Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 47 HESTAR Í maí 2006 hefst viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá. Námið verður með eftirfarandi hætti: Aðfaranám, maí 2006. Meðal annars verður farið yfir drög að aðalnámskrá og þátttakendum kynnt kennsluumhverfi á vef. Staðbundnar lotur verða haldnar í öllum landsfjórðungum og þeim fylgt eftir með fjarnámi. 19. og 20. maí á Akureyri og í Reykjavík. 26. og 27. maí á Ísafirði og Egilsstöðum. Aðfaranám, haust 2006 (3e) Meðal annars verður hugað að undirbúningi háskólanáms í íslensku og rætt um kennsluaðferðir og -tækni. September 2007 Viðbótarnám, 2007-2009. Þátttakendur geta valið námskeið í íslensku í Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri eða Háskólanum í Reykjavík og stundað þau í fjarnámi. Menntamálaráðuneytið mun greiða kennslukostnað og innritunargjöld. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 28. apríl 2006 til Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands sem hefur umsjón með skráningu og þátttöku. Upplýsingar um skráningu og námið eru veittar á vef Símenntunar: http://simennt.khi.is og í síma 563 3980. vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá Viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara að henni. Hann er hins vegar ekki hrifinn af myndinni, í henni sé beitt ofbeldi gegn hestum sem hann vilji ekki láta bendla sig við. Aðferðin nýst mörgum, m.a. í skólum og leyniþjónustu CIA Eins og fyrr segir hafa ekki ein- ungis hestar og hestamenn notið góðs af hugmyndum Montys, degi áður en viðtalið er tekið var hann staddur í Kinghurst-barnaskólanum í Birming- ham á Englandi. Árið 2000 var svo illa komið fyrir skólanum að það átti að loka honum en eftir að hafa leitað á náðir Montys er hann á meðal bestu skóla í dag. Leið Montys til að um- gangast og kenna börnum virðist einkar gagnleg, og rímar enda að sumu leyti við kennsluaðferðir sem ganga út á einstaklingsmiðað nám sem setja einstaklinginn og þarfir hans í forgrunn. Hann segir barn stjórnast af svipuðum eðlishvötum og hesturinn, það flýi ef því finnist sér ógnað eða líði illa, þetta sé spurning um að skapa notalegt umhverfi. Til þess notar hann tjáningaraðferð lík- amans sem hann segir börn skilja vel, líkt og hestar. „Ef barn hræðist nám- ið, kennarann eða foreldra sína mun það ekki læra, og ekki fyrr en það finnur fyrir öryggi og treystir kenn- aranum.“ Tilgangurinn er að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi sem hann segir viðgangast. Hann hefur einnig lagt sitt af mörkum í barnauppeldi heima fyrir, á þrjú börn sjálfur og tók að sér ásamt konu sinni 47 fósturbörn – geri aðrir betur! Ýmis stórfyrirtæki hafa sótt nám- skeið hjá Monty Roberts eða fengið hann til aðstoðar í því skyni að bæta stjórnunina, þ.á m. CIA-leyniþjónust- an um 2000. „Yfirmaður hjá CIA sem kom á sýningu hjá mér bað mig um að skoða aðferðir þeirra við að setja sitt eigið starfsfólk í lygamælispróf því hann vonaðist til að ég gæti, eins og með hestana, vitað hvað þeir hugsuðu eða gerðu næst með því að fylgjast með atferli þeirra. Og aðferðir þeirra voru hræðilegar. Þær gengu út á að hræða úr fólkinu líftóruna með því að minna það stöðugt á prófið og yfir- heyrsluherbergið var mjög kuldalegt. Fólkið vissi varla nafnið sitt þegar til kom og brást jafnhrætt við öllum spurningum,“ segir Monty. Hann lét setja teppi á gólfið og myndir á vegg- ina og þar fram eftir götunum og sagði þeim að gera lítið úr prófinu við fólkið, og hann segir árangurinn ekki hafa látið á sér standa: „Þeir gómuðu fjóra stórnjósnara innan CIA strax á eftir, sá stórtækasti sem hafði unnið hjá þeim í áratug hafði þegar farið í 24 slík próf. En þeir geta ekki sagt frá því að ég hafi hjálpað til. – Þetta er eins og með hestinn; ef þú nærð adrenalíninu niður kemst þú að mikl- um leyndarmálum í lífi fólks.“ „Galdramanni“ hótað lífláti Að öðlast frægð og frama er ekki alltaf tekið út með sældinni. Maður sem hefur lifibrauð sitt af „hesta- hvísli“ á vísa efasemdarmenn og jafn- vel óvini. Monty er inntur eftir galdramannsorðinu sem óneitanlega hefur farið af honum. „„Já, hann er af indíánaættum og hesturinn linast upp vegna galdra,“ segir fólk. En þetta er ekki einu sinni mín aðferð, ég upp- götvaði bara hverju náttúran bjó yfir með því að fylgjast með hestum. Það geta allir lært þetta, nema kannski þig vanti útlimi eða sért blindur. Ég hef kennt rúmlega 2.000 nemendum víða um heim sem hafa náð góðum tökum á þessu og ég vonast til að þeir verði enn betri en ég! Á hinn bóginn er svo löng hefð fyrir hestatamning- um, um 8.000 ár, að þar má engu breyta, fólk bregst illa við ef það á að fara að læra allt upp á nýtt. Mér hefur oft verið hótað lífláti – menn í Suður- Ameríku höfðu m.a.s. lagt á ráðin um það, þeir töldu ógn stafa af mér því þeir gætu ekki lært aðferðina mína og misstu þ.a.l. vinnuna.“ Öllu hógværari menn láta sér nægja að halda því fram að brögð séu í tafli þegar hross eru frumtamin á hálftíma. En því fer fjarri, rík áhersla er lögð á að ekki hafi verið átt við hrossin áður en þau mæta í hring- gerðið hjá Monty. Hann er spurður hvort aðferð hans geti virkað á alla hesta. „Ég hef ekki átt við alla hesta og kannski mistekst mér þegar ég sýni hér á Íslandi. Þó veit ég að svo verður ekki því þetta er líf hestsins en ekki mitt, ég framkvæmi ekki hlutina, ég er bara að hjálpa hestinum við að gera þetta sjálfur. Árangurinn getur auðvitað orðið misjafn en ég næ alltaf einhverjum árangri vegna þess að hesturinn klúðrar engu, bara maður- inn. Hestur bregst bara við eðlisávís- un sinni og getur ekki gert mistök en maðurinn er miklu flóknari, og eig- ingirni og græðgi ruglar okkur í rím- inu, við viljum stundum græða, stela eða ljúga en hestar geta ekkert af þessu. Konur eru mun lagnari við hestana en karlar vegna þess að þær vilja miklu frekar koma fram af hrein- skilni og heiðarleika, þegar þær verða ástfangnar vilja þær heiðarleika í sambandinu en flestir karlar „svona næstum því“. Og allir hestar eru hreinir og beinir, þeir gera það sem þeim finnst réttast hverju sinni og munu ekki ljúga að þér.“ Lék Liz Taylor og kenndi James Dean að sitja hest Monty Roberts er sögumaður af bestu gerð sem kemur berlega í ljós þegar hann er að síðustu spurður út í þann hluta ævi sinnar er hann vann við fjölda Hollywood-mynda sem áhættuleikari, fyrst einungis fjögurra ára. „Þá voru hesta- og barnamyndir vinsælastar og ég lék í mörgum léleg- um myndum. 1943 fékk ég stærra tækifæri í kvikmyndinni National Velvet þegar ung stúlka sem átti ekki að þurfa áhættuleikara datt af baki og ökklabrotnaði og ég lék hindrunar- stökkið fyrir hana. Seinna um haustið sögðu skólafélagarnir að ég væri frægur, ég hefði leikið Elizabeth Taylor! Fyrir myndina þekkti hana svo sem enginn en pabbi fékk pen- ingafúlgu fyrir þetta. Eftir fullt af myndum vildi ég um tvítugt einbeita mér að keppni og „ródeóum“ en mér var boðið að taka þátt í myndinni East of Eden sem átti að gerast í Salinas, þar sem ég ólst upp sem og höfundur bókarinnar, John Steinbeck. Ég var beðinn að leyfa strák frá New York, sem átti að vera í aðalhlutverki, að búa hjá mér í fjóra mánuði til að læra inn á menningu þessa samfélags. Ég var nýbúinn að kynnast tilvonandi konunni minni og leist ekkert á að einhver drengstauli væri að sniglast í kringum okkur en lét loks tilleiðast. Þessi piltur hét James Dean og okkur varð vel til vina. Við ætluðum að kaupa saman búgarð, með nautgripi og nokkra hesta, og hann var á leið- inni í heimsókn til mín þegar hann lést í bílslysinu 1955. Ég vann líka með honum í Rebel Without a Cause og Giant en mér fannst hann bara vera hann sjálfur á leiktjaldinu. Hann var góður maður en lélegur leikari og mér datt aldrei í hug að biðja um mynd af mér með honum, enda var hann ekki einu sinni orðinn frægur. Og þar sem ég var að kenna honum að sitja hest og snara hefði ég miklu frekar búist við að hann bæði um myndatöku með mér!“ Ljósmynd/Telma Tómasson Monty Roberts hitti Sigurbjörn Bárðarson hestamann þegar hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins til að kynna sér aðstæður fyrir sýninguna sem hann heldur á skírdag í reiðhöllinni í Víðidalnum. AÐFERÐ Montys Roberts nefnist „Join-Up“ og felst í stuttu máli í því að fá hest til að sætta sig við beisli, hnakk og knapa á u.þ.b. 30 mínútum og kemur árang- urinn skýrast fram við vinnu við frumtamningahross. Er Monty var 13 ára gamall var hann sendur í óbyggðir Nevada í Bandaríkjunum til að fanga hesta fyrir kúrekasýningu (ródeó) og með því að fylgjast grannt með atferli villihestanna (e. mustangs) veitti hann því eftirtekt að líkamstjáning þeirra var mjög fyr- irsjáanleg og markviss, visst atferli sýndi ótta, pirring eða afslöppun og enn önnur líkamsbeiting setti hömlur o.s.frv. Með því að lesa í þetta tungumál og setja sig um leið í spor hestsins er fundin leið til að vinna með hross- ið án allra átaka og það finnur til öryggis, virðir mann- inn og treystir honum. Monty þróaði síðan aðferðina og notar t.a.m. hátt í hundrað bendingar eða merki, og allt til mótvægis við hefðbundnar ofbeldisfullar tamninga- aðferðir sem tíðkuðust t.d. hjá föður hans. Ofbeldi er aldrei lausnin eru einkunnarorð Montys. Notast er við hringgerði og tamningamaðurinn byrj- ar á því að reka hestinn, sem er laus, frá sér með látæði og hljóðum sem hesturinn þekkir úr stóðinu eða nátt- úrunni. Síðan er tvennt í stöðunni fyrir hann, honum er boðið annaðhvort að flýja eða koma til mannsins af fús- um vilja. Hesturinn sýnir þá merki um það hvort hann sé tilbúinn að viðurkenna manninn sem leiðtoga og njóta verndar hans eða ekki. Þegar hann hefur sæst á þetta snýr hann eyrum að manninum, setur tunguna út, japlar og teygir höfuð niður að jörð til að lýsa yfir trausti til mannsins og vellíðan. Tamningamaðurinn snýr þá baki í hestinn, forðast augnsamband og hvetur hann þannig áfram til sín. Og nú mun hesturinn verða samvinnuþýður og sáttur við hnakk og hvaðeina. Lesið í tungumál hestsins Ljósmynd/Telma Tómasson Monty „ræðir við“ einn hesta Sigurbjörns á sinn ein- staka hátt, sem hann segir þó á færi flestra. thuridur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.