Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING tónlist, og tek inn hvað sem vill koma inn. Þegar ég var að byrja að vinna í því hringdi í mig tyrknesk hljómsveit og spurði hvort ég vildi vinna með þeim. Algjörlega óvart út frá því símtali byrjaði verkið að hljóma tyrkneskt. Þegar ég var að semja annan helminginn fékk ég boð frá Japan að halda tónleika þar og þá hafði ég í huga hvað japanskir áheyrendur héldu um norrænar þjóðir og sá þáttur er byggður á því. Þriðji þátturinn hefur svo tyrkneskt djass þema sem kom út frá því að ég fór að hlusta á vin minn sem var að spila á djassklúbbi. Allar þessar hugmyndir komu inn í kollinn á mér og voru settar saman í eitt verk.“ Lindberg segir tónlistina hljóma svolítið eins og nafnið á verkinu. „Ég reyni að vera frjáls þegar ég skrifa, ég reyni að setja allan heiminn í tónlistina mína, ekkert verður útundan og allt er mögulegt. Tónlist er frábær þegar hún tjáir allt á opinn hátt. Hvert verk sem ég skrifa er eins og ný og opin bók fyrir mig.“ Íslenskt verk á efnisskrá Auk trompetkons- ertsins Akbank Bunka verða á efnisskrá tón- leikanna í kvöld for- leikur í ítölskum stíl eftir Franz Schubert, Herragarðssaga eftir Jan Sandström, Stund milli stríða eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og trompetkonsert eftir Giuseppe Tartini. „Tónleikarnir byrja rólega með Schubert, síðan kemur mjög grípandi og fallegt verk sem Jan Sandström skrifaði sér- staklega fyrir mig og ég frumflutti fyrir um ári. Það heitir Herragarðs- saga og er eftir sögu sem Selma Lagerlöf skrifaði. Þetta er mjög grípandi saga um mann sem heitir Gunnar og vill verða tónlistamaður en erfir stórt herragarðssetur og fjölskylda hans vill að hann hugsa um það frekar en tónlistina. Gunnar lendir í allskonar drama og endar sem geðsjúklingur. Þetta er mjög sorgleg og póstmódernísk tónlist,“ segir Lindberg að lokum. SÆNSKI básúnuleikarinn og hljóm- sveitastjórinn Christian Lindberg mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikum í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Lindberg spilar með Sinfóníuhljómsveitinni en mörgum er enn í fersku minni þegar hann lék Mótórhjólakonsertinn eftir vin sinn Jan Sandström fyrir 13 árum en þá veittu félagar í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins honum heiðursfylgd alla leið inn í Háskólabíó. Lindberg var einnig gestur hljómsveitarinnar á síðasta ári en þá kom hann til þess að stjórna og leika sinn eigin konsert um Helikonvespuna. Í þetta sinn er hann einnig kominn til þess að stjórna hljómsveitinni í flutningi á eigin verki sem ber hið skemmtilega nafn Akbank bunka. Verkið er samið fyrir hljómsveit og trompet. Með Lindberg í för verður norski tromp- etleikarinn og vinur hans Ole Edv- ard Antonsen en hann er almennt talinn einn af fremstu trompetleik- urum heimsins í dag. Ole Edvard frumflutti trompetkonsert Lind- bergs, Akbank Bunka, í Skotlandi á síðasta ári við gríðarleg fagnaðar- læti. „Ég elska að vera hér á landi og mér finnst Sinfóníuhljómsveitin frá- bær. Fólk á Íslandi er mjög heiðar- legt og opið á sérstakan hátt. Þegar það kemur að menningu í öðrum löndum á fólk það til að verða snobb- að á vissan hátt og heldur að það þurfi að tilheyra efstu stéttum til að spila klassíska tónlist. Hér á landi er þetta öðruvísi, fólk er náttúrulegra og frjálsara í list sinni og allir vinna með opnum huga,“ segir Lindberg sem er þekktur fyrir að vera æringi sem á auðvelt með að sjá skoplegar hliðar mála. Semur með opinn huga Lindberg segir verkið Akbank Bunka, sem þýðir Banka menning á japönsku, vera mjög sjónrænt. „Þegar ég skrifaði það reyndi ég að vera algjörlega frjáls í huganum, eins og ég reyni alltaf þegar ég sem Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar trompetkonsertinn Akbank bunka Allur heimurinn í tónlistinni Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Christian Lindberg hljómsveitarstjóri á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gær. Það telst eðlileg afleiðingmargra ára bóklesturs aðbækur safnist fyrir á heimil- inu og þótt reglulega sé gripið til þess að hreinsa það út sem maður ekki vill eiga fyrir einhverjar sakir (lélegt, engin fræðileg not, afgreitt) hlýtur að fara svo að bókunum fjölgi með tímanum. (Engin góð formúla er til yfir það hvað margar bækur þarf til að mynda það sem maður myndi kalla gott bókasafn, en hleyp- ur á einhverjum þúsundum – ég er kominn með 5.000 en vantar talsvert uppá.) Eitt af því sem auðveldast er að losa sig við er tvítakið, bækur sem maður á í fleiri en einu eintaki, hef- ur til að mynda fengið annað eintak að gjöf, komist yfir bók í betra bandi, eða fullkomnari útgáfu til að mynda. Þegar maður rekst á slíkt er auðvelt að hreinsa út, gefa aukaein- tökin eða henda þeim (enginn biss- ness í að selja gamlar bækur lengur, þær hafa fallið svo í verði að þær eru nánast einskis virði). Inn á milli eru þó alltaf bækur sem maður verður eiginlega að eiga í tvítaki, þrátt fyrir samviskubitið (plássið, rykið og kostnaðurinn!) og sumar vill maður eiginlega eiga í fleiri eintökum. Það vakti að vonum mikla athygli þegar sá kunni höfundur Neil Gai- man lét þau orð falla að bókin Jonathan Strange & Mr. Norrell eft- ir Susanna Clarke væri besta ævin- týrabók, fantasía, sem komið hefði út á Bretlandseyjum síðustu 70 ár. Undrun manna var ekki síst til kom- in vegna þess að bækur J.R.R. Tolki- ens um hringinn magnaða komu út fyrir minna en 70 árum, The Hobbit 1937, The Fellowship of the Ring og The Two Towers 1954 og The Re- turn of the King 1955. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að einhver ævintýrabók sé betri en sagan af hringnum og föru- neyti hans, þær eru margar betri, því þótt Tolkien hafi vissulega verið merkilegur hugsuður og hugmynda- smiður fór minna fyrir stílsnilld hans. Það er aftur á móti sjaldgæf- ara að menn taki svo stórt upp í sig þegar verk eru mærð eins og Gai- man gerði, en þeir sem lesið hafa bók Clarke hljóta að taka undir orð hans að einhverju eða öllu leyti – mér er til efs að skrifuð hafi verið betri ævintýrabók á síðustu áratug- um austan hafs eða vestan.    Fyrir þá sem ekki vita þá geristbókin Jonathan Strange & Mr. Norrell á Bretlandi á öndverðri nítjándu öld um það leyti er Bretar glíma við Napóleon og heri hans. Í því Bretlandi sem sagt er frá hafa galdrar nánast gleymst, en þó eru til menn sem kalla sig galdramenn, en eru frekar sagnfræðingar sem fæst- ir trúa því að menn hafi í raun stund- að galdur, heldur sé allt sem til er af frásögnum um slíkt, bækur og ann- að, hindurvitni og þjóðsögur. Í borginni Jórvík er til félags- skapur áhugamanna um galdra- fræði og hafa spurnir af einrænum manni sem búi í Jórvíkurskíri og eigi mikið safn af galdrabókum, mesta safn sem um geti reyndar. Þeir bjóða honum í félagsskap sinn, fé- lagsskap galdramanna sem þeir kalla svo. Náunginn sá, hr. Norrell, tekur boðinu illa, enda geti þeir menn ekki kallað sig galdramenn sem ekki geti galdrað. Félagarnir fróðu taka afsvarinu illa og krefja hann um galdra þá sem hann segist kunna. Hann fellst að lokum á að sýna þeim galdur með því skilyrði þó að eftir þá sýningu hætti þeir allir að kalla sig galdramenn. Í framhaldinu stefnir hr. Norrell galdramönnunum sjálfskipuðu í Jór- víkurdómkirkju og fremur þar býsna eftirminnilegan galdur því líkneski öll í kirkjunni taka að mæla og segja frá því sem fyrir augu hef- ur borið þau hundruð ára sem þau hafa verið lífvana. Svo vindur fram sögunni að smám saman fá menn trú á að galdrar séu raunverulegir og sannast fyrir fullt og fast er Norrell áskotnast eins- konar lærisveinn, Jonathan Strange, en skoðanir hans á göldrum ganga mjög á skjön við skoðanir lærimeist- arans, sem síðan verður fjandi hans. Ekki verður hér rakinn söguþráð- ur þessarar merku bókar, enda ekki rúm til þess að endursegja bók upp á mörg hundruð síður (kiljan er 1.066 síður, innbundin er bókin ríflega 800 síður). Nægir að nefna að bókin er öll ævintýraleg og þá ekki bara söguþráðurinn heldur allt það mikla verk sem Susanna Clarke lagði í verkið á þeim áratug sem það tók hana að skrifa hana. Út um alla bók eru þannig óteljandi neðanmáls- greinar, sumar með eigin neðan- málsgreinar, þar sem finna má alls- kyns fróðleik og fjöldann allan af þjóð- og munnmælasögum sem koma sögunni ekki við í sjálfu sér en sem gerir heiminn sem hún gerist í stærri og veigameiri, svo stóran og veigamikinn reyndar að hann sprengir af sér viðjar bókarinnar, nær langt út fyrir hana. Jonathan Strange & Mr. Norrell kom út haustið 2004 og bar svo við að ég var staddur í Lundúnum út- gáfudaginn. Ekkert vissi ég um bók- ina þá, en fannst hún fróðleg er ég rakst á hana í Borders-búðinni á Tottenham Court Road. Í stæðunni þar var bókin til í tveimur útgáfum, annars vegar til með hvítri kápu, hvít í skurðinn, og svartri með svört- um skurði. Ég var ekki lengi að hugsa mig um, keypti þá með svörtu kápunni, enda hljótum við að sækja í myrkrið.    Komum við nú að því er ég nefni íupphafi – tvítakinu. Málið er nefnilega það að varla var ég búinn að leggja bókina frá mér lesna ekki löngu síðar að að mér sótti efi, hvíta útgáfan sótti á huga minn. Víst gerði ég rétt í að taka þá svörtu, en hefði ég ekki átt að taka hvítu líka? Sjúklegt segir einhver, en það er bara svo heillandi samhverfa í því að hafa bækurnar í hillu hlið við hlið, hvíta og svarta, og mjög viðeigandi fyrir bók eins og þá sem hér um ræð- ir. Það vita þeir sem hafa lesið hana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að freistingar eru til að falla fyrir þeim og fyrir stuttu keypti ég mér eintak af hvítu útgáfunni. Árit- að eintak meira að segja. Fann það á abebooks.com, sem allir þeir sem haldnir eru bókaáráttu ættu að forð- ast. Það kemur málinu ekki við hvað það kostaði, en mér fannst verðið sanngjarnt þegar ég sá bækurnar saman í hillunni, hvíta og svarta. Himneskt samræmi. Svart og hvítt ’Að að mér sótti efi, hvítaútgáfan sótti á huga minn. Víst gerði ég rétt í að taka þá svörtu, en hefði ég ekki átt að taka hvítu líka?‘ Susanna Clarke BLOGG: arnim.blog.is/ AF LISTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is ÞORBJÖRG Þórðardóttir veflista- kona hreppti nýverið verðlaun Akapi-stofnunarinnar í Póllandi fyr- ir framlag hennar á alþjóðlega text- íltvíæringnum IIIrd International Artistic Linen Cloth Biennale í Krosno. Verðlaunin eru veitt til minningar um pólsku veflista- konuna Önnu Kobak sem lést af slys- förum árið 2003. Krosno er dæmigerð evrópsk mið- aldaborg, þekkt fyrir vefnað og hör- ræktun og er markmið sýningar- innar er að endurvekja hörinn til listsköpunar. Það þótti því við hæfi að halda tvíæringinn í Krosno, þar sem hör hefur verið ræktaður í gegnum aldirnar. Þorbjörgu hefur jafnframt verið boðið að taka þátt í næsta tvíæringi þar. Þorbjörg lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972 og var næstu árin við nám í Konstfack- skolan í Stokkhólmi og lauk þaðan námi 1975. Hún hefur tekið þátt í um fimmtíu sýningum, bæði hér heima og víða um Evrópu og kennt við Kennaraháskóla Íslands og víðar. Þorbjörg með verðlaunagripinn. Þorbjörg Þórðardóttir verðlaunuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.