Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 31
UMRÆÐAN
FRAMKVÆMDASTJÓRI land-
vinnslu Samherja hf. á Dalvík skrif-
aði fyrir nokkru grein í Morgun-
blaðið þar sem hann gerir að
umræðuefni launakjör fiskvinnslu-
fólks í landinu sem hann telur vera
langt yfir svokölluðum lágmarks-
launum sem samið er um í almenn-
um kjarasamningum. Þá telur hann
starfsöryggi fiskvinnslufólks vera
með ágætum og ekki sé ástæða til
að kvarta. Þetta eru stór orð sem
eru blekkingar einar og með ólík-
indum að menn skuli leyfa sér að
halda slíkum fullyrðingum fram.
Enda hafa greinaskrif hans vakið
nokkra athygli, ekki bara hjá fisk-
vinnslufólki heldur einnig hjá
stjórnendum og forsvarsmönnum
fyrirtækja í fiskvinnslu á Íslandi.
Menn hafa furðað sig á þessari
framsetningu. Hver eru grunnlaun
fiskvinnslufólks sem Samherji á
Dalvík er að greiða sem og flest
önnur fyrirtæki í fiskvinnslu á Ís-
landi m.v. fulla dagvinnu á mánuði?
Almennt fiskvinnslufólk fær greitt
eftir 5. launaflokk og fiskvinnslufólk
sem lokið hefur kjarasamnings-
bundnum 40 stunda námskeiðum
fær greitt eftir 7. launaflokk sam-
kvæmt launatöflu SGS og SA, sjá
meðfylgjandi töflu:
Kaupauki greiddur
fyrir aukin afköst
Til viðbótar grunnlaunum er víð-
ast hvar greiddur kaupauki sem
annaðhvort fer eftir afköstum eða
er greiddur sem fastur kaupauki á
hverja dagvinnustund. Meðal kaup-
auki í fiskvinnslufyrirtækjum er tal-
in vera um 210 kr. á hverja dag-
vinnustund sem gerir um 36 þúsund
á mánuði. Í flestum tilvikum er
kaupauki greiddur fyrir aukin af-
köst sem þýðir aukið álag á viðkom-
andi starfsmenn. Eins og gefur að
skilja er ekki öllum gefið að ná ár-
angri í kaupaukakerfum meðan aðr-
ir eiga nokkuð auðvelt með að til-
einka sér réttu handtökin og þar
með hærri kaupauka. Almennt
liggja laun fiskvinnslufólks á bilinu
140 til 160 þúsund fyrir fulla dag-
vinnu með kaupauka. Sumir hafa
lægri laun en þetta, meðan aðrir
hafa heldur hærri laun. Þetta eru
nú öll ofurlaunin! Þess má geta í
þessu sambandi að launanefnd
sveitarfélaga skilgreinir 140 þúsund
sem lágmarkslaun. Á virkum frídög-
um, „rauðum dögum“, og í veik-
indum og slysum eftir að staðgeng-
ilslaunum lýkur hafa starfsmenn
aðeins föstu dagvinnulaunin sem sjá
má í töflunni. Þá hefur þekkst í
gegnum árin að fiskvinnslufyrirtæki
hafi lokað tímabundið vegna „hrá-
efnisskorts“ sérstaklega í kringum
jól og áramót og þá eru dæmi um að
fyrirtæki hafi lokað lengur en sum-
arfrí starfsmanna kveður á um. Á
þessum tímabilum fær
fiskvinnslufólk í flest-
um tilvikum ekki
greiddan kaupauka og
er í sumum tilvikum
sent heim á atvinnu-
leysisbætur eftir lög-
bundið sumarfrí. Þetta
þekkir fiskvinnslufólk
og dregur árstekjur
þeirra niður í þeim til-
vikum sem það á við
um.
Að sjálfsögðu eru
dæmi um að menn geti
haft þokkalegar tekjur
í fiskvinnslu sem
byggja þá á mikilli vinnu, hagstæðu
kaupaukakerfi og yfirvinnu. Þessi
dæmi eru þekkt og tengjast auk
þess oft á tíðum árstíðabundnum
vertíðum.
Mikilvægt að bæta kjör
fiskvinnslufólks
Það er von mín að fram-
kvæmdastjórinn verði í fararbroddi
samninganefndar Samtaka atvinnu-
lífsins í næstu kjarasamningum.
Miðað við fullyrðingar hans verður
ekki mikið mál að tryggja fisk-
vinnslufólki um þrjú til fjögur
hundruð þúsund krónur á mánuði
fyrir fulla dagvinnu sem telur
173,33 dagvinnustundir. Þá losna
menn kannski við að hlusta á bar-
lóm atvinnurekenda um slæma
stöðu og að kröfur fiskvinnslufólks
um hærri laun kolvarpi greininni og
ýtti jafnframt undir það að starf-
semin flytjist úr landi. Þessar skoð-
anir falla vel að kröfum fisk-
vinnslufólks um bætt starfskjör og
aukið öryggi.
Tíðar uppsagnir
Talandi um starfs-
öryggið sem fram-
kvæmdastjórinn telur
af hinu góða og segir
sláandi að hlusta á
verkalýðsforingja tala
um óöryggi fisk-
vinnslufólks. Sá tími sé
liðinn og ekki heyrist
lengur auglýsingar frá
Ísbirninum á gömlu
,,Gufunni“ um að vinna
hefjist á morgun kl.
13.00. Reyndar er það
rétt þar sem Ísbjörn-
inn er ekki lengur til. Þessi mál-
flutningur er líka nokkuð sérstakur
svo ekki sé meira sagt. Á síðustu ár-
um hefur töluvert verið um upp-
sagnir í fiskvinnslu og heimsending-
ar fiskvinnufólks í hráefnisskorti.
Fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um
stöðuna enda hefur störfum í fisk-
vinnslu fækkað umtalsvert á um-
liðnum árum. Í dag eru t.d. starf-
andi 8 rækjuverksmiðjur í landinu
en voru um 20 fyrir nokkrum árum
samkvæmt nýlegri frétt Morg-
unblaðsins. Samherji hefur komið
að því líkt og mörg önnur fyrirtæki í
sjávarútvegi að segja upp fólki s.s. á
Stöðvarfirði, Mjóafirði og þá fækk-
aði Samherji starfsmönnum í
rækjuverksmiðju fyrirtækisins á
Akureyri á síðasta ári. Er það þetta
sem menn kalla gott starfsöryggi?
Var mannauðurinn metinn í þessum
tilvikum? Það er ljóst að starfs-
öryggi fiskvinnslufólks á Íslandi er
ekki ásættanlegt og fyrir því eru
ýmsar ástæður sem er efni í aðra
grein. Þá eru sem betur fer einnig
til traust fyrirtæki í fiskvinnslu sem
halda uppi stöðugri vinnu allt árið
og veita þar með starfsmönnum
starfsöryggi og jafnar tekjur.
Alhæfing sem stenst ekki
Það verður ekki af Sam-
herjamönnum tekið að þeir reka
fullkomið frystihús á Dalvík þar
sem mikil vinna hefur verið í boði
fyrir gott og hæft starfsfólk sem
þeir hafa yfir að ráða.
Þá tel ég ekki ólíklegt að kaup-
aukakerfið hjá fyrirtækinu á Dalvík
sé eitt það besta sem þekkist í fisk-
vinnsluhúsum á Íslandi. En að al-
hæfa út frá því að fiskvinnslufólk á
Íslandi búi almennt við góð kjör og
mikið starfsöryggi eins og fram-
kvæmdastjórinn heldur fram í grein
sinni er alveg út í hött og á ekki við
rök að styðjast.
Starfskjör fisk-
vinnslufólks
Aðalsteinn Á. Baldursson skrif-
ar um kjör fiskvinnslufólks ’Þetta eru stór orð semeru blekkingar einar og
með ólíkindum að menn
skuli leyfa sér að halda
slíkum fullyrðingum
fram.‘
Höfundur er formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur.
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni