Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nakið fólk í hundraðatali á morgun ÚR VERINU ÞORSTEINN Erlingsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Saltvers í Njarðvík, segir að vel hafi gengið að frysta loðnu síðustu daga, en félagið tók í gagnið ný frystitæki fyrir ver- tíðina í vetur. „Við erum á síðustu metrunum en höfum keyrt vinnsluna allan sólar- hringinn síðustu 10 daga. Á þeim tíma frystum við 500 tonn af loðnu fyrir Rússlandsmarkað og 500 tonn af úrvals hrognum fyrir Japan. Kaupandinn frá Japan, Morestita, stóð hér við körin á meðan á fram- leiðslunni stóð og hann er ánægður með afraksturinn.“ Þorsteinn, sem hefur fyrst loðnu í Njarðvík um12 ára skeið, segir að með nýju uppsjávarlínunni hafi náðst mikil hagræðing. „Ef við hefðum ekki lagt í þess fjárfestingu þá hefði frysting hér í Njarðvík ein- faldlega lagst af sökum þess hve erfitt er að fá mannskap í vinnsl- una. Hér áður fyrr störfuðu 60 til 70 manns þegar tækin voru keyrð all- an sólarhringinn og afköstin voru í kringum 60 til 70 tonn. Í dag eru starfsmennirnir um 10 og við getum fyrst upp í 200 tonn á sólarhring. Allt er meira eða minna sjálfvirkt. Vélasamstæðan sér um að vigta í poka og gerir þá klára í frystinguna sem skilar afurðunum full fyrstum á tveimur klukkustundum,“ segir Þorsteinn. Atgangurinn lengir lífið Þorsteinn segist ekki muna eftir loðnuvertíð sem hafi varað jafn stutt og nú. „Yfirleitt hefur hrogna- takan byrjað um mánaðamótin febr- úar mars og það er alveg sérstakt að hún endi svona snemma. Í það minnsta man ég ekki eftir öðru eins.“ Hann segir einnig að það hafi verið viss vonbrigði þegar ekki var gefin út viðbótarkvóta þegar loðnan gekk við Hornafjörð. „Vissulega blasa við einhver vandræði þegar vertíðarbrestur kemur á sama tíma og við stöndum í jafn viðamikilli fjárfestingu. En þegar atgangurinn er sem mestur og vélarnar eru keyrðar á fullu allan sólarhringinn, þá er svo gaman að standa í þessu að ég er viss um að það lengir hjá manni lífið. Og það er arðurinn sem maður fær útúr þessu.“ Loðnufryst- ing gengið vel í Njarðvík Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Erlingsson, eigandi og framkvæmdastjóri Saltvers, og kaupandinn frá Japan, Morestita. Ljósmyndarinn Spencer Tunick er þekktur fyrir listræna gjörninga sem felast í því að ljósmynda hundruð eða þúsundir nakinna þjóðfélagsþegna á opinberum vettvangi. Á FUNDI fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félagsins í Garðabæ í fyrrakvöld, var ákveðið að breyta uppstillingu á lista félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Konráðsson, sem skipaði þriðja sætið eftir prófkjörið, og Sturla Þorsteinsson, hafa fært sig einu sæti neðar og mun Ragnhild- ur Inga Guðbjartsdóttir, sem hafn- aði í fimmta sæti í prófkjörinu, taka það þriðja. Fundurinn á miðvikudagskvöld hófst með því að formaður uppstill- ingarnefndar bar fram tillögu um framboðslista sem grundvallaðist á niðurstöðum prófkjörsins, þ.e.a.s. hvað varðaði fyrstu 6. sætin. Er- ling Ásgeirsson, oddviti listans, kvaddi sér síðan til hljóðs og bar fram tillögu þess efnis að Ragn- hildur Inga Guðbjartsdóttir flyttist í þriðja sætið, Sturla Þorsteinsson flyttist í það fimmta og Stefán Konráðsson flytjist í það fjórða. Annað í tillögu uppstillingarnefnd- ar yrði látið óbreytt. Undir þetta hafi skrifað hann sjálfur, Páll Hilmarsson, sem skipar annað sæt- ið, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson. Var tillagan sam- þykkt nær einróma. Að sögn Erlings Ásgeirssonar mættu á annað hundrað manns á fund fulltrúaráðsins. Upp hefðu sprottið fjörugar umræður og með- al annars verið rætt um þær skoð- anir að ekki mætti breyta listanum eftir prófkjörið en hann sagði sjálf- ur að það hlyti að horfa öðruvísi við þegar að frambjóðendur sjálfir ákveða að víxla sætum á listanum. Erling sagði að mikil samstaða hefði verið á fundinum og að mikil og almenn ánægja væri með þessa niðurstöðu. Hann sagðist sérstak- lega ánægður með hvað tillagan fékk góðar undirtektir á fundinum. Aðspurður hvort hann teldi listann vera sigurstranglegan eftir breyt- inguna sagði hann listann vera með jafnt hlutfall karla og kvenna og hann gæti fullyrt það að listinn væri með mjög breiða skírskotun. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ ákveður framboðslista Stefán og Sturla neðar á listann fyrir Ragnhildi ÍSLENSK-AMERÍSKA við- skiptaráðið stóð fyrir ráðstefnu í New York í gær þar sem meðal annars var fjallað um fjárfest- ingatækifæri á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Efni fundarins spannaði allt frá umjöllun um orkukostnað á Íslandi og ferðaþjónustu landsins til einkavæðingar bankastofnana. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, flutti setningarávarp ráðstefnunnar og hér má sjá Valgerði ásamt þeim Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar (í miðið), sem flutti erindi á ráð- stefnunni, og Ólafi Jóhanni Ólafs- syni en hann er formaður Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins. Ráðstefna um fjárfest- ingatækifæri á Íslandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir að fíkniefna- og tollalagabrot. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað að fjárhæð 360 þús- und krónur auk málsvarnarlauna til skipaðs verjanda síns, rúmar 142 þúsund krónur. Ákærða var gefið að sök að hafa í vörslu sinni 60,85 grömm af amfetamíni á heimili sínu í sept- ember 2005. Efnið hafði hann keypt af óþekktum manni í Reykjavík en þynnt það að verulegum hluta og sett í smærri pakkningar til sölu. Einnig fundust á heimili hans 26 vindlingalengjur sem ekki höfðu verið greidd aðflutningsgjöld af. Jafnframt var hann handtekinn 17. nóvember sama ár með 1,06 grömm af amfetamíni í vörslu sinni. Ákærði játaði brot sín skýlaust en ekki þótti efni til að skilorðs- binda fangelsisrefsingu þar sem hann hefur á stuttum tíma gerst sekur um að rjúfa skilorð tvívegis. Héraðsdómarinn Guðmundur L. Jóhannesson kvað upp dóminn. Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslu- mannsins í Keflavík, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Ásgeir Jónsson hdl. varði manninn. Sjö mánaða fang- elsi fyrir fíkni- efnamisferli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.