Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 03.03.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 57 Leikkonan Teri Hatcher hefurviðurkennt að hún hafi fengið bæði bótox- og kollagensprautur til að slétta hrukkur og stækka varir. Hatcher, sem leikur eitt aðal- hlutverkið í Að- þrengdum eigin- konum, gerði uppskátt um þetta í viðtali ný- verið. Hún sagði nokkuð um liðið síðan hún gerði þetta, og að hún hefði ekki látið gera neitt við andlitið á sér í rúmt ár og það stæði ekki til. Í fyrra viðurkenndi hún að hafa litað á sér grá hár síðan hún var 25 ára. Fólk folk@mbl.is EÐALTRÍÓIÐ kanadíska Rush gaf í hitteðfyrra út plötuna Feedback, átta laga grip sem inniheldur nokkur uppáhaldslög sveitarmeðlima, lög sem höfðu áhrif á og mótuðu þá í fyrndinni. Verandi aðdáandi urðu til- finningarnar blendnar þegar ég heyrði af þessu, annars vegar tók hjartað kipp við það að heyra að ný plata væri að koma út en mjög fljót- lega rann á mann værukærð, jafnvel eilítil vonbrigði. Nenni ég virkilega að hlusta á Rush trukka í gegnum „Summertime Blues“? Maður spyr svipaðra spurn- inga hvað þessa plötu varðar, sem er önnur plata Á móti sól sem inniheldur einungis lög eftir aðra í flutningi sveitarinnar. Fyrir hvern er platan eiginlega? Við- kvæmasti markhópurinn eru líklega harðir aðdáendur, sem „neyðast“ til að kaupa plötuna en svona plötur virðast þó aðallega þjóna hljómsveit- unum sjálfum, oft gerðar til að brúa eitthvert bil, líkt og er gjarnan með tónleikaplötur. Það er ekkert beinlínis að plötunni þannig séð. Sveitin rennir sér í lögin af fagmennsku af auðheyranlegri virðingu fyrir viðfangsefninu. Þegar best tekst til eru útgáfurnar heið- arlegar og renna ljúft en tilþrifalítið um eyrun. En um leið er platan að gera sára- lítið fyrir mann. Virðingin fyrir lög- unum er greinilega það mikil að lítið er breytt út af hinu upprunalega og því er ekki verið að blása nýju lífi í lögin, útgangspunktur sem gerir tökulagaplötur iðulega þess virði. Á móti sól eru einfaldlega að spila þessi lög eins vel og þeir geta, eitthvað sem gengisfellir plötuna á endanum, eins ankannalega og það hljómar. „Hjálpaðu mér upp“ hljómar þann- ig nokkurn veginn eins og það gerir í öll þau skipti sem það er glamrað í partíum. „Við erum við“ og „Þrisvar í viku“ eru bara þarna, svipuð og frum- gerðirnar. Svínvirkar efalaust á böll- um en ekki hér. „Lítill drengur“ olli því t.d. að upprunalega útgáfan tók að glymja í hausnum á mér. Magni syngur lagið hins vegar vel, hljóm- sveitin spilar það vel – en samt … Ég er farinn að bíða með óþreyju eftir nýju efni frá ÁMS, en sveitin hefur tekið feikigóða spretti í þeim efnum í gegnum tíðina. Nóg er hins vegar komið af þessum æfingum. Gömlu „góðu“ lögin TÓNLIST Íslenskar plötur Lögin sem plötuna prýða eru eftir ýmsa íslenska höfunda. Á móti sól skipa þeir Magni Ásgeirsson (söngur, gítar, raddir og „mannlegt perk“), Sævar Helgason (gítar, raddir og klapp), Stefán Þórhalls- son (trommur), Þórir Gunnarsson (bassi, raddir og klapp) og Heimir Eyvindarson (hljómborð, harmonikka og raddir). Fjöl- margir aðstoðarmenn koma við sögu á plötunni, þ.á m. Birgitta Haukdal, Berg- sveinn Arilíusson, Pétur Örn Guðmunds- son og Vignir Snær Vigfússon. Upptöku- stjórn var í höndum hljómsveitarinnar og Baldvins A B Aalen. Hljómsveitin gefur sjálf út. Á móti sól – Hin 12 topplögin  Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.