Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 25
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 25 MINNSTAÐUR Heimili óskast fyrir nokkra spræka og skemmtilega Golf Variant. Ættbókarfærðir, skoðaðir og frá góðum heimilum. Komdu á Klettháls og athugaðu hvort þú finnur ekki einn sem hentar þér. Tegund Ekinn Skráður Ásett verð Tilboðsverð Mánaðargr.* Lánstími Comfort 1,6 Beinsk. 55.000 7/04 1.390.000 1.250.000 18.943 72 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 45.000 10/03 1.740.000 1.560.000 27.591 60 mán Highline 1,6 Sjálfsk. 48.000 8/03 1.530.000 1.370.000 24.241 60 mán Highline 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 44.000 5/03 1.590.000 1.430.000 25.299 60 mán Highline 1,6 Beinsk. 55.000 1/03 1.330.000 1.190.000 21.067 60 mán Highline 1,6 Beinsk. 59.000 7/02 1.220.000 1.090.000 19.304 60 mán Comfort 1,6 Beinsk. 76.000 5/02 1.070.000 960.000 17.011 60 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 179.000 3/02 890.000 790.000 14.014 60 mán Variant 1,6 Beinsk. 87.000 2/02 1.070.000 960.000 18.951 60 mán Comfort 4Motion 2,0 Beinsk. 44.000 11/01 1.170.000 1.050.000 23.842 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 99.000 5/01 1.030.000 920.000 20.903 48 mán Highline 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 60.000 5/01 1.550.000 1.390.000 31.527 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 116.000 2/01 960.000 850.000 19.321 48 mán 4Motion 2,0 Beinsk. 4x4 77.000 10/00 1.050.000 950.000 21.581 48 mán *Miðað við bílasamning SP og 10% innborgunFleiri úrvalsbílar hjá umboðsmönnum okkar um land allt Egilsstaðir | Samvinnunefnd miðhá- lendis hefur kynnt tillögu að veg- breytingum á svæðinu norðan Vatnajökuls. Skv. tillögu þeirra Óskars Bergs- sonar, formanns nefndarinnar, Arn- órs Benediktssonar og Fríðu Bjarg- ar Eðvarðsdóttur verða tveir vegir felldir út úr skipulagi, Snæfellsleið og rannsóknarvegur í Hrafnkelsdal, en í staðinn kemur tenging frá Kára- hnjúkavegi meðfram aðgöngum 3 að þjóðvegi í Hrafnkelsdal. Fljótsdalshérað hefur farið fram á að skipulagi verði breytt í þá veru að vegur að aðkomugöngum 3 að að- rennslisgöngum Kárahnjúkavirkj- unar fái að standa að virkjanafram- kvæmdum loknum og við hann verði bætt vegi sem tengist þjóðveginum við Aðalból. Með tilkomu vegar um Glúms- staðadal að Kárahnjúkavegi telur nefndin opnast möguleika á hag- kvæmri og fljótfarinni tengingu við hálendið. Jafnframt er talið að með tilkomu vegtengingar um Glúms- staðadal skapist aukið öryggi á há- lendi vegna þess að leiðin liggur lægra og er betri með tilliti til veðurs og færðar. Vegtenging eða enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagn- ing samkvæmt áætlunum er a.m.k. 10 km að lengd er ávallt háð mati á umhverfisáhrifum. Ný vegtenging inn á hálendi um Glúms- staðadal LANDIÐ Skagafjörður | Unnið er að könnun á hagkvæmni lagningar háhraða- nets um sveitir Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að nýttir verði mögu- leikar á lagningu ljósleiðara með hitaveiturörum en Skagafjarðarveit- ur lögðu plaströr með hitaveiturör- um við nýjustu hitaveitufram- kvæmdir sínar í sveitum héraðsins. Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðár- króki vinnur að þessari athugun í samvinnu við Sveitarfélagið Skaga- fjörð, Akrahrepp, Skagafjarðarveit- ur og Fjölnet ehf. á Sauðárkróki. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, segir að jafnframt sé gert ráð fyrir athugun á því hverju það breytir fyrir samkeppnishæfni og búsetu- skilyrði í dreifbýlinu að fá hitaveitu og háhraðatengingu. Verið er að funda um málið á vegum þessara aðila en Árni býst við að skýrsla um kostnað og verkáætlun geti legið fyrir í vor. Þá verður tekin ákvörð- un um það hvort í þetta verður ráð- ist. Bætir samkeppnishæfni Það auðveldar málið að Skaga- fjarðarveitur hafa gert ráð fyrir ljósleiðara við hitaveituframkvæmd- ir á síðustu árum. Þessir möguleikar eru aðallega í Skagafirði austan vatna. Í samvinnu við Akrahrepp hefur fyrirtækið verið að leggja hitaveitu á fjölda bæja í Blönduhlíð. Þá er unnið að undirbúningi lagn- ingar hitaveitu í Sléttuhlíð og á Hofsós, frá borholu í Deildardal, og sömuleiðis viðbót við hitaveitu í Hjaltadal. Þá segir Árni líkur á að hitaveita komi víðar. Hitaveita hef- ur verið lengur á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og þar var ekki gert ráð fyrir ljósleiðara. Árni segir að þar og á öðrum stöðum sem hita- veitan nær ekki til verði hægt að setja upp örbylgjusamband. Gert er ráð fyrir að háhraðanetið í dreifbýli Skagafjarðar verði tengt ljósleiðara- neti Fjölnets sem byggt hefur slíkt kerfi upp á Sauðákróki og víðar. Árni segir að forsvarsmenn sveit- arfélaganna og fyrirtækjanna sem að þessu standa séu sannfærðir um að lagning háhraðanets um dreifbýli héraðsins myndi bæta mjög sam- keppnishæfni íbúa þar og búsetu- skilyrði. Fólkið muni njóta kosta sveitarinnar en hafa um leið sama aðgang að tveimur mikilvægum grunnveitum og íbúar í þéttbýli, það er að segja háhraðaneti og hita- veitu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Tenging Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa tengt marga sveitabæi í Blönduhlíð við hitaveituna að undanförnu og rör fyrir ljósleiðara fylgir. Ljósleiðari lagður um sveit- irnar með heita vatninu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.