Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heppnir fá miða til Evrópu fyrir tvo
10
Það fær enginn að vita hverju þú svarar ef þú tekur þátt í
Launakönnun VR og Fyrirtæki ársins. Niðurstöðurnar eru
hinsvegar öflugt vopn sem mun gagnast öllum félögum VR
í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og lífsgæðum.
Þín þátttaka skiptir miklu máli.
LAUNAKÖNNUN VR og FYRIRTÆKI ÁRSINS
Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 14. mars.
Stríðsherrarnir okkar verða varla lengi að stauta sig fram úr þessu, þó það sé á útlensku.
Síldey ehf. fékk engaaflahlutdeild í sinnhlut við setningu
reglugerðarinnar 16.
ágúst 2001, því veiði-
reynsla félagsins féll utan
viðmiðunartíma reglu-
gerðarinnar. Hafrann-
sóknastofnun hafði lagt til
að heildarafli m.a. keilu,
löngu og skötusels yrði
takmarkaður á fiskveiði-
árinu 2001/2002. Þrátt fyr-
ir það voru veiðar á þess-
um tegundum ekki
takmarkaðar í reglugerð
frá 5. júní 2001. Ný reglu-
gerð var sett 16. ágúst 2001 og nú
skyldi úthlutað aflahlutdeildum
m.a. í keilu, löngu og skötusel á
fiskveiðiárinu 2001/2002 sam-
kvæmt veiðireynslu á fyrrgreindu
tímabili.
Síldey ehf. krafðist bóta og
byggði á því að ekki hefði verið
staðið rétt að setningu reglugerð-
arinnar. Hæstiréttur komst að
þeirri niðurstöðu að miða hefði átt
við aflareynslu síðustu þriggja ára
fyrir setningu reglugerðarinnar.
Því var bótaskylda íslenska ríkis-
ins gagnvart Síldey ehf. viður-
kennd vegna úthlutunar kvóta í
löngu og keilu á grundvelli veiði-
reynslu félagsins frá 1. júní til 16.
ágúst 2001. Þá dæmdi Hæstirétt-
ur að ríkið skyldi greiða Síldey
ehf. eina milljón í málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Gunnlaugur Claessen,
Garðar Gíslason, Guðrún Erlends-
dóttir, Hrafn Bragason og Markús
Sigurbjörnsson. Hrafn Bragason
skilaði sératkvæði.
Daníel Gunnarsson, útgerðar-
maður Síldeyjar NS, kvaðst vera
ánægður með niðurstöðu Hæsta-
réttar. Hann sagði þó ekki enn
ljóst hvaða skaðabætur hann
fengi. Daníel gerir Síldey NS enn
út frá Seyðisfirði. Hann kvaðst
hafa keypt skipið til að veiða keilu
og löngu, því þá hafi ekki verið
horfur á að þær tegundir færu inn
í aflamarkskerfið. Hann taldi sig
hafa verið einan um að einbeita sér
að löngu og keilu, en nokkrir bátar
hefðu verið á skötuselsveiðum.
Haft hefur verið samband við
Daníel frá útgerðum slíkra báta
vegna dómsins.
Merkilegur dómur
Hilmar Gunnlaugsson, sem
flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir
Síldey ehf. sem prófmál, sagði að
næsta skref væri að freista þess að
ná samkomulagi við íslenska ríkið
um fjárhæð skaðabóta til Síld-
eyjar ehf. Málið snúist ekki lengur
um hvort ríkinu beri að greiða
skaðabætur heldur hve háar þær
eigi að vera. Á þessu stigi málsins
vildi hann ekki greina frá því hve
mikilla bóta Síldey ehf. krefst.
Hilmar telur dóminn merkileg-
an fyrir margra hluta sakir. Þótt
Hæstiréttur hafi komist að sömu
niðurstöðu og Héraðsdómur
Reykjavíkur sé dómur Hæstarétt-
ar mun víðtækari. Hilmar telur
dóminn hafa fordæmisgildi að því
leyti að lögin bindi hendur ráð-
herra um val á viðmiðunartímabili
veiða. Ráðherra geti ekki notað
annað tímabil en síðustu þrjú ár
áður en reglugerð er sett.
Hilmar telur að dómurinn hafi
bein áhrif á alla sem stunduðu
veiðar á löngu, keilu og skötusel
frá 1. júní 1998 til 16. ágúst 2001.
Einnig felist í dóminum að úthlut-
un aflahlutdeilda í keilu, löngu og
skötusel á grundvelli reglugerðar-
innar frá 16. ágúst 2001 hafi verið
á röngum forsendum.
Hilmar kvaðst ekki vita hver
áhrif dómsins á einstakar útgerðir
yrðu, en hafin væri vinna við öflun
gagna um allar landanir allra út-
gerða í þessum tegundum á tíma-
bilinu 1. júní 1998 til 16. ágúst 2001
til að finna út réttarstöðu Síldeyj-
ar ehf. Sú vinna myndi einnig leiða
í ljós hvaða áhrif dómurinn gæti
haft á einstakar útgerðir.
Þegar ákveðið var að úthluta
kvóta vegna þessara tegunda 2001
hafi það m.a. verið réttlætt með
því að ásókn í þessar tegundir
væri að aukast. Það þýði væntan-
lega að fleiri útgerðir hafi verið í
sömu sporum og Síldey ehf. Hilm-
ar sagði að nokkrar útgerðir hefðu
haft samband við Lögmannsstof-
una Regula ehf., þar sem Hilmar
starfar, vegna dóms Hæstaréttar.
Hilmar telur einnig sératkvæði
Hrafns Bragasonar mjög merki-
legt. Hrafn telji að ráðherra hafi
ekki mátt setja á kvóta eftir 1.
ágúst, þar sem engar nýjar tillög-
ur frá Hafrannsóknastofnun hafi
gefið tilefni til þess. Í 3. grein laga
nr. 38/1990 segir að heildarafli fyr-
ir komandi fiskveiðiár skuli ákveð-
inn fyrir 1. ágúst ár hvert. Nið-
urstaða meirihluta Hæstaréttar
þýði hins vegar að ákvæði laganna
um 1. ágúst hafi í raun enga sjálf-
stæða þýðingu.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, telur að þeir
sem séu í sömu stöðu og Síldey
ehf. hljóti að skoða stöðu sína í
framhaldi af dómi Hæstaréttar.
Hann sagði ljóst að nokkrar út-
gerðir hefðu ekki notið veiði-
reynslu sinnar sumarið 2001 við
úthlutun nýrra aflaheimilda fyrir
fiskveiðiárið 2001/2002.
Gísli Rúnar Gíslason, forstöðu-
maður lögfræðisviðs Fiskistofu,
sagði að þar væri verið að fara yfir
fyrrnefndan hæstaréttardóm og
huga að framhaldinu. Sú vinna
væri á frumstigi.
Fréttaskýring | Deilt um kvóta í keilu og löngu
Ríkið dæmt
bótaskylt
Dómur Hæstaréttar kann að varða hag
margra útgerðarfyrirtækja
Kvóti var settur á keilu og löngu 2001.
Utankvótategundir voru
settar undir kvótakerfið
Hæstiréttur dæmdi 23. febr-
úar sl. íslenska ríkið bótaskylt
vegna tjóns sem Síldey ehf. varð
fyrir þegar kvóti var settur á
keilu og löngu 2001. Síldey NS
hóf veiðar um vorið og sótti í teg-
undirnar sem voru utan kvóta.
Samkvæmt reglugerð frá júní
2001 voru tegundirnar áfram ut-
an kvóta en í reglugerð frá 16.
ágúst 2001 var m.a. settur kvóti
á þær skv. veiðireynslu 1. júní
1998 til 31. maí 2001.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is