Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VIÐ stöndum á merkum tíma-
mótum nú þegar Neyðarlínan, einn,
einn, tveir, hefur starfað í tíu ár.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir aðra
en þá sem til þekkja að ímynda sér
hvernig ástandið var í móttöku og
miðlun neyðarbeiðna fyrir daga
Neyðarlínunnar. Þá þurfti fólk að
standa klárt á ótal
neyðarnúmerum allt
eftir því hvers konar
aðstoðar var þörf og
hvar fólk var statt á
landinu.
Neyðarlínan hóf
starfsemi í viðbygg-
ingu í slökkvistöðinni
við Skógarhlíð í árs-
byrjun 1996. Ég full-
yrði að þar með hófst
sú atburðarás sem hef-
ur síðan fært okkur
Björgunarmiðstöðina
Skógarhlíð og nú síð-
ast samhæfingarstöð-
ina. Fjarskiptamiðstöð
lögreglu kom í Skóg-
arhlíðina árið 2000 og
það sama ár samein-
uðust slökkviliðin á
höfuðborgarsvæðinu.
Mjög fljótlega komu
fram áætlanir innan
stjórnar nýja slökkvi-
liðsins um að hefja
uppbyggingu í Skóg-
arhlíð 14 og bjóða
samstarfsaðilum þar
aðstöðu svo unnt yrði
að auka samhæfingu í undirbúningi
og aðgerðum. Framhaldið þekkjum
við, úr þessu frumkvæði varð
Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð,
landsmiðstöð björgunar á láði, legi
og í lofti.
Sívirk samhæfingarstöð
Þessari þróun var hrundið af stað
að erlendu frumkvæði en síðan hef-
ur frumkvæðið verið okkar og við
höfum raunar þróað þetta enn
lengra en flestar þjóðir. Og nú er að
mínu mati komið að því að taka enn
eitt stökkið inn í framtíðina og taka
einfaldlega forystu í þessum efnum
meðal Evrópuþjóða.
Lykillinn að því er að auka enn á
samhæfingu viðbragðsaðila í víðum
skilningi; við gerð áhættugrein-
ingar, áhættumats, viðbragðsáætl-
ana, í aðgerðum og ekki síst við það
að leiðrétta í ljósi reynslunnar. Eins
og málum er háttað nú er samhæf-
ingarstöðin í Björgunarmiðstöðinni
Skógarhlíð aðeins virkjuð sam-
kvæmt sérstakri ákvörðun og þá við
sérstakar aðstæður. Mín skoðun er
sú að við eigum að hverfa frá þessu
fyrirkomulagi og líta svo á að sam-
hæfingarstöðin sé virk allan sólar-
hringinn, árið um kring. Með sam-
hæfingu í daglegum störfum byggja
viðbragðsaðilar upp getu og hæfni
til að bregðast af nauð-
synlegu afli við stórum
sem smáum áföllum.
Almenningur má aldr-
ei líða fyrir það á
neyðarstundu að
skortur sé á sam-
hæfðum vinnubrögð-
um okkar. Og hér geri
ég að sjálfsögðu ráð
fyrir að Neyðarlínan
gegni stóru hlutverki.
Til hamingju með
afmælið!
Við Íslendingar er-
um að mínu mati í
þeirri óskastöðu að
geta þróað neyð-
arþjónustu með þeim
hætti að hún verði í
fremstu röð. Allar for-
sendur eru fyrir hendi
nú tíu árum eftir
stofnun Neyðarlín-
unnar sem segja má að
hafi orðið fyrsta raun-
verulega sameining-
artákn hinna ólíku við-
bragðsaðila í landinu.
Smæð samfélagsins og
nábýli og samkennd helstu við-
bragðsaðila gera það að verkum að
við ættum ekki að vera í vandræð-
um með að gera þær breytingar
sem ég hef lýst hér á undan. Slík
breyting myndi auka öryggi fólks
og velferð.
Ég vil nota þetta tækifæri til þess
að óska Neyðarlínunni, stjórn henn-
ar og starfsfólki hjartanlega til
hamingju með tíu ára afmælið.
Starfsemi hennar hefur hjálpað
okkur að þróa neyðarþjónustu í
landinu til betri vegar. Auðnist okk-
ur að horfa til verulegra framfara í
fyrirkomulagi björgunarmála á
næstu árum getum við litið á það
sem veglega og kærkomna afmæl-
isgjöf Neyðarlínunnar og okkar
allra til þjóðarinnar.
112 í tíu ár – á merk-
um tímamótum
Jón Viðar Matthíasson fjallar
um þýðingu Neyðarlínunnar
fyrir þróun neyðarþjónustu
Jón Viðar Matthíasson
’Við Íslendingarerum að mínu
mati í þeirri
óskastöðu að
geta þróað neyð-
arþjónustu með
þeim hætti að
hún verði í
fremstu röð.‘
Höfundur er slökkviliðsstjóri SHS.
Í MORGUNBLAÐINU 2. febr-
úar kemur fram að þriðjungur for-
eldra barna í grunnskóla kaupir
ekki skólamáltíðir fyr-
ir börn sín. Ein af
ástæðum þess er sagð-
ur bágur efnahagur
foreldra.
Hér verður ekki
lagt mat á ástæður
þess að í sumum
grunnskólum er hlut-
fall nemenda sem nýta
sér skólamáltíðir ekki
hærra en fram kemur
í áðurnefndri umfjöll-
un heldur reynt að
vekja athygli á þeim
möguleikum sem efna-
minni foreldrum standa til boða af
hálfu velferðarkerfisins í þessum
efnum.
Ekkert barn á að lenda í þeirri
stöðu að vegna efnahags foreldra
njóti það ekki þess sem grunnskól-
inn hefur upp á að bjóða. Í grunn-
skóla er veitt þjónusta sem for-
eldrar greiða fyrir með lögboðnu
útsvari til sveitarfélaga en geta síð-
an keypt viðbótarþjónustu fyrir
börn sín, s.s. skólamáltíðir og frí-
stundanám.
Þjónustumiðstöðvar Reykjavík-
urborgar hafa að mestu tekið við
framkvæmd velferð-
arþjónustu borg-
arinnar. Þar er ein-
staklingum og
fjölskyldum veitt fjár-
hagsaðstoð í samræmi
við reglur sem sam-
þykktar eru í velferð-
arráði og borgarráði.
Inntak þessara
reglna er að skylt er
að veita fjárhagsaðstoð
til framfærslu ein-
staklinga og fjöl-
skyldna sem ekki geta
séð sér og sínum far-
borða án aðstoðar. Gefa skal sér-
stakan gaum að fjárhagslegum og
félagslegum aðstæðum barnafjöl-
skyldna og meta sérstaklega þarfir
barna vegna þátttöku þeirra í
þroskavænlegu félagsstarfi. Við
mat á fjárþörf og við ákvörðun um
fjárhagsaðstoð skal grunnfjárþörf
til framfærslu lögð til grundvallar
og frá henni dregnar heildartekjur
viðkomandi.
Fjárhagsaðstoð til einstaklings 18
ára og eldri getur numið allt að
87.615 kr á mánuði og til hjóna og
fólks í skráðri sambúð allt að
140.184 kr. á mánuði.
Auk þessa réttar til fjárhags-
aðstoðar er heimilt vegna sérstakra
aðstæðna að veita foreldrum aðstoð
vegna barna á þeirra framfæri.
Heimilt er að veita sérstaka fjár-
hagsaðstoð til foreldra til að greiða
fyrir skólamáltíðir og frístunda-
heimili. Skilyrði er að tekjur for-
eldra hafi verið sambærilegar, eða
lægri en grunnfjárhæð fjárhags-
aðstoðar undanfarna fjóra mánuði.
Ætíð skal vera um tímabundna að-
stoð að ræða sem sætir endur-
skoðun á sex mánaða fresti.
Í ljósi áðurnefndra reglna um
fjárhagsaðstoð, sem lesa má í heild
sinni á vefsvæðinu reykjavik.is,
hvet ég foreldra til að kynna sér
þann rétt sem þeir eiga til fjárhags-
aðstoðar vegna skólamáltíða.
Foreldrar í Breiðholti sem telja
sig vegna fjárhagsvanda ekki geta
keypt skólamáltíðir fyrir börn sín
og telja sig eiga rétt á fjárhags-
aðstoð eru hvattir til að snúa sér til
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts,
Álfabakka 12, sími 411 1300 og at-
huga rétt sinn.
Ég hvet einnig skólayfirvöld til
að aðstoða foreldra í að kanna rétt
sinn á fjárhagsaðstoð til að tryggja
sem best velferð barna.
Í því velferðarkerfi sem við búum
við á ekkert barn að þurfa að líða
fyrir erfiðan efnahag foreldra sinna.
Við verðum alltaf að forgangsraða
þeim gæðum sem við höfum yfir að
ráða hverju sinni, sem einstaklingar
eða stofnanir, þannig að velferð
barnanna sé sem best tryggð.
Stöndum vörð um velferð og upp-
eldi barnanna okkar, það er þeim
og okkur öllum fyrir bestu.
Holl skólamáltíð er mikilvæg fyrir
þroska og starfsorku barna
Ragnar Þorsteinsson fjallar um
mataræði barna og unglinga ’Heimilt er að veita sér-staka fjárhagsaðstoð til
foreldra til að greiða fyrir
skólamáltíðir og frí-
stundaheimili.‘
Ragnar Þorsteinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Í GREIN sinni „Virkjum náttúr-
una fyrir heilsuna“ sem birtist í
Morgunblaðinu 23. januar sl. vekur
Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkr-
unarfræðingur Land-
læknisembættisins, at-
hygli á heilsubætandi
áhrifum grænna svæða.
Anna Björg vísar til
niðurstaðna bandaríska
vísindamannsins Rog-
ers Ulrichs en þær
sýndu fram á að sjúk-
lingar sem höfðu gróð-
urútsýni náðu fyrr bata
en sjúklingar sem
horfðu á steinsteyptar
byggingar. Fleiri vís-
indamenn hafa komist
að svipuðum niður-
stöðum, þ.e.a.s. að gróður hafi jákvæð
áhrif á heilsu og bata sjúklinga.
Clare Cooper Marcus, prófessor
við Berkleyháskóla í Kaliforníu, hef-
ur síðan 1994 stundað rannsóknir á
hönnun sjúkrahúsbygginga og lóða
eða svokallaðra hvítra svæða. Henn-
ar niðurstöður sýna að aðgengi að
gróðurríkum svæðum hefur jákvæð
áhrif á heilsu sjúklinga en virkar jafn-
framt heilsubætandi á starfsfólk
stofnana. Oftar en ekki er starfsfólk
sjúkrastofnana undir miklu álagi og
upplifir sig stressað. Rannsóknir
Marcus sýndu að starfsfólk nýtti að-
liggjandi garða eða gróðurskála sem
hvíldarstað í matar- og kaffihléum.
Þar upplifði það sig afslappað og end-
urnært eftir dvölina. Í heimsókn-
artímum tóku þeir sjúklingar sem
gátu gjarnan á móti sínum nánustu á
gróðurríkum dvalarsvæðum í stað
nakinna herbergjanna. Í viðtölum við
sjúklinga og starfsfólk
kemur fram að fólk
upplifir sig minna
stressað og finnur fyrir
meiri innri ró innan um
gróður.
Það eru fleiri þjóðir
sem nýta sér þekk-
inguna um jákvæð áhrif
náttúru og gróðurs á
heilsu fólks, m.a. frænd-
ur vorir Svíar og Danir.
Við háskólasjúkrahúsið
í Lundi var 1992 tekin í
notkun ný krabba-
meinsmeðferðardeild.
Landslagsarkitektinn Monika Gora
hannaði glerskála fyrir miðju bygg-
ingarinnar og garð með tjörn fyrir
framan húsið. Í gróðurskálanum eru
bæði há- og lágvaxnar sígrænar
plöntur, panelplötur og mildir past-
ellitir á veggjum þar sem hanga fal-
legar blómamyndir. Aðspurt segir
starfsfólk, svo og einstaklingar í með-
ferð, staðinn hafa jákvæð áhrif á sig
og sér líði betur í gróðurskálanum en
frammi á aðliggjandi hvítum og nökt-
um ganginum. Gafl gróðurskálans
vísar út í fallegan garð og hægt er að
njóta útsýnisins innan frá eða ganga
út á bryggju sem leiðir út og niður í
sjálfan garðinn.
Háskólasjúkrahúsið í Hvidovre í
Danmörku hefur 10 þakgarða sem
sjúklingar og starfsfólk getur gengið
út í allan ársins hring. Mörg her-
bergin vísa út í garð og hafa þeir
sjúklingar sem þar dveljast útsýni yf-
ir gróðurrík svæði sem breyta lit og
formi eftir árstíðum. Í skrifuðum orð-
um er verið að vinna hörðum höndum
við byggingu á 6.000 m² þakgarði á
ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
En hvað erum við á Íslandi að gera í
þessum málum?
Það gleður mig að sjá Landlækn-
isembætti Íslands fara í broddi fylk-
ingar og hvetja til betra aðgengis að
náttúru og gróðri á heilbrigðisstofn-
unum, heimilum og vinnustöðum.
Meiri gróður – betri heilsa
Anna María Pálsdóttir
fjallar um góð áhrif gróðurs
á heilsuna ’Það gleður mig að sjáLandlæknisembætti Ís-
lands fara í broddi fylk-
ingar og hvetja til betra
aðgengis að náttúru og
gróðri á heilbrigðisstofn-
unum, heimilum og
vinnustöðum.‘
Anna María Pálsdóttir
Höfundur er garðyrkjuverkfræð-
ingur og nemi við landslags-
arkitektadeild Landbúnaðarháskóla
Svíþjóðar, stundar mastersnám í
„náttúra, heilsa og garður“.
GÓÐ þjónusta við aldr-
aða er einn af horn-
steinum hvers velferð-
arsamfélags. Hér í
Reykjavík er veitt margs
konar þjónusta við aldr-
aða, en það er ýmislegt
sem má bæta. Einna
brýnast er að flýta því
sem kostur er að taka í
notkun ný hjúkrunarrými
til að leysa vanda þeirra
sem eru í brýnni þörf fyr-
ir slíkt. Það þarf líka að
fylgja eftir samþættingu
á heimahjúkrun og fé-
lagslegri heimaþjónustu
til að gera þeim sem það vilja kleift að
búa lengur heima.
Aldraðir geta nýtt sér ýmsa þjón-
ustu á vegum borgarinnar. Það er
boðið upp á félagsstarf og heimsend-
ingu á mat, aðstoð við heimilishald,
auk almennrar fé-
lagsþjónustu af ýmsu
tagi. Þessi þjónusta
léttir undir með fólki
og á að auka á öryggi
og öryggistilfinningu.
Velferðarráð hefur
ákveðið að grípa til að-
gerða til að mæta
þörfum þeirra eldri
borgara sem búa við
einangrun. Þá höfum
við í velferðarráði lagt
áherslu á gott sam-
starf við aldraða og
gert sérstakan þjón-
ustusamning við Fé-
lag eldri borgara til að betur sé hægt
að sinna tiltekinni þjónustu við þenn-
an hóp. Allt þetta skiptir máli, en þó
verður ekki framhjá því litið að það
þarf að skoða heildstætt þennan
málaflokk og jafnvel færa stærri hluta
hans frá ríkinu til borgarinnar.
Það hefur talsverða ókosti í för með
sér að yfirstjórn öldrunarmála sé ekki
á einni hendi. Það er ekki hægt að
koma upp nýju hjúkrunarheimili sem
þörf er á í Reykjavík án þess að sam-
þykki heilbrigðisráðuneytis komi til.
Það hefur verið stefnan að fjölga
hjúkrunarheimilum í Reykjavík og nú
hillir undir að sú stefna verði að veru-
leika með smíði hjúkrunarheimilis
með 110 rýmum í Sogamýri.
Annað er í bígerð
í Vesturbænum
Smíðin sjálf leysir þó ekki allan
vanda, því það þarf að koma til rekstr-
arfé. Það kemur lögum samkvæmt úr
ríkissjóði, og rekstrarframlög hafa
verið það knöpp að flest hjúkr-
unarheimili hafa búið við mjög þröng-
an kost og jafnvel safnað skuldum.
Rekstrarvandi hjúkrunarheimilanna
hefur sett mark á starfsemi þeirra.
Það er oft ekkert svigrúm til þess að
bæta starfsemina og starfsmönnum
er skorinn þröngur stakkur í mörgum
skilningi. Lág laun eru áhyggjuefni og
starfsmannavelta er oft meiri en
æskileg er í svo viðkvæmri þjónustu.
Úr þessu verður að bæta með samein-
uðu átaki opinberra aðila og fleiri að-
ila.
Ég hef trú á því að með þeim bygg-
ingum sem hafa verið ákveðnar eða
eru í bígerð muni aðstæður batna
verulega að þessu leyti. Það þarf þó
að halda áfram að þróa þjónustu í
þessum málaflokki. Þar er mikilvægt
að haft sé samráð við samtök aldraðra
og að sjónarmið þeirra séu virt í þess-
um efnum, hvort sem um einstaklinga
eða samtök er að ræða. Það er ekki
það sama sem hentar öllum og þess
vegna þarf þjónustan að vera með
fjölbreyttu sniði.
Öldrunarþjónustu þarf að bæta
Eftir Stefán Jóhann Stefánsson ’… það þarf að skoðaheildstætt þennan mála-
flokk og jafnvel færa
stærri hluta hans frá rík-
inu til borgarinnar.‘
Stefán Jóhann
Stefánsson
Höfundur situr í stjórn hjúkrunar-
heimilis í borginni og býður sig fram
í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík