Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 43

Morgunblaðið - 30.03.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 43 Atvinnuauglýsingar Veiðifélag Ytri-Rangár óskar að ráða umsjónarmann með rekstri á vatnasvæði félagsins. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á fiskrækt og/eða áhuga á stangveiði. Um heils árs starf gæti verið að ræða, en vinnuálag er langmest frá lok apríl til október- loka eðli málsins samkvæmt. Veiðifélag Ytri-Rangár sleppir árlega um 350 þúsund laxaseiðum í vatnasvæði félagsins og er hlutverk umsjónarmanns að annast þessar sleppingar og sjá um mannahald vegna þeirra. Einnig annast umsjónarmaður um alla skrán- ingu veiði, nokkra þjónustu við veiðimenn og umsjón með fjórum veiðihúsum félagsins. Um- sjónarmaður annast einnig útreikning á arð- greiðslum til félagsmanna og ýmislegt fleira. Laun og vinnufyrirkomulag er samkomulags- atriði. Umsóknarfrestur er til 5. apríl. Frekari upplýsingar veitir formaður veiðifélags- ins, Þorgils Torfi Jónsson, í síma 897 5562 og skriflegar umsóknir um starfið skulu sendar til formanns, Freyvangi 6, 850 Hellu. Innheimtustjóri Heildsölufyrirtæki í innflutningi óskar eftir að ráða innheimtustjóra. Í starfinu felst m.a.:  Innheimta.  Færsla og afstemming viðskiptabókhalds.  Samningar og samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins. Skilyrði er að viðkomandi hafi haldgóða þekk- ingu og reynslu af innheimtu- og viðskipta- mannabókhaldi. Leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Morg- unblaðsins eða á box@mbl.is merktar: „Innheimta — 18344“. Dugmikið fólk — Tímabundið verkefni Leitum að duglegu/hraustu fólki til starfa við pökkun/frágang/flutning á búslóðum. Meira- próf æskilegt þó ekki skilyrði. Góð laun, mikil vinna framundan fram á haust. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skilist til: olih@propack.is Bókari óskast Óskum eftir öflugum bókara sem getur hafið störf strax. Viðkomandi þarf að vera talna- glöggur, hafa reynslu af bókhaldi, vera ná- kvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir vinsamlega sendið starfsferilskrá til hbg@st.is merktar: „Bókari - 18350“ fyrir 1. apríl nk. EGJ-Holdings. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Er ódýrast að búa í Kópavogi? Ágætu Kópavogsbúar! Opið hús verður laugardaginn 1. apríl 2006 milli kl. 10 og 12 í Hlíðasmára 19. Allir velkomnir. Dagskrá: Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, ræðir málefni Kópavogs. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Fræðslufundur Athyglisbrestur, kvíði og þunglyndi ADHD samtökin, til stuðnings börnum og full- orðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, halda fræðslufund í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, 30. mars kl. 20:00. Fyrirlesari er Málfríður Lorange sálfræðingur. Allir velkomnir. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kársnesbraut 53, 01-0201, þingl. eig. Sveinn Oddgeirsson og Guðlaug Albertsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., Sjóvá-Almenn- ar tryggingar hf., Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður Reykjavíkur og nágr., þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 11:00. Vesturvör 26, 01-0103, þingl. eig. Húsvernd ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 4. apríl 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 29. mars 2006. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Tilkynningar Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Bústaðakirkju (neðri hæð) í kvöld 30. mars kl. 20-22. Fyrirlesari Páll Eiríksson, geðlæknir. Munið „Opið hús“ 6. apríl. Allir velkomnir! Börn og sorg Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Asparfell 4, 205-1793, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Þórunn Grétars- dóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 11:00. Fornistekkur 13, 204-7097, Reykjavík, þingl. eig. Brynjólfur Sigurðs- son og Hrafnhildur Hlöðversdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 11:30. Kötlufell 1, 205-2626, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaug Örlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Norðlendinga, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 10:30. Lindarbraut 2, 0002, 50% ehl. Seltjarnarnes, þingl. eig. Aðalsteinn Guðjónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 14:00. Reynimelur 22, 221-3058, Reykjavík, þingl. eig. Tómas Bolli Hafþórs- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. mars 2006. Ýmislegt Verður kosið um álver? Verða Hafnfirðingar einu Íslendingarnir sem fá að kjósa beint um álverið sem er í næstu nánd þeirra? Hvernig kjósa þá astma- og ofnæmissjúkir, flórgoðaunnendur og þeir sem vilja fá sem hæst verð fyrir fasteignir sínar? Verður Hafnfirðingum kannski sleppt við álverskosningarnar? Í fjölmiðlamálinu var kosningum sleppt. Alcan gæti farið. Alusviss fór. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnhætti. Lovsamling for Island Samantekið og útgefið af Oddgeiri Stephen- sen og Jóni Sigurðssyni 1853-1889. Þetta fágæta verk er hér í heild sinni, 1.-21. bindi. Nánari uppl.: Bragi Kristjónsson 552 1710/ 893 2710 og Ari Gísli Bragason 867 9832. Félagslíf I.O.O.F. 11  1863037½  Landsst. 6006033019 IX Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Valborg Kristjánsdóttir og Örn Rúnarsson. Mike Fitsgerald talar. I.O.O.F. 5  1863308  Fimmtudagur 30. mars 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Theodór Birgisson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. FRÉTTIR FUNDUR í landsráði Frjálslynda flokksins, sem haldinn var 25. mars sl., hvetur stjórnvöld til að vinna að því með skipulegum hætti að koma í veg fyrir atvinnuleysi fjölda fólks og nýta þau tækifæri sem gefast á Suð- urnesjum í kjölfar brotthvarfs hers- ins. „Til þess þurfa stjórnvöld að standa að tilflutningi verkefna inn á svæðið og efla þá þjónustu og starf- semi sem fyrir er á Suðurnesjum. Frjálslyndi flokkurinn er tilbúinn að leggja slíku átaki lið. Einnig leggur fundurinn áherslu á að starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði ekki flutt úr Vatnsmýrinni. Fundurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu borgarstjórn- arflokks Frjálslyndra og óháðra fyr- ir þeim augljósu hagsmunum Reyk- víkinga og annarra landsmanna sem felast í staðsetningu vallarins í Vatnsmýrinni. Þá er fagnað frumkvæði borgar- stjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra varðandi öldrunarmál í Reykjavík, þar sem F-listinn hefur sett þessi mál í forgang í komandi kosningabaráttu í Reykjavík.“ Tækifærin verði nýtt á Suðurnesjum MÁLÞING var nýverið haldið á veg- um Félags íslenskra kennara í ný- sköpunar- og frumkvöðlamennt. Þar var kynnt hvað verið væri að gera á þessu fræðasviði en málþingið sátu fulltrúar af öllum skólastigum. Eftir- farandi ályktun um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt var samþykkt og send til yfirvalda: „Nýsköpunar- og frumkvöðla- mennt er menntasvið þar sem nem- endur fá tækifæri til að hagnýta þekkingu sína á skapandi hátt og ýtir undir frumkvæði þeirra og fram- takssemi. Málþingið skorar á menntamálayfirvöld á Íslandi að móta skýrari framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem felur í sér sam- fellu og vaxtarmöguleika gegnum allt skólakerfið.“ Vilja framtíðarsýn fyrir nýsköpun SAMBAND ungra sjálfstæðismanna telur brýnt að stjórnvöld öll gæti að- halds í peningamálum vegna gríðar- legrar þenslu í hagkerfinu. Félagið telur að hagstjórnarstefna stjórn- valda hafi ekki tekið nógu mikið tillit til aðstæðna á almennum markaði og hafi útgjöld hins opinbera vaxið óhemju mikið og tækifæri til að draga úr þeim hafi ekki verið nýtt. Félagið telur að stöðva eigi stór verkefni á borð við byggingu tónlist- arhúss, hátæknisjúkrahúss og borun Héðinsfjarðarganga þar sem engin skynsamleg rök mæli því að halda skuli þeim til streitu þegar allar við- vörunarbjöllur hagkerfisins gefi til kynna að auka þurfi aðhald og minnka umsvif hins opinbera. SUS vill aðhald og aga í peningamálum PER Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, undirritaði nýlega samkomulag um styrk að upphæð 2,78 milljónir evra til handa European Humanities Uni- versity (EHU). Skólinn er óháður skóli frá Minsk sem nú er starfrækt- ur í útlegð í Vilníus í Litháen. Samningurinn gerir 350 náms- mönnum frá Hvíta-Rússlandi kleift að stunda nám næstu þrjú árin. Styrkurinn kemur bæði frá Nor- rænu ráðherranefndinni og fram- kvæmdastjórn ESB, sem leggur til 2,2 milljónir evra. Útlagaháskóli fær styrk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.