Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 46

Morgunblaðið - 03.03.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bridsklúbbur í Reykjavík sem starfar á mánudögum Bridsfélagið Mánudagsklúbbur- inn var stofnað í síðustu viku og var það með fyrsta spilakvöldið sitt 27. febrúar. 18 pör mættu til leiks og var spilaður Monrad Barómeter, 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Gísli Sigurkarlsson og Halldór Ár- mannsson leiddu mótið allt kvöldið og stóðu uppi sem sigurvegarar með +48 sem jafngildir 60,7% skori. Þeir fengu að launum glæsilega gjafa- körfu frá SS. 2. sætið hrepptu kempurnar Guðlaugur Sveinsson og Kristófer Magnússon og fengu þeir 5 bollur á mann í tilefni bolludags- ins. Dregið var um þrenn aukaverð- laun. Jón Stefánsson og Sigurður Steingrímsson hrepptu sitthvort kaffikortið og Helga Sigurðardóttir nældi sér í glæsilega gjafakörfu frá SS í aukaverðlaun. Efstu pör voru: Gísli Sigurkarlss. – Halldór Ármannss. 48 Guðlaugur Sveinss. – Kristófer Magnúss. 27 Jón S. Pétursson – Jón V. Jónmunds. 23 Jón Stefánss. – Sigurður Steingrímss. 20 Gabríel Gíslason er yngsti spilari Mánudagsklúbbsins aðeins 13 ára. Hann endaði í 5. sæti og ávann sér 6 bronsstig. Mánudagsklúbburinn ætlar að standa fyrir eins kvölds tvímenningi á mánudagskvöldum. Spilaður verð- ur Monrad Barómeter með um það bil 28 spilum á kvöldi. Reynt verður að brydda upp á atburðum af og til og verða þeir þá auglýstir sérstak- lega. Veitt verða 3 verðlaun hvert kvöld og verða minnst 2 spilarar dregnir út af handahófi hvert kvöld. Bridsfélagið Mánudagsklúbbur- inn var stofnaður með það í huga að vera skemmtilegur klúbbur þar sem bæði vanir og óvanir spilarar eru velkomnir og eiga vanari spilararnir að hjálpa hinum að stíga sín fyrstu spor og vera góðar fyrirmyndir. Keppst verður við að hafa góða stemningu og að spilarar fari glaðir heim hvernig sem árangurinn var við spilaborðið. Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðu- múla 37, 3ju hæð. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson og tekur hann vel á móti öllum spilurum. Keppnisgjald er 800 kr. á spilara, 400 kr. fyrir eldri borgara og yngri spilarar spila frítt. Stofnendur og stjórnarmenn Mánudagsklúbbsins eru: Guðlaugur Sveinsson, Rúnar Gunnarsson og Sveinn Rúnar Eiríksson. Allir spilarar eru velkomnir í Mánudagsklúbbinn. Spilarar þurfa ekki að taka með sér neinn sérstak- an keppnisbúning en þurfa að hafa brosið með í farteskinu. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. febrúar var spil- að á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Ragnar Björnsson – Eysteinn Einarsson 361 Albert Þorsteinss. – Bjarnar Ingimarss. 361 Jón B. Sigvaldason – Lilja Kristjánsd. 346 Jóhann Benediktsson – Pétur Antonss. 327 A/V Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínuss. 436 Þorvarður S. Guðmss.– Jón Sævaldsson 389 Guðmundur Árnason – Bragi Björnsson 353 Kristín Óskarsdóttir – Gróa Þorgeirsd. 346 Haukur í (Heilsu)horni Þriðjudaginn 28. febrúar fór fram 2. kvöld af 3 í Heilsuhornstvímenn- ingi Bridsfélags Akureyrar. Svo skemmtilega vill til að einn eigenda Heilsuhornsins leiðir mótið ásamt meðspilara sínum. Gárungar hvísl- uðu sín á milli að það væri til að geta afhent færri verðlaun þó að það verði að viðurkennast að auðvitað sé það góðri spilamennsku að þakka. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmss. 40 Frímann Stefánss. - Björn Þorláksson 33 Una Sveinsdóttir - Jón Sverrisson 19 Sveinbjörn Sigurðss. - Magnús Magnúss. 15 Hans V. Reisenhus - Sigurgeir Gissurars. 12 Meistaramótstvímenningur á Suðurnesjum Meistaramót Bridsfélags Suður- nesja og Bridsfélagsins Munins í tvímenningi hófst sl. mánudags- kvöld. Tólf pör mættu til keppni og verður spilaður þriggja kvölda Howell tvímenningur. Feðgarnir úr Grindavík þeir Guð- jón Einarsson og Ingvar Guðjóns- son byrjuðu best og eru efstir með 134 stig en meðalskorin fyrsta kvöldið var 110. Næstu pör: Vignir Sigursveinss. - Úlfar Kristinss.130 Guðjón Jensen - Arnór Ragnarsson 125 Karl G. Karlsson - Jóhannes Sigurðss.124 Sigríður Eyjólfsd. - Hulda Hjálmarsd.119 Spilað er á miðvikudagskvöldum í félagsheimilinu við Mánagrund. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gísli Sigurkarlsson og Halldór Ármannsson, fyrstu sigurvegarar í Mánu- dagsklúbbnum, ásamt Sveini Rúnari Eiríkssyni keppnisstjóra. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Karl Gunnlaugsson afhendir Margréti Runólfsdóttur, bridsspilara ársins, verðlaunabikarinn. stjarnan í þessum himingeimi. Bestu vinkonur að eilífu, Auður Steinberg Allansdóttir. Elsku Halla mín. Þú varst alltaf svolítið feimin en samt sem áður alltaf frábær við allt og alla í kringum þig. Við vorum góðar vinkonur í grunnskóla enda vorum við saman í bekk frá því í 1. bekk og svo æfðir þú með mér hand- bolta og var alltaf mjög gaman hjá okkur í öllum handboltaferðalögum. Þú varst svona manneskja sem eng- um gat líkað illa við. Þótt maður hefði ekki þekkt þig þá hefði manni ekki getað líkað illa við þig á neinn hátt. Við lékum okk- ur oft saman í grunnskóla. Minning- arnar um þig eru ólýsanlega ynd- islegar og margar en ég man alltaf sérstaklega eftir því þegar við vor- um að horfa á Turtles heima hjá mér einu sinni eða þegar við vorum á Sunnuflötinni þar sem þú bjóst einu sinni að skoða grímubúninga fyrir öskudaginn og þig langaði svo að vera blettatígur, og þegar það var kominn rosalega mikill snjór og við vorum úti í garði að gera snjóengla, góðir tímar. Alltaf þegar þú kemur upp í huga mér hugsa ég um litlu rauðhærðu stelpuna með liðaða hárið sem vildi aldrei láta taka myndir af sér þrátt fyrir hvað hún var ofsalega falleg þessi stúlka. Halla, þú ert án efa ein besta manneskja sem ég hef kynnst, svo saklaus og yndisleg og áttir svo sannarlega skilið að fá að lifa lengur en Guð saknaði þín greinilega svona rosalega mikið. Ég tel mig rosalega heppna að hafa kynnst þessum engli. Ásgeir og Margrét hefðu ekki getað eignast fallegri og yndislegri stúlku því hún Halla okkar var full- komin á allan hátt. Ég vil votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Elsku Halla, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun alltaf hugsa til þín. Megi Guð og allir hans englar gæta þín. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson.) Anna Ósk Stefánsdóttir. Eftir svona hræðilegt slys spyr maður sig auðvitað af hverju. Ef Guð er svona almáttugur, af hverju var líf 15 ára stelpu í blóma lífsins tekið frá henni? Hún átti svo bjarta framtíð framundan. Svo gáfuð, fal- leg og skemmtileg stelpa. Algjör engill í mannsmynd. En lífið er svo óútreiknanlegt. Þegar ég hugsa um hve yndisleg og frábær manneskja Halla Margrét var þá er ég viss um að Guð hefur einfaldlega ætlað henni eitthvað meira en hún gat áorkað hér á jörð. Ég hef þekkt Höllu síðan við vor- um sex ára litlar stelpur og vorum við saman í bekk allan Flataskóla. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Höllu og verið í kringum hana öll þessi ár. Hún lét öllum líða vel í nærveru sinni og bros hennar skein ávallt af kærleika og gleði. Eftir slysið tók ég fram gamlar upp- tökur af afmælisveislum og slíku frá mínum yngri árum. Þegar ég sá Höllu hlæjandi og brosandi hlýnaði mér um hjartarætur. Þótt dauði hennar hafi verið ótímabær og ósanngjarn var hún heppin að hafa lifað eins innihaldsríku lífi og hún gerði og átt svo ástríka fjölskyldu og vini. Ég vil votta nánustu aðstandend- um og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Það er erfitt að ímynda sér hvernig ykkur líður á þessari sorg- arstundu en stuðningurinn er enda- laus frá þeim sem þekktu og þótti vænt um Höllu. Við munum öll sakna hennar gríðarlega en minning hennar lifir áfram í okkur öllum. Elsku Halla, ég veit að þú ert hjá Guði og horfir niður á okkur og bið- ur okkur að minnast þín með bros- um en ekki tárum. En þín verður svo sárt saknað. Ég mun alltaf hugsa til þín og þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku Halla Mar- grét mín, og megi Guð og allir hans englar gæta þín. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elín Þóra. Enginn í heiminum er fullkominn. En Halla Margrét komst eins ná- lægt fullkomnun og nokkur mann- eskja kemst. Halla var albesta vinkona sem ég hefði getað óskað mér og aldrei gæti mig dreymt um að þekkja aðra eins frábæra manneskju. Hún hjálpaði mér í gegnum svo margt. Hún kom mér alltaf til að hlæja þegar ég var sár, huggaði mig þegar ég var leið, sýndi þolinmæði þegar ég var reið, veitti mér ást og kærleik þegar mig skorti það og stóð hjá mér sama hvað á dundi. Hún var svo sterk og hógvær og hugsaði alltaf fyrst og fremst um fjölskyldu sína og vini. Hún var traust og ástrík vinkona, falleg og góð stelpa með yndislegan persónuleika, hún var fyndin og gáf- uð og brosti framan í heiminn. Lífið sem skein í augunum hennar og hamingjan sem kom fram í brosinu hennar eru hlutir sem enginn sem þekkti hana mun gleyma. Halla átti sinn eigin heim sem fáir fengu að kynnast, en um leið og maður komst framhjá feimninni kom í ljós manneskja ólík öllum öðr- um. Þar leyndist vinkonan sem verður alltaf í hjartanu mínu, ynd- islega manneksjan sem ég mun aldrei gleyma. Hún verður alltaf besta vinkona mín og mun alltaf vera stór hluti í lífinu mínu. Ég veit að þó svo að Halla sé farin þá verður hún alltaf hjá okkur því minning svona frábærrar mann- eskju varir að eilífu. Halla er engill- inn minn núna, hún vakir yfir mér og öllum þeim sem hún unni og hugsar vel um þá. Ég votta mömmu, pabba og bróð- ur Höllu mína dýpstu samúð. Margrét. Elsku Halla mín. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og mikil sorg hvílir yfir okkur. Maður spyr sjálfan sig í sí- fellu: „Af hverju er heimurinn svona ósanngjarn?“ en enginn getur svarað því. Hvers vegna er svona falleg, klár og yndisleg stúlka sem á alla framtíðina fyrir sér tekin frá okkur? En svona er lífið, oft mjög ósanngjarnt og stundum eins og allt sé ákveðið fyrirfram. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin. Þessi fallegu augu sem skinu af gleði og væntumþykju, þetta yndislega bros og þessi krúttlegi hlátur og fallega rauða hárið. Allt þetta far- ið og maður fær aldrei að sjá það aftur. Það er ósegjanlega sárt að hugsa til þess. En ég veit þó að þú ert og verður alltaf hjá okkur og gætir okkar þó svo að við getum ekki séð þig og talað við þig. Það eina sem við getum gert er að muna eftir öllum þeim góða tíma sem við áttum með þér og varð- veita minninguna um þig eins vel og við getum. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom fyrst í heimsókn til þín, þegar við vorum sjö ára. Þá kom ég með þér heim eftir skóla. Þú áttir þetta flotta Barbie-hús sem ég öfundaði þig ótrúlega af og allt þetta flotta Barbie-dót. Ég man að við vorum búnar að vanda okkur við að raða í húsið og vorum að setja barnarúmið í það þegar dyrabjallan hringdi. Það var mamma að ná í mig. Ég man hvað við urðum sárar að fá ekkert að leika okkur með þetta sem við höfð- um eytt öllum þessum tíma í að raða upp. Og þegar við bjuggum til Kan- ínulandið í þriðja bekk, þegar þú og stelpurnar dönsuðuð, allar eins klæddar, í eins pilsum og bolum, nema hver með sinn litinn, algjörar dúllur. Svo man ég eftir öllum mót- unum og öllum ferðunum sem við fórum með handboltanum. Hvað þú blómstraðir á Húsavík, spilaðir í skyttunni hægra megin og varst al- veg ótrúleg. Allt í einu komstu með þessi óverjandi undirhandarskot og öll hraðaupphlaupin sem þú áttir. Mér finnst eins og þetta hafi allt gerst í gær. Og afmælið þitt í 8. bekk, þegar við stelpurnar gáfum þér handboltann sem við skrifuðum nöfnin okkar á, og horfðum á Dark- ness falls, sátum allar í klessu í sóf- anum að deyja úr hræðslu. Allir saumaklúbbarnir sem við héldum, sérstaklega sá síðasti sem var hald- inn hjá þér, og svo margt fleira. Svo varstu alltaf svo feimin, vildir aldrei láta taka af þér myndir, snerir þér alltaf undan. Og ef þú fórst að gráta út af einhverju vildirðu aldrei láta sjá framan í þig því þú varst svo rauð í andlitinu, faldir það alltaf þar til þú hafðir jafnað þig. En síðasta minningin sem ég á er frá deginum sem slysið átti sér stað. Síðasta sinn sem ég sá þig, í strætó á leiðinni á kynningu í MH. Ég heyri hláturinn þinn, þennan krúttlega hlátur, og sé gleðina skína úr andlitinu þínu, aug- un og brosið. Allar þessar minning- ar eru dásamlegar og skipta mig miklu máli og þær mun ég geyma eins vel og ég mögulega get. Ég þakka Guði fyrir það eitt að hafa gefið mér tækifæri til að kynnast þér og hafa leyft mér að umgangast þig eins mikið og ég gerði. Elsku Halla, ég sakna þín svo sárt að ég get ekki lýst því með orðum. Þú varst svo yndisleg. Persóna sem öllum líkaði við og allir elskuðu, svo tillitssöm og góð. Ég elska þig ótrú- lega mikið og mun alltaf gera. Þú munt alltaf eiga stóran hluta af hjartanu mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Halla, hvíldu í friði og megi minning þín varðveitast í hjörtum allra sem þótti vænt um þig. Sólveig Björk. Ég er ekki enn búin að ná þeirri skelfilegu staðreynd að Halla sé dá- in. Við erum búnar að þekkjast í 3 ár eða síðan ég byrjaði í skólanum í 8. bekk. Halla var svo góð og yndisleg manneskja og gerði nákvæmlega ekkert til að eiga þetta skilið. Hún vildi alltaf öllum vel og var góð við alla. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast henni. Minningarnar um hana koma fram hver af annarri og ég verð óendanlega sorgmædd við að hugsa til þess að þær munu ekki verða fleiri. Halla var með svo ynd- islega sætt bros og hafði svo smit- andi hlátur. Hún gat stundum verið alveg í sínum eigin heimi og byrjað að hlæja eða syngja upp úr þurru. Hún stóð sig mjög vel í skólanum og lagði sig mikið fram við allt sem hún gerði. Halla var líka mikill sælkeri, t.d. einu sinni þegar við vorum að baka köku ásamt Helenu þá borðaði hún stóran hluta af hlaupböngsun- um og kreminu sem átti að fara á kökuna. Ég veit að lífið mun aldrei verða eins. Það hefur skapast þarna tóma- rúm sem aldrei verður hægt að fylla upp í. Ég mun alltaf hugsa til Höllu og hún mun lifa áfram í minningum mínum. Ég vil votta fjölskyldu Höllu, ætt- ingjum, vinum og öllum sem þekktu hana mína innilegustu samúð. Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldr- ei að eilífu deyja.“ (Jóh.11:25–26). Helga Sif Helgadóttir. HALLA MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.