Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 03.03.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 57 Leikkonan Teri Hatcher hefurviðurkennt að hún hafi fengið bæði bótox- og kollagensprautur til að slétta hrukkur og stækka varir. Hatcher, sem leikur eitt aðal- hlutverkið í Að- þrengdum eigin- konum, gerði uppskátt um þetta í viðtali ný- verið. Hún sagði nokkuð um liðið síðan hún gerði þetta, og að hún hefði ekki látið gera neitt við andlitið á sér í rúmt ár og það stæði ekki til. Í fyrra viðurkenndi hún að hafa litað á sér grá hár síðan hún var 25 ára. Fólk folk@mbl.is EÐALTRÍÓIÐ kanadíska Rush gaf í hitteðfyrra út plötuna Feedback, átta laga grip sem inniheldur nokkur uppáhaldslög sveitarmeðlima, lög sem höfðu áhrif á og mótuðu þá í fyrndinni. Verandi aðdáandi urðu til- finningarnar blendnar þegar ég heyrði af þessu, annars vegar tók hjartað kipp við það að heyra að ný plata væri að koma út en mjög fljót- lega rann á mann værukærð, jafnvel eilítil vonbrigði. Nenni ég virkilega að hlusta á Rush trukka í gegnum „Summertime Blues“? Maður spyr svipaðra spurn- inga hvað þessa plötu varðar, sem er önnur plata Á móti sól sem inniheldur einungis lög eftir aðra í flutningi sveitarinnar. Fyrir hvern er platan eiginlega? Við- kvæmasti markhópurinn eru líklega harðir aðdáendur, sem „neyðast“ til að kaupa plötuna en svona plötur virðast þó aðallega þjóna hljómsveit- unum sjálfum, oft gerðar til að brúa eitthvert bil, líkt og er gjarnan með tónleikaplötur. Það er ekkert beinlínis að plötunni þannig séð. Sveitin rennir sér í lögin af fagmennsku af auðheyranlegri virðingu fyrir viðfangsefninu. Þegar best tekst til eru útgáfurnar heið- arlegar og renna ljúft en tilþrifalítið um eyrun. En um leið er platan að gera sára- lítið fyrir mann. Virðingin fyrir lög- unum er greinilega það mikil að lítið er breytt út af hinu upprunalega og því er ekki verið að blása nýju lífi í lögin, útgangspunktur sem gerir tökulagaplötur iðulega þess virði. Á móti sól eru einfaldlega að spila þessi lög eins vel og þeir geta, eitthvað sem gengisfellir plötuna á endanum, eins ankannalega og það hljómar. „Hjálpaðu mér upp“ hljómar þann- ig nokkurn veginn eins og það gerir í öll þau skipti sem það er glamrað í partíum. „Við erum við“ og „Þrisvar í viku“ eru bara þarna, svipuð og frum- gerðirnar. Svínvirkar efalaust á böll- um en ekki hér. „Lítill drengur“ olli því t.d. að upprunalega útgáfan tók að glymja í hausnum á mér. Magni syngur lagið hins vegar vel, hljóm- sveitin spilar það vel – en samt … Ég er farinn að bíða með óþreyju eftir nýju efni frá ÁMS, en sveitin hefur tekið feikigóða spretti í þeim efnum í gegnum tíðina. Nóg er hins vegar komið af þessum æfingum. Gömlu „góðu“ lögin TÓNLIST Íslenskar plötur Lögin sem plötuna prýða eru eftir ýmsa íslenska höfunda. Á móti sól skipa þeir Magni Ásgeirsson (söngur, gítar, raddir og „mannlegt perk“), Sævar Helgason (gítar, raddir og klapp), Stefán Þórhalls- son (trommur), Þórir Gunnarsson (bassi, raddir og klapp) og Heimir Eyvindarson (hljómborð, harmonikka og raddir). Fjöl- margir aðstoðarmenn koma við sögu á plötunni, þ.á m. Birgitta Haukdal, Berg- sveinn Arilíusson, Pétur Örn Guðmunds- son og Vignir Snær Vigfússon. Upptöku- stjórn var í höndum hljómsveitarinnar og Baldvins A B Aalen. Hljómsveitin gefur sjálf út. Á móti sól – Hin 12 topplögin  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.