Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Ríkislögreglustjórinn Laust starf löglærðs fulltrúa við embætti ríkislögreglustjórans Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa við embætti ríkislögreglustjórans. Um er að ræða stöðu í efnahagsbrotadeild. Jón H.B. Snorrason, saksóknari, veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 570 2500. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin af ríkislögreglu- stjóra. Umsóknum skal skilað til embættis ríkislög- reglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 6. mars 2006. Reykjavík, 17. febrúar 2006. Ríkislögreglustjórinn. Háseta Vanan háseta vantar á línuskipið Núp BA-69 frá Patreksfirði. Upplýsingar í símum 852 2203, 899 3944 og 450 2100. Patreksfirði. sem fyrst í Þorlákshöfn áhugasamir hafi samband í síma 483 3214 og 848 6214 Umboðsmaður Blaðberi óskast Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn mánudaginn 3. apríl kl. 20.00 í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kennsla Stangaveiðimenn athugið! Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudag- inn 5. mars í TBR húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20. Kennt verður 5., 12., 19. og 26. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr. 8.000 en kr. 7.000 til félagsmanna gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Uppl. veitir Gísli í s. 894 2865 eða Svavar í s. 896 7085. KKR, SVFR og SVH. Tilboð/Útboð Arkitektúr - skipulag - verkfræði Arkitekta- og verkfræðistofa ásamt rafhönnuð- um geta taka að sér verkefni. Sem greiðsla gæti komið hluti í skrifstofuhúsnæði eða eftir samkomulagi. Uppl. í síma 824 7587, 557 4100 eða 863 2520. Félagslíf Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 20:30. Aníta Björk frá Arken í Svíþjóð predik- ar og þjónar. Allir velkomnir. Sjá nánar dagskrá heimsóknar hennar inn á www.vegurinn.is. Í kvöld kl. 20.30 heldurJón L. Arnalds erindi: „Blekking og þekking“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús á milli 15 og 17 með fræðslu kl. 15.30 í umsjá Steinunnar H. Lárusdótt- ur: „Lífsgildi og leiðtogar“. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins heldur áfram fimmtudaginn 2. mars. Tran-Thi-Kim-Dieu fjallar um: „Sjálfsþekking“ kl. 20.30 í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 1  186338  G.H. 8½.II.* I.O.O.F. 12  186337½  Bh. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Norðurgata 17a, 01-0201, Akureyri (214-9480), þingl. eig. Þuríður María Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íbúðalána- sjóður, Kreditkort hf. og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 8. mars 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 2. mars 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Nauðungarsala á Eyrarbakka og Stokkseyri Sérkennari - stuðningsfulltrúi Óskum eftir að ráða sérkennara í 50% stöðu, nú þegar. Einnig stuðningsfulltrúa í um 60% stöðu. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar á netfangið harpa@barnaskolinn.is. Nánari upplýsingar gefur Arndís Harpa skóla- stjóri í símum 483 1263 eða 864 1538. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR MAÐUR tekur sér kannski smátíma núna til að kynnast sjálfri sér heima og svo skulum við skoða hvort við förum eitthvað að njóta lífsins og fara út í heim,“ segir Anna Júlíus- dóttir, sem staðið hefur vaktina við afgreiðsluborð söluturnsins Viki- vaka við Laugaveg í Reykjavík frá átta til sjö alla daga nema sunnu- daga í tuttugu og þrjú ár. Anna og eiginmaður hennar, Hans Júlíusson, tóku við rekstri Vikivaka árið 1983, en skiluðu hon- um um mánaðamótin í hendurnar á ungum manni, Högna Brekasyni, af næstu kynslóð söluturnsþjóna. „Við horfum bara björtum augum fram á veginn,“ segir Hans. Þau hjónin störfuðu áður á Hér- aðsskólanum á Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp. Hans var þar kokkur og rak mötuneytið, en Anna aðstoð- aði hann við rekstur mötuneytisins og bakaði. Líf smásjoppueigandans er ekki auðvelt og hefur það tekið sinn toll af þeirra tíma. „Þetta er búið að vera mjög bindandi starf að vera alltaf vakandi yfir þessu,“ segir Anna. „Við höfum aldrei tekið okk- ur lengra frí en viku, en það hefur verið annaðhvort í kringum páska eða verslunarmannahelgar. Þá höf- um við framlengt fríin.“ Hans hjálp- aði Önnu við reksturinn fyrstu árin, en réð sig síðan sem kokk á sjó. Þau hjónin hafa aldrei tekið við greiðslukortum og skýrir Anna það með því að færslugjöldin séu svo há að annaðhvort verði þau að afsala sér gróðanum af sölu á litlum skömmtum af sælgæti eða hækka álagninguna. „Þá er betra að láta eitt yfir alla ganga,“ segir Anna. „Og það hefur alveg gengið upp.“ Lífið í miðbænum segja þau hjón- in allt á uppleið, enda sé sífellt að færast fleira fólk í hverfið, m.a. með uppbyggingunni í skugga- hverfinu og því að ungt fólk er í auknum mæli að flytja í miðbæinn. „Það eina sem stríðir okkur er veðrið, en það gerir það svo sann- arlega ekki í dag,“ segir Anna. „Fólkið hér í kring er gott fólk, sem vinnur hérna, það er tryggir við- skiptavinir. Mannlífið er ágætt hér, eins og lífið í smáþorpi.“ Undir þetta tekur Hans og telur að enn muni vel rætast úr Laugaveginum. Að lokum biðja þau hjónin blaða- mann fyrir þakkir til kúnnahópsins sem að sögn Önnu hefur „oft hresst upp á sálarskarnið“. Fá sér langþráð frí Þau Anna og Hans taka sér nú langþráð frí frá störfum og hlakka til að njóta lífsins. Tanja Rut Pálsdóttir, langömmubarn þeirra hjóna, var í heim- sókn og hjálpaði til við afgreiðslu viðskiptavina. Í DAG, föstudaginn 3. mars, frá kl. 11 til 18, gengst menntamálaráðu- neytið fyrir UT2006 – ráðstefnu um þróun í skólastarfi, í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Áhersla verður lögð á umfjöllun um sveigjanlega kennsluhætti og ráð- stefnugestir verða virkir þátttak- endur í dagskránni þar sem form- legir fyrirlestrar verða í lágmarki. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, flyt- ur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Meðal þeirra sem síðan koma fram eru Guðrún Högnadóttir, frá Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, Sif Vígþórsdóttir, skóla- stjóri Norðlingaskóla, Sigurborg Hilmarsdóttir, kennari við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga, Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri Sæ- borgar, og Matthew Whelpton, frá Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verða málstofur og vinnustofur og má þar nefna umfjöllun um hugkortagerð, verk- stæðiskennslu og menningarnetið. Einnig gefst tækifæri til að spjalla við nemendur og á svæðinu verða ýmsar sýningar. Ráðstefnustjórar eru Sölvi Sveinsson og Brynhildur Ólafsdóttir. Sjá nánari upplýsingar og dag- skrá á vef ráðstefnunnar: www.menntagatt.is/ut2006. Ræða þróun í skólastarfi LIÐ Skákíþróttafélags stúd- enta við Háskólann í Reykja- vík ætlar að tefla fjöltefli við Henrik Danielsen, stórmeist- ara Hróksins, í dag, föstudag- inn 3. mars kl. 11.45. Tilgang- ur fjölteflisins er að safna peningum til að flytja græn- lensk börn og unglinga hingað til lands til að kenna þeim sund. Teflt verður á 20 borðum gegn stórmeistaranum og verður helmingur liðsins skip- aður stúdentum úr Háskólan- um í Reykjavík, en hinn helm- ingurinn verður skipaður ýmsum þjóðþekktum mönnum, sem fallist hafa á að leggja góðu málefni lið með þátttöku sinni. Má þar m.a. nefna: Ragnheiði Gröndal, Gísla Mar- tein Baldursson, Gilzenegger, Helga Hjörvar, Ingu Lind Karlsdóttur, Ilm Kristjáns- dóttur, Gunnar Birgisson og Loga Bergmann Eiðsson. Fjölteflið fer fram á 1. hæð Háskólans í Reykjavík, Ofan- leiti 2. Fjöltefli í Háskólanum í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.