Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BESTA leiðin til þess bæði að
vernda auðlindina sem felst í nátt-
úrunni að Fjallabaki jafnframt því að
gera ferðamönnum svæðið aðgengi-
legt væri að stofna þjóðgarð um
Fjallabak. Þetta er mat Karls Ing-
ólfssonar, rekstrarstjóra ferðaskrif-
stofunnar Ultima Thule, en hann
kynnti niðurstöður hugmyndavinnu
sem unnin var af fulltrúum flestallra
þeirra ferðaskrifstofa sem skipu-
leggja ferðir á svæðið á málþingi sem
Samtök ferðaþjónustunnar stóðu ný-
verið fyrir.
Að mati Karls skortir tilfinnanlega
að mótuð sé heildarsýn fyrir Fjalla-
bak ásamt Langasjó, Þórsmörk,
Suðurjöklum, Veiðivötnum og
Heklu, en slíkt sé ekki hægt fyrr en
svæðið sé orðið að einni samhang-
andi skipulagseiningu og besta leiðin
til að ná því marki væri að stofna
þjóðgarð um svæðið. Bendir hann á
að sú uppbygging sem átt hafi sér
stað á svæðinu hafi verið tilviljunum
háð, en mikilvægt sé að móta heild-
arsýn til þess að tryggja að ferða-
fólki gefist raunverulega kostur á að
upplifa það sem svæðið hefur upp á
að bjóða, þ.e. að fólk komist að nátt-
úrunni í því skyni að skoða hana án
þess að umferð og illa grundaðar
framkvæmdir skemmi það sem eigi
að skoða.
Vill fjölga göngubrúm
inn á svæðið að Fjallabaki
Aðspurður hvernig standa eigi
straum af kostnaði við að koma upp
þjóðgarði að Fjallabaki bendir Karl á
að eðlilegast væri að fjármagnið
kæmi frá ríkinu, sem innheimti í dag
milljarða króna á ári í virðis-
aukaskatt af ferðaþjónustunni.
„Raunar er það svo að ferðaþjón-
ustan er einni útflutningsgreina gert
að selja íslenskan virðisaukaskatt á
alþjóðlegum samkeppnismarkaði,“
segir Karl og bendir á að virðis-
aukaskatturinn nemi u.þ.b. einum tí-
unda hlut af kostnaði við Íslands-
ferðir erlendra ferðamanna.
„Mér fyndist því eðlilegt að eitt-
hvað af þeim tekjum sem ríkið hefur
innheimt af greininni verði veitt aft-
ur inn í greinina, með því annars veg-
ar að grípa til aðgerða til að vernda
náttúruna og hins vegar styrkja þá
innviði greinarinnar sem þarf til þess
að hún geti blómstrað. Ég lít á þetta
sem eitt helsta hagsmunamál grein-
arinnar í dag.“
Spurður hvers konar uppbygg-
ingu hann myndi vilja sjá á svæðinu
að Fjallabaki nefnir Karl að æskilegt
væri að byggja þrjár göngubrýr inn
á svæðið í því skyni að bæta aðgeng-
ið. Segist hann þannig vilja sjá
göngubrú norðan Landmannalauga
yfir Tungná, yfir Skaftá við Sveins-
tind og göngubrú yfir Markarfljót
inn í Þórsmörk.
Einnig þurfi að huga sérlega að
Landmannalaugum, því nú sé svo
komið að mannvirki, bílar og tjald-
stæði við laugarnar séu orðin of
áberandi og farin að skerða upplifun
ferðamanna af því sem þeir ætla að
skoða. Að mati Karls ætti að flytja
mannvirkin burt frá laugasvæðinu
og norður fyrir Norðurbarm, sem
liggur í um 15 mínútna göngufæri frá
Landmannalaugum, en þar myndu
mannvirkin, að mati Karls, falla mun
betur að náttúrunni. Aðkoma að
Landmannalaugum yrði þá um
göngubrú á Jökulgilskvísl.
Bendir Karl á að ekki væri æski-
legt að huga að vegbótum að Land-
mannalaugum fyrr en búið sé að
flytja mannvirkin. Spurður almennt
um vegagerð á hálendinu segir Karl
mikilvægt að hún spilli ekki upplifun
ferðamanna af svæðinu. Nefnir hann
í því samhengi að afleit hugmynd
væri að leggja uppbyggðan veg um
Jökuldali á Fjallabaksleið nyrðri, frá
Landmannalaugum niður í Eldgjá.
Landmannalaugar höfða
ekki lengur til náttúrusinna
Þolmörkum mikilla náttúrusinna
virðist vera náð á vinsælum og fjöl-
mennum ferðamannastöðum á borð
við Landmannalaugar, Jökulsár-
gljúfur og Mývatnssveit. Þetta er
niðurstaða viðhorfskönnunar sem
Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræð-
ingur hefur gert meðal ferðamanna á
vinsælum áfangastöðum hvort held-
ur er á hálendinu eða nálægt byggð.
Þannig má nefna að aðeins 3% ferða-
manna sem leggja leið sína í Land-
mannalaugar eru miklir náttúru-
sinnar sem kjósa sem minnsta
þjónustu á ferðum sínum um landið
og vilja helst upplifa ósnortna nátt-
úru í fámenni, 26% teljast náttúru-
sinnar, á meðan 47% þeirra eru al-
mennir ferðamenn og 24% þjón-
ustusinnar. Í þessu samhengi má
nefna að Landmannalaugar eru vin-
sælasta svæði hálendisins, en árlega
leggja um hundrað þúsund gestir
leið sína þangað yfir sumarið.
Til samanburðar má nefna að 59%
þeirra ferðamanna sem leggja leið
sína á Sveinstind eru náttúrusinnar
eða miklir náttúrusinnar, 35% al-
mennir ferðamenn og aðeins 6%
ferðamanna þar teljast þjónustu-
sinnar. Bendir Anna Dóra á að ein-
dregnir náttúrusinnar forðist í sífellt
auknum mæli vinsælustu staðina og
leiti fremur inn á fáfarnari svæði á
hálendinu í því skyni að njóta náttúr-
unnar með þeim hætti sem best höfð-
ar til þeirra.
Að sögn Önnu Dóru felast þol-
mörk ferðamennsku m.a. í þeim
mesta fjölda gesta sem getur ferðast
um tiltekið svæði áður en upplifun
þeirra skerðist vegna umfangs ferða-
mennsku, en þess ber að geta að mat
gesta á því hvort upplifunin skerðist
fer m.a. eftir því hvort viðkomandi er
náttúrusinni eða þjónustusinni. Að
mati Önnu Dóru er mikilvægt að
ferðaþjónustan móti með sér heild-
stæða stefnu um það hvaða staði á
hálendinu byggja eigi upp og með
hvaða hætti, en hafa má í huga að yf-
irgnæfandi meirihluta ferðamanna
sem sækja hálendið heim finnst mik-
ilvægt að geta upplifað óraskaða
náttúru og ósnortin víðerni.
Aðspurð segir Anna Dóra hálendið
enn þola talsverða aukningu ferða-
manna að því tilskildu að uppbygg-
ing ferðaþjónustunnar sé unnin með
réttum hætti. „Mín draumsýn felst í
því að uppbyggingin fyrir ferðaþjón-
ustu fari fram sem næst jaðar-
svæðum hálendisins, t.d. í Þjórs-
árdal, Bárðardal eða Lóni, og síðan
sé gert þaðan út inn á hálendið. Þetta
væri bæði gott fyrir náttúruna, þar
sem þetta myndi hlífa henni sem
mest, en ekki síður til þess fallið að
skapa atvinnu kringum ferðaþjón-
ustu í byggðum,“ segir Anna Dóra.
Náttúran skoðuð án þess að skemma
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NÝR sendiherrabústaður
var formlega opnaður í Berl-
ín á þriðjudaginn. Það var
Geir H. Haarde, utanrík-
isráðherra, sem vígði bú-
staðinn og afhenti Ólafi Dav-
íðssyni, sendiherra, lyklana
að bústaðnum.
Ákveðið blað var brotið
með byggingu bústaðarins,
sem er staðsettur í Grune-
wald-hverfinu í Vestur-
Berlín. Hann er ekki einasta
híbýli sendiherra og fjöl-
skyldu hans heldur og
menningarmiðstöð og er
húsnæðið því tvískipt. Op-
inbera rýminu er ætlað fjöl-
þætt hlutverk í kynningu á
íslensku menningarlífi, með
hljómleikum, myndlist-
arsýningum, upplestrum eða
almennum kynningum.
Arkitektar hússins eru ís-
lenskir, þau Hjördís Sig-
urgísladóttur og Dennis Jó-
hannesson og í húsinu eru
húsgögn og listmunir eftir
íslenska hönnuði og lista-
menn.
Í samtali við Ólaf Dav-
íðsson sendiherra kom fram
að frá upphafi hefði verið
lagt upp með þessa hönnun.
Bústaðurinn hefði verið
byggður upp frá grunni með
þetta hlutverk í huga. Áhugi
á íslenskri menningu er mik-
ill í Þýskalandi og mun húsið
því nýtast vel í því að ýta
undir kynningu á henni.
Dennis Jóhannesson, ann-
ar arkitekta hússins, sagði
blaðamanni að lagt hefði
verið upp með íslensk temu í
hönnun hússins. Enda væri
allt frá fataskáp niður í
hnífapör byggt á íslensku
hugviti. „Fyrir mér á húsið
allt að vera sem einskonar
kynning á íslensku hugviti
og hönnun. Og þá í sem víð-
astri merkingu,“ sagði
Dennis.
Lifandi menningarhús
Sérstök áhersla verður
lögð á kynningu á íslenskri
samtímalist í bústaðnum og
nú hanga uppi í salnum
nokkur verk eftir Erró sem
voru valin í samráði við Ólaf
Kvaran, safnstjóra Lista-
safns Íslands. Mun sú sýning
standa út þetta ár en þá
hefst kynning á öðrum ís-
lenskum samtímamyndlista-
manni.
Ólafur Kvaran var á með-
al þeirra 250 sem sóttu vígsl-
una og tjáði hann blaða-
manni að hann liti á þetta
sem lifandi menningarhús
og það væri í raun algerlega
einstakt. Það byði upp á fjöl-
mörg tækifæri til að efla
kynningu á íslenskri menn-
ingu hér í Þýskalandi.
Ólafur sendiherra hélt
tölu af tilefninu, svo og Geir
Haarde, Bernd Schragen
forstjóri byggingarfyrir-
tækis bústaðarins og svo
Karin Schubert, varaborg-
arstjóri Berlínar. Þá sungu
fjórir söngvarar, sem búsett-
ir eru í borginni, við undir-
leik Jónasar Ingimundar-
sonar, þau Arndís Halla
Ásgeirsdóttir, Hanna Dóra
Sturludóttir, Bjarni Thor
Kristinsson og Jónas Guð-
mundsson. Sannaðist þá að
hljómburður hússins er
prýðilegur og gott betur.
Árni Ziemsen, veitingastjóri
á Sachs og hans fólk, sáu um
veitingar og að sjálfsögðu
var boðið upp á flatkökur
með hangiketi innan um
annað góðgæti.
Nýr sendiherrabústaður vígður í Berlín
Mun gegna fjölþættu hlutverki
Ljósmynd/H. Lüders
Geir Haarde utanríkisráðherra afhendir Ólafi Davíðssyni
sendiherra lyklavöldin að nýja bústaðnum.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen í Berlín
arnart@mbl.is
GEIR H. Haarde, utanríkisráðherra,
fundaði með þýskum þingmönnum í gær, og
svaraði m.a. spurningum um íslensku bank-
ana á fundi með áhugamönnum um alþjóða-
mál, en heimsókn hans til Þýskalands lauk í
gærkvöldi.
Geir fundaði með Ruprecht Polenz, for-
manni utanríkismálanefndar þýska þingsins,
og Karl-Theodor Freiherr zu Guttenberg,
þingmanni og aðaltalsmanni Kristilegra
demókrata og Kristilegra sósíal-sambands-
ins í utanríkismálum. Rætt var um ýmis
mál, en þó aðallega varnir Íslands, segir
Geir. „Þessir menn hafa mikinn áhuga á
þessu máli, og vilja fylgjast með því. Þeir
hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að
viðhalda stöðugleika hér á Norður-Atlants-
hafinu.“
Þingmennirnir hugsuðu þó fundinn í gær
aðallega til þess að afla sér upplýsinga um
hlið Íslendinga á málinu, en Geir segir þá
hafa verið afar vel inni í málinu þó þeir hafi
ekki heyrt öll smáatriði.
Geir flutti ræðu í Þýsku utanríkismála-
stofnuninni (DGAP) undir kvöld í gær, þar
sem hann fjallaði um utanríkisstefnu Íslands
á breyttum tímum, bæði tengt varnarmálum
og efnahagsmálum. Fundargestir höfðu
tækifæri til að spyrja ráðherra á fundinum,
og segir hann að m.a. hafi verið spurt um
útrás íslenskra fyrirtækja, og um stöðu ís-
lensku viðskiptabankanna.
Skoðaði listasýningar
„Það eru ýmsir hér sem hafa fylgst vel
með því, og ég fékk gott tækifæri til að fara
yfir það mál, og lýsa stöðunni hvað varðar
okkar efnahagsmál og fjármál, þar á meðal
stöðu bankanna,“ segir Geir.
Auk þess að ræða utanríkismál heimsótti
Geir tvær listasýningar. Annars vegar yf-
irlitssýningu á verkum Louisu Matthíasdótt-
ur í sameiginlegum sal norrænu sendiráð-
anna í Berlín. Hins vegar leit Geir á sýningu
myndlistarmannsins Bernd Koberling, sem
kemur til Íslands reglulega til að mála.
Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen
Jón Proppé sýningarstjóri hélt tölu um Louisu Matthíasdóttur, en ráðherra skoðaði tvær list-
sýningar í Berlín. Við vinstri hlið Jóns standa þau Geir Haarde og eiginkona hans, Inga Jóna
Þórðardóttir, en til hægri við Jón er Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur.
Spurður um útrás
og íslenska banka