Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 4
                    !   " "    "#  $  %  &  '()    *+  *# ,      *  + - . +   +()  &  +)& (( /  ,0  ,   ,   ,#! ,()    ,/ */# 1,(*2 ,( )   3 4 5 +6 +6 .718  $9 50 2     :;< =  ,    ,(" <>  &6?>>@ " A A ? ? ? A ? ? ? ? ? A < A A ? ? B A ? ? A A A A < B B ? ? A C; 4 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express VERÐ 39.900 kr. INNIFALI‹: 20–23. APRÍL Borgarleikhúsið og Express Ferðir hafa í sameiningu sett saman leikhúsferð til London í lok apríl. Þá er vorið komið í allri sinni dýrð. Sérstakur leiðsögumaður verður Guðjón Petersen leikhússtjóri og í boði er að fara á tvær frábærar sýningar sem báðar hafa slegið rækilega í gegn í London. Söngleikurinn The Producers og Who's afraid of Virginia Woolf? með Kathleen Turner í aðalhlutverki. Einnig gefst farþegum kostur á skoðunarferð um borgina. Gist á góðu hóteli rétt við Kensington Park. Flug með sköttum, gisting í þrjár nætur með morgunverði og akstur til og frá flugvelli. Einstök ferð á einstökum kjörum. LONDON Láttu drauminn rætast SPENNANDI LEIKHÚSFERÐ TIL KARL Georg Sigurbjörnsson, hæstaréttarlögmaður hjá lögmanns- stofunni Lögmenn Laugardal ehf., gagnrýnir harðlega rannsókn Fjár- málaeftirlitsins á stofnfjárviðskipt- um í Sparisjóði Hafnarfjarðar. „Ég held að þessi rannsókn FME sé á al- gerum villigötum. Ég átta mig ekki á því hvaða glæpur á að hafa verið framinn,“ segir hann. „Ég tel að rannsóknin sé reist á sandi,“ segir Karl Georg. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að rannsókn á stofnfjárvið- skiptunum beindist m.a. að fjár- mögnun viðskipta og komið hefði í ljós við athugun á reikningum lög- mannsstofunnar að fimm félög lögðu háar fjárhæðir inn á þá. Karl Georg segir að þessi mál séu í eðli sínu mjög einföld en vegna trúnaðarskyldna hans sem lögmanns gagnvart skjól- stæðingum sínum eigi hann mjög erfitt með að veita upplýsingar um þetta. „En þetta á allt sínar eðlilegu skýringar og það hefur ekkert óeðli- legt átt sér stað. Ég get upplýst að fjármögnunaraðilinn hefur aldrei átt nein bréf eða haft umráð eða ráðstöf- unarrétt eða farið með atkvæðisrétt fyrir eitt einasta stofnbréf í Spari- sjóði Hafnarfjarðar.“ Engin lagaákvæði til um „óbeinan virkan eignarhlut“ Karl Georg gagnrýnir m.a. að FME beiti fyrir sig hugtökum sem ekki sé að finna í íslenskum rétti, en eins og fram hefur komið telur FME hóp stofnfjáreigenda hafa náð óbein- um virkum eignarhlut í SPH. Karl Georg bendir á að þetta hugtak „óbeinn virkur eignarhlutur“ sé ekki að finna í lögum. Í 40. grein laga um fjármálafyrirtæki sé hins vegar virk- ur eignarhluti skilgreindur. „Ef ég skil það rétt, og flestir lögfræðingar sem ég hef talað við eru sammála mér, þá er ekkert til í lögunum sem heitir „óbeinn virkur eigarhluti“,“ segir hann. Karl Georg segir að helst megi ætla að FME hafi í upphafi talið að málið væri allt öðru vísi vaxið en það er í raun og veru. Rannsóknin hafi staðið yfir allt frá í apríl á seinasta ári. Að sögn hans leituðu hann og Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður til FME fyrir aðalfund SPH í apríl í fyrra og óskuðu liðsinn- is svo tryggt yrði að farið yrði að samþykktum við undirbúning aðal- fundarins og formskilyrði yrðu upp- fyllt. FME hefði í engu sinnt því en örfáum dögum seinna hefði borist bréf frá FME með hugleiðingum um einhvern virkan eignarhlut og FME hefði lagt þeim orð í munn. „Við komum [á þeirra fund] og kynntum okkur sem lögmenn þessa framboðs en eftir þetta kemur fram í öllum bréfum frá þeim að við höfum kynnt okkur sem talsmenn meirihluta- stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafn- arfjarðar, sem er alrangt,“ segir hann. Karl Georg segir að viðskipti með stofnfjárhluti hafi svo gengið fyrir sig með eðlilegum hætti en FME hafi gengið fram með miklu offorsi við rannsókn á málinu. Eftirlitið hafi krafið þá svara og dregið allt í efa sem sagt var og gert. „Þetta var verkefni sem við tókum að okkur sameiginlega og þetta var keyrt í gegnum fjárvörslureikning lögmannsstofu minnar,“ segir hann. „Við göngum frá þessum viðskiptum, bréfin ganga kaupum og sölum og eru framseld en eftirlitið hnýtir stöð- ugt í það. Þeir eru alltaf að leita að þessum glæp.“ Karl Georg segir FME hafa staðið í bréfaskriftum við hann en hann hafi bent þeim á í bréfi 31. ágúst, að hann væri lögmaður og bundinn algjörri trúnaðarskyldu, skv. lögum um lög- menn. Eftir það hafi hann ekkert frá þeim heyrt en í byrjun janúar á þessu ári hafi sér borist fregnir af því að lögregla hefði tekið einstaka stofnfjáreigendur til yfirheyrslu vegna upplýsinga sem fengist hafi af reikningum hans. Hvorki hann sjálf- ur né Sigurður G. Guðjónsson hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Eins og fram hefur komið fékk FME aðgang að reikningum lög- mannsstofunnar með dómsúrskurði og segir Karl Georg lögmennina afar ósátta við það. Báru þeir þessar rannsóknarathafnir undir dómstóla og er úrskurðar Hæstaréttar að vænta á næstu dögum. Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra hóf rannsókn á stofnfjár- viðskiptum í SPH í byrjun þessa árs. Karl Georg segir hana snúast um sama málið og það veki spurningar í réttarríki þegar tvær opinberar stofnanir séu að rannsaka sama mál- ið á sama tíma. Menn hafi varla verið komnir úr yfirheyrslu lögreglu þeg- ar þeim hafi borist bréf frá FME þar sem þeir eru krafðir svara um sömu upplýsingar. „Það er vísað í lög- regluskýrslurnar og hótað einhverj- um úrræðum. Þetta er óeðlileg stjórnsýsla,“ segir hann. Tiltekur Karl Georg ýmis dæmi um að reglur stjórnsýsluréttarins um andmælarétt, varfærnissjónar- mið og meðalhófsreglan hafi verið þverbrotnar af opinberu stjórnvaldi. Þannig hafi FME t.d. sent stofnfjár- eigendum bréf fyrir aðalfundinn 21. febrúar sl. og þeim gefinn einnar viku andmælafrestur. FME hafi svo tekið ákvarðanir innan þess frests þar sem einstakir stofnfjáreigendur voru sviptir atkvæðisrétti fyrir aðal- fundinn. Einnig hafi fyrirmæli um að fresta aðalfundinum borist síðdegis deginum fyrir boðaðan aðalfund. „Þetta eru óviðunandi vinnubrögð,“ segir hann. Að sögn Karls Georgs er hvergi að finna í lögum heimildir til handa FME að krefjast þess af stjórn sparisjóðs að hún neiti að samþykkja framsöl stofnfjárbréfa. „Stjórn sparisjóðsins hefur þá skyldu að ef hún telur að það sé að myndast virk- ur eignarhluti vísar hún því til eft- irlitsins. Á þeim tíu til ellefu mán- uðum sem þeir hafa rannsakað þetta mál hefur þeim ekki tekist að teikna upp virkan eignarhluta og eru svo undrandi á því að menn upplýsi þá ekki um eitthvað sem er alls ekki til staðar. Það er vandamálið. Það er enginn glæpur,“ segir hann. Enginn minna umbjóðenda hefur neitt að fela í þessu máli Karl Georg segir óumdeilt að hann og Sigurður G. Guðjónsson hafi haft milligöngu um viðskipti með stofn- fjárbréf og greiðslurnar hafi runnið í gegnum fjárvörslureikninga. FME haldi því hins vegar fram að tilteknir kaupendur stofnfjár virðist ekki hafa sjálfir reitt fram greiðslur í tengslum við kaup þeirra. „Þó ekki hafi borist greiðslur í peningum, þá voru lánaskjöl og tryggingapappírar á bak við. Þá pappíra höfum við Sig- uður G. varðveitt. Þeir eru því ekki með alla söguna,“ segir hann. „Enginn af umbjóðendum mínum hefur neitt að fela í þessu máli. Þetta er orðið hálfgerður skrípa- leikur,“ segir Karl Georg. Lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal segir rannsókn FME byggða á sandi „FME á algerum villigötum“ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ómar „Enginn af umbjóðendum mínum hefur neitt að fela í þessu máli,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson um rannsóknina á stofnfjárviðskiptum í SPH. ÞAÐ er af og frá að Saxhóll ehf. hafi átt einhvern þátt í að fjármagna kaup annarra á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Saxhóll er fjárfestingarfélag sem á í fjórum stærstu sparisjóðum landsins og keypti einfaldlega fjögur stofnbréf í SPH í fyrra. Þetta segir Jón Þor- steinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls ehf. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær að rannsókn á stofnfjár- viðskiptum í SPH beinist m.a. að fjármögnun á kaupum stofnbréfa og komið hafi í ljós við skoðun á reikn- ingum lögmannsstofunnar Lögmenn Laugardal að fimm félög, þ.á m. Saxhóll, hafi lagt umtalsverðar fjár- hæðir á reikningana. Allt uppi á borðinu og eins hreint og hægt er að hafa það Jón segir það alrangt að Saxhóll hafi verið að fjármagna kaup fyrir einhverja aðra. ,,Við kaupum þarna fjögur stofnbréf í október eða nóv- ember. Það er bara rætt um verð eins og gengur og gerist í við- skiptum og síðan þegar ég greiði fyrir þessi bréf, greiði ég inn á reikning hjá þessari umræddu lög- mannsstofu. Ég fór svo þangað og fékk kvittun fyrir kaupum á fjórum stofnbréfum,“ segir hann. Stofnfjárkaupin hafi síðan verið lögð fyrir stjórn sparisjóðsins eins og alltaf eigi sér stað við framsal stofnbréfa og Saxhóll sé stofnfjár- eigandi í SPH dag. „Þetta er okkar þáttur í málinu,“ segir hann. „Það er allt uppi á borðinu og eins hreint og hægt er að hafa það.“ Jón Þorsteinn Jónsson stjórnarformaður Saxhóls Keyptum 4 stofnfjárbréf í SPH ÁHÖFN eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar stóð ís- lenskan bát að veiðum sem ekki hafði veiðileyfi, sam- kvæmt upplýsingum frá Dag- mar Sigurðardóttur, lögfræð- ingi og upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu Íslands. Bát- urinn var að veiðum út af Garð- skaga þegar eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar kom að honum við eftirlitsflug síðdegis síðastliðinn þriðjudag. Skipstjóri bátsins fékk fyrirmæli um að draga upp veið- arfærin og halda til næstu hafnar, þar sem lögreglan í Keflavík tók á móti honum. Að sögn hennar voru veiðileyfi bátsins útrunnin og teljast meint brot skipstjórans varða við ákvæði laga um fiskveiðistjórnun og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Landhelgisgæslan hefur sent kæru til sýslumannsins í Keflavík vegna þessara meintu ólöglegu veiða. „Síðan er það sýslumannsins að ákveða hvort hann telur efni til þess að gefa út ákæru. Mér sýnist nú ekkert koma í veg fyrir það úr þessu,“ sagði Dagmar. Rannsókn málsins er í hönd- um lögreglunnar í Keflavík. Kærður fyrir veiðar án leyfis Lögreglan í Keflavík tók á móti bátnum í Sandgerði. Stofnfjárlisti SPH STOFNFJÁREIGENDUR í Spari- sjóði Hafnarfjarðar eru 31 talsins og fara þeir með 93 stofnfjárbréf. Sparisjóðurinn afhenti Morgun- blaðinu í gær stofnfjárlistann, sem er nú í fyrsta sinn í 103 ára sögu sparisjóðsins, birtur opinberlega, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Ægis Magnússonar sparisjóðsstjóra. Tíu milljarða af- gangur í janúar GREIÐSLUAFGANGUR ríkissjóðs í janúar sl. nam rúmum 10 milljörðum króna, samanborið við 302 milljónir í sama mánuði árið 2005. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins. Breyting á handbæru fé frá rekstri var jákvæð um tæpa 14 milljarða króna í janúar, sem er um 11 millj- örðum króna hagstæðari útkoma en í sama mánuði í fyrra. Þá er útkoman um 10 milljörðum króna hag- stæðari en reiknað var með í áætlun fjárlaga. Í mánuðinum námu heildartekjur ríkissjóðs 41,1 milljarða króna og hækkuðu um 11,2 milljarða frá fyrra ári. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld um 36 milljörðum króna, sem er um 26% hækkun að nafngildi frá síðasta ári. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 4,4% þannig að skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu að raungildi um 21%. Inn- heimta eignarskatta nam 800 milljónum króna, sem er aukning um 11,2%. Þar af námu stimpilgjöld ríf- lega 500 milljónum en innheimta þeirra hefur hins vegar dregist saman frá fyrra ári um 27,4%. Í vefriti ráðuneytisins segir að þetta gefi til kynna að dregið hafi úr veltu á fasteignamarkaði og skuldbreytingu lána.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.