Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 17 ERLENT 30 TOPPDAGAR ÆVINNAR HNATTREISAN Viltu búa á besta hóteli heims RITZ-CARLTON, Hong Kong? Allt 5* gististaðir, s.s. HILTON, KONRAD, SHERATON, LE MERIDIEN Ferðaklúbbur Ingólfs HEIMSKRINGLA Laugarásvegur 21, 104 Rvk. Sími 89 33 400 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina KYNNING: Í LOK FERÐANÁMSKEIÐS INGÓLFS GRAND HÓTELI REYKJAVÍK 1. APRÍL KL. 16.30 Ókeypis aðgangur en aðeins gegn pöntun sími 89 33 400 Staðfestar pantanir í HNATTREISUNA teknar í lok kynningar. Helmingi sæta þegar ráðstafað. HEFURÐU SÉÐ EFTIRSÓTTUSTU STAÐI HEIMS? Safn þess besta, sem heimurinn hefur að bjóða af fegurð og lífsgæðum, flug með bestu farkostum á leið um loftin blá. Öll þjónusta sérvalin af Ingólfi Guðbrandssyni. Íslensk fararstjórn. INDLAND, THAILAND, HONG KONG, SHANGHAI, TOKYO, HAWAII, KALIFORNIA fyrir hlægilegt verð. EKKI 3,5 MILLJÓNIR - Í 20 DAGA (sbr. nýlega frétt) AÐEINS RÚM 800 ÞÚS. Á MANN Í 30 DAGA (Gengi 1. mars 2006) Jafngildir 1/4 alm. verðs. Geturðu sleppt slíku tækifæri? Söluumboð: Kabúl. AFP. | Afgani, sem átti yfir höfði sér dauðadóm fyrir að snúast frá íslamstrú til kristinnar trúar, kom til Ítalíu í gær eftir að hafa verið leystur úr haldi í Afganistan. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, staðfesti þetta á blaðamannafundi í Róm síð- degis í gær. Hann sagði að Afganinn, Abdul Rahman, hefði óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður og væri í umsjá ítalska innanríkis- ráðuneytisins. Roberto Maroni, vinnumálaráðherra Ítalíu, sagði að Rahman hefði verið boðið hæli þar í landi. „Ákvörðun hefur verið tekin. Málið hefur verið leyst.“ Rahman hafði verið handtekinn samkvæmt sharia-lögum sem heimila dauðadóma yfir mönnum sem afneita íslam. Hann var leystur úr haldi á laun á mánudag- inn var og færður á leynilegan stað í Afganist- an eftir að múslímaklerkar kröfðust þess að hann yrði tekinn af lífi. Áður hafði hæstiréttur Afganistans vísað málinu frá eftir að ættingjar Rahmans sögðu dómurum að hann væri ekki heill á geði. Þrýstingur Vesturlanda gagnrýndur Mál Rahmans vakti mikla athygli víða um heim og vestræn ríki lögðu fast að stjórnvöld- um í Afganistan að leysa hann úr haldi og tryggja trúfrelsi í landinu. Margir afganskir þingmenn gagnrýndu þennan þrýsting Vestur- landa í gær og sökuðu þau um óeðlileg afskipti af innanríkismálum Afganistans. Rahman er 41 árs gamall og tók kristni fyrir 16 árum þegar hann starfaði fyrir kaþólsk samtök við að hjálpa afgönsku flóttafólki í Pes- hawar í Pakistan. Var hann síðan í mörg ár í Þýskalandi en sneri heim fyrir þremur árum. Rahman var handtekinn fyrir tveim vikum eftir að komið höfðu upp deilur milli hans og fyrrverandi eiginkonu, sem sakaði hann um að vanrækja börn þeirra eftir að þau skildu. Afganski trúskiptingurinn flýr land og óskar eftir hæli á Ítalíu Reuters Abdul Rahman heldur á Biblíunni í dómhúsi í Kabúl áður en hann var leystur úr haldi eftir að hafa verið ákærður fyrir að afneita íslam. Stokkhólmi. AP. | Starfandi utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, Carin Jämtin, sagðist í gær hafa aflýst för sinni til Darfur-héraðs í Súdan eftir að hér- aðsstjóri þar lýsti því yfir að hún væri enginn aufúsugestur, með vísan til þeirrar rullu sem Svíar hefðu leik- ið í skopmyndamálinu nýverið. Jämtin kom til Súdan á þriðjudag í tveggja daga heimsókn. Var mein- ingin að skoða aðstæður í Darfur- héraði í vesturhluta landsins þar sem mikil neyð hefur ríkt og a.m.k. 180.000 manns týnt lífi, m.a. af völd- um hungursneyðar og sjúkdóma, og u.þ.b. tvær milljónir til viðbótar þurft að flýja heimili sín vegna of- sókna vopnaðra sveita araba, sem sagðar eru njóta stuðnings stjórn- valda í Khartoum. Sænska útvarpið sagði að héraðs- stjóri í borginni Al Fashir í Darfur hefði sagt Jämtin að hún væri ekki velkomin vegna þess að samtök öfga- hægrimanna í Svíþjóð hefðu birt á netinu skopmyndirnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru í danska blaðinu Jyllandsposten í september sl. og sem ollu mikilli reiði meðal múslíma nýverið. Jämtin sagði í samtali við sænska útvarpið að sjónarmið héraðsstjór- ans hefðu komið henni í opna skjöldu. Kvaðst hún telja að í reynd viki óánægja hans að því að ríki á Vesturlöndum hafa þrýst á um að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðar- gæslusveitir til Darfur. Hætti við ferð til Darfur Miami. AFP. | Dómstóll í Miami á Flórída dæmdi í gær Jack Abramoff, þekktan hagsmunavörð (lobbíista) í Bandaríkjunum, í fimm ára og 10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og samsæri. Abramoff, sem var í nánum tengslum við marga af forystu- mönnum Repú- blikanaflokksins, gekkst við sakar- giftunum, en þau tengdust kaupum hans á spilavíti. Í öðru máli, sem verið er að reka gegn Abramoff, er hann ákærður fyrir skattsvik og samsæri um að múta opinberum embættismönnum. Rannsókn stend- ur nú yfir á samskiptum hans við allt að 20 bandaríska þingmenn sem grunaðir eru um að hafa þegið fé eða aðra fyrirgreiðslu af Abramoff. Er talið að málið geti undið upp á sig og sumir þingmenn hafnað í fangelsi. Abramoff, sem er 46 ára, segist nú iðrast afbrota sinna. Hann samdi um refsilækkun gegn því að eiga fullt samstarf við yfirvöld um rannsókn málsins. Abramoff dæmdur í fangelsi Jack Abramoff ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.