Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 43 Atvinnuauglýsingar Veiðifélag Ytri-Rangár óskar að ráða umsjónarmann með rekstri á vatnasvæði félagsins. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fiskrækt og/eða áhuga á stangveiði. Um heils árs starf gæti verið að ræða, en vinnuálag er langmest frá lok apríl til október- loka eðli málsins samkvæmt. Veiðifélag Ytri-Rangár sleppir árlega um 350 þúsund laxaseiðum í vatnasvæði félagsins og er hlutverk umsjónarmanns að annast þessar sleppingar og sjá um mannahald vegna þeirra. Einnig annast umsjónarmaður um alla skrán- ingu veiði, nokkra þjónustu við veiðimenn og umsjón með fjórum veiðihúsum félagsins. Um- sjónarmaður annast einnig útreikning á arð- greiðslum til félagsmanna og ýmislegt fleira. Laun og vinnufyrirkomulag er samkomulags- atriði. Umsóknarfrestur er til 5. apríl. Frekari upplýsingar veitir formaður veiðifélags- ins, Þorgils Torfi Jónsson, í síma 897 5562 og skriflegar umsóknir um starfið skulu sendar til formanns, Freyvangi 6, 850 Hellu. Innheimtustjóri Heildsölufyrirtæki í innflutningi óskar eftir að ráða innheimtustjóra. Í starfinu felst m.a.:  Innheimta.  Færsla og afstemming viðskiptabókhalds.  Samningar og samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins. Skilyrði er að viðkomandi hafi haldgóða þekk- ingu og reynslu af innheimtu- og viðskipta- mannabókhaldi. Leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Morg- unblaðsins eða á box@mbl.is merktar: „Innheimta — 18344“. Dugmikið fólk — Tímabundið verkefni Leitum að duglegu/hraustu fólki til starfa við pökkun/frágang/flutning á búslóðum. Meira- próf æskilegt þó ekki skilyrði. Góð laun, mikil vinna framundan fram á haust. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skilist til: olih@propack.is Bókari óskast Óskum eftir öflugum bókara sem getur hafið störf strax. Viðkomandi þarf að vera talna- glöggur, hafa reynslu af bókhaldi, vera ná- kvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir vinsamlega sendið starfsferilskrá til hbg@st.is merktar: „Bókari - 18350“ fyrir 1. apríl nk. EGJ-Holdings. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Er ódýrast að búa í Kópavogi? Ágætu Kópavogsbúar! Opið hús verður laugardaginn 1. apríl 2006 milli kl. 10 og 12 í Hlíðasmára 19. Allir velkomnir. Dagskrá: Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, ræðir málefni Kópavogs. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Fræðslufundur Athyglisbrestur, kvíði og þunglyndi ADHD samtökin, til stuðnings börnum og full- orðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, halda fræðslufund í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, 30. mars kl. 20:00. Fyrirlesari er Málfríður Lorange sálfræðingur. Allir velkomnir. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kársnesbraut 53, 01-0201, þingl. eig. Sveinn Oddgeirsson og Guðlaug Albertsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., Sjóvá-Almenn- ar tryggingar hf., Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður Reykjavíkur og nágr., þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 11:00. Vesturvör 26, 01-0103, þingl. eig. Húsvernd ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 29. mars 2006. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Tilkynningar Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Bústaðakirkju (neðri hæð) í kvöld 30. mars kl. 20-22. Fyrirlesari Páll Eiríksson, geðlæknir. Munið „Opið hús“ 6. apríl. Allir velkomnir! Börn og sorg Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Asparfell 4, 205-1793, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Þórunn Grétars- dóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 11:00. Fornistekkur 13, 204-7097, Reykjavík, þingl. eig. Brynjólfur Sigurðs- son og Hrafnhildur Hlöðversdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 11:30. Kötlufell 1, 205-2626, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaug Örlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Norðlendinga, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 10:30. Lindarbraut 2, 0002, 50% ehl. Seltjarnarnes, þingl. eig. Aðalsteinn Guðjónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 14:00. Reynimelur 22, 221-3058, Reykjavík, þingl. eig. Tómas Bolli Hafþórs- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. mars 2006. Ýmislegt Verður kosið um álver? Verða Hafnfirðingar einu Íslendingarnir sem fá að kjósa beint um álverið sem er í næstu nánd þeirra? Hvernig kjósa þá astma- og ofnæmissjúkir, flórgoðaunnendur og þeir sem vilja fá sem hæst verð fyrir fasteignir sínar? Verður Hafnfirðingum kannski sleppt við álverskosningarnar? Í fjölmiðlamálinu var kosningum sleppt. Alcan gæti farið. Alusviss fór. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnhætti. Lovsamling for Island Samantekið og útgefið af Oddgeiri Stephen- sen og Jóni Sigurðssyni 1853-1889. Þetta fágæta verk er hér í heild sinni, 1.-21. bindi. Nánari uppl.: Bragi Kristjónsson 552 1710/ 893 2710 og Ari Gísli Bragason 867 9832. Félagslíf I.O.O.F. 11  1863037½  Landsst. 6006033019 IX Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Valborg Kristjánsdóttir og Örn Rúnarsson. Mike Fitsgerald talar. I.O.O.F. 5  1863308  Fimmtudagur 30. mars 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Theodór Birgisson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. FRÉTTIR FUNDUR í landsráði Frjálslynda flokksins, sem haldinn var 25. mars sl., hvetur stjórnvöld til að vinna að því með skipulegum hætti að koma í veg fyrir atvinnuleysi fjölda fólks og nýta þau tækifæri sem gefast á Suð- urnesjum í kjölfar brotthvarfs hers- ins. „Til þess þurfa stjórnvöld að standa að tilflutningi verkefna inn á svæðið og efla þá þjónustu og starf- semi sem fyrir er á Suðurnesjum. Frjálslyndi flokkurinn er tilbúinn að leggja slíku átaki lið. Einnig leggur fundurinn áherslu á að starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði ekki flutt úr Vatnsmýrinni. Fundurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu borgarstjórn- arflokks Frjálslyndra og óháðra fyr- ir þeim augljósu hagsmunum Reyk- víkinga og annarra landsmanna sem felast í staðsetningu vallarins í Vatnsmýrinni. Þá er fagnað frumkvæði borgar- stjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra varðandi öldrunarmál í Reykjavík, þar sem F-listinn hefur sett þessi mál í forgang í komandi kosningabaráttu í Reykjavík.“ Tækifærin verði nýtt á Suðurnesjum MÁLÞING var nýverið haldið á veg- um Félags íslenskra kennara í ný- sköpunar- og frumkvöðlamennt. Þar var kynnt hvað verið væri að gera á þessu fræðasviði en málþingið sátu fulltrúar af öllum skólastigum. Eftir- farandi ályktun um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt var samþykkt og send til yfirvalda: „Nýsköpunar- og frumkvöðla- mennt er menntasvið þar sem nem- endur fá tækifæri til að hagnýta þekkingu sína á skapandi hátt og ýtir undir frumkvæði þeirra og fram- takssemi. Málþingið skorar á menntamálayfirvöld á Íslandi að móta skýrari framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem felur í sér sam- fellu og vaxtarmöguleika gegnum allt skólakerfið.“ Vilja framtíðarsýn fyrir nýsköpun SAMBAND ungra sjálfstæðismanna telur brýnt að stjórnvöld öll gæti að- halds í peningamálum vegna gríðar- legrar þenslu í hagkerfinu. Félagið telur að hagstjórnarstefna stjórn- valda hafi ekki tekið nógu mikið tillit til aðstæðna á almennum markaði og hafi útgjöld hins opinbera vaxið óhemju mikið og tækifæri til að draga úr þeim hafi ekki verið nýtt. Félagið telur að stöðva eigi stór verkefni á borð við byggingu tónlist- arhúss, hátæknisjúkrahúss og borun Héðinsfjarðarganga þar sem engin skynsamleg rök mæli því að halda skuli þeim til streitu þegar allar við- vörunarbjöllur hagkerfisins gefi til kynna að auka þurfi aðhald og minnka umsvif hins opinbera. SUS vill aðhald og aga í peningamálum PER Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, undirritaði nýlega samkomulag um styrk að upphæð 2,78 milljónir evra til handa European Humanities Uni- versity (EHU). Skólinn er óháður skóli frá Minsk sem nú er starfrækt- ur í útlegð í Vilníus í Litháen. Samningurinn gerir 350 náms- mönnum frá Hvíta-Rússlandi kleift að stunda nám næstu þrjú árin. Styrkurinn kemur bæði frá Nor- rænu ráðherranefndinni og fram- kvæmdastjórn ESB, sem leggur til 2,2 milljónir evra. Útlagaháskóli fær styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.