr- unarskóla Íslands, en þaðan út- skrifaðist hún í mars 1954. Hún lauk framhaldsnámi við röntgen- hjúkrun 1956 og stjórnunarnámi við hjúkrunarskólann 1986, auk ýmissa námskeiða hér á landi og erlendis. Að námi loknu starfaði Ásdís við sjúkrahúsið á Akranesi, svo á handlækningadeild Land- spítalans, þá á röntgendeild sama spítala, síðar í nokkur ár á Landakoti, Kleppsspítala (Flóka- deild) og Sólvangi í Hafnarfirði. Ásdís réðst aftur til starfa á rönt- gendeild Landspítalans árið 1971 til 1972, en á geisladeild spítalans frá þeim tíma, þar sem hún var deildarstjóri frá 1981. Útför Ásdísar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Erlendur Ingason læknir, f. 4. júní 1956. Börn þeirra eru: a) Ásdís Halla laganemi, f. 12. október 1979, dóttir hennar og Loga Bjarnasonar, f. 22. mars 1978, er Embla Sól, f. 6. september 2000. Sambýlismað- ur Ásdísar Höllu er Eiríkur Atli Briem viðskiptafræðinemi, f. 19. nóvember 1979, sonur hans er Benedikt Kristinn, f. 23. ágúst 2003, b) Örlygur læknanemi, f. 1. nóvember 1980, og c) Hjalti, f. 6. mars 1990. 2) Hrafnhildur Ásta viðskiptafræðingur, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, f. 29. júní 1958, maki hennar var Yngvi Ólafsson læknir, f. 3. nóv- ember 1956. Börn þeirra eru: a) Þorvaldur Hrafn laganemi, f. 17. desember 1980, b) Ólafur Torfi verkfræðinemi, f. 15. apríl 1984, c) Nanna menntaskólanemi, f. 13. apríl 1986, og d) Jóhannes Kári, f. 1. apríl 2001. 3) Lúðvík mat- reiðslumeistari og iðnrekstrar- fræðingur, f. 28. ágúst 1959, kvæntur Jóhönnu Gunnardóttur, f. 3. nóvember 1961. Börn þeirra eru: a) Salvör Gyða laganemi, f. 2. júlí 1984, b) Iðunn, f. 4. júlí 1991, og c) Þorvaldur, f. 5. febr- úar 1999. 4) Ólafur Börkur Í dag verður jarðsungin tengda- móðir mín, Ásdís Ólafsdóttir. Hún fór ung að heiman til náms og vinnu, enda krepputímar og ekki mikið um- leikis á æskuheimilinu. Ævistarf hennar var hjúkrun. Hún fór í Hjúkr- unarskóla Íslands og átti þar góðar stundir og eignaðist þar traustar vin- konur. Árið 1956 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Þorvaldi Lúð- víkssyni, hæstaréttarlögmanni. Þau eignuðust fimm börn og eru barna- börn og barnabarnabörn nú orðin 19 talsins. Ásdís vann víða sem hjúkr- unarkona, meðal annars á Flóka- deildinni og Kleppspítala en lengst af á geisladeild Landspítalans. Auk þess að vinna fulla vinnu sinnti hún stóru heimili sínu af miklum myndarskap. Engri manneskju hef ég kynnst sem kom jafnmiklu í verk og Ásdís gerði. Ef boðið var til veislu þá sá Ásdís um undirbúninginn. Eftir langan vinnu- dag hófst hún handa, ekki með látum og skipunum, heldur hljóðlát og rösk. Tiltekt, bakstur og matargerð, þetta hristi hún fram úr erminni án þess að finnast það nokkurt tiltökumál. Ásdís var glæsileg kona, hávaxin og bar sig vel. Hún hafði gaman af fallegum fatnaði og hélt sínum stíl, þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir. Hún var stórtæk og gjafmild og hafði einstakt lag á að finna gjafir við hæfi. Sérstaklega var hún glúrin með ung- lingana, þannig að pakkarnir frá ömmu voru alltaf mest spennandi. Áhugamál Ásdísar voru margvís- leg, þótt ekki hafi henni gefist mikill tími til að sinna þeim fyrr en á efri ár- um. Hún hafði gaman af handavinnu ýmiss konar og þeir eru til dæmis ófáir stólarnir sem hún hefur saumað út í. Þau hjónin voru alla tíð mikið fyrir að ferðast. Í fyrstu voru það tjaldferðalög með börnin fimm víða um Ísland. Seinna voru þau óþreyt- andi að heimsækja börnin og fjöl- skyldur þeirra víða um landið og til Norðurlandanna. Á síðustu árum fóru þau í nokkrar utanlandsferðir sem hún hafði mikla ánægju af. Ekki er hægt að minnast Ásdísar án þess að nefna sumarbústaðinn. Þar var hún í essinu sínu. Hún hafði yndi af trjárækt og garðvinnu og þar naut sín elja hennar og dugnaður. Barnabörnin kunnu öll að meta stundirnar með ömmu og afa í bú- staðnum. Þau komu oft við hjá okkur hjónum er við bjuggum á Selfossi og buðu börnunum með sér í bústaðinn. Þá þurfti engan fyrirvara, bara að finna stígvélin og fara upp í bílinn til hundsins Kols, ömmu og afa. Í bú- staðnum ríkti frelsi. Þar mátti gera allt, sulla, mála, smíða og spila, eða bara liggja í leti. Skemmtilegast var samt að hjálpa ömmu. Hún var ein- stök í samskiptum sínum við börnin. Hún hvatti þau og sýndi áhuga, en allt með sínum hógværa og látlausa hætti. Þau voru alltaf velkomin til ömmu og afa, en fengu enga skipu- lega dagskrá eins og er svo víða í dag. Þetta kunna börn að meta. Síðastliðið ár var Ásdísi erfitt. Þor- valdur veiktist í janúar 2005 og hefur verið á sjúkrahúsi nánast samfellt síðan. Í september síðastliðnum fór Ásdís í aðgerð og eftir það tók við erf- iður tími, sem hún tókst á við með æðruleysi. Hún var undirlögð af verkjum og mikil óvissa ríkti um meðferð og meðhöndlun. Um miðjan janúar var loks ljóst að um ólæknandi krabbamein var að ræða og þremur vikum síðar var hún öll. Hún hefði svo sannarlega átt það skilið, hún Ásdís, að fá viðeigandi meðferð og hjúkrun þessa síðustu mánuði sem hún lifði, en það varð því miður ekki. Síðustu þrjár vikurnar lá hún þó á deild A6 á Borgarspítala og var hún afar þakk- lát fyrir umhyggju og góðvild starfs- fólks þar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar finnst mér lýsa Ásdísi vel. Ég vil að lokum þakka Ásdísi sam- fylgdina og bið guð að geyma hana. Ragnheiður Einarsdóttir. Ég var stödd í Danmörku þegar ég fékk fréttirnar um að tengdamóðir mín, hún Ásdís Ólafsdóttir, væri látin. Þegar við kvöddumst í haust grunaði mig ekki að það væri í síðasta skiptið sem ég myndi kveðja hana, ég hélt ég myndi fagna með henni 75 ára afmæl- inu hennar í júní þegar við kæmum heim. Það er líka óskiljanlegt að þessi sterka kona, sem vílaði ekkert fyrir sér, hafi þurft að láta undan, stríðið stóð stutt, áður en hún kvaddi. Ég hitti Ásdísi fyrst fyrir tæpum fimmtán árum. Það var ekki auðvelt að kynnast henni, hún hélt sig lengi vel til baka en eftir því sem mánuð- irnir og árin liðu kynntumst við betur og betur. Hún var þægileg og róleg í viðmóti og alveg laus við alla tilgerð. Eitt sem kemur upp í hugann og lýsir Ásdísi vel er ósérhlífnin sem var næstum óendanleg. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún gerði það allt af svo mikilli elju og dugnaði. Hún ræktaði upp heilt sum- arbústaðaland þannig að í dag stend- ur eftir skógur, hún saumaði út, þannig að eftir standa mörg lista- verk, og hélt börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra stórveislur sem stóðu oft langt fram eftir nóttu með spila- mennsku og spjalli. Börnin mín hafa misst mikið með ömmu sinni, hún var þeim yndisleg, alltaf hlý og tilbúin til þess að sinna þeim, þau eru heppin að geta grafið ofan í minningapokann, hann er stór og í honum eru margar fallegar minn- ingar um fallega og góða konu. Ég bið góðan Guð að styrkja Þor- vald, Hervöru, Hrafnhildi, Lúðvík, Börk, Þórhall og öll barnabörnin í sorginni. Kristín Rut Einarsdóttir. Ásdís amma okkar var svo góð og falleg kona og hjálpaði fólki. Hún var hjúkrunarkona. Hún brosti svo fal- lega og var alltaf í fínum fötum. Við löbbuðum alltaf út með Kol saman. Ásdís amma okkar spilaði oft við okk- ur, við spiluðum svarta-pétur, löngu- vitleysu, veiðimann og ólsen-ólsen. Hún var alltaf að gefa okkur ís og pening í baukinn. Við söknum ástkærrar ömmu okk- ar og við vitum að henni líður vel þarna uppi hjá Guði. Njörður og Hervör. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú er komið að kveðjustund, elskulega besta amma mín er farin. Amma var afar falleg, góð og heillandi kona og dugnaður hennar ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR GÍSLI VIGFÚSSON frá Skálmarbæ, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Gestsdóttir og fjölskylda, Hjálmar Gunnarsson og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma, langamma og langalangamma, INGUNN ELÍN ANGANTÝSDÓTTIR, Þingeyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardag- inn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Þingeyrarkirkju laugar- daginn 11. febrúar kl. 14.00. Nanna Magnúsdóttir, Jónas Ólafsson, Halldóra Magnúsdóttir, Kristján Haraldsson, Anton Haukur Gunnarsson, Hulda Sassoon, ömmubörn, langömmubörn, og langalangömmubarn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, SVAVAR GUÐBJÖRN SVAVARSSON, Vatnsstíg 21, Reykjavík, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, föstu- daginn 10. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins, sími 540 1900. Jónína G. Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson, Helga J. Svavarsdóttir, Hallgrímur S. Sveinsson, Garðar Á. Svavarsson, Aldís A. Sigurjónsdóttir, Þórunn H. Svavarsdóttir Poulsen, Kjartan J. Bjarnason, Björg Jónsdóttir. Elskuleg stjúpmóðir mín, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Súðavík, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 7. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Bragi Líndal Ólafsson. Yndislegi sonur okkar og bróðir, HULDAR ÖRN ANDRÉSSON, lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 8. febrúar. Andrés Ragnarsson, Inga B. Árnadóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Birta Dögg Andrésdóttir, Margrét Andrésdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI BJÖRNSSON, Helgafelli 5, Eskifirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánu- daginn 13. febrúar kl. 14.00. Jóhanna Valgerður Lauritzdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.